Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Qupperneq 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 9 langþráð lokatakmark og í fullu samræmi við þá lýðræðisþróun sem var vel á veg komin í land- inu. En nú var því ósvarað hvaða stjórnarfyr- irkomulag ætti að taka upp, lýðveldi eða þing- bundna konungsstjórn? Í nóvember fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið og greiddu tveir þriðjuhlutar atkvæði með stofnun kon- ungsríkis. En hvern átti þá að krýna konung? Það var vissulega til lítill hópur af Norðmönnum með blátt blóð í æðum en vandamálið var að stórþingið hafði lagt niður norska aðalinn með lögum árið 1837 og lagt blátt bann við notkun aðalstignar. Stórþingið hafði vissulega gert Óskari Svíakonungi tilboð um að einn af sonum hans yrði krýndur til konungs en það boð hafði verið kurteislega afþakkað. En staðreyndin er sú að á bak við tjöldin höfðu þegar um sumarið verið hafnar leynilegar umræður við verðandi konung. Sá sem varð fyrir valinu var Carl prins af Danmörku, sonur Friðriks Danakonungs og bróðir Kristjáns sem síðar ríkti yfir Danmörku sem Kristján X. Þetta var að mörgu leyti takt- ískt val á þjóðhöfðingja. Á þennan hátt voru þjóðarleiðtogar Danmerkur og Noregs tengdir órjúfanlegum böndum en einnig hafði sitt að segja að Carl var kvæntur Maud, dóttur Breta- konungs. Þar með hafði hið nýja Noregsveldi fengið tvo öfluga bandamenn. Og sem rúsína í pylsuenda var Louise móðir Carls, eða Hákons eins og hann valdi nú að kalla sig, bróðurdóttir Óskars Svíakonungs. Í dag er erfitt að ímynda sér að fyrir sléttri öld hafi grannþjóðirnar Noregur og Svíþjóð rambað á barmi styrjaldar sem hefði kallað yfir Skandinavíu hörmungar sem í hugum manna eru fremur tengdar við Balkanskagann eða lönd þriðja heimsins. Í dag hafa Norðurlöndin á sér orð fyrir að vera boðberar friðar og mannrétt- inda. En flestir hafa fyrir löngu gleymt að að- eins röskum áratug eftir lok þeirrar deilu sem hér er til umræðu var í Finnlandi háð blóðug borgarastyrjöld sem kostaði meira en 15 þúsund mannslíf. Eins og áður var nefnt hafa sagnfræðingar eytt ótöldum stundum í að reyna að finna orsak- ir þess að sambandsríki Noregs og Svíþjóðar leystist upp. Stór hluti þeirrar umræðu hefur snúist um tákmyndir þjóðernishyggjunnar í þessum löndum. Á tíma ríkjasambandsins mót- uðust þjóðernishugmyndir þessara þjóða og þar er ef til vill að finna eina af skýringunum á því að sambandsríkið leið undir lok á friðsamlegan hátt. Þar má í það minnsta finna skýringuna á ólíkum viðhorfum þjóðanna til ríkjasambands- ins. Þeir íslensku ferðalangar sem dvalið hafa í Noregi á 17. maí og í Svíþjóð á 6. júní, þjóðhátíð- ardegi Svía, verða flestir afskaplega hissa á því hversu ólík hátíðarhöldin eru. Á meðan Norð- menn flykkjast um götur íklæddir þjóðbúning- um og með fána, lesa ættjarðarljóð og syngja þjóðsönginn eru hátíðarhöld Svía hjóm eitt og fáir virðast vita af hverju 6. júní er þjóðhátíðar- dagur. Því að þrátt fyrir að þjóðernishyggjunni yxi fiskur um hrygg á tímum sambandsríkisins þá voru vaxtarskeið hennar mjög ólík í Svíþjóð og Noregi. Í Noregi var þjóðernishyggjan tengd baráttu vinstrimanna, fyrst fyrir auknum lýð- réttindum en síðar fyrir sjálfstæði. Menning- artengd þjóðernishyggja tengdi svo sveit og borg í baráttu fyrir allsherjar frelsi Norðmanna. Í Svíþjóð var þjóðernishyggjan aftur á móti tengd hægriflokkunum og hugmyndum þeirra um að upphefja Svíþjóð, ekki síst innan sam- bandsríkisins. Þjóðernishyggjan í Svíþjóð var vopn hægrimanna gegn Norðmönnum en um leið gegn þingræði og lýðræði. Ef til vill kristall- ast hugmyndirnar um sambandsríkið enn í þjóð- söngvum þjóðanna. Á meðan Norðmenn elska sitt land (Ja vi elsker dette landet) hljómar drottnun Svía í orðunum „jag vill leva, jag vill dö i Norden“.  Nils Ivar Agöy, 2000, „It will serve to increase our Union difficulties. Norway, Sweden and the The Hague peace conference of 1899.“ Historisk tidsskrift, 79:2, s. 181-207. Rolf Danielsen, 2002, „På moderasjonens grunn - Noen rettslige og konstitusjonelle betraktninger omkring union- opplösningen.“ Historisk tidsskrift. 81:4. s. 425-441. P. Fuglum, 1976, Norge i støpeskjeen, 1884-1920. Norge histor- ie. (ritstj. Knut Mykland). Osló. Harald Gustafsson, 1997, Nordens historia. En europeisk region under 1200 år. Lundur. Herman Lindqvist, 1999, Historien om Sverige. Ånga och dynamit. Stokkhólmur. Thorbjörn Nilsson, 2003, „Unionen som nationalistisk vattendelare. Prosjekt 1905. Svensk-norske relasjoner i 200 år.“ http://www.hf.uio.no/prosjerkter/Prosjekt1905/ publikasjoner_Nilsson.php (sótt 15.05.05). Anne-Lise Seip, 1995, Nation-building within the Union: Politics, Class and Culture in the Norwegian Nation-State in the Nineteenth Century. Scandinavian Journal of History. 20, s. 35-50. Nils Petter Thuesen, 2002, Norges historie i årstall. Fra stein- aldarern til i dag. Oslo. 1905. Norge, Sverige & Unionen. http://www.nb.no/ baser/1905 (sótt 10.05.2005). vill að finna í þeirri staðreynd að Rússland glímdi við uppreisn heima fyrir og Þýskaland og Frakkland römbuðu á barmi styrjaldar vegna yfirráða yfir Marokkó. Andrúmsloftið á alþjóða- vettvangi var þegar afar spennt og stríð í Skandinavíu hefði getað orðið kornið sem fyllti mælinn. Sænski herinn bjó sig undir stríð. Rykið var dustað af áætlunum um innrás í Noreg frá 1893 og sænski herinn, sem var í miðjum sumaræf- ingum, hóf vígbúnað af kappi. Í Stokkhólmi kall- aði konungurinn inn ríkisþingið úr fríi og krafð- ist þess að þingmenn styddu áætlun hans um stríð. Sú varð ekki raunin, vissulega samþykkti þingið aukafjárveitingu til hermála en nær allir vildu fremur friðsamlega lausn en að uppfylltum vissum skilyrðum. Eitt af þeim var að Norð- menn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu um klofning ríkisins. Þegar hún var framkvæmd gaf hún óvéfenglega niðurstöðu, 368.200 voru fylgj- andi úrsögn Noregs, 184 voru á móti! Í lok ágúst 1905 hittust sendinefndir Norð- manna og Svía í Karlstad, miðja vegu á milli Kristjaníu og Stokkhólms. Samningaumræð- urnar gengu vægast sagt illa. Svíar settu fram kröfur um að Norðmenn létu rífa niður öll landamæravirkin sem þeir voru nýbúnir að byggja og að auki virkin í Fredriksten og Kongsvinger. Norðmenn þverneituðu og heima- við voru sendar út herkvaðningar til almennra borgara. Það að bæði ríkin fluttu hersveitir sín- ar nánast á landamæralínuna auðveldaði ekki samningaviðræðurnar og að auki hófust Norð- menn handa við að höggva niður skóg til að fá frítt skotsvæði fyrir stórskotalið sitt. Þann 14. september virtist styrjöld frændþjóðanna vera óhjákvæmileg. En þá gripu stórveldin til sinna ráða. Rússland og Frakkland sendu Svíum til- mæli um að kröfur þeirra um að Norðmenn rifu landamæravirki sín mættu litlum skilningi hjá þeim. Bretar tilkynntu aukinheldur að ef Svíar endurskoðuðu ekki stefnu sína mundi breska ríkisstjórnin án frekari málalenginga viður- kenna sjálfstæði Noregs. Auk þess sendu bæði Þýskaland og Bretland flotadeildir að vestur- strönd Svíþjóðar, þar sem sænski flotinn lá við festar. Viðræðurnar taka nýja stefnu Þar með tóku viðræðurnar í Karlstad nýja stefnu. Svíar samþykktu að Norðmenn héldu sínum gömlu virkjum í Kongsvinger og Fredrik- sten en að öll hernaðarmannvirki innan 20 km frá landamærum ríkjanna, að 61° norðlægrar breiddar, yrðu jöfnuð við jörðu. Þar að auki skyldi tryggja rétt sænskra sama til beitilands í Noregi og að lokum yrði öllum deilumálum þjóð- anna framvegis skotið til alþjóðadómstólsins í Haag. Karlstadsamkomulagið var svo und- irritað af stjórnarþingum beggja þjóða og þann 26. október 1905 var formlega bundinn endir á ríkjasamband Noregs og Svíþjóðar. Fyrir Svíþjóð var þessi niðurstaða mun minna reiðarslag en ætla mætti. Sósíaldemókratar og verkalýðshreyfingin, tvö sterkustu stjórn- málaöfl Svíþjóðar allt til dagsins í dag, voru að slíta barnsskónum og í augun sporgöngumanna eins og Hjalmars Brantings voru sjálfstæði Noregs og friðsamleg sambandsslit ekki aðeins sigur fyrir verkalýðshreyfinguna heldur einnig í fullu samræmi við stefnumál alþjóðasambanda vinstrimanna. Fyrir Norðmenn var niðurstaðan rás í Noreg. Konsúlatavandamálið var enn óleyst og þokaðist ekkert í samningsátt. Árið 1905 magnaðist deilan enn með myndun samsteypustjórnar í Noregi. Forsætisráðherra var Carl Michelsen en fulltrúi stjórnarinnar í Stokkhólmi, einnig titlaður forsætisráðherra, var Sigurd Henriksson Ibsen. Samtímis sam- þykkti stórþingið einhliða að koma á fót norskri utanríkisþjónustu. Þar með var lokasennan haf- in. Öll Evrópa fylgdist með Báðir deiluaðilar virðast hafa verið meðvitaðir um að augu Evrópu hvíldu nú á þeim. Dyggilega studdur af ríkisstjórninni í Kristjaníu geystist landkönnuðurinn Fridjof Nansen fram á ritvöll- inn og ræddi fjálglega um sjálfstæði Noregs á síðum Le Temps í París, Kölnischer Zeitung og London Times. Svar Svía var að senda bæði til Lundúna og Parísar efni til birtingar og tefla fram sínum helsta landkönnuði, Sven Hedin, sem baráttupenna. Í lok maí dró svo til tíðinda innan stjórnmál- anna. Norska fastanefndin gekk á fund Óskars konungs sem nú hafði snúið aftur til vinnu í Stokkhólmi. Konungur tilkynnti að hann gæti með engu móti undirritað lögin um stofnun norskrar utanríkisþjónustu, á þeim forsendum að þar með mundi ríkjasambandið leysast upp. Fulltrúar norsku fastanefndarinnar voru undir þetta búnir og drógu þá strax fram undirskrif- aða afsögn norsku ríkisstjórnarinnar og afhentu konungi með tilmælum um að hann útnefndi nýja ríkisstjórn. Konungur neitaði þá að sam- þykkja afsagnarbréf ríkisstjórnarinnar enda fyllilega meðvitaður um að honum væri það með öllu ómögulegt. Að fundur konungs og fulltrúa Noregs þróaðist á þennan veg kom engum þeirra er hann sátu á óvart. Það sést kannski best á því að öll þessi samskipti fóru fram með upplestri skjala sem höfðu verið útbúin fyrir fram. Meira að segja neitun konungs á að sam- þykkja afsögn ríkisstjórnarinnar var tilbúin og skrifuð á blað, á norsku! Í flestra augum var ríkjasambandið nú úr sögunni. Sósíaldemókratinn Hjalmar Branting skrifaði í blaðagrein: „Þann 27. júní 1905 fékk konungssamband Noregs og Svíþjóðar hægt andlát, 90 og ½ árs gamalt. Það sem ógert er, er að jarðsetja og skipta upp dánarbúinu.“ Sam- tímis hélt norska sendinefndin heim á leið til Kristjaníu. Þar kallaði Michelsen forsætisráð- herra stórþingið saman til fundar þann 7. júní og tilkynnti úrsögn Noregs, eins og sagt er frá í upphafi þessarar greinar. Þar með var Noregur, að segja má, sjálfstætt ríki í fyrsta skipti síðan árið 1319. Vandamálið með ríkjasamskipti Noregs og Svíþjóðar var þó engan veginn leyst. Óskar kon- ungur mótmælti ákvörðun Norðmanna harðlega en þeir svöruðu með því að bjóða Svíum upp á að einn af sonum Óskars yrði krýndur konungur Noregs. Móttökurnar voru blendnar í Svíþjóð. Á meðan hægrimenn mótmæltu kröftuglega, héldu vinstrimenn hátíðir til að samgleðjast bræðrum sínum Norðmönnum. Frá Berlín, Moskvu og Lundúnum bárust fréttir um að áhrifaþjóðirnar styddu sjálfstæði Norðmanna, eða myndu í það minnsta ekki leggjast á sveif með Svíum ef til átaka kæmi. Umfram allt voru skilaboð þessara þjóða: Semjið friðsamlega. Skýringuna fyrir þessari einörðu stefnu er ef til manna um eigin þjóðfána. Tveimur árum síðar, aldamótaárið 1900 hófust svo Norðmenn handa við að byggja röð hernaðarmannvirkja meðfram landamærum Svíþjóðar. Í Stokkhólmi ágerðist stjórnarkreppan. Kon- ungurinn lagðist í rúmið og neitaði að ræða við nokkurn mann, ríkisstjórnin sagði af sér og á ríkisþinginu deildu menn hart um hvert skyldi verða næsta skref. Hugmyndir um þýsk-sænska innrás voru reifaðar við Vilhjálm keisara en honum hafði nú snúist hugur og snerist gegn slíkum verknaði. Í Finnlandi hertu Rússar tak sitt á stórhertogadæminu, sem varð vatn á myllu þeirra hagsmunahópa sem aðhylltust inn- og Svíþjóðar 1905 Höfundur er sagnfræðingur. Landamæragæsla Árið 1900 höfðu Norðmenn hafist handa við byggingu raðar hernaðarmannvirkja meðfram landamærum Svíþjóðar. Myndin sýnir norska hermenn við landamærin árið 1905 þegar spennan var hvað mest. Herir beggja sambandsríkjanna voru illa búnir til átaka, en stilltu sér engu að síður upp með fárra metra millibili, reiðubúnir til orustu. ýja norska konungsfjölskyldan Danski prinsinn arl tók sér nafnið Hákon, eiginkonan Maud kk að halda sínu nafni en sonurinn Alexander ar hér eftir nefndur Ólafur. ýnir Norðmenn vinna hörðum höndum að því að mætti að plástra yfir sárin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.