Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Síða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005
U
m það leyti sem sagan um Galdrakarlinn frá
Oz (framvegis nefnd Galdrakarlinn) var
gefin út lét höfundurinn Baum hafa það eft-
ir sér að um væri að ræða nútíma ævintýri
en þó alls ekki í stíl við sögur Grimms-
bræðra, sem voru að hans mati ekki börn-
um bjóðandi vegna skefjalauss ofbeldis. Með Galdrakarlin-
um sagðist Baum einfaldlega vilja skapa fallega sögu sem
hægt væri að njóta án þess að tregi eða ótti skyggðu þar á:
„Henni er ætlað að vera nýtískulegt ævintýri þar sem við-
haldið er undrinu og gleðinni en sársauki og martröð eru
skilin frá (Baum sbr. Þorsteinn Thorarensen 1985:5). Stað-
hæfing hans samræmist tilraunum ýmissa barnabókahöf-
unda sem vildu með skrifum sínum finna ævintýrinu nýjan
farveg á 19. öld og brjótast undan ægivaldi
Charles Perraults (1628–1703) og Jakobs
(1785–1863) og Wilhelms (1786–1859) Grimms-
bræðra, evrópsku ævintýrasafnaranna sem áttu
stóran þátt í að móta hugmyndir manna um
hvernig ævintýri áttu að vera.
Öllum að óvörum, þó einkum Baum sjálfum, sló sagan um
Galdrakarlinn í gegn og aflaði höfundinum vinsælda. Fram-
haldsbækur (og stælingar) voru skrifaðar, leikrit sett upp og
kvikmyndir framleiddar, sú frægasta frá árinu 1939 með
Judy Garland (1922–1969) í aðalhlutverki. Og hvort sem það
er vegna langvarandi vinsælda sögunnar og menningarlegra
áhrifa eða ekki þá þykir hún nú tilheyra hefðarveldi bók-
mennta ásamt ævintýrum Perraults og Grimms-bræðra,
enda þótt það hljómi kaldhæðnislega í sumra eyrum.
Það skal tekið fram að á ferli sínum gerði Baum ýmsar til-
raunir til að skrifa annars konar sögur, en þær náðu ekki
sömu vinsældum og bækurnar um Oz sem hann hélt áfram
að skrifa allt til dauðadags. Aðrir rithöfundar hafa síðan ver-
ið fengnir til að halda lífi í flokknum sem telur nú fjörutíu
bækur. Þar af eru fjórtán skrifaðar af Baum en síðasta bók
hans heitir Glinda frá Oz (e. Glinda of Oz) eftir einni aðal-
persónu flokksins og kom hún út árið 1919.
Þótt ásetningur Baums og fleiri rithöfunda sem skrifuðu
ævintýri á þessum tíma hafi út af fyrir sig verið góður og
gildur þá má síðan deila um það hvort þeim hafi tekist fram-
angreint ætlunarverk. Um þetta ríkir enn ágreiningur innan
fræðiheimsins þar sem síðari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós
að mörg ævintýranna eru undir sterkum áhrifum frá Perr-
ault og Grimms-bræðrum og í sumum tilvikum er ekki um
annað að ræða en eldri ævintýri sem hafa verið færð í nýjan
búning (sbr. Jones 2002:33, 42–43; Lurie 2004:133–5).
Hvað Galdrakarlinum viðvíkur má velta því fyrir sér
hvort sagan skeri sig jafn mikið frá Grimms-ævintýrum og
Baum reyndi að halda fram á sínum tíma. Úr því verður þó
líklegast aldrei skorið. Að minnsta kosti ekki þannig að allir
séu á eitt sáttir. Hins vegar er vert að fara aðeins nánar yfir
söguþráð Galdrakarlsins áður en lengra er haldið og tína til
nokkur atriði sem mæla bæði með og á móti áðurnefndri
staðhæfingu höfundarins.
Handan við regnbogann
Galdrakarlinn greinir frá Dorothy, munaðarlausri stúlku,
sem elst upp hjá kuldalegu frændfólki sínu, Henry og konu
hans Em, við bágbornar aðstæður á sveitabýli í Kansas á rit-
unartíma bókarinnar. Sérstaklega er tekið fram hversu
fjandsamleg Em frænka er, sem minnir að því leyti á vonda
ævintýrastjúpu. Dorothy þráir að eignast betra heimili og er
því í svipuðum sporum og Öskubuska eða Mjallhvít sem
glíma við óvinveittar móðurímyndir.
Dag einn virðist sem stúlkunni verði að ósk sinni þegar
skýstrókur feykir sveitabýlinu með henni og hundinum
hennar Tótó, alla leið til ævintýralandsins Oz, þar sem allt
sem tókst á loft lendir ofan á vondri norn og drepur hana.
Íbúarnir fagna Dorothy sem frelsara, en hún vill aðeins kom-
ast aftur heim til sín. Góð galdranorn, eins konar góð álf-
kona, vísar Dorothy leiðina til Galdrakarlsins, stjórnanda Oz,
sem getur einn hjálpað henni (mörgum þótti hneisa að Baum
skyldi skrifa um góðar galdranornir). Góða nornin færir
stúlkunni að skilnaði skó dauðu nornarinnar, fallega silfurlit-
aða skó, sem búa yfir verndarmætti. Á leiðinni eignast Do-
rothy þrjá ferðafélaga, Fuglahræðuna, Blikkkarlinn og Hug-
lausa ljónið, sem ákveða að slást í för með henni þar sem
þeir telja að Galdrakarlinn geti veitt þeim eiginleika sem þá
skortir: heila, hjarta og hugrekki, eða þá eiginleika sem
fræðimenn segja að Dorothy þurfi að tileinka sér svo hún
geti snúið heim. Þegar þau mæta Galdrakarlinum fá þau
hins vegar að vita að óskirnar verði ekki uppfylltar nema
Þar sem óþarfi er að ku
Í fjarlægu ríki takast góð og ill galdraöfl á. Mitt í öllum átök-
unum birtist saklaust barn sem hefur því erfiða hlutverki að
gegna að koma á friði þótt það geti kostað það sjálft lífið.
Þessi söguþráður hljómar óneitanlega kunnuglega, hefur
enda verið útfærður á ótal vegu, og margir gætu haldið að
hér sé verið að vísa í bókaflokkinn sívinsæla um galdrastrák-
inn Harry Potter – svo er ekki.
Í annarri grein sinni um ævintýri fjallar greinarhöfundur
um sögu sem vakti að vísu svipaðar deilur og bækur J.K.
Rowling, er að hún kom út í Bandaríkjunum um aldamótin
1900. Deilurnar virðast engan endi ætla að taka því rúmum
hundrað árum síðar er enn verið að rífast um meint siðspill-
andi áhrif bókarinnar á ungdóminn.
Sagan sem um ræðir er barnabókin Galdrakarlinn frá Oz,
og hér verður sagt frá því hvernig höfundurinn L. Frank
Baum reyndi að skapa ævintýri sínu nýjan farveg, meðal
annars með því að gera út af við þær stöðluðu kynímyndir
sem ævintýrahöfundar og -safnarar 17. og 18. aldar höfðu
haldið á lofti.
Eftir Roald
Eyvindsson
roald77@
hotmail.com
Galdrakarlinn í Oz Dorothy,
Huglausa ljónið og aðrir
ferðafélagar hennar.
þau drepi Vondu nornina í vestri, erkióvin Galdrakarlsins,
sem heldur samfélaginu í Oz í heljargreipum (sbr. Jones
2002:94).
Félögunum tekst eftir miklar hremmingar að vinna þrek-
virkið en uppgötva um síðir að Galdrakarlinn er svikahrapp-
ur sem getur ekki staðið við loforð sitt. Þegar öll sund virðast
lokuð kemur nornin Glinda, önnur birtingarmynd góðu álf-
konunnar/móðurinnar, þeim til hjálpar. Hún kennir Dorothy
að komast heim til Kansas með því að smella saman skóhæl-
unum og af þeim sökum eru skórnir álitnir tákna það fé-
lagslega hlutverk sem Dorothy þarf að læra að uppfylla í
framrás sögunnar (sbr. Jones 2002:94, 98). Hafa silfurskórnir
því svipaða virkni og glerskórinn í ævintýrinu um Öskubusku
sem innsiglar samfélagslegt hlutverk söguhetjunnar í lokin.
Framangreint sést af því að Dorothy snýr heim reynslunni
ríkari. Harðneskjan sem stúlkan varð að þola á býlinu er
skyndilega orðin smávægileg í samanburði við raunirnar sem
hún rataði í Oz og sættir takast með þeim Em frænku. Allt
fer vel að lokum eins og í evrópskum ævintýrum, sem lýkur
oft með því að fjölskylda tekur ástfóstri við kvenhetjurnar
eftir að þær hafa sigrast á alls kyns erfiðleikum.
Sagt skilið við prinsinn á hvíta hestinum
Fræðikonan Alison Lurie telur að margt sé líkt með Galdra-
karlinum og Grimms-ævintýrum og nefnir meðal annars þau
áhrif sem athafnir sögupersóna hafa á atburðarásina. Hins
vegar segir hún verulegan mun vera á þessu tvennu hvað
persónusköpun viðvíki, einkum framsetningu kynjanna.
Lurie er þeirrar skoðunar að kynímyndir Galdrakarlsins séu
til að mynda litaðar af jafnréttishugmyndum kvennahreyf-
ingarinnar á öndverðri 20. öld, sem er ekki langsótt miðað við
þau áhrif sem Matilda Gage, tengdamóðir Baums, er talin
hafa haft á skrif hans en hún var atkvæðamikil kvenrétt-
indakona (sbr. Lurie 2004:28–31, 33–4, 39).
Máli sínu til stuðnings bendir Lurie á að söguhetjan
Dorothy sé hugrökk, athafnasöm og skynsöm stúlka og því
meira í anda þeirrar sjálfstæðu kvenímyndar, sem kvenrétt-
indakonur upphófu í kringum aldamótin 1900, en dæmi-
gerðra kvenhetja Viktoríutímans sem eru yfirleitt taldar
frekar hlédrægar og undirgefnar. Kynímyndir sögunnar séu
því ekki aðeins framsæknar á þessu sviði miðað við ævintýri
Charles Perrault og Grimms-bræðra, þar sem kvenhetjurn-
ar eru hálfgerðar fótaþurrkur, heldur einnig í samanburði
við verk samtímahöfunda Baums (sbr. Lurie 2004:25, 31–2).
Sem dæmi má nefna að gagnstætt sígildum bókum eins og
Little Women (1868–9) eftir Louisu May Alcott (1832–1888)
og Anne of Green Gables (Anna í Grænuhlíð; 1908) eftir
Lucy Maud Montgomery (1874–1942) þar sem enn var lögð
rík áhersla á að kenna stúlkum til húsverka eins og í æv-
intýrunum um Öskubusku og Mjallhvíti, sýnir Dorothy
heimilisverkum lítinn áhuga. Í Galdrakarlinum bendir hins
vegar ekkert til þess að áhugaleysi stúlkunnar sé á neinn
hátt ámælisvert. Það er meira að segja látið líta út fyrir að
heimilisverk séu ein versta kvöð sem hægt er að hugsa sér,
sem sést meðal annars á því hvernig Vonda nornin í vestri
pínir Dorothy til að hreinsa potta og pönnur. Þar að auki
virðist vera algjör óþarfi að læra þau því eins og kemur í ljós
í framhaldsbókunum þá vex matur – heilu nestiskörfurnar –
á trjánum og eins er hann oft framreiddur af ósýnilegum
höndum. Auk þess líkist Dorothy litla kvenhetjum bóka
Viktoríutímans ekki á nokkurn hátt þar sem hún eldist ekki
þótt hún þroskist, verður ekki ástfangin og giftist aldrei