Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 13
Hinn 18. október næstkomandi,kemur út jólaplata úr smiðju
Brians Wilson, fyrrum leiðtoga
Beach Boys og
aðallagasmiðs
sveitarinnar.
Platan inni-
heldur tólf nýjar
upptökur af hefð-
bundnum jólalög-
um í bland við
frumsamin jóla-
lög eftir Brian
Wilson sjálfan.
Þar á meðal er
endurgerð á gömlu Beach Boys-lagi
frá árinu 1964, „Little Saint Nick“.
Um leið og þessar fréttir jafnast á
við lítil kraftaverk í hugum flestra
aðdáenda Wilsons, segja aðrir að
þetta útspil hans muni
minnka líkurnar á sam-
starfi við Paul McCart-
ney sem ku vera í
burðarliðnum.
Meðal laga á plötunni eru: „What
I Really Want for Christmas“, „The
Man With All the Toys“, „Hark, the
Herald Angels Sing“, „Oh Holy
Night“, „We Wish You a Merry
Christmas“ og „God Rest Ye Merry
Gentlemen“.
Um daginn kom svo út mynddisk-
urinn Brian Wilson Presents
SMILE, sem inniheldur fjölmargar
áður óséðar myndbandsupptökur
frá gerð plötunnar SMILE, auk
hinnar stórgóðu heimildamyndar
Davids Leafs, Beautiful Dreamer,
sem sýnd var á dögunum í Sjónvarp-
inu.
Kanadíska rokkhetjan NeilYoung er nú öll að braggast
eftir að gúlpur var fjarlægður úr
heilaslagæð
kappans.
Vegna veikind-
anna frestaði
Young tónleika-
ferðalagi sem átti
að hefjast í
Winnipeg í
Kanada á svo-
nefndri Juno-
verðlaunahátíð.
Svo mikil var eft-
irvæntingin vegna komu hinnar
burtflognu stjörnu; goðsins sem ekki
hefur komið fram í Winnipeg frá
árinu 1996, að miðar á tónleikana
seldust upp á 16 sekúndum þegar
miðasala hófst. Nú er kappinn hins
vegar allur að frískast, kominn til
Nashville og er að leggja lokahönd á
breiðskífu sem er væntanleg síðar á
þessu ári.
New York-sveitin The Strokes erkomin langt á leið með sína
þriðju plötu. Sveitin hefur þegar
hljóðritað fjórtán lög og þar af voru
þrjú lög tekin upp af samverka-
manni þeirra til margra ára, Gordon
Raphael. Önnur lög voru tekin upp
af David Kahne en hann hefur meðal
annars tekið upp plötur tónlistar-
manna á borð við Paul McCartney
og Fiction Plane.
Andy Wallace, sem er hvað þekkt-
astur fyrir að hafa hljóðblandað
sveitir eins Nirvana og Rage Aga-
inst The Machine og verið upp-
tökustjóri á plötu Jeffs heitins Buck-
leys Grace, sér um hljóðblöndun á
nýju plötunni.
Síðasta plata The Strokes, Room
on Fire, sem kom út árið 2003, olli
plötufyrirtæki sveitarinnar miklum
vonbrigðum en hún seldist einungis í
um 560 þúsundum eintökum á með-
an að fyrsta platan, Is This It,
(2001), hefur selst í tæpum milljón
eintökum.
Þótt platan verði senn tilbúin þá
lítur út fyrir hún verði ekki gefin út
fyrr en einhvern tíma á næsta ári og
mun sveitin þá leggja upp í tónleika-
ferð.
Brian Wilson
Neil Young
The Strokes
Erlend
tónlist
Þ
eir bættu met Bítlanna. Hversu
margir geta státað af því? Fyrsta
smáskífan af þriðju stóru hljóðvers-
plötu sinni X&Y, „Speed of Sound“,
stökk ofar á bandaríska vinsæld-
arlistann í fyrstu viku en Bítlarnir
gerðu nokkru sinni, ofar en nokkur önnur bresk
hljómsveit hefur áður gert, eða beint í 8. sæti. Eru
til betri ummerki þess að Coldplay sé við það að
verða ein stærsta rokkhljómsveit í heimi, ef ekki
sú stærsta? Varla. Eða jú, kannski. Tónlistin.
Lögin þrettán sem prýða plötuna. Hvert öðru
betra; stærra. Vitnisburður um snilligáfu for-
sprakkans Chris Martins og einstakt lag hans á
að setja saman bráðasígildar
melódíur sem snerta fleiri
hjörtu en lög nokkurra annarra
popptónlistarmanna. Dugi
skjallið ekki til þá ættu tölurnar að tala sínu máli.
Nær 17 milljónir platna seldar á fimm árum og
það einungis eftir tvær hljóðversplötur og eina
tónleikaplötu. Og hvert mannsbarn þekkir orðið
og hummar ómeðvitað með lögum á borð við
„Trouble“, „The Scientist“, „Clocks“, „In My
Place“ og náttúrlega „Yellow“, sem markaði upp-
hafið að sigurgöngunni sem hefur verið sleitulaus
síðan. Og hratt og örugglega hefur pressan auk-
ist. Hvernig ber að toppa plötu – A Rush of Blood
To The Head – sem seldist í 10 milljónum eintaka
og var af mörgum álitin fullkomin – þar á meðal af
aðalhöfundinum, Chris Martin sjálfum?
Löng og erfið fæðing
Með slíkan bagga á herðunum hófust þeir þegar
handa við gerð nýrrar plötu í árslok 2003, ein-
ungis viku eftir að hafa lokið við strembna 16
mánaða heimsreisu, þar sem Reykjavík var meðal
viðkomustaða sællar minningar. Og plötugerðin
stóð nær sleitulaust yfir þar til í mars á þessu ári,
í eitt ár og fjóra mánuði. Til samanburðar tók
gerð Parachutes sex vikur og A Rush of Blood
…sex mánuði. Það hlýtur því eitthvað að hafa
gengið á, eitthvað babb að hafa komið í bátinn. Já
og nei. Ekkert óvenjulegt í sjálfu sér því hið ná-
kvæmlega sama gerðist þegar þeir unnu að A
Rush of Blood … Í miðju kafi, reyndar þegar
vinnan var að því er flestir höfðu talið langt á veg
komin, þá hætti sveitin við allt saman, henti nær
öllu því sem búið var að taka upp og byrjaði upp á
nýtt, á byrjunarreit. „Það tók okkur langan tíma
að átta okkur á því að við þyrftum ekki á löngum
tíma að halda,“ segir hinn annars fámáli gítaristi
Jonny Buckland í nýlegu viðtali við The Sunday
Times. Þetta gerðist sumarið 2004. Þeir fjór-
menningar Buckland, Martin, Guy Berryman
bassaleikari og Will Champion trommari sáu ljós-
ið, áttuðu sig á því að þeir væru komnir langt út af
sporin, á villigötum staddir. Þeir höfðu nálgast
plötugerðina eins og hverja aðra skrifstofuvinnu,
viðlíka kokhraustir og þegar þeir byrjuðu á A
Rush of Blood…Mættu hver í sínu lagi í eitthvert
af hinum rándýru hljóðverum heimsins; Martin
um og skoðunum. Nokkuð
sem félagar hans í
Coldplay viðurkenna fús-
lega að geti og hafi komið
honum og þeim í vanda.
Maðurinn ku vera þrjósk-
ari en naut, fylginn sér
með eindæmum, rakin til-
finningavera sem sé hvers
manns hugljúfi eina mín-
útuna og hafi allt á horn-
um sér þá næstu. Sem sé,
Chris Martin er listamað-
ur. En hann ku líka vera
heill í gegn, ástríðufullur
maður með takmarkalausa
réttlætiskennd, sem skýr-
ir ríkuleg afskipti hans af
pólitík og þá einkum að-
stoð hans við Fair
Trade-samtökin sem berj-
ast fyrir því að rétta við-
skiptastöðu hinna svoköll-
uðu þriðja heims-ríkja
gagnvart vesturlöndum.
Og hann virðist einlægur í
þeirri baráttu sinni og
bregst ókvæða við ef gefið
er í skyn við hann að hann
sé með því brölti sínu að
feta í fótspor Bonos, að
svona eyði stóru poppararnir frítíma sínum og
sefi samviskuna. „Það er heimskulegt. Að segja að
pólitík og tónlist fari ekki saman er eins og að
segja að pólitík og garðyrkja fari ekki saman, eða
pólitík og pípulagnir. Pólitíkin varðar alla.“
En Martin á góða að, sérstaklega þessa þrjá
vini sem hafa verið með honum í hljómsveit síðan
þeir hittust í University College of London 1998.
Einmitt vegna þess að kastljósið hefur verið nær
stöðugt á honum og skilið hina eftir í myrkrinu, þá
hefur þeim tekist að halda í hið nauðsynlega jarð-
samband sem hann þráir svo heitt. Þeir ganga því
um götur Lundúna svo gott sem algjörlega
óáreittir og sá kostur nýtist þeim er þeir halda
verndarvæng yfir snillingnum vini þeirra, náung-
anum sem átt hefur stærstan þátt í því að þeir eru
nú allir orðnir margfaldir milljónamæringar, en
þótt Martin eigi öll lögin þá deilir hann höfundar-
laununum jafnt með félögum sínum.
„Sumir eiga eftir að elska hana,“ segir Martin
um nýju plötuna, „og sumir eiga eftir að fyrirlíta
hana, vegna þess með hvaða hjómsveit hún er. En
hver millisekúnda er eins góð og hún mögulega
gat orðið, vitandi það að hún ætti eftir að vera rif-
in í sundur, fordæmd og úthrækt.“ Hann er full-
komlega meðvitaður um getu sína og snilligáfu,
veit vel að hann hefur búið til enn eina plötuna
sem á eftir að öðlast traustan sess í plötusöfnum
æði margra, í góðum félagsskap Cohens, Cocteau
Twins og Costellos, geta af sér ófáar ódauðlegar
perlur og vinna til fjölda verðlauna; um leið og
enginn er eins óöruggur um það sem sveitin send-
ir frá sér, enginn er eins sannfærður um að fallið
stóra sér innan seilingar og að það verði hátt.
Þannig er að vera á toppnum, hærra en allir aðrir.
Þaðan er fallið hæst og hvergi verður kaldara.
fyrstur með lögin, Buckland slóst í lið með honum,
þeir unnu þau, lögðu að þeim grunna og fóru. Svo
kom ritmaparið – ekki saman – og gerðu það sem
þeir giskuðu á að ætlast væri til af þeim. En svo
áttuðu þeir sig allt í einu á því að þeir væru hun-
dóánægðir með afraksturinn, breyttu rækilega
um vinnuaðferð og ákváðu að verða hljómsveit
aftur, og nálgast plötugerðina eins og í upphafi.
Þeir urðu sér út um smáholu í Camden-hverfinu í
Lundúnum, tróðu hljóðfærunum inn og hófust
handa við að útsetja og æfa upp á nýtt grunnana
hans Martins, sem hljómsveit, samheldin sveit
fjögurra gamalla háskólafélaga sem áttu sér aldr-
ei þann draum að verða frægar stjörnur, heldur
vildu einfaldlega lifa á því sem þeim þótti
skemmtilegast að gera, að búa til og leika góða
popptónlist. „Þetta var endurfæðing Coldplay, til-
finning sem við höfðum ekki fundið síðan við sát-
um í fyrsta sinn saman í herbergi,“ segir Champ-
ion í áðurnefndu spjalli við The Sunday Times.
Margsnúni Martin
En þótt sveitin sjálf væri komin aftur á beinu
brautina og allt horfði þar til betri vegar, búið
væri að bóka nýtt hljóðver með nýjum upptöku-
stjóra, Danton Supple í stað Kens Nelsons sem
tekið hafði upp fyrri plöturnar tvær, þá var ým-
islegt sem truflaði einbeitingu þeirra, einkum
Martins. Hann átti nefnilega í stöðugu stríði við
papparassa, aðgangsharða ljósmyndara og blaða-
menn, sem reyndu allt til að ná myndum og upp-
lýsingum um hann og margfræga eiginkonu hans
og þá nýorðna barnsmóður, Hollywood-stjörnuna
Gwyneth Paltrow, en þau eignuðust fyrir rúmu
ári stúlkubarnið Apple. Vandinn er sá að Martin
er ekki þessi dæmigerði náungi sem giftir sig inn í
ráðsetta Hollywood-fjölskyldu. Hann er nefnilega
margsnúinn persónuleiki, óútreiknanlegur skap-
maður sem á erfitt með að leyna tilfinningum sín-
Það er kalt á toppnum
Það vakti athygli er hinn annars hógværi Chris
Martin lýsti því yfir að Coldplay ætlaði sér að slá
U2 við með þriðju plötu sinni; með öðrum orðum
verða stærsta hljómsveit í heimi. Nú er platan
við það að berast mönnum til eyrna og bendir
margt til að Martin ætli að reynast sannspár.
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Hljóð hraðans Chris Martin liggur mikið á hjarta og getur vart beðið þess að
sigra heiminn með lagi. F.v.: Berryman, Buckland, Martin og Champion.
X&Y kemur út á mánudaginn.
Mark Knopfler og hljómsveit hans, DireStraits, hafa að öllum líkindum ekkirisið hærra en á fimmtu stúdíóbreið-skífu hljómsveitarinnar, Brothers in
Arms. Verkið var nýlega gefið út á sérstökum við-
hafnargeisladiski í tilefni af því að tuttugu ár eru
liðin frá upprunalegu útgáfunni. Brothers in
Arms er mest selda plata Dire Straits og gerði
sveitina að stórveldi í poppinu á níunda áratug
síðustu aldar. Ekki fer á milli mála að Knopfler er
einn af merkari gítarleikurum þess tíma. Það
kemur vel fram á Brothers in Arms.
Gítarleikur Knopflers er
auðþekkjanlegur. Hann gerir
mikið af því að plokka streng-
ina og það heyrist oftast strax
í upphafi lags ef hann er þar á
ferð. Knopfler hefur sagt að einn mesti áhrifa-
valdur hans í gítarleik hafi verð J. J. Cale. Það
kemur að sjálfsögðu ekki á óvart. En Bítlarnir,
Stones, Kinks, B. B. King, Hank Marvin, Chet
Atkins, Bob Dylan og margir fleiri höfðu einnig
áhrif á hann hvað gítarleik, laga- og textasmíðar
og söng varðar. Reyndar átti Knopfler eftir að
vinna töluvert með þeim tveimur síðastnefndu er
fram liðu stundir.
Brothers in Arms er fanta góður diskur, marg-
slunginn og fjölbreyttur þótt lögin séu einungis
níu talsins. Þar koma fram allir bestu eiginleikar
um um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.
Næsta víst er að tilkoma MTV-sjónvarpsstöðv-
arinnar, sem hóf göngu sína þann 1. ágúst 1981,
átti sinn þátt í velgengni Brothers in Arms. Tölvu-
teiknað myndband við einn af smellum plötunnar,
„Money for Nothing“, sem Sting samdi og söng
með Knopfler, féll vel í kramið. „Play the Guitar
on the MTV“ syngja þeir einmitt í laginu, en það
er reyndar kaldhæðnislegt að þetta lag er ádeila á
MTV.
Brothers in Arms hefst á laginu „So Far Away“
þar sem áhrifin frá J. J. Cale koma skýrt fram.
Annað lag sem vert er að minnsta sérstaklega á er
„Walk of Life“, sem er eins konar búgí-útgáfa af
laginu „Sultans of Swing“ af fyrstu breiðskífu
Dire Straits, en það lag kom sveitinni á kortið árið
1978. Fjölbreytnin kemur meðal annars fram í
hinu djassaða „Your Latest Trick“ og í laginu
„Why Worry“, þar sem vel má heyra áhrif frá
Everly Brothers.
Hápunktur Brothers in Arms er án efa sam-
nefnt lokalag disksins. Það lag mætti spila með
reglulegu millibili opinberlega og ætti að vera
skylduhlustun fyrir þá sem eru viljugir til að
stuðla að vopnaburði í heiminum. Það hlýtur að
vera erfitt að verða ekki snortinn af því að hlusta
á þessa óhemju fallegu ballöðu. Brothers in Arms
á því fullt erindi enn í dag og eflaust um ókomna
framtíð. Þetta er alvöru poppklassík.
Knopflers. Á disknum eru frábærar melódíur,
rokk af gamla skólanum; blús, djass, kántrí, og
sterkir textar. Reyndar má alls ekki líta svo á að
heilsteypt útkoman sé eingöngu Knopfler að
þakka, því þó hann hafi alla tíð verið aðalsprautan
í Dire Straits þá eru meðspilarar hans hver öðrum
betri, ekki hvað síst bassaleikarinn John Illsley,
sem hafði verið með Knopfler frá því þeir tróðu
fyrst upp saman ásamt bróður Knopflers á pöbb-
Bræðralag í góðum gír
Poppklassík
Eftir Grétar Júníus
Guðmundsson
gretar@mbl.is