Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 15 ÞEGAR komið er inn í listasafnið skellur á mann bylgja hávaða sem heyrist úr fjölmörg- um hátölurum staðsettum víðs vegar í safninu. Hljóðið er truflandi og áleitið enda er þarna um að ræða hávaða sem tekinn er upp í fisk- verksmiðjum og frystihúsum. „Peningahávað- inn“ er titill sýningarinnar sem vísar í pen- ingalyktina svokölluðu sem íslendingar þekkja og vísar til hverskonar lyktmengunar af völd- um fiskiðnaðar. Í Ásmundarsal má sjá hálf- kúluspegil á vegg umkringdan peningum og í eldhúsi er sýnt svarthvítt myndbandsverk sem tekið er í eldhúsi veitingahúss. Að öðru leyti felst hin sjónræna framsetning í fjarveru eiginlegra sjónrænna myndlistarverka (fyrir utan fjölmargar rafmagnsleiðslur og hátalara) þar sem safnið hefur verið „skorið upp“ eða opnað upp á gátt svo sést inn í hinar ýmsu vistarverur sem alla jafna eru lokaðar, svo sem salerni, miðstöðvarkompur og kaffiaðstöðu starfsmanna. Þessi fjarvera eiginlegra list- hluta sem oftast hefur það hlutverk að vekja athygli á rýminu sjálfu skapar sterka sjón- ræna heild og afhelgar safnið á sannfærandi hátt um leið og verkið nær að skapa áhrifa- mikla tilfinningu fyrir veruleika fiskvinnslu- verksmiðjunnar, þeirri grunnverðmætasköp- un sem hefur verið undirstaða fjárhagslegrar lífsafkomu okkar. Fyrir utan safnið má síðan sjá mörg heyrnartól hanga í trjám, en má heyra áhugaverð viðtöl við „venjulega“ Íslend- inga, börn, eldra fólk og nýbúa svo einhverjir séu nefndir. Nýbúar eru núorðið stór hluti þess vinnuafls sem stendur undir fiskfram- leiðslu íslendinga en raunveruleiki þess iðn- aðar sem var nánast allra fyrir örfáum árum er orðinn fjarlægur stórum hluta Íslendinga í dag. Verkið er einstaklega áhugavert fyrir þær sakir að það dregur upp á yfirborðið sam- félagslegan veruleika sem felur í sér spurn- ingar um stjórnskipun, framleiðslukerfi, tæknivæðingu, hagkerfi, stéttaskiptingu, þjóð- erni og ekki síst fjármagn. Málefni sem hafa verið í sviðsljósinu á Íslandi og í öðrum þjóð- félögum undanfarin ár en hafa fallið í skugg- ann af endalausri umræðu um þá íþrótt hvern- ig útsjónarsamir einstaklingar geta hagnast verulega á að höndla með þennan veruleika hvort heldur hér heima eða erlendis. Ólafur og Libia hafa verið ötul við mynd- listarsköpun undanfarin ár og sett upp stórar sýningar víðs vegar um heiminn sem jafnan vekja athygli fyrir þverpólitíska nálgun, en þau spyrja gjarnan óþægilegra spurninga um málefni og aðstæður sem eru gjarnan teknar sem gefnar. Þess er skemmst að minnast þeg- ar þau rituðu texta á borð við „Landið þitt er ekki til“ á húsgafla í Hafnarfirði á Björtum dögum. Verkið vakti athygli og einhverjir hafa eflaust velt fyrir sér hvað þetta ætti að þýða eða hvað listamennirnir væru að meina, ef þeir áttuðu sig á að hér væri um myndlistarverk að ræða. Sama setning á göflum húsa í hinni gömlu háskólaborg í Pécs í Ungverjalandi olli þó mun meiri titringi, andúð og vanlíðan meðal almennings jafnt sem listamanna þar, sem kemur ekki mikið á óvart þegar skoðuð er saga landsins hundrað ár aftur í tímann. Það sýnir vel hve félagslegt rými verka er mismunandi og fólk litað af þeim pólitíska veruleika sem það er orðið samdauna. Í Ungverjalandi, sem er á hraðferð inn í hinn kapítalíska „frjálsa“ veruleika, kemur það illa við fólk að sjá pólitísk slagorð, sem voru áður notuð til að búa til „sannleika“, notuð á þennan hátt á sama tíma og þeir vilja horfa fram hjá þeim hættum og slagorðasannleika sem frjálshyggjan ber fram í dag. Á sama hátt erum við Íslendingar vilj- andi blind fyrir því sem við viljum ekki ræða, matreiðum sannleika og búum til réttlætingar eins og aðrir. Verkið í ASÍ er þó ekki fyrst og fremst hörð pólitísk ádeila þótt það gefi marga möguleika á slíkum lestri því verkið virðist fyrst og fremst fjalla um hið mannlega í sam- spili við náttúru og tækni nútímans. Hávaði frystihúsanna sem órjúfanlegur þáttur í grunnvinnslu náttúruafurðanna gefur þá til- finningu eða hugmynd að hið tæknilega ferli verksmiðjunnar sé orðin partur af náttúrunni. Verksmiðjan virðist því vera orðin partur af frumskóginum í einhverri andstæðu við há- tækni og firringu viðskiptasamfélagsins. Þetta metnaðarfulla verk er mögnuð innsetning sem tengist reynsluheimi fólks af „gamla tíman- um“, fólks af landsbyggðinni og nýbúum um leið og það dregur upp hugmyndafræðilegar hliðstæður við veruleika verksmiðjunnar í menningu samtímans. Peningahávaðinn er orðinn yfirgnæfandi á fleiri stöðum en í verk- smiðjum, hann fyllir út í nánast allt okkar lífs- rými í dag þar sem við aðlögum okkur að aug- lýsingasíbylju og umferðarnið eins og hverjum öðrum náttúruhljóðum og þróum með okkur ákveðna tegund af heyrnarleysi. Stigveldi tæknimenningarinnar og sæborgar samtímans Morgunblaðið/Golli Peningahávaðinn „Verkið í ASÍ er þó ekki fyrst og fremst hörð pólitísk ádeila þótt það gefi marga möguleika á slíkum lestri því verkið virðist fyrst og fremst fjalla um hið mannlega í samspili viðnáttúru og tækni nútímans“, segir m.a. í umsögninni. MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Listasafn ASÍ Freyjugötu 41 Stendur til 3. júlí. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Ólafur Árni Ólafsson og Libia Pérez de Siles de Castro Capitulo 3, El Ruido del Dinero „Peningahávaðinn“ Þóra Þórisdóttir Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Star Wars: Episode III  (SV) Monster-in-Law Diary of a Mad Black Woman Smárabíó Star Wars: Episode III  (SV) Monster-in-Law Kingdom of Heaven  (HL) Vélmenni  (SV) Regnboginn Star Wars: Episode III  (SV) Layer Cake Kingdom of Heaven  (HL) Gargandi snilld  (HL) Downfall  Laugarásbíó Star Wars: Episode III  (SV) Monster-in-Law Interpreter  (HL) Diary of a Mad Black Woman Sin City Háskólabíó A Lot Like Love Crash Voksne Mennesker  (HL) The Hitchhikers Guide  (HJ) The Motorcycle Diaries  (SV) The Jacket  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri A Lot Like Love House of Wax Crash The Jacket  (SV) Sahara  (HJ) The Hitchhikers Guide  (HJ) The Ice Princess  (HJ) The Pacifier  (HJ) Svampur Sveinsson m/ísl. tali  (HJ) Bangsímon og Fríllinn  (SV) The Wedding Date Star Wars: Episode III  (SV) Myndlist Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. 101 gallery: Ólafur Elíasson. Banananas | Sýningin Vig- dís - Skapalón á striga, að- ferð götunnar á striga. Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Til 24. júní. Dagsbrún undir Eyjafjöll- um: Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði: Karl Theódór Sæmundsson Edinborgarhúsið, Ísafirði: Elín Hansdóttir. Elliheimilið Grund: Jeremy Deller. Gallerí Gangur: Haraldur Jónsson. Gallerí Galdur og rúnir: Haukur Halldórsson. Gallerí i8: Ólafur Elíasson. Lawrence Weiner. Til 6. júlí. Gallerí 100°: Dieter Roth. Gel Gallerí: Ólafur grafari. Gallerí Terpentine: Halldór Ásgeirsson. Gallerí Tukt, Hinu húsinu: Steinunn Harðardóttir og Sæmundur Þór Helgason til 18. júní Gamla Kaupfélagshúsið: KFL Group til 23. júní. Gerðuberg: Lóa Guðjóns- dóttir. Sýningin Stefnumót við safnara II stendur yfir. Til 30. júní. Grafíksafn Íslands: Samsýn- ing þýskra listamanna til 12. júní. Götur Reykjavíkur: Margrét H. Blöndal. Hafnarborg: Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara. Hallgrímskirkja: Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndverk í forkirkju og kór til 14. ágúst Hallgrímskirkjuturn: Þór- ólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Auður Vésteins- dóttir Hrafnista Hafnarfirði: Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) til 28. júní. Kaffi Mílanó: Jón Arnar Sigurjónsson. Kaffi Sólon: Vilhelm Anton Jónsson. Kunstraum Wohnraum Akureyri: Steingrímur Ey- fjörð til 29. júlí. Listasafn Akureyrar: Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Árnesinga, Hvera- gerði: Jonathan Meese. Listasafn ASÍ: Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Íslands: Dieter Roth. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn: Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilli- ermo Calzadilla, Brian Jun- gen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guð- mundsson. Listasafn Reykjavíkur, Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fisc- her. Listasafn Reykjanesbæjar: Martin Smida þýsk. Til 12. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sumarsýning Lista- og menning- arverstöðin Stokkseyri: Elf- ar Guðni. Til 5. júní. Listhús Ófeigs: Halla Ás- geirsdóttir. Ljósmyndasafn Reykjavík- ur: Rótleysi – 8 suður- afrískir ljósmyndarar. Norræna húsið: Örnulf Opdahl. Nýlistasafnið: Thomas Hirschhorn. Safn: Carstein Höller. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Saltfisksetur Íslands: Krist- inn Benediktsson ljósmynd- ari Salurinn Kópavogi: Leifur Breiðfjörð. Skaftfell, Seyðisfirði: Anna Líndal. Skriðuklaustur: Sýning 8 listamanna af Snæfelli. Slunkaríki, Ísafirði: Hreinn Friðfinnsson. Edinborgarhús, Ísafirði: Elín Hansdóttir. Suðsuðvestur: Anna Hallin. Vatnstankarnir við Háteigsveg: Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar: Micol Assael. Við Fjöruborðið: Inga Hlöð- vers Þjóðminjasafnið: Ljós- myndasýningarnar Í Vestur- heimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Ís- lendingar í Riccione – ljós- myndir úr fórum Manfroni- bræðra. Til 5. júní. Mynd á þili, sýningin er af- rakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur, sérfræðings í kirkjulist, á listgripum Þjóðminjasafnsins. Leiklist Austurbær: Ávaxtakarfan, lau. Borgarleikhúsið: Alveg brilljant skilnaður, lau. sun. fim. fös. Kalli á þakinu lau. sun99% Unknown - Sirkussýning þri. mið. fim. fös. 25 tímar Dansleikhús/ samkeppni LR og Íd í sam- starfið við SPRON fim. Þjóðleikhúsið: Klaufar og kóngsdætur, sun. Dínamít, lau. Rambó, lau. fös. Þetta er allt að koma, lau. fös. Loftkastalinn: Múlan Rús, fös. sun. Hafnarfjarðarleikhús: Móð- ir mín dóttir mín, lau. sun. fim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.