Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Page 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005
B
úddismi af tagi nýaldarstefnu er
í mikilli sókn á kostnað krist-
indómsins – í líki þeirrar við-
leitni að sætta menn við upp-
sveiflu markaðshyggju og
streituna sem fylgir tækni-
framförum. Kvikmyndaleikstjórinn George
Lucas hefur ekki farið varhluta af þessum
áhrifum. Um það vitnar Revenge of the Sith,
síðasta afurð sögunnar um Stjörnustríð.
Með Revenge of the Sith (þriðja þætti í
„fyrsta þríleiknum“) leiðir kvikmyndaleikstjór-
inn George Lucas okkur loksins fyrir sjónir ör-
lagastundina í sögunni um Stjörnustríð eins og
hún leggur sig: umbreytingu hins „góða“ Anak-
ins yfir í hinn „vonda“ Svarthöfða – og þar með
dregur Lucas hliðstæðu á milli einstaklingsins
og vettvangs stjórnmálanna. Hvað einstakling-
inn varðar, þá minnir skýringin á
einhvers konar alþýðlegan búdd-
isma: „Hann breytist í Svarthöfða
vegna þess að hann tekur að leggja lag sitt við
hlutina,“ segir Lucas. „Honum tekst ekki að
segja skilið við móður sína. Honum tekst ekki
að segja skilið við kærustuna sína. Honum tekst
ekki að snúa baki við hlutum almennt talað.
Þetta nána samband veldur honum græðgi. Og
sá sem er gráðugur er á leið niður hinn myrka
stíg vegna þess að hann óttast að missa það sem
hann á.“1 Regla Jedanna hefur aftur á móti á
sér yfirbragð lokaðs karlaklúbbs þar sem með-
limunum er meinað að mynda nokkurs konar
samband við hluti – einskonar nútímaútfærsla á
Gral-reglunni sem tónskáldið Richard Wagner
hóf til skýjanna í Parsifal.
Hin pólitíska skýring sviptir hulunni ennþá
betur af því sem málið snýst um: „Hvernig
breyttist Lýðveldið í Keisaraveldið? (Hliðstæð
spurning: hvernig breyttist Anakin í Svart-
höfða?) Hvernig breytist lýðræðisríki í alræð-
isríki? Ástæðan er ekki sú að Keisaraveldið hafi
sigrað Lýðveldið – hún er sú að Keisaraveldið
er Lýðveldið.“2 Keisaraveldið fæðist af spilling-
unni sem býr innra með Lýðveldinu: „Einn góð-
an veðurdag,“ segir Lucas, „vaknaði Leia prins-
essa af værum svefni ásamt vinum sínum og
þau sögðu við sjálfa sig: ‘Lýðveldið er ekki leng-
ur til, það er Keisaraveldið sem við búum í. Hin-
ir vondu, það erum við’“.3
Við færum villur vegar ef við leiddum hjá
okkur þær samsvaranir við samtímann sem búa
í tilvísuninni til Rómaveldis í þeirri umbreyt-
ingu þjóðríkja yfir í alþjóðlegt Keisaraveldi sem
hér er lýst. Af þessum sökum er einmitt nauð-
synlegt að setja hugtakaramma Stjörnustríða
(þróunina frá Lýðveldi yfir í Keisaraveldi) í
samhengi við þau ferli sem Antonio Negri og
Michael Hardt lýsa í bók sinni Veldinu (Emp-
ire),4 svo og við þróun tiltekins þjóðríkis yfir í
heimsveldi sem nær yfir allan hnöttinn.
Hinar pólitísku skírskotanir Stjörnustríða
eru margvíslegar og stangast jafnvel á. Þær
eiga sinn þátt í að ljá seríunni „goðsögulegan“
kraft: frjáls heimur berst við Veldi hins Illa;
ágreiningur um þjóðríkið sem kallast á við hug-
myndir Pats Buchanan eða Jean-Marie Le Pen;
sú þversögn að persónur úr röðum aðalsmanna
(prinsessan, félagar í elítuklúbbi Jedanna)
verða að snúast til varnar fyrir hið „lýðræð-
islega“ Lýðveldi gegn Veldi hins Illa; og að síð-
ustu sú merka uppgötvun að „hinir vondu, það
erum við“.
Eins og fram kemur í Stjörnustríðsmynd-
unum er Veldi hins Illa ekki annars staðar; birt-
ingarmyndir þess velta á því hvernig við, hinir
„góðu“, sigrumst á því og umbyltum því. Og
þessi spurning snertir líka yfirstandandi „stríð
gegn hryðjuverkum“: hvaða áhrif mun þetta
stríð hafa á okkur?
Pólitísk goðsögn er ekki heilsteypt frásögn
sem flytur tiltekna pólitíska merkingu, heldur
er hún ekkert annað en ílát sem fjöldanum öll-
um af innbyrðis mótsagnakenndum atriðum er
hellt ofan í. The Phantom Menace, fyrsti þáttur
Stjörnustríða, lætur í té ákaflega mikilvæga
vísbendingu: skyldleika hins unga Anakins við
Krist – móðir hans heldur því fram að hann sé
fæddur eftir „flekklausan getnað“, og þar að
auki hefur kapphlaupið sem hann vinnur aug-
ljósar hliðstæður við hinn fræga kappakstur á
hestvögnum í Ben Húr, þeirri frægu „Krists-
sögu“.
Hugmyndaheimur Stjörnustríða vísar á hinn
heiðna alheim Nýaldarinnar. Það er því rökrétt
að helsti persónugervingur hins Illa kallist á við
persónugerving Krists. Samkvæmt heiðinni
söguskoðun er tilkoma Krists hið eina og sanna
hneyksli. Að svo miklu leyti sem diabolos (að-
greina, rjúfa) er andheiti við symbolos (safna
saman, sameina) þá er Kristur sjálfur díabólísk
– djöfulleg – persóna í þeim skilningi að hann
„kom ekki að færa frið, heldur sverð“ og vinnur
gegn ríkjandi einingu. Ef marka má guðspjalla-
manninn Lúkas, þá tók Jesú svo til orða: „Ef
einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn
og móður, konu og börn, bræður og systur og
enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn
minn.“5
Kærleikur Krists, hluttekning Búdda
Hafa verður í huga að hin kristna afstaða fer
ekki saman við hina heiðnu visku. Í frumkristni
var sú athöfn talin æðst allra sem hin heiðna
viska fordæmir sem uppsprettu hins illa –
nefnilega að aðgreina, skipta upp, eða ýta undir
tiltekinn þátt sem raskar jafnvægi heildar-
innar.
Þetta merkir að stilla þarf hluttekningu
búddismans (eða taóismans) upp sem andstæðu
hins kristna kærleika. Afstaða búddismans er,
þegar öllu er á botninn hvolft, skeytingarleysi –
það sálarástand þar sem allar ástríður eru
bældar niður – en á hinn bóginn er kærleikur
kristninnar ákveðin ástríða sem leitast við að
koma á stigveldi í sambandinu við hinar ýmsu
verur. Kærleikurinn er ofbeldi – og þá ekki ein-
vörðungu í þeirri merkingu sem felst í balk-
anska orðskviðnum „ef hann lemur mig ekki þá
elskar hann mig ekki“ –, ofbeldi kærleikans
kallar á að slíta tiltekna veru úr samhengi sínu.
Í marsmánuði 2005 flutti kardínálinn Tarc-
isio Bertone yfirlýsingu í útvarp Vatíkansins
þar sem hann vék að skáldsögu Dans Brown,
Da Vinci-lykilinum, fordæmdi hana afar harð-
lega og sakaði hana um að hvíla á lygum og
breiða út afvegaleiðandi boðskap (til að mynda
þann að Jesús hafi kvænst Maríu Magdalenu og
eignast afkomendur með henni...). Hjákátleiki
þessara aðfara má ekki blinda okkur sýn á þá
staðreynd að efni yfirlýsingarinnar er í grund-
vallaratriðum sannleikanum samkvæmt: Da
Vinci-lykillinn færir kristindóminn inn á svið
nýaldarfræða undir merkjum jafnvægisins milli
lögmálanna um hið karllæga og hið kvenlæga.
Víkjum aftur að Revenge of the Sith. Myndin
vottar meginstefjum nýaldarinnar virðingu sína
á ýmsan hátt, ekki aðeins með ruglingi sínum á
sviði hugmyndanna, heldur einnig þeirri með-
almennsku sem einkennir söguþráðinn: um-
breyting Anakins yfir í Svarthöfða, örlagastund
gjörvallrar sögunnar, nær ekki þeim harmrænu
hæðum sem þurft hefði til. Í stað þess að ein-
beita sér að því drambi Anakins sem hlýst af
óseðjandi löngun hans til að hafa áhrif og
breyta rétt, og hætta öllu fyrir þá sem hann
elskar (Amidala) og leiðast af þeim sökum yfir á
svið myrkraaflanna, þá er einfaldlega dregin
upp sú mynd af Anakin að hann sé tvístígandi
baráttumaður sem þokast smám saman til verri
vegar, lætur undan freistingu valdsins og fellur
að lokum undir áhrifasvið hins illa keisara. Með
öðrum orðum hafði George Lucas ekki þann
dug sem þurfti til að setja á svið, í reynd, hlið-
stæðurnar á milli Lýðveldis og Keisaraveldis
annars vegar og Anakins og Svarthöfða hins
vegar. Það, hversu upptekinn Anakin er af hinu
illa, veldur því að hann umbreytist og verður að
skrímsli...
Hvaða almennu ályktunum býður þessi um-
ræða heim? Í sama mund og „evrópsk“ tækni
og kapítalismi hrósa sigri um alla jörðu, þá virð-
ist stöðu hinnar gyðing-kristnu arfleifðar sem
„hugmyndafræðilegrar yfirbyggingar“ ógnað
af hinni „asísku“ hugsun nýaldarinnar.
Taóismi er á góðri leið með að verða ráðandi
hugmyndafræði hins hnattræna kapítalisma.
Eins konar „vestrænn búddismi“ býr um sig og
býður sig fram sem hið eina og sanna læknisráð
við streitunni sem fylgir síkvikri framvindu
kapítalismans. Hugmyndin er sú að gefa okkur
kost á að kúpla okkur frá og rækta upp innri
frið og æðruleysi – en í raun er þarna á ferðinni
fullkomið dæmi um hugmyndafræðilegan kaup-
bæti.
Menn eru ekki lengur færir um að laga sig að
hljómfalli tækniframfaranna og þeim fé-
lagslegu kollsteypum sem fylgja í kjölfar
þeirra. Hlutirnir gerast of hratt. Hjálpræðið er
að hverfa til taóisma eða búddisma. Í stað þess
að reyna að laga sig að hljómfalli breytinganna
er ráðið að gefast upp og „láta sig gossa“ en
koma sér jafnframt upp innri fjarlægð á þessa
linnulausu hröðun sem snertir hvort eð er ekki
dýpsta kjarna veru okkar...
Mann langar næstum því að draga fram úr
fylgsnum, af þessu tilefni, hina marxísku tuggu
um trúarbrögðin sem „ópíum fólksins“ og upp-
diktaða uppbót fyrir eymd jarðvistarinnar.
Hinn „vestræni búddismi“ birtist þannig sem
skilvirkasta leiðin til að taka fullan þátt í fram-
vindu kapítalismans um leið og maður við-
heldur geðheilbrigði sínu út á við.
Væri ætlunin að nefna til sögunnar mótvægi
við þriðja hluta Stjörnustríða dytti manni helst í
hug heimildarmynd Alexanders Oey, Sand-
castles: Buddhism and Global Finance (Sand-
kastalar: Búddismi og alþjóðafjármál, 2005),
sem er dásamlega margræður vitnisburður um
þau vandkvæði sem búa í hugmyndafræðileg-
um aðstæðum okkar og hrærir saman at-
hugasemdum hagfræðingsins Arnouds Boot,
félagsfræðingsins Saskia Sassen og tíbet-
búddíska lærimeistarans Dzongzar Khyentse
Rinpoche.
Saskia Sassen og Arnoud Boot ræða um út-
þenslu, vald og áhrif alþjóðafjármála. Fjár-
málamarkaðir geta á nokkrum klukkustundum
margfaldað eða þurrkað út verðmæti heilla
samfélaga og hagkerfa. Khyentse Rinpoche
beinir aftur á móti sjónum að eðli mannlegrar
skynjunar: „Frelsið ykkur úr viðjum þess sem
er hvort eð er ekkert annað en skynjun, þess
sem er ekki til í raunveruleikanum,“ segir hann.
Fyrir sitt leyti heldur Saskia Sassen því fram
að „alþjóðafjármál séu í eðli sínu safn af sam-
felldum breytingarferlum. Eitthvað hverfur og
kemur svo aftur.“
Ef marka má hina búddísku sýn, þá er of-
gnótt hinna alþjóðlegu fjármála af tagi blekk-
ingar og án allra tengsla við hlutlægan veru-
leika: þá mannlegu þjáningu sem hlýst af
viðskiptum í kauphöllum og fjármálaráðum
sem standa utan sjónsviðs okkar flestra. Er
hægt að ímynda sér betri sönnun á því að raun-
veruleikinn sé óefnislegur en þá staðreynd að
hin gríðarlegustu auðæfi geta orðið að engu á
nokkrum klukkustundum? Hvers vegna að sýta
það að markaðsbrask á afborgunum sé „án
tengsla við hinn hlutlæga veruleika“ þegar
grunnlögmál búddískrar verufræði heldur því
fram að ekki sé til „hlutlægur veruleiki“?
Umrædd heimildarmynd leggur okkur
semsé til lykilinn að Revenge of the Sith. Sá
gagnrýni lærdómur sem ber að draga og varð-
veita felst í því að við eigum ekki að leggja lík-
ama okkar og sál í leik auðmagnsins, heldur
getum við leikið leikinn... og viðhaldið innri fjar-
lægð um leið. Því að kapítalisminn stillir okkur
upp andspænis þeirri staðreynd að orsök þræl-
dóms okkar er ekki hinn hlutlægi veruleiki sem
slíkur (sem er heldur ekki til), heldur er orsak-
arinnar að leita í löngunum okkar, í græðgi okk-
ar í efnislega hluti og ofuráherslu okkar á þá. Af
þessu leiðir að okkur ber að snúa baki við löng-
unum okkar og taka upp viðhorf hins innri frið-
ar...
Það segir sig sjálft að búddismi eða taóismi af
þessum toga er tilvalinn í hlutverk hug-
myndafræðilegs kaupbætis hinnar frjálslyndu
hnattvæðingar: hann gerir okkur kleift að taka
þátt í henni um leið og við temjum okkur innri
fjarlægð... Að við séum kapítalistar, gott og vel
– en við erum það þó aðeins með hálfum huga,
að hætti zen...
Þýðing Björn Þorsteinsson
1 Hér vitnað eftir „Dark Victory“, Time Magazine, 22. apríl
2002.
2 Sama heimild.
3 Sama heimild.
4 Sbr. t.d. Michael Hardt og Antonio Negri, „Lífpólitísk fram-
leiðsla – ásamt formála að Veldinu“, Viðar Þorsteinsson þýddi,
Hugur – Tímarit um heimspeki 15 (2003), s. 150-173.
5 Lúkasarguðspjall 14:26.
Fjármálaheimurinn svarar í sömu
mynt: Um þriðja þátt Stjörnustríða
Í eftirfarandi grein sem birtist í „Le Monde
diplomatique“ í síðsta mánuði sýnir slóvenski
heimspekingurinn Slavoj Žižeka fram á að
hægt sé að túlka Stjörnustríðsmyndina
„Revenge of Sith“ út frá ástandi mannsand-
ans – líta á hana sem hugmyndafræðilegan
kaupbæti hinnar frjálslyndu hnattvæðingar.
Höfundurinn hefur getið sér gott orð fyrir rit
sín, en meðal þeirra má nefna; „The Sublime
Object of Ideology“ (1989), „The Ticklish
Subject“ (1999) og „The Plague of Fantasies“
(1997), sem væntanleg er í íslenskri þýðingu
Hauks Más Helgasonar.
Tölvuunnin mynd/ILMAnakin „Hann breytist í Svarthöfða vegna þess að hann tekur að leggja lag sitt við hlutina,“ segir George Lucas.
Eftir Slavoj
Žižek
Höfundur (f. 1949) er slóvenskur heimspekingur.