Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005
Þ
að er eitthvað fáránlega sláandi við
forsíðuna: hakakrossinn á hvítum
hringlaga fleti grípur strax aug-
að, tákn, sem þrátt fyrir tilraunir
til að minna á forsöguleg tengsl
við góð öfl, hefur einungis og um-
svifalaust neikvæða merkingu.
Fyrir miðju er andlit sem í fyrstu
virðist paródía á andliti Hitlers en er, þegar nánar er
að gáð, einfölduð útgáfa af kattarandliti. Eða er þetta
öfugt? sjáum við fyrst köttinn og svo Hitler? Undir
krossinum, líkt og fangaðar af hvítu ljósi ljóskastara
sjáum við tvær mýs, svört augun eru óttaslegin, í
þeim er hvítur glampi ljóskastarans.
Mýsnar eru greinilega mannlíki, því
þær eru í fötum. Yfir öllu saman er
ritað þykku rauðu letri: Maus. Í raun
er þetta dálítið kómískt líka. Katt-
arútgáfan af andliti Hitlers, mýsnar gróflega teikn-
aðar, ekki sérlega vel einu sinni, þetta virkar bæði
krúttlegt og dálítið geggjað. Getur verið að hér sé á
ferðinni einskonar paródía?
Saklaus bókabúðargestur, sem skoðað hefur þessa
kápumynd, gæti nú gripið bókina ofan úr hillu og ætl-
að sér að glugga nánar í textann, en hvað er að ger-
ast: þetta er skrípó! Helförin sem hasarblað.
Föður mínum blæðir sögu
Föður mínum blæðir sögu heitir fyrri Maus-bókin.
Myndasagan hóf göngu sína í litlum heftum sem
fylgdu myndasögutímaritinu Raw frá og með árinu
1980, köflunum var síðan safnað saman og eftir dá-
litla endurskoðun var allt gefið út á bók árið 1986.
Það var þó ekki fyrr en seinna bindið kom út 1991
(einnig fyrst að hluta til í köflum í Raw), og báðar
sögurnar voru gefnar út saman í einni bók bók að
Músin fékk Pulitzer-verðlaunin, árið 1992. Sagan er,
líkt og titill fyrra bindisins gefur til kynna, saga föður
höfundarins, Art Spiegelmans, eða réttara sagt saga
foreldra Spiegelmans, en þau eru pólskir gyðingar
sem lifðu helförina af. Jafnframt fjallar verkið um
samskipti sonar og föður og svo um það að skrifa
sögu foreldra sinna og helfararinnar og færa hvort-
tveggja í form myndasögunnar.
Maus varð næstum samstundis að ‘klassík’ innan
myndasögunnar, bæði vegna þess að með bókinni
braust myndasagan út úr gettói sérverslana og inn á
almennan markað. Pulitzer-verðlaunin gerðu sitt til
að auka á virðingu verksins. Þessu fylgdi svo gríð-
arleg umfjöllun, bæði bókmenntafræðinga og hel-
fararfræðinga, og er óhætt að ætla að engin mynda-
saga eigi sér slíkan hala fræðilegra skrifa.
Sagan hefur verið notuð til að gefa börnum og ung-
lingum innsýn í síðari heimsstyrjöldina og hörm-
ungar hennar, enda er hér á ferðinni sérlega vel
heppnuð og meira að segja á köflum bráðskemmtileg
lýsing á þessu tímabili. Við kynnumst föður Spieg-
elman, Vladek, sem er heilmikill töffari og vinnur
sem sölumaður vefnaðarvöru. Hann kynnist Önju,
dóttur auðugra verksmiðjueigenda, og þau giftast og
eignast son. Svo byrjar stríðið og gyðingaofsóknir
færast í aukana. Vladek er snjall og útsjónarsamur
og honum tekst að halda þeim hjónum og fleirum á
lífi, og í felum, en á endanum þverra öll úrræði, þau
ákveða að flýja til Ungverjalands, en eru svikin í
hendur nasista og lenda í fangabúðum. Nú virðist öll
von úti, en enn tekst Vladek með útsjónarsemi sinni
að halda þeim báðum á lífi og þau eru meðal örfárra
sem lifa af útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.
Sagan er sögð á lélegri ensku Vladeks sem er bæði
sérvitur og rogginn með sig og þessi rödd er eitt af
því sem gerir verkið svo kómískt – grátbroslegt – af-
lestrar. Dæmi um þetta er þegar hann bíður í fangelsi
eftir að vera fluttur til Auschwitz og pólskur fangi
biður hann að skrifa fyrir sig bréf á þýsku, og býður
honum mat í staðinn. Vladek segir stoltur: „It was
eggs there...It was even chocolates...I was very lucky
to get such goodies!“ Að vanda deilir hann fengnum
með Önju., því eitt af því sem gerir þessa sögu svo fal-
lega er hversu mikla ást og væntumþykju hann ber
til konu sinnar, þrátt fyrir að henni sé lýst sem ekkert
sérstaklega fríðri konu og þunglyndri að auki.
Þó það sé vissulega ánægjulegt að skáldverk á borð
við Maus nýtist til að hjálpa ungum lesendum til að
skilja voðaverk nasista þá fylgja hylli sögunnar ákveð-
án útlína sem afmarka rammann og þan
til kynna að þeir eigi sér stað í öðrum tí
hvers kafla og upphafi nýs sjáum við fö
tali og kynnumst þannig smátt og smát
Vladeks og þráhyggju og upplifum jafn
samskiptum þeirra feðga.
Í seinna bindi verksins verða átökin við
meira áberandi. Fyrsti kaflinn, „Mauschw
því að yfir eftir helming síðunnar liggur te
mismunandi dýrahöfðum á kvenlíkama ík
óttum bol. Inn í teiknibókina kemur svo h
myndasögurammi, þar kemur frönsk kær
honum með teiknibók í höndunum og spy
gera? Hann segist vera að reyna að finna
að teikna hana, hvaða dýr hún eigi að vera
að,“ segir hún (hér erum við komin nokkr
áfram), en hann mótmælir og segir að hún
Hér er greinilega komin upp togstreita m
teikna hverja þjóð fyrir sig sem dýr og að
gyðinga sem mýs, því eins og kærastan b
á hefur hún tekið gyðingatrú og ætti því a
mús eins og Artie sjálfur. Þetta er auðvita
við lesendur erum þegar búin að uppgötv
strax að hún er teiknuð sem mús, rökræð
gangslausar, utan að ítreka að dýrshamur
einfalt mál. Í næsta kafla sem ber undirtit
flies“ sjáum við teiknarann með þriggja d
brodda og músargrímu að störfum. Síðan
miðlasirkusnum sem varð í kringum fyrri
verður til þess að hann endar hjá sálfræði
reynist vera einn af þeim sem lifðu fangab
Auschwitz af. Báðir bera músagrímurnar
stendur mynd af ketti í ramma. Talblaðra
myndina og segir þetta vera mynd af kett
ins, „í alvöru!“. Artie líður betur og hann f
ir sér hvaða hluta vinnubúðanna hann eig
ar formi hafi fylgt myndasögunni frá upphafi. Með
neðanjarðarmyndasögunni á síðari hluta sjöunda
áratugarins varð formmeðvitundin að mikilvægum
hluta myndasögunnar, en stuttar sögur Spiegelmans
frá þessum tíma eru einmitt gott dæmi um leik með
form og ramma. Eftir það varð ekki aftur snúið og áð-
ur en varði voru persónur meginstraumssagna orðn-
ar ákaflega meðvitaðar um það að vera persónur
meginstraumssagna, allt náði þetta svo ákveðnu há-
marki með tveimur ofurhetjusögum sem á bæði
frumlegan og vitrænan hátt endurnýjuðu þá nokkuð
staðnaða hefð. Það vill svo til að Watchmen Alan
Moore og Dave Gibbon hóf einmitt göngu sína sama
ár og Maus kom út á bók, sama ár birtist myrki ridd-
arinn, Batman, í nýrri útfærslu Frank Miller í The
Dark Knight Returns.
Myndasögufólk bendir oft á að í raun sé Maus
mjög einföld myndasaga og ekkert sérstaklega vel
teiknuð. Þessi einfaldleiki er markvisst stílbragð
Spiegelmans, en upphaflega lagði hann upp með mun
expressjónískari og flóknari teikningar. Hann fann
þó fljótt að viðfangsefnið krafðist meira látleysis,
enda er það einmitt það sem gerir verkið eins áhrifa-
ríkt og raun ber vitni. Þó það sé ekki beint fjallað um
teiknistílinn í sjálfri sögunni þá gengur hluti hennar
út á að lýsa átökum sonarins við að koma sögu föð-
urins í form. Strax á fyrstu síðum bókarinnar erum
við kynnt fyrir ferlinu, Artie heimsækir föður sinn og
þegar Vladek spyr hvernig gangi í myndasögubrans-
anum svarar Artie því til að hann langi enn til að
teikna þessa bók sem hann hefur áður nefnt, um líf
Vladeks og stríðið. Faðirinn hefur ekki mikla trú á
verkefninu, en byrjar samt að segja frá. Inn í frá-
sögnina er svo skotið römmum þarsem Artie spyr
nánar út í eitthvað, eða Vladek kemur með at-
hugasemdir um eigin sögu. Þeir rammar eru iðulega
in vandamál. Þau helstu eru þau að sagan er tekin of
bókstaflega, sem ævisaga (á netinu sá ég allavega eina
grein þarsem höfundar höfðu kynnt sér ævi Vladeks
og báru saman við Maus) og gera engan greinarmun á
Artie, sögumanni og söguhöfundi, og Art Spiegelman,
höfundi. Joshua nokkur Brown er svo upptekinn af því
að endurskapa söguna sem sagnfræðilega heimild að
hann lítur meira eða minna framhjá því að Maus er
myndasaga. Þannig er jafnframt litið framhjá þeim at-
riðum sem flækja ævisöguhliðina, eins og til dæmis því
að allar persónur bókarinnar eru dýr, enda segir
Brown stoltur að í raun séu þær ekki dýr, heldur bara
með grímur – það sjáist glöggt í einum rammanum!
Myndasöguformið er því notað til að ‘leika’ á okkur.
Hér er ansi langt gengið í því að ‘túlka’ söguna, þarsem
ekki aðeins er litið framhjá því að sjálfsævisaga og ævi-
saga af þessu tagi getur aldrei orðið einhver ‘rétt’ saga
af lífi manns, heldur er sú staðreynd að sagan er
myndasaga einnig orðin léttvæg og myndræni hlutinn
smættaður niður í ‘grímu’.
Vissulega birtist Spiegelman í einum kaflanum
með músargrímu, en það kemur þó ekki í veg fyrir að
allar persónur bókarinnar eru í dýralíki. Gyðingar
eru mýs, Þjóðverjar kettir og Pólverjar svín (og
Bandaríkjamenn hundar). Og þarsem þetta er
myndasaga þá ‘sér’ lesandinn í raun tvöfalt, hann
bæði sér dýrin, og ber kennsl á þau sem mannlíki,
kynþætti, þjóðir. Þessi tvöfalda sýn er dæmi um sér-
gáfu myndasögunnar til að flytja lesandanum marg-
laga og margradda skilaboð á einfaldan hátt. Gríman
er því ekki til marks um að dýrin séu í raun fólk – sem
þau þó vissulega eru – heldur einmitt til marks um
hinn flókna og áhugaverða vef sjálfsævisögu, ævi-
sögu og sjálfsmeðvitaðs skáldverks sem Spiegelman
spinnur í Maus.
Það má fullyrða að sjálfsmeðvitund í einhverskon-
Af músum og mönnum:
Maus: A Survivor’s Tale
Fyrir nokkru síðan var haldin myndasögumessa í
Listasafni Reykjavíkur sem kennd var við Níuna.
Þar gat m.a. að líta verk Art Spiegelmans, Maus,
sem hann fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir árið
1992. Verkið fjallar af mikilli næmi um helför
gyðinga sem víða hefur verið minnst á þessu ári
þar sem nú eru liðin 60 ár frá því fangar voru
frelsaðir úr búðunum í Auschwitz. Hér er fjallað
um þessa frægu sögu sem heimfærð er upp á
ketti og mýs.
Eftir Úlfhildi
Dagsdóttur
varulfur@
centrum.is