Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 | 11
Erótísk skáldsaga rituð af konu afmúslima trú sem býr í hefð-
bundnu arabísku samfélagi vakti
mikla athygli í Frakklandi á síðasta
ári. Bókin, sem rituð er undir dul-
nefni og gefin hefur verið út á einum
átta tungumálum, er nú komin út á
ensku undir heitinu The Almond eða
Mandlan. The Almond hefur, sökum
opinskárra kynlífslýsinga, verið líkt
við skáldsögu Marguerite Duras,
The Lover og eins The Sexual Life
of Catherine M eftir Catherine Mill-
et. Höfundurinn sem gengur undir
nafninu Nedjma segir þó að sér hafi
gengið allt annað til en að hneyksla
lesendur, þess í
stað hafi hún vilj-
að draga upp
mynd af konum
sem njóta holdsins lystisemda á sama
tíma og hún vildi koma höggi á
margra alda kúgun á konum af músl-
ima trú. Sagan er rituð í fyrstu per-
sónu og segir frá uppvexti og mót-
unarárum Marokkóstúlkunnar
Badra.
Nýjasta skáldsaga Ítalans Um-berto Eco segir frá bóksal-
anum Giambattista Bodoni, sem
missir minnið eða að minnsta kosti
hluta þess eftir einhvers konar
hjartaáfall. Þannig þekkir Bodoni vel
til Napóleons en
ekki eiginkonu
sinnar, er með-
vitaður um Berl-
ínarmúrinn en
veit ekki að hann
er fallinn. Bókin
nefnist The
Mysterious
Flame of Queen
Loana og er að
mati gagnrýn-
anda Daily Telegraph uppfull af
áhugaverðum hugmyndum um
hvernig jafnvel okkar innsti kjarni er
í raun klippimynd búin til úr úr-
klippubrotum skáldsagna, hálf-
gleymdra drauma og mynda sem við
skildum ekki nema að hluta.
Norski skáldsagnahöfundurinnKarin Fossum sýnir, að sögn
gagnrýnanda Information, að það
eru gæði í lýsingum glæpaverka en
ekki magn sem skipta máli í nýjustu
skáldsögu sinni Morðinu á Harriet
Krohn, eða Drabet på Harriet Krohn
eins og hún heit-
ir á dönsku. Að
mati blaðsins er
Drabet på Harr-
iet Krohn ein
þeirra bóka þar
sem lesandinn
efast ekki eitt
augnablik um
raunhæfni sög-
unnar sem hann
er að lesa, auk
þess sem frásagnarmáti Fossum sé
svo ákafur að lesandinn hreinlega
samlagist honum. Leyndardómurinn
að baki svo kraftmiklum spennubók-
arskrifum felist síðan í góðum skiln-
ingi á mikilvægi smáatriða og innsæi
höfundarins gagnvart persónunum
sem söguna byggja.
Langur vinnutími og þau áhrifsem hann hefur á líf okkar er
viðfangsefni Madeleine Bunting í
bókinni Willing Slaves: How the
Overwork Culture is Ruling Our
Lives eða Viljugir þrælar: Hvernig of
mikil vinnumenning stjórnar lífi okk-
ar eins og gróflega mætti þýða heiti
hennar á íslensku. Að mati gagnrýn-
anda breska dagblaðsins Guardian er
bók Bunting einkar þörf lesning þó
höfundurinn dragi upp allt annað en
jákvæða mynd af þeim langa vinnu-
degi og fyrirtækjastefnu sem margir
starfskraftar þurfa að sætta sig við,
s.s. að kyrja sérstaka möntru fyrir-
tækisins daglega nú eða sæta eins-
konar einelti fyrir að vera ekki hóp-
sálir. Áhrif langs vinnutíma, á oft
lélegu kaupi, á tilfinningalíf og heimili
starfsmannanna eru þá ekki minna
lýsandi í skrifum Bunting sem segir
vinnusemina leiða til tímaskorts sem
bitni á ást og alúð innan fjölskyld-
unnar og ættu þessi tilfinningasam-
bönd – eins og margt annað í nútíma
samfélagi – nú helst á hættu að vera
boðin út.
Umberto Eco
Karen Fossum
Erlendar
bækur
RÚDOLF er sjálfmenntaður tón-
listarfræðingur og sögumaður
skáldsögunnar Steinsteypu eftir
Thomas Bernhard. Sögumaður er
reyndar kannski ekki alveg rétta
hugtakið því Rúdolf reynir ekki að
segja sögu. Þess í stað veitir hann
ákveðna innsýn í eigið sálarlíf og
ævi í formi linnulausra vangaveltna
og hugleiðinga um allt milli himins
og jarðar, þar á meðal sjálfan sig.
Form skáldsögunnar er að þessu
leyti nokkuð óvenjulegt. Thomas
Bernhard lokar sig inni í vitund
Rúdolfs og leiðir lesandann aðeins
hægt og sígandi að því sem kalla
má sannleikann um sögumanninn
og kringumstæður hans. Þetta ger-
ir höfundur með stíltækni sem best
er lýst sem viðþolslausri; langar
setningar leysa enn lengri setn-
ingar af hólmi. Kaflaskipti sjáum
við aldrei og þannig fylgir lesandi
aðalpersónunni á mjög náinn en á
sama tíma krefjandi hátt.
En þrátt fyrir þessi nánu sam-
skipti sem lesandinn á við sögu-
mann og vitundarmiðju bókarinnar
kemur í ljós að Rúdolf er ekki allur
þar sem hann er séður. Lesandinn
þarf að tengja saman ólíka þræði
og vera vakandi fyrir þversögnum
og árekstrum í frásögn Rúdolfs en
á þann hátt birt-
ist líka á end-
anum ljóslifandi
en margflókin
persónusköpun
sem hvergi hikar
í átökum sínum
við tilvistarlega
örvæntingu og
lífshlaup sem að
sumu leyti virð-
ist misheppnað. Rúdolf býr einsam-
all á ættarsetri sínu, auðugur en
fársjúkur, og er fullur af biturð
gagnvart umheiminum. Hann er
ekki nema rétt tæplega fimmtugur
að aldri en virðist að dauða kominn
og í upphafi bókarinnar er hann
heltekinn af hugsunum um systur
sína.
Strax í þessum fyrsta hluta bók-
arinnar nær Bernhard umtals-
verðum hæðum, á stundum finnst
manni vænisýkin sem umvefur
Rúdolf vera allt að því kafkaísk, en
tilfinningar hans gagnvart systur
sinni, sem er eldri en hann og hef-
ur notið mun meiri velgengni í líf-
inu, eru líkt og sérhannaðar fyrir
djúpsálgreiningartíma hjá Freud.
Rúdolf fyrirlítur veraldlega vel-
gengni hennar, finnst hún grunn-
hyggin og pirrandi, en það sem
mestu máli skiptir er að hann er
þess fullviss að hún hafi alla tíð
með markvissum hætti grafið und-
an honum og öllu sem honum er
kært. Sú staðreynd að Rúdolf hef-
ur aldrei orðið neitt úr verki; að
allt sem hann hefur tekið sé fyrir
hendur hefur reynst misheppnað
eða verið yfirgefið áður en yfir
lauk, er henni að kenna. Og hér er
ekki um óviljandi áhrif að ræða að
mati Rúdolfs heldur vísvitandi af-
skiptasemi sem hefur það að mark-
miði að gera hann að engu. Það sál-
fræðilega mýrlendi sem lesandinn
neyðist til að vaða hér í upphafs-
kafla bókarinnar er ekki beinlínis
ánægjulegt aflestrar en krafturinn
er ótvíræður, og hugsýki Rúdolfs
er það sömuleiðis.
Þegar á líður kemur í ljós að
Rúdolf er hálfgerður eilífðarstúd-
ent, það er honum sjálfum að
kenna hversu illa fræðastörfin
ganga og systir hans er í raun eina
manneskjan sem þykir vænt um
hann og lætur hann sig nokkru
skipta. Á fínlegan hátt gefur Bern-
hard ennfremur til kynna að ekki
sé um að ræða eftirköst sjúkdóms,
að ekki sé hægt að skýra alla skap-
gerðarbresti sögumanns með til-
vísun til heilsunnar. Sennilega hef-
ur Rúdolf ávallt verið svona en með
því að halda ólíkum frásagn-
arþráðum lifandi í gegnum bókina
sýnir höfundur smám saman
hversu þversagnakennd heims-
mynd Rúdolfs í raun er, og hversu
sorglegt núverandi líf hans verður
að teljast. Ákafar staðhæfingar,
griðalausir dómar, yfirgengilegar
fordæmingar: Þetta er innihald
þankagangs Rúdolfs en einstaka
sinnum er eins og sólin brjótist í
gegnum skýin, geðsýkin dragi sig
um stundarsakir í hlé, og Rúdolf
fjallar á hreinskilinn hátt um hluti
sem áður voru grafnir í gallarpytti,
sjálfshatri og örvæntingarfullri
uppgjöf. En þrátt fyrir undantekn-
ingar eru viðfangsefni bókarinnar
einmitt örvænting, einmanaleiki,
hrörnun og uppgjöf. Steinsteypa er
með öðrum orðum skáldverk sem
fjallar um skuggahliðar og mann-
lega eymd. Bókin er reikningsskil
við ævi sem virðist ekki hafa margt
fram að færa annað en kalda og
miskunnarlausa úttekt á því hvern-
ig andans málefni geta virkað sem
afsökun fyrir því að lifa ekki lífinu.
Þetta hljómar sennilega ekki
eins og strandarlesning, enda er
bókin það ekki. Þetta er verk sem
krefst átaka af hálfu lesanda, og
ákveðins þolgæðis vegna þess að
ekkert er gefið eftir af hálfu höf-
undar. Á móti kemur sú einfalda
staðreynd að löngu eftir að strand-
arlesningin er gleymd á sálarstríð
Rúdolfs, sem háð er undir birtu
villuljósa og skuggamynda, eftir að
fylgja lesandanum líkt og óþægileg
en ógleymanleg minning. Nokkrum
sinnum er minnst á Dostojevskí
sem er vel við hæfi, bókin minnir
að sumu leyti á afskræmt hjálp-
arkall neðanjarðarmannsins en til-
vistarleg örvænting sögunnar vísar
líka aftur til minnisbóka Brigge
eftir Rilke. Stíll Bernhards er þó
hans eigin og þótt samanburður
hafi ekki verið gerður á frumtext-
anum virðist Hjálmari hafa tekist
einkar vel að færa málfar sem ekki
á beinlínis heima í íslensku, þ.e.
langar málsgreinar sem hlykkjast
líkt og risavaxið lindýr eftir enda-
lausum innskotssetningum, að ís-
lenskum málheimi.
Endastöð ævinnar
Bækur
Skáldsaga
Eftir Thomas Bernhard
Þýðandi: Hjálmar Sveinsson
Bjartur, 2005. 150 bls.
Steinsteypa
Björn Þór Vilhjálmsson
Thomas Bernhard
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ hefur þá
ágætu stefnu að setja reglulega upp
ljósmyndasýningar í sal sem sér-
staklega er til þess ætlaður, átta
sýningar á ári. Að auki er hægt að
nýta vegg framan salarins til sýn-
ingahalds og þar er nú að finna ljós-
myndainnsetningu Haralds Jóns-
sonar myndlistarmanns sem hann
nefnir The Story of Your Life.
Saga lífs þíns væri íslenska heitið
á sýningunni og ég fæ ekki séð að
það hljómi verr, mun betur að mínu
mati þegar um íslenska sýningu á
verkum íslensks myndlistarmanns á
íslensku safni er að ræða. Hvaða
enskuárátta er þetta eiginlega sem
hefur heltekið íslenska myndlist-
armenn? Ég get ekki tekið undir það
að heiti íslenskra myndlistarverka
hljómi betur á ensku. Tilvísunum í
þann enskumælandi menningarheim
sem virðist umlykja íslenska mynd-
listarmenn í svo ríkum mæli ætti
líka að vera hægt að finna stað í
myndlistinni sjálfri, myndefninu,
framsetningunni eða á einhvern út-
hugsaðri hátt en þann að taka upp
einfaldar klisjur sem í okkar ís-
lensku eyrum hljóma lipurlega og
bera með sér keim menningar-
samfélags sem við tilheyrum ekki og
sækjumst ekki eftir að tilheyra. Ég
get ekki ímyndað mér að íslenskir
myndlistarmenn óski þess helst að
vera amerískir, flestir eru einmitt
montnir af því að vera hluti af menn-
ingu sem hefur alið Björk og Sig-
urrós, sem er skrýtin og öðruvísi og
á sér einstæða sögu, þó hún sé að
mestu ekkert nema tómar hremm-
ingar. Ég hef því tekið að mér það
óvinsæla hlutverk að gerast ís-
lenskulögga á þessu sviði og mun
halda því áfram, ég trúi því statt og
stöðugt að flest það sem hljómar lip-
urlega á ensku sé einnig hægt að
orða nokkuð vel á móðurmálinu. Ég
held líka að móðurmálið sé jafnan
það sem standi manni næst, það
snertir okkur meira og á annan hátt
en tungumál sem lærast síðar á æv-
inni. Oft er það einmitt fjarlægð er-
lendra tungumála sem sóst er eftir
en hún á það líka til að bragðdeyfa
listina og listamaðurinn sleppur frá
verkinu án þess að horfast raun-
verulega í augu við ætlunarverk sitt.
Saga lífs þíns hefði þessi sýning
því að mínu mati átt að heita, þrátt
fyrir allar alþjóðlegar tilvísanir í
aðra menningarheima sem í mynd-
um Haraldar er að finna.
Haraldur Jónsson hefur á und-
anförnum árum unnið nokkuð með
ljósmyndir, helst sem tæki til að
miðla ákveðinni stemningu. Hann
notar ljósmyndir eins og ljóðskáld
en ekki ljósmyndari. Síðustu áratugi
hefur ljósmyndin verið gífurlega
mikið notuð á þennan hátt, sá mynd-
listarmaður er tæpast til sem ekki
hefur tekið einhvers konar ljós-
myndir. Nú hefur myndbandið mikið
til tekið við þessu hlutverki, en ljós-
myndin hefur það fram yfir þann
miðil að hún er ekki rauntímatengd,
áhorfandinn getur skoðað mynd-
irnar á sínum eigin hraða og í þeirri
röð sem hann vill. Haraldur sýnir
hér myndir sem áhorfandinn gæti
ímyndað sér að væru hluti af mun
stærra ljósmyndasafni, líkt og lista-
maðurinn hafi lengi tekið myndir af
ákveðnum fyrirbærum og síðan valið
þessar úr til þess að segja með þeim
einhverja óskilgreinda sögu, sögu
áhorfandans sjálfs miðað við heiti
sýningarinnar. Saga lífs þíns vísar
þannig til þess að líf okkar allra er
að nokkru leyti sameiginlegt, við lif-
um og hrærumst í heimi sem sam-
anstendur af stöðum eins og flug-
völlum, götum, herbergjum og
einhverju óskilgreindu dóti og hlut-
um. Frásagnaraðferð Haraldar er
kunnugleg og það kemur því afar
ánægjulega á óvart hversu sterkan
og lifandi heim honum tekst að
skapa með þessum hálfópersónulegu
myndum. Heim án orða sem segir
eitthvað um lífið, eitthvað sem felur í
sér sannleika eins og fram kemur í
sýningarskrá, eitthvað sem orð
myndu umsvifalaust ræna og drepa
niður. Hér er líkt og myndsýn og
lífshugsun Haraldar birtist á máta
sem ég hef ekki séð koma svo sterkt
fram áður og þó að myndirnar séu
jafn ópersónulegar og raun ber vitni,
þó að titill sýningarinnar vísi til
ákveðins menningarheims jafnt sem
áhorfandans sjálfs, þá er sýningin
fyrst og fremst afhjúpandi fyrir
listamanninn sjálfan, sýn hans og
upplifun á umhverfi sínu. Myndefnið
er almennt en þó er hér um einsögu
að ræða og hún er frábærlega
skemmtileg í þessu samhengi við
Þjóðminjasafnið sem geymir m.a.
heimildir um líf einstaklinga gegn-
um aldirnar.
Myndir Haraldar krefjast þess að
áhorfandinn gefi sér tíma til að
skoða þær, hann nýtir sér þá ljós-
myndahefð sem fyrirrennarar hans í
myndlistinni hafa skapað en tekst
listavel að skapa einkar persónulega
og eftirminnilega innsetningu, lausa
við klisjur.
Blindi bletturinn
MYNDLIST
Þjóðminjasafnið
Til 31. júlí. Þjóðminjasafnið er opið alla
daga vikunnar yfir sumartímann, frá kl.
10–17
The Story of Your Life
ljósmyndir, Haraldur Jónsson
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
Þjóðminjasafnið „Frásagnaraðferð Haraldar er kunnugleg og það kemur því afar ánægjulega á óvart hversu sterkan og lif-
andi heim honum tekst að skapa með þessum hálfópersónulegu myndum.“