Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 ! Undanfarnar vikur hef ég velt því fyrir mér hvort til er hópur í samfélaginu okkar sem sætir ekki minni fordómum en femín- istar, samkynhneigðir, trúleys- ingjar eða útlendingar. Hóp- urinn er kallaður ýmist unglingar eða unga fólkið. Reyndar virðast mörkin sem menn nota til að aðgreina unga fólkið frá hinum vera mjög sveigjanleg, eftir hentugleikum. Ef þarf að leigja bíl af bílaleigu, þá eru mörk- in yfirleitt 21 ár. Ungir foreldrar eru und- ir tvítugu. Það er til hópur sem kallar sig ungir læknar, en þeir hljóta að hafa klárað læknisfræðina áður en þeir urðu ungir læknar, og það getur maður ekki gert fyr- ir 25 eða 26 ára aldur. Sökum langs náms framlengist æskan hjá ungum læknum aðeins, miðað við aðra unga, verkfræð- inga, kennara, smiði eða verkamenn. Það væri gaman að fá útskýringu á því hvaða langa nám eða aðrar ástæður liggja að baki stöðu formanns í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks sem þrítugur maður lýsti yfir áhuga á að sækjast eftir um daginn. Þar á bæ getur maður kallað sig ungliða, 35 ára. Nokkrar fréttir og skrif í fjölmiðlum, sem ég hef lesið undanfarið, hafa styrkt þessa skoðun mína að unglingar/unga fólkið mætir fordómum eða stöðluðum ímyndum um sig af hálfu okkar fullorðna fólksins. Mig langar aðeins að taka upp hanskann fyrir þennan hóp, þó að ég sé al- veg sannfærð um það að hann getur séð um sig sjálfur, kæri hann sig um það. Í byrjun júní heyrðum við af áhyggjum Akureyringa af yfirvofandi hátíð- arhöldum í bænum. Einhverra hluta vegna er aðaltjaldstæði bæjarins í mið- bænum, sem þýðir það að fólk sem býr þar þarf að þola á hverju sumri nýja og nýja nágranna, hvort sem því líkar betur eða verr. Að staðsetja tjaldstæði í miðri íbúabyggð gæti einhver kallað stór skipu- lagsmistök sem hægt væri að leysa með því að einfaldlega færa tjaldstæði á ein- hvern heppilegri stað. En það virðist ekki vera lausn sem menn eru tilbúnir að sætta sig við. Það var ákveðið að takmarka að- gang á tjaldstæðið til að tryggja ró og vel- sæmi yfir 17. júní helgina. Það átti að banna unglingum og fólki með tjöld að gista þar. Tjaldstæðið átti að vera opið fjölskyldufólki með tjaldvagna eða felli- hýsi. Það fylgdi ekki sögunni hvað átti að gera við fjölskyldufólk sem átti bara tjald, eða unglinga sem áttu tjaldvagna. Það er skemmtilegt að ímynda sér velsæmisvörð Akureyrarbæjar fara þar um og leggja mat sitt á það hvort honum fyndist fólk vera of ungt eða of fátækt til að geta tjald- að þar í nokkrar nætur. Ég hef ekki fylgst með fréttunum um hvernig allt hafi farið fram þar fyrir norðan eftir að ráðstafanir höfðu verið gerðar til að tryggja frið á tjaldstæðinu en mér dettur í hug mín reynsla af útilegu 17. júní í fyrra. Þá var fjölskyldan mín stödd í Þórsmörk, í mikl- um mannfjölda. Þar voru unglingar í tjöldum og þar var fjölskyldufólk í tjald- vögnum og fellihýsum. Það var gaman í kringum varðeldinn og ég tók eftir ung- lingum og hvernig þeir skemmtu sér. Jú, þar var hávaði, söngur, kossaflens og ein- hver drykkja. Það slokknaði fljótlega á krökkunum og þeir fóru að sofa úr sér vímuna. En þá tók við svartur gaman- leikur sem settur var á svið af þessu fín- asta fólki, sem fer í útilegu á nýjasta jepp- anum og með dýrustu útilegugræjurnar og var nágrannar okkar þessa helgi. Það var búið að fá sér neðan í því, aðeins meira en það þoldi og hjónin fóru að rífast án þess að gera sér grein fyrir því að helm- ingurinn af tjaldstæðinu var tilneyddur að hlusta á þau. Stemningin var eins og að vera staddur í raunveruleika- eða spjall- þætti, lá við að mann langaði að skerast í leikinn og bjóða góð ráð. Gamanleikurinn breyttist fljótlega í hljóðmengun af versta tagi, stóð yfir miklu lengur en lætin í unga fólkinu og skildi eftir óbragð í munninum hjá okkur sem vorum sett gegn vilja okk- ar í hlutverk meðleikenda. Um morguninn fóru unglingar með sína bakpoka með rútu úr Þórsmörkinni, en stórir jeppar með fellihýsi tóku fljótlega fram úr þeim og skildu þá eftir í rykskýi. Eftir stendur minning um sæludaga í náttúrunni og martraðarnótt í návist full- orðna fólksins. Man ekkert eftir ungling- um sem deildu helginni með mér. Æskan Eftir Tatjönu Latinovic tatjana@simnet.is Líkt og Halldór Ásgrímsson var Mich-ael Jackson sýknaður núna ekki allsfyrir löngu. Reyndar vildi svoskringilega til að niðurstaða í þessi tvö óskyldu mál fékkst sama daginn og það var einhver heillandi fáránleiki fólginn í því að sjá þessa menn deila forsíðum dagblaðanna bróðurlega á milli sín. „Mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru marg- ir,“ voru upphafsorð forsætisráðherra í hans fyrstu þjóðhátíðarræðu í blíðskaparveðri á Austurvelli og vissulega eru þeir ólíkir Dóri og Jacko. Í fljótu bragði virðist manni sem himinn og haf og jafnvel heilu sólkerfin skilji þessa tvo einstaklinga að, en þegar betur er að gáð er ekki algerlega ósennilegt að örlögin eigi eftir að færa þá nær hvor öðrum en þeir gera sér sjálfir grein fyrir í þessum skrifuðu orðum. Vart höfðu vogar réttlætisins verið núllstilltar þegar hinir viðbragðsfljótu Gár- ungar voru komnir á stjá með þá hugdettu hvort ekki væri rakið að redda Michael Jack- son íslenskum ríkisborgararéttindum í snatri, rétt eins og gert var með Bobby Fischer um daginn. Hugmyndin er kannski ekki alveg jafn fjar- stæðukennd og í fyrstu kann að virðast. Fisch- er og Jackson eru jú báðir ákaflega umdeildir í heimalandi sínu og vægast sagt mótsagna- kenndir karakterar. Michael Jackson tilheyrir hvorki svörtu né hvítu leikmönnunum og hefur með ótrúlegum hætti náð að hefja sjálfan sig yfir viðteknar hugmyndir um kynþætti og jafn- vel kyn. Bobby Fischer er Ameríkaninn sem hatar Ameríku, gyðingurinn sem hatar gyðinga og skáksnillingurinn sem hatar skák og því í al- gjörum sérflokki hvað mótsagnir varðar. Michael Jackson fann upp moonwalkið og þegar Bobby Fischer lenti á Reykjavíkur- flugvelli fannst manni líkt og einhvers konar mánalending ætti sér stað. Í beinni útsendingu starði þjóðin inní myrkrið fyrir ofan Reykja- víkurflugvöll og beið eftir að einkaþotan sigi niður úr svartnættinu og út úr henni stigi úrill- ur geimfari; fúlskeggjaður Fischer – að vísu ekki í geimfarabúningi, heldur með fitugt hár og í fáránlegum klæðnaði. Einhvers konar öf- ugsnúið Róbinson Krúsó-ævintýri þar sem söguhetjunni er bjargað frá siðmenntaðasta landi heims og færður á eyðieyju. Lítilvægt skref fyrir mannkyn, en stórt fyrir lýðveldið Ís- land. Gæti hugsast að hópur hugsjónamanna myndi bindast samtökum um að bjarga Jack- son og færa hann í fríríkið Ísland? Að Halldór Ásgrímsson myndi fá inná borð til sín umsókn um skyndiborgararétt tilhanda Michael Jack- son? Að honum yrði síðan flogið inn í beinni út- sendingu og boði Bónuss. Fengi að búa við hlið- ina á Bobby á Hótel Loftleiðum og myndi síðan sjást stinga upp kollinum hér og þar í bæj- armyndinni. Kannski ekki í Fornbókaverslun Braga eða á Ölstofunni, en hugsanlega á Næstu grösum, Súfistanum eða Húsdýragarð- inum? Það er falleg hugmynd. En hún verður því miður ekki að veruleika, því þegar Bobby Fischer var veittur íslenskur ríkisborgara- réttur tók hæstvirtur utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, það skýrt og ítrekað fram að um væri að ræða einangrað tilfelli sem væri ekki for- dæmisgefandi og á engan hátt það sem koma skyldi í stefnu stjórnvalda hvað varðar hæl- isveitingu flóttafólks. Af hverju ekki? Persónulega get ég varla hugsað mér betri leið til að bjóða erlenda flótta- menn velkomna, en að fljúga þeim til landsins á einkaþotu og afhenda þeim ríkisborgararéttinn á leiðinni frá landganginum og uppí forseta- svítu Hótels Loftleiða, sem yrði þeirra dvalar- staður þangað til annað kæmi í ljós. Hér er komin uppskrift að málsmeðferð sem ég væri verulega stoltur af og ef Halldór Ásgrímsson ætlar að skora einhver stig hjá mér, þá skora ég á hann að festa þetta í lög hið fyrsta. Dóri og Jacko Fjölmiðlar Eftir Dag Kára Pétursson dagurkari2@hotmail.com ’Gæti hugsast að hópur hugsjónamanna myndi bindastsamtökum um að bjarga Jackson og færa hann í fríríkið Ísland? Að Halldór Ásgrímsson myndi fá inná borð til sín umsókn um skyndiborgararétt til handa Michael Jackson? ‘ I Grín hefur tekið talsverðum breytingum ííslensku sjónvarpi á umliðnum árum. Spaugstofan hefur raunar haldið sínu striki en segja má að grínið sem þar er fram borið höfði til býsna breiðs hóps, eins og áhorfs- kannanir staðfesta. Fáum er þar misboðið. Meðfram henni hafa hins vegar skotið upp kollinum vinsælir grín- þættir, sem eru svo sannarlega ekki allra. Má þar nefna Fóst- bræður, Svínasúpuna, 70 mínútur og nú síðast Strákana. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson brýtur þessa þætti til mergjar og setur í sam- hengi í fróðlegri grein í Lesbók í dag. Hann segir meðal annars: Nú er það ekki svo að aðferðin sem er beitt í Svínasúpunni og Fóstbræðrum sé algjörlega ný. Þættirnir sverja sig í ætt við margt sem áður hefir litið dagsins ljós bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu og má nefna sem dæmi kvik- myndir og þætti enska hópsins Monty Python sem og samlensku sjónvarpsþættina Bottom en hérlendis er sjónvarpsgrín af þessum toga nýtt og eins og raunin er ætíð með uppbrot á hefð þá á það til að kalla á hörð viðbrögð fólks eins og fylgjandi brot úr lesendabréfi um Fóstbræður ber vitni um: „Að mínu viti eiga svona grófir þættir ekkert erindi við almenn- ing. Almenningur vill ekki hafa sitt grín á svona lágu plani [...]venjulegt fólk vill almennt ekki sjá þætti um sk. „öfuguggahátt“, sóða- skap, fantaskap og nauðgun, illmennsku, ljótt orðbragð, „dóp“, morð, geðveiki eða andlega vanheilsu í íslenskum grínþáttum“ (Rafn- hildur Björk Eiríksdóttir. Morgunblaðið, 11. mars 2000). Mætti segja að í þessum orðum sé að finna fulltrúa ríkjandi orðræðu en það athyglisverða er að orðin sem eru notuð til þess að lýsa þáttunum gætu allt eins verið komin úr atriði úr Fóstbræðrum eða Svína- súpunni. Svo e.t.v. erum við þær grótesku eða líkamlegu verur sem þessir þættir sýna okkur sem jafnvel þótt við höfnum því?“ II Sumartónleikaraðir hefja nú göngu sínaein af annarri. Í vikunni var Sumartón- leikum í Sigurjónssafni hrint af stokkunum og á morgun hefst röðin Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju. Þessar raðir hafa á umliðn- um árum sett sterkan svip á tónlistarlífið á höfuðborgarsvæðinu og eru orðnar órjúf- anlegur hluti af sumrinu í hugum margra. En það er ekki bara á suðvesturhorninu sem tónarnir flæða á sumrin. Framundan eru Sumartónleikar í Skálholtskirkju – sem hefj- ast um næstu helgi – Reykholtshátíð, Þjóð- lagahátíð á Siglufirði og tónlistarhátíðin á Kirkjubæjarklaustri. Allar hafa þessar hátíðir fyrir margt löngu fest sig í sessi og sýnt, svo ekki verður um villst, að tónlist á ekki síður erindi á heitum sumarkvöldum en í nepjunni á veturna. III Á síðustu dögum hefur verið greint frásölu á þremur íslenskum skáldverkum til erlendra bókaforlaga og eiga þar í hlut höf- undarnir Vigdís Grímsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Ævar Örn Jósepsson. Þetta eru ólíkir höfundar en fréttir af þessu tagi verða sífellt algengari á síðum dagblaðanna. Það bendir til aukins áhuga á íslenskum bók- menntum erlendis en staðfestir um leið elju íslenskra forlaga við að koma höfundum sín- um á framfæri við stærri málheima. Skrifari hefur fylgst opinmynntur með árangri Arn- aldar Indriðasonar á erlendum vettvangi hin síðari misseri. Hann hlýtur að vera öðrum hvatning. Áfram á sömu braut! Neðanmáls Ég varð var við það í Ungverjalandi á sl. ári að samanburður Stalíns viðHitler er bæði algengur og eðlilegur í þessu fyrrum hjálandi Sovét-ríkjanna. Þegar ég kom til Búdapest í viku heimsókn til að vinna með rithöfundi vildi svo til að öldruð móðir hans veiktist. Það er svo sem ekki í frásögu færandi um gamla konu, nema að hún var ein af örfáum eftirlifandi Auschwitz-föngum, þaðan sem hún var leyst úr haldi 17 ára gömul. Þetta var kona sem sá bróður sinn og föður skotna við lestarteinana og móður sína leidda í gasklefann. Þegar ljóst var að hún lá fyrir dauðanum meira en 60 ár- um síðar á hátæknisjúkrahúsi í Búdapest, urðu þessir atburðir úr seinna stríði nálægir og sáraukafullir þeim sem hlut áttu að máli. Við frestuðum vinnu okkar þar sem samstarfsmaður minn var við sjúkrabeð móður sinnar, en annar heimamaður af vinsemd og kurteisi vildi „hafa ofan af fyrir mér“ og sýna mér borgina. Hann sagði mér frá ótrúlegum atburðum sem áttu sér stað í Búdapest þegar hún var undir stjórn nasista, sýndi mér hverfið þar sem Gettóið var, safnið um Helförina sem sett var upp í fyrrum höfuðstöðvum KGB, og nokkra átakastaði frá uppreisninni gegn Sovésku stjórninni 1956. Greinarmunurinn sem hann gerði á þeim sem fluttir voru í fangabúðir nasista eða í Gúlag Sovétríkjanna var enginn. Ég hef líka á sl. tíu árum átt samneyti við marga Rússa og Úkraínumenn, bæði þá sem fluttu til London fyrir og eftir 1990, og síðan starfaði ég sjálfur í St. Pétursborg eitt sumar fyrir nokkrum árum. Það er óhætt að segja að hroðaverk Stalínstímans sé viðkvæmt mál, en þó mest innan stjórnkerfisins og akademíunnar í sumum tilfellum einsog hún vilji hafa stjórn á hvernig sagan er gerð upp. En dagleg og erfið lífsbarátta fólks er hinsvegar efst í huga almennings frekar en uppgjör við söguna. Sumt eldra fólk sem man eftir tíma Stalíns talar þó ófeimið, en talar oft um tilfinningar sem þessu tengjast í nútíð, einsog að fortíðin hafi ekki verið skilin eftir á sínum stað. Og það sem virðist sannanlega vera vilji Rússa er að gera þessi mál upp sjálfir, með tíð og tíma, með sínum hætti, en ekki láta dæma þessa sögu í vestrænum akademíum. Einar Þór Gunnlaugsson kistan.is Samanburður Stalíns við Hitler Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugsað um heilsuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.