Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 | 13 Depeche Mode fagnar tuttuguog fimm ára starfsafmæli hljómsveitarinnar í ár með sinni fjórtándu plötu, Playing the Angel. Ben Hiller, sem hefur áður stýrt upptökum hjá Blur og Doves, er upptökustjóri breiðskífunnar en hún mun ekki vera stórt stökk frá fyrri plötum sveitarinnar – fjölmörgum aðdáendum De- peche Mode til mikillar ánægju. „Það eru mjög sterkar kjarnasýrur í þessari hljómsveit og við eigum mjög erfitt með að hljóma öðruvísi,“ grínar gítarleikarinn Andy Fletcher í samtali við Rolling Stone- tónlistarblaðið. Sú breyting er þó á vinnufyrir- komulagi sveitarinnar á þessari plötu, að David Gahan, söngvari Depeche Mode, semur þrjú lög en hingað til hefur það einungis verið í verkahring Martins Gore að leggja til tónsmíðarnar. „Ég lét þá vita strax að ég hefði engan áhuga á að gera þessa plötu nema ég fengi líka að semja lög. Við Martin ræddum þetta og ég held að þetta hafi aukið keppnisandann í hljóm- sveitinni, sem er heilbrigt að mínu mati,“ segir Gahan. Eitt laga hans á plötunni nefnist Precious og segir Gahan að lagið fjalli um lífið séð með augum barna hans en Gahan hefur áður barist við þunglyndi og heróínfíkn. Hljómsveitin leggur upp í tón- leikaferð í október.    Hinn 13. september kemur útný plata frá tónlistarkonunni Tracy Chapman. Mun þetta vera sjöunda breiðskífa Chapman en sú fyrsta í þrjú ár. Fram koma á plötunni Flea úr Red Hot Chili Peppers sem leikur á bassa, á gítar leikur Joe Gore sem hefur áður meðal ann- ars unnið með P.J. Harvey og Tom Waits og hljómborðsleikarinn Mitchell Froom sem hefur leikið með bæði Paul McCartney og Sheryl Crow. Chapman segist í viðtali hafa eignast marga góða vini við gerð plötunnar. „Ég hafði oft rekist á Flea í gegnum árin en í eitt skiptið tjáði hann mér að ef ég væri að gera plötu og hefði áhuga á að fá hann til að spila myndi hann glaður gera það. Ég tók hann á orðinu.“    Hiphop-stjarnan Lil’ Kim var ámiðvikudaginn dæmd til fangelsisvistar í eitt ár og degi bet- ur. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Kim- berly Jones, hefur afplán- unina 19. sept- ember. Lil’ Kim var fund- in sek um meinsæri þeg- ar hún bar rangan vitn- isburð fyrir al- ríkisdómstóli í þeim tilgangi að hylma yfir með tveimur samstarfs- mönnum sínum sem voru grunaðir um aðild að skotbardaga gegn Capone N. Noreaga fyrir utan út- varpsstöðina Hot 97 í New York þar sem einn maður særðist. Kim sagði fyrir rétti að hvorugur hinna meintu aðildarmanna, umboðs- maður hennar Damion Butler og Suif „Gutta“ Jackson, hefði verið á útvarpsstöðinni umræddan dag. Söngkonan, sem verður þrítug í næstu viku, átti yfir höfði sér þrjá- tíu ára fangelsisvist fyrir meinsæri og samsæri. Erlend tónlist Dave Gahan Tracy Chapman Lil’ Kim ÁSÍÐUSTU árum hefur mikið verið áseyði í tilraunatónlist vestan hafs,óteljandi spunasveitir sprottið fram,mokað frá sér plötum og síðan leyst upp í margar hljómsveitir sem eru ekki síður duglegar og kraftmiklar. Einna forvitnilegast hefur verið að fylgjast með því hvernig spuna- meistararnir, sem sumir hafa hljómað eins sveimuðu þeir á sporbaug, hafa sótt æ meira í frumlega gamla tónlist órafmagnaðan blús, blue- grass og þjóðlagatónlist frá Appalachian-fjöllum. Marg- ir þekkja hljómsveitir eins og Jackie-O Motherfucker, Charalambides, P.G.Six, Iditariiod, sem hélt frábæra tónleika hér á landi fyrir nokkru, MV & EE Medicine Show og The Skygreen Leopards, en þó Pelt sé á jaðri þess að leika tónlist á hún þó heima í þessum hópi. Pelt er með merkilegustu hljómsveitum óhljóðalistarinnar, ekki eins gróf og margir þeir sem ruddu brautina, því Pelt-félagar komu að óhljóðunum sem tónlistarmenn í leit að nýjum hugmyndum og hafa færst nær hefðbundinni tónlist með árunum. Hljómsveitin er tríó þeirra Jack Rose, Mike Gangloff og Patrick Best, en yfirleitt koma fleiri við sögu á tónleikum og plöt- um sveitarinnar. Fyrsta platan kom út 1995 og eftir þriggja ára tilraunir þar sem þjóðleg tón- list, blús og bluegrass seytlaði inn í suðið og óhljóðin sendi sveitin svo frá sér meistaraverk sitt Empty Bell Ringing in the Sky sem kom út 1998. Glöggir sjá strax að í heiti plötunnar er vísað í plötur með þjóðlegri tónlist frá Nonesuch- útgáfunni bandarísku, en Bell Ringing in the Empty Sky heitir ein Nonesuch-platan sem er með zen-búddatónlist. Austræn áhrif voru ein- mitt líka áberandi í tónlist Pelt og á plötunni sem hér er til umræðu nota þeir félagar til að mynda einskonar gamlan bjölluhljóm sem undirstöðu undir óhljóðaspuna í upphafslaginu og rennur inn í annað lag plötunnar, „Empty Bell Ringing in the Sky No. 2“, sem er um leið hápunktur hennar, hálftíma verk sem tekið er upp á Terra- stock II-hátíðinni í San Francisco í apríl 1998. Lagið hefst á sítarhljómum, sem síðan fléttast saman við síbylgjuhljóm og bordúntón sem skap- aður er af óteljandi hjarðmannalúðrum. Þunginn í verkinu eykst smám saman án þess að þeir fé- lagar missi sjónar á því hvert stefni – ótrúlegt að þetta sé tekið upp á tónleikum, svo vel gengur allt upp. Annað á plötunni er líka áhrifamikið, þó það nái ekki sömu hæðum og „Empty Bell Ring- ing in the Sky No. 2“, og óhætt að segja að þessi plata Pelt sé lykilplata í óhljóðalistinni. Á næstu plötum tóku þeir félagar svo stefnuna í blús og bluegrass, aukinheldur sem enn meira bar á indverskum áhrifum. Ekki veit ég hvort sveitin sé hætt, sendi frá sér plötu 2003, en liðs- menn hafa verið iðnir við músíkina utan Pelt, iðnastur þó Jack Rose sem sendi frá sér frábæra plötu fyrir ári, Raag Manifestos, þar sem hann steypir saman indverskri tónlist og frumstæðum blús með kassagítarinn að vopni. Empty Bell Ringing in the Sky er til sem tvö- föld vínylplata og geisladiskur. Hljómur á vínyl- plötunni er mjög góður, frumeintakið gott, en diskurinn er ekki síðri. Lykilplata í óhljóðalistinni Poppklassík eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is B en Chasny fæddist í Los Angeles en ólst upp í sveit í norðurhluta Kaliforníu – faðir hans vildi kom- ast sem lengt burt frá borginni. Þegar hann var táningur fluttist fjölskyldan í smábæ og Chasny segist þar hafa eignast einn vin sem bjó hálfa dagleið í burtu. Gefur augaleið að drengurinn var mikið einn og hann segir það skýra að miklu leyti hvað hann hafi alltaf haft mikið dálæti á einsetumönn- um og hve vel það liggi fyrir honum að vinna einn. Það var mikið um músík á heimilinu og Chasny fór snemma að spila, spilaði á rafbassa, og kunni því vel þar til hann heyrði í Nick Drake – segir að þegar hann heyrði fyrstu þrjá tónana í Time Has Told Me hafi hann áttað sig á að kassagítar væri eina hljóðfærið sem skipti máli. Drake leiddi hann svo til Leo Kottke og þaðan til John Fahey. Ekki hlustaði Chasny bara á kassagítar, því hann fór líka að hlusta á rafgítarleikara en kannski ekki sömu sort og flestir hrífast af því hetjur hins unga gítarleik- ara léku gríðarlega hávært tilraunarokk og djass. Þannig sagði hann frá því í viðtali við Arthur Magazine á síðasta ári að þegar hann hafi heyrt Mask of Light með Rudolph Grey hafi hann áttað sig á að allt væri mögulegt og allt væri leyfilegt – gítarleikur snerist ekki um fimi eða hreina hljóma heldur óbeislaða tilfinn- ingu, hvort sem væri á kassagítar eða rafmagn- aðan. Sýrurokk og þjóðlagatónlist Rokk og þjóðlagatónlist finnst mörgum tvennt ólíkt eins og getið er í upphafi, en Chasny seg- ist fljótlega hafa farið að pæla í því hvernig hægt væri að sameina þætti úr hvoru tveggja í tónlist, steypa saman tilraunakenndu rafmögn- uðu rokki, sýrurokki sem sumir kalla svo, og þjóðlagatónlist sem leikin er á órafmögnuð hljóðfæri. Fyrstu árin eftir að Chasny fór að spila á gít- arinn segist hann hafa æft sig gríðarlega mikið, vann tvo daga í viku til að hafa í sig og á og sat svo aðra daga með gítarinn í fanginu. Hann spilaði líka talsvert opinberlega með fiðluleikara sem var álíka virtúós og þar segist Chasny hafa lært að pikka gítarinn og varð þekktur fyrir fimi. Eftir þriggja ára æfingar og spilamennsku fannst honum hann þó vera á rangri hillu, áttaði sig á að hann langaði í raun ekkert til að verða snjall gítarleikari, hann langaði meira til að geta skilað tilfinningum til fólks, samið góð lög. Fyrsta sólóskífan Á sinni tíð var kassagítarinn verkfæri mót- mælaskálda, andspyrnuhljóðfæri sem notað var til að velgja valdhöfum undir uggum. Nýjum kynslóðum fannst hann þó gamaldags, stungu í samband og hækkuðu í ellefu – andspyrnu- tónlistin varð rafmagnað hávaðarokk. Chasny kunni vel að meta hávaðarokkið og spilaði slíka tónlist með tilraunasveitinni Plague Lounge, sem gaf út eina plötu, Wicker Image, 1996. Smám saman hneigðist hann þó meir til kassa- gítarleiks, fór að gutla einn með gítarinn heima með fjögurra rása upptökutæki sem lyktaði með fyrstu sólóskífunni 1998 – Six Organs of Ad- mittance. Þegar kom að því að taka upp næstu skífu fannst honum nafnið á þeirri fyrstu svo gott að hann tók það sem hljómsveitarnafn og hefur haldið því upp frá því. Chasny gaf fyrstu plöturnar sjálfur út á merkinu Pavillion og sá búskapur var óttalegt basl – það tók hann fjög- ur ár að selja fyrsta upplagið af fyrstu plötunni, 400 eintök, og kostaði hvert þó ekki nema sem nemur 350 krónum. Næsta plata var Dust and Chimessem sem kom út 2000 og það ár kom einnig út einnar hliðar plata, The Manifestation – á annarri hlið- inni var eitt langt lag en á hinni mynd af sól. Sú var gefin út í 500 eintökum, en síðar endur- útgefin á disk með aukalagi. 2002 kom Dark Noontide, 2003 Compathia, For Octavio Paz og Nightly Trembling og síðan besta verk Chas- nys, School of the Flower í janúar sl. Allar eigulegar Segja má að allar séu plöturnar eigulegar, helst þó The Manifestation, Dark Noontide, For Oct- avio Paz og svo School of the Flower. Síðast- nefnda platan er svo eina Six Organs of Admitt- ance skífan sem Chasny hefur tekið upp í hljóðveri, en með honum á plötunni leikur trommu- og slagverksleikarinn snjalli Chris Corsano sem frægur er fyrir frjálsan djass. Eins og getið er kaus Chasny frekar kassa- gítarinn en rafmagnið. Eftir því sem hallaði undan fæti hjá hávaðarokki níunda áratugarins, það hætti að vera tíska, langaði Chasny æ meira til að spila slíka tónlist. 2003 gekk hann svo til liðs við hljómsveitina Comets on Fire. Comets on Fire er frá Santa Cruz og leikur hávaðasamt rokk, gríðarlega þungt með löngum lögum og flóknum kaflaskiptingum þar sem fín- leg fegurð togast á við argandi geðveiki. Fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd henni, kom út 2001 og ári síðar hélt sveitin í hljóðver að taka upp nýja plötu. Ýmsir voru kallaðir til að hjálpa til við upptökurnar, leggja til hugmyndir og hljóð- færaleik, og einn af þeim var Ben Chasny. Svo vel fór á með Chasny og félögunum í Comets on Fire að þeir fengu hann til að spila með sér á tónleikaferð og í framhaldinu gekk hann í hljómsveitina, þó ekki hafi hann lagt Six Organs of Admittance á hilluna. Á síðustu plötu Comets on Fire, Blue Cathedral, sem er snilldarplata, er Chasny svo meðal lagasmiða en ekki bara hljóðfæraleikara – á kannski einhvern þátt í því að gera Blue Cathedral að einni af bestu plöt- um síðasta árs. Allt mögulegt – allt leyfilegt Vestan hafs hefur verið mikil gróska í tilrauna- rokki ekki síður en nýrri gerð þjóðlagatónlistar þar sem lítið er lagt upp úr hreinum hljómum eða fallegum, en þess meiri áhersla lögð á sem óhamdasta túlkun og tilfinningu. Einnig skirrast menn ekki við að blanda saman í hefðbundna blúsgrunnaða þjóðlagatónlist indverskum áhrif- um og lausbesisluðum spuna. Þessi nýja hreyf- ing tónlistarmanna, sem vinna iðulega saman hver með öðrum í óteljandi samsetningum, gengur undir ýmsum nöfnum í blöðum vestan hafs, en flestir nota þó heiti sem snara má sem þjóðlagasýru. Einn frumherja á því sviði, gítar- leikarinn Ben Chasny, er ekki síst merkilegur fyrir það að hann er jafnvígur á hvort tveggja, súra þjóðlagatónlist sem byggist á ótrúlegri fingrafimi á kassagítarinn og grenjandi til- brigðaskotið þungarokk. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Ben Chasny sem heldur úti hljómsveitinni Six Organs of Admittance.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.