Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 | 5 urnar keyra um á gamaldags köggum en skjóta úr þeim með nútímaskotvopnum. Þannig sýnir Miller lesendum borgina í gegnum filter gam- alla spæjarareyfara og noir-kvikmynda og skapar sína eigin veröld. Menningarlegar rætur Sin City liggja víða. Serían byggist sterklega á tveimur hefðum glæpamenningar og út frá þeim hefðum má skipta henni í tvo þætti. Myndrænt sækir serí- an til „noir“-kvikmynda fimmta og sjötta ára- tugarins en frásagnarleg einkenni hennar eiga uppruna sinn í glæpasögum bandarísku harð- suðuhefðarinnar sem átti sitt blómaskeið á svipuðum tíma og kvikmyndirnar. Rekja má áhrif og einkenni Sin City áfram til fleiri anga bókmennta- og kvikmyndafræða, svo sem þýska expressjónismans, gotneskrar róman- tíkur og klassísks melódrama. Harðsoðnar myndasögur Helsti áhrifavaldur hins harðneskjulega frá- sagnarstíls Millers er harðsuðuhöfundurinn Mickey Spillane, en þekktasta sköpunarverk hans er einkaspæjarinn og hefndarengillinn Mike Hammer. Harkalegar og sadískar lýsing- ar Spillanes eru áhrifamiklar vegna sérstakra stílbragða höfundar. Stuttum og hnitmiðuðum setningum fylgir kraftur sem líkja má við kjaftshögg fyrir lesendur á köflum. Þessi slá- andi stíll er einnig áberandi í sögum Millers og þrátt fyrir að eldri höfundar á borð við Chand- ler og Hammett hafi stuðst við svipuð stílbrögð til að mynda hraða og spennu í frásögnum þyk- ir Spillane skera sig úr hópi harðsuðuhöfunda hvað þetta varðar. Rithöfundurinn Lawrence Block telur engan geta útskýrt fyllilega hvern- ig Spillane nær þessum áhrifum og ritar eft- irfarandi í inngangi að öðru bindi ritraðarinnar The Mike Hammer Collection: „Væri ég fræðimaður mundi ég með hundr- að þúsund orðum útlista hvað gerir Spillane að Spillane, svo þið skulið þakka fyrir að ég sé ekki einn slíkur. Ég sýð bara alla þá orðasúpu niður í eitt lykilhugtak: Myndasögur.“1 Spillane hóf rithöfundarferil sinn í mynda- sögubransanum og upphaflega átti persónan Mike Hammer að heita Mike Danger og vera aðalhetja myndasögublaðs. Hraðinn, nálægðin og taktfastur frásagnarstíllinn fylgdi Spillane yfir í skáldsagnagerðina. Það er áhugavert að líta til þess að Miller hafi tekið upp þennan sama harkalega stíl og unnið með hann í myndasögum sínum því að þannig hefur Miller óbeint haldið áfram með verk Spillanes, snúið áhrifunum í hring og unnið upp þá skuld sem Spillane stóð í við myndasöguformið. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu hent- ugt það hefur verið fyrir Miller að styðjast við og jafnvel laga stíl Spillanes að eigin verkum – fjórum áratugum fyrir útgáfu The Dark Knight Returns var Spillane að skrifa skáld- sögur sem voru í raun dulbúnar myndasögur fyrir fullorðna. Expressjónískt umhverfi Það er almennt viðurkennt að harðsuðuskáld- skapur fjórða og fimmta áratugarins hafi verið helsti innblásturinn á bak við handrit „noir“- kvikmynda gullaldarinnar og að stefna þýsku expressjónistanna í kvikmyndagerð á öðrum og þriðja áratugnum hafi verið helsti áhrifa- valdur myndræna stílsins. Expressjónistar vildu beygja hefðbundinn raunveruleikann undir tilfinningalega tjáningu listamannsins og í „noir“-kvikmyndum skila þessi áhrif sér að miklu leyti í gegnum umhverfið. Samspil ljóss og skugga og óvenjuleg sjónarhorn eru gjarn- an notuð til að láta umhverfið endurspegla eða túlka á einhvern hátt tilfinningalíf aðalpersóna þar sem umheimurinn lagar sig að innri hugar- heimi mannsins. Kvikmyndir undir expressjónískum áhrifum eru ekki fullkomlega raunsæjar eða natúral- ískar og þjást því ekki af því vandamáli sem Miller kennir við kvikmyndamiðilinn – sam- kvæmt hefðbundnum vinnubrögðum þarf hann ávallt að vera bókstaflegur og túlka raunveru- leikann á sem „eðlilegastan“ máta. Hann komst á þessa skoðun eftir að hafa unnið stutt- lega í Hollywood við gerð Robocop-framhalds- myndanna (1987) þar sem expressjónískum frásagnarstíl Millers lenti saman við natúral- isma Hollywood-kvikmyndarinnar. Samstarfi Millers og Hollywood lauk illa. Hann skrifaði handrit að Robocop 2 (1990) sem var tætt í sundur af Hollywood-vélinni, endurskrifað, bútað niður og raðað aftur saman til að mynda Robocop 2 og 3 – misheppnaðar framhalds- myndir þrátt fyrir að sú fyrri innihaldi nokkur góð „Frank Miller-atriði“. Áhugasamir Robo- cop-aðdáendur geta þó fagnað því að Miller gaf út myndasöguseríu í níu tölublöðum 2003–2004 sem byggist á upprunalega handritinu og er væntanleg í kiljuútgáfu. Miller telur myndasögur þjást að miklu leyti af þeirri bókstafstrú sem hann kynntist í Hollywood og varar myndasöguhöfunda við að festast í of raunsæislegri túlkun. Honum þykir slæmt hversu illa höfundar nýta sér expressj- óníska túlkunarmöguleika myndasöguforms- ins og hefur sjálfur lengi verið tilraunaglaður í túlkun á söguefni sínu. Í viðtali við The Comics Journal segir Miller um vinnu sína í Holly- wood: „Eitt af því sem mér líkaði ekki við að vinna í kvikmyndum var hversu fjandi bókstaflegar þær eru. Maður er fastur í afar raunsærri ver- öld, nema maður fari aftur til meiriháttar stíl- ista sjötta áratugarins, eða hafi næga fjármuni til að geta gert eins og Stanley Kubrick og skapað hverja einustu sviðsmynd. Þetta daður við bókstafinn fór í taugarnar á mér þar sem ég hugsaði út frá myndasögum, en ein mesta gleði þeirra felst í því að í þeim nær hugarflug þess sem skapar milliliðalaust til þess sem nýtur.“2 Hér er Miller einfaldlega að tjá hugmyndir um expressjónisma í myndasögum þar sem höfundurinn hefur völd til að skapa og móta umheiminn sem kvikmyndagerðarmaðurinn hefur sjaldnast. Hann tekur Sin City sem dæmi um heim sem er frekar raunsær í eðli sínu en settur óvenjulega fram á afar mynd- rænan hátt og nefnir atriði úr sögunni That Yellow Bastard (1996) þar sem karlhetjan Hartigan er lokaður inni í fangaklefa í átta ár fyrir glæpi sem hann framdi ekki. Þar kemur Miller tilfinningunni um einangrun mun betur á framfæri en með því að sýna raunsæislegar teikningar úr fangelsi. Þetta er gott dæmi um expressjóníska túlkun í Sin City þar sem um- hverfið er notað til að túlka líðan aðalpersón- unnar og kommenta á textann. Kvikmyndasaga Eftir að hafa sóað tíma sínum í vinnu við Robo- cop-framhaldsmyndirnar sór Miller óformleg- an eið að því að vinna aldrei framar í Holly- wood. Síðan hefur hann fengið fjölmörg tilboð um að láta kvikmynda verk sín en aldrei látið undan freistingunni. Í greinadálki í blaðinu Sin City: Just Another Saturday Night (1998) ritar aðdáandi bréf til blaðsins þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðugs orðróms um að kvikmyndauppfærsla á Sin City sé í vinnslu. Aðdáandinn segir kvikmyndir ávallt sjúga sálina úr myndasögum og segist aldrei vilja sjá Sin City í klóm hræætnanna í Holly- wood. Miller svarar stuttort og beinskeytt – „Óttist ei: það er engin bölvuð Sin City-kvik- mynd í bígerð.“3 Og nú er bölvuð kvikmyndauppfærslan kom- in – betri en nokkurn hefði grunað. Sú stað- reynd er alfarið leikstjóranum Robert Ro- driguez að þakka. Ekki aðeins elti hann Miller á röndum og nauðaði í honum heldur tókst hon- um að vinna hjarta höfundarins með því að leysa bókstafstrúarvandamál Hollywood-kvik- myndarinnar. Eftir reynslu sína í Hollywood var Miller með ákveðnar hugmyndir um hvern- ig vinna í kvikmyndaheiminum færi fram. Þeg- ar Rodriguez hafði samband bjóst Miller við því að nú myndi færibandavinnan fara í gang – það þyrfti að skrifa handrit, senda það á fram- leiðendur sem hafna hinu og þessu og eftir endalausa hringavitleysu verður ekkert eftir nema geld eftirmynd upprunalegu sögunnar. En Rodriguez hafði annað og meira í huga. Hann þurfti ekki handrit vegna þess að hann hafði bækur Millers og ætlun hans var alls ekki að gera myndasögurnar að kvikmynd – heldur að gera kvikmyndina að myndasögu. Til þess að standa við háfleyg orð sín bjó Rodriguez til stuttmynd byggða á einni af smá- sögum Millers úr Sin City-bálknum. Hann lét Miller vita að ef honum líkaði verkið myndi þetta vera byrjun á kvikmynd í fullri lengd en ef honum líkaði ekki mætti hann eiga stutt- myndina sem minjagrip. Miller fylgdist með framleiðslunni og varð fljótlega sannfærður um hæfileika Rodriguez og réttmæti þeirrar sýnar sem leikstjórinn hafði á myndasögunum. Rodriguez sagði sig úr „The Director’s Guild of America“ til að geta fengið Miller með sem leikstjóra og saman héldu þeir af stað að kvik- mynda þrjár sögur Millers: Sin City (The Hard Goodbye), The Big Fat Kill og That Yellow Bastard. En frelsi Millers til að leikstýra og loforð Rodriguez um að vera fullkomlega trúr sögunum útskýrir ekki fyllilega hvers vegna Sin City er orðin að veruleika sem kvikmynd, né heldur hvers vegna hún er jafnvinsæl og lof- uð og raun ber vitni. Flestir eru sammála um að nú sé komið nýtt viðmið fyrir allar kvik- myndauppfærslur á myndasögum og ekki verði aftur snúið. Aldrei hefur verið gerð kvik- mynd sem er jafntrú uppruna sínum og Sin City. Þetta tengist áætlun Rodriguez um að breyta ekki myndasögubókunum í kvikmynd – það gerir þeim ekki nógu góð skil – heldur að breyta kvikmyndinni í myndasögubók. Þessi hugmynd kallast á við hugmyndir Mill- ers um expressjóníska túlkunarmöguleika myndasögunnar sem hann telur vanta í Holly- wood-kvikmyndir. Þegar Rodriguez segist ekki vilja gera Sin City að „kvikmynd“ er hann að vísa til þess að hann vilji ekki laga sögurnar að stöðluðu formi Hollywood og þvinga þær þannig inn í raunsærri veruleika á kostnað ex- pressjónismans. Þetta vandamál leysir Ro- driguez á nýstárlegan hátt með því að tölvu- gera allan bakgrunn kvikmyndarinnar. Allur leikur fer fram fyrir framan grænan skjá og fyrir utan einstaka leikmuni er öll umgjörðin sköpuð í tölvu. Þannig er Rodriguez kominn í svipaða stöðu og myndasöguhöfundurinn og teiknarinn Frank Miller. Hann getur stýrt sköpunarferlinu frá grunni og byggt sína eigin heimsmynd án þess að hafa áhyggjur af rán- dýrum sviðsmyndum eða réttum tökustöðum. Með þessari aðferð tekst Rodriguez að gera ímyndaðri borg Miller sanngjörn skil og kemur expressjónískri túlkun höfundarins á fram- færi.  1 Block, Lawrence, „Introduction“. Mickey Spillane, The Mike Hammer Collection. Volume 2. One Lonely Night. The Big Kill. Kiss Me, Deadly. New York, New American Library, 2001, bls. ix. 2The Comics Journal Library. Volume 2. Frank Miller. The Interviews: 1981–2003. Ritstjóri: Milo George. Seattle, Fantagraphics Books, 2003, bls. 82. 3 Miller, Frank, Sin City: Just Another Saturday Night. Mil- waukie, Dark Horse Comics, október 1998, bls. 18. ’Teikningar Millersbyggjast alfarið á and- stæðum svartra og hvítra myndflata þar sem engan gráan lit er að finna í seríunni. Miller hefur reynt að draga úr notkun línu- teikninga og byggir myndir sínar þess í stað upp með svörtum blek- flötum á hvítum grunni (eða öfugt). Hann vinn- ur mikið með negatíft rými til að gefa hug- verkum sínum mynd- ræna dýpt og lætur per- sónur og hluti gjarnan mótast af samspili ljóss og skugga. Myndefnið kemur því oft fram sem skuggamyndir á and- stæðum litfleti eða sem dökkar útlínumyndir. Persónur renna saman við bakgrunninn og hverfa inn í myrkrið og hluti myndefnis getur auðveldlega staðið fyrir heildina þar sem les- endum gefst tækifæri á að fylla í eyðurnar.‘ ’Flestir eru sammálaum að nú sé komið nýtt viðmið fyrir allar kvik- myndauppfærslur á myndasögum og ekki verði aftur snúið. Aldrei hefur verið gerð kvik- mynd sem er jafntrú uppruna sínum og Sin City. Þetta tengist áætl- un Rodriguez um að breyta ekki mynda- sögubókunum í kvik- mynd – það gerir þeim ekki nógu góð skil – heldur að breyta kvik- myndinni í mynda- sögubók.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.