Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 | 3 Þ egar Edinborgarhátíðin hóf göngu sína árið 1947 og leiddi óperu, leikhús og tónlist til Skotlands ákváðu nokkrir leikhópar að nýta sér mannsöfnuðinn og setja upp sína eigin jaðarhátíð [Fringe Festival, en undir því heiti hefur hátíðin gengið síðan]. Jaðarinn hefur fyrir löngu síðan tekið upprunalegu hátíðina yfir og ung- menni úr leikhúsinu sem og atvinnuleikhópar flykkjast til Edinborgar í ágúst til að setja uppsetningar sínar á fjal- irnar á hátíð sem nú er rómuð sem hin stærsta sinnar teg- undar í heimi. Á þremur vikum eru sýningar nægilega margar til að taka meira en allan þann tíma sem flestir hafa yfir að ráða á ævinni. Sumar sýningar byrja klukkan níu á morgnana og sumar eru sviðsettar í saggafyllstu horn- um Edinborgar. Öll hugsanleg pláss eru notuð; port, krár og almenningsklósett. Þátttakendur í jaðarhátíðinni streyma dag og nótt um göturnar, eins og frægt er orðið, og íburðar- miklir leiklistarskólapersónuleikar þeirra taka á sig ýmsar og nærgöngular myndir. Það er ekki óalgengt, sérstaklega á Konunglegu mílunni (sem er önnur tveggja aðalverslunar- gatna Edinborgar), að sjá hópa fólks í búningum eða með andlitsfarða tefja ferðamenn með gleðilátum um leið og þeir rétta þeim auglýsingar um uppsetningar sínar. „Mörgum þeirra sem eru listhneigðir er eðlislægt að njóta þess að sýna sig“, segir Will mér, en hann er tuttugu og níu ára Lundúnabúi sem hefur fært sig um set norður. Þar sem hann stendur á Konunglegu mílunni segir hann fullur af eldmóði, „en þeir hafa tilhneigingu til að vera frek- ar aðlaðandi manngerðir, svo það er gott að velja sér sýn- ingu til að sjá eftir því hversu aðlaðandi manneskjan sem réttir þér auglýsinguna er. Reyndar er það samt á heildina litið ekki skynsamleg leið, ég hef lent á vondum sýningum vegna vals á þessum forsendum.“ Hann segir mér frá víbrunum á götum Edinborgar á með- an á hátíðinni stendur: „Ég hef gaman af ysnum og þysnum og þeirri tilfinningu að miðja athafnaseminnar hafi færst frá Lundúnum til Skotlands. Maður fær ekki á tilfinninguna að maður hafi yfirgefið hringiðuna, hringiðan er núna í Edin- borg. Í einn mánuð.“ Andrúmsloft fullt af innblæstri Ef til vill myndi sannur Skoti ekki sjá hlutina í alveg sama ljósi, en þegar búið er að selja yfir milljón miða á óteljandi sýningar á hátíðinni er óhætt að fullyrða að þeim augum sem beinast að Edinborg fjölgi gríðarlega. Og ásamt jaðarhátíðinni eru haldnar kvikmyndahátíð, bókmenntahátíð og alþjóðlega hátíðin, en sú síðastnefnda spannar óperu, dans og klassíska tónlist. „Of hátimbrað fyr- ir mig,“ virðist vera sameiginlegt álit margra heimamanna. Í ágúst snúast hjólin í Edinborg hratt vegna hátíðahald- anna. Nánast allt er opið lengi, margir staðir til fimm á morgnana, þrátt fyrir að skemmtanalífið í borginni um helg- ar taki yfirleitt að fjara út um tvöleytið. Það mætti jafnvel segja að andrúmsloftið í Edinborg í ágúst sé fullt af innblæstri, maður getur ekki annað en hrif- ist með og sýnt áhuga, látið í ljósi tilfinningar sem gætu hafa smitast frá þessu metnaðarfulla leikhúsfólki sem er gagntekið af þeirri hugmynd að vinna þeirra, leikhúsið þeirra, hafi þýðingu. Þau gefa sig öll og eru full sjálfs- trausts, með þessa „nýútskrifuð-úr-skóla“-tilfinningu um að þau geti, með þessari listrænu sköpun sinni, breytt heim- inum. Í gæruskinni Breiddin í leiksýningum sem ná inn á jaðarhátíðina virðist ótrúlega mikil. Margar sýningar eru í raun og veru einstakt tækifæri til að sjá eitthvað afar óvenjulegt. Bradford Louryk, sviðslistamaður frá New York-borg, sem býr yfir tvímælalausum töfrum, verður með nýjustu einsmannssýningu sína á fjölunum: Látbragðsleik sem er endurskapað viðtal við fyrsta klæðskipting heims. Louryk er ekki dragdrottning, sem gerir það að verkum að um- breyting hans í hina fyrrum frægu Christine Jorgensen klæðskipting er mun ágengari en ella. Hann er í raun að gera eitthvað sem er alveg á öndverðum meiði við hvaða „drag“-verk sem fólk kann að þekkja. Eins og hann bendir á sjálfur; „Það er ekkert glimmer í þessu verki, og þó ég noti látbragð, þá er það ekki til að herma eftir lagi eða diskólaglínum.“ Þótt Edinborg sé lífleg borg þá er að jafnaði ekki hægt að finna svona framúrstefnuverk þar. En Louryk hefur ekki of miklar áhyggjur af tilhugsuninni um að fara með hárkolluna sína og háu hælana inn á nýtt svæði. „Ég gerði ráð fyrir að útjaskaðir áhorfendur New York-borgar yrðu tregari til að trúa því sem „Christine Jorgensen afhjúpar“ og ætlar áhorfendum að trúa,“ segir hann, „þ.e.a.s. að ég sé smávax- in kona, sem talar af sviðinu, þegar ég er í raun heilbrigður karlmaður af meðalstærð, sem ekki segir eitt einasta orð. En þeir hafa ekki einungis verið uppörvandi, heldur stór- hrifnir.“ Hvað skoska áhorfendur varðar segir Louryk að hann haldi „að ef ætlunin með leikhúsverki [sé] alvarleg, þá muni verkinu verða tekið á þeim nótum.“ Áhorfendur á hátíðinni eru, myndi maður halda, tilbúnir í hvað sem er. Það er erfitt að vita hvað rekur á fjörur manns á sýningum jaðarhátíðarinnar, en það getur oft reynst að- gengilegra en ætla mætti í fyrstu. „Aðalatriðið,“ segir Lou- ryk um verkið sitt, „er að þetta sé ekki fyrst og fremst „óviðkomandi“ saga um klæðskipting, heldur saga um það sem þarf til þess að vera manneskja þegar jafnvel manns eigin líkami svíkur mann. Og það er nokkuð sem allir geta samsamað sig, vegna þess að öll viljum við tilheyra ein- hverju.“ Þegar ég spyr hann í hverju hann ætli að vera í flugvél- inni til Skotlands er ég óviss um við hverju ég á að búast… kannski einhverju með sjáanlegum stæl og leikrænum til- burðum? Svarið: „Í bol og gallabuxum og með stór sólgler- augu í anda rokkstjarnanna. Þannig fer ég í sælkerabúðina úti á horni og þannig fer ég í óperuna. Eftir fimm ár í þess- um bransa hérna geri ég bara það sem mér sýnist.“ Svo virðist því sem dálítið af hefðbundnum New York við- horfum muni, ásamt öðru, fljóta með til Edinborgar í ágúst. Jaðarinn kominn í miðjuna Edinborgarhátíðin hefst núna um helgina, en hún stendur frá 7.–29. ágúst. Samhliða upprunalegu hátíðinni, sem haldin hef- ur verið frá 1947, þróaðist fljótt jaðarstarfsemi á sviði leik- listar – The Fringe Festival – og hefur hún nú fyrir löngu tek- ið upprunalegu hátíðina yfir. Nú til dags er jafnvel talað um jaðar jaðarhátíðarinnar, þar sem grasrótin er á ferðinni, en víst er að fyrir leiklistarunnendur er mikið á döfinni á þessum árstíma í Skotlandi. Eftir Marcie Hume marciehume@- hotmail.com ’Á þremur vikum eru sýningarnægilega margar til að taka meira en allan þann tíma sem flestir hafa yfir að ráða á ævinni. Sumar sýningar byrja klukkan níu á morgnana og sumar eru sviðsettar í saggafyllstu hornum Edinborgar. Öll hugsanleg pláss eru notuð; port, krár og almenningsklósett.‘ ’Það mætti jafnvel segja að andrúmsloftið í Edinborg í ágúst sé fullt af innblæstri, maður getur ekki annað en hrifistmeð og sýnt áhuga, látið í ljósi tilfinningar sem gætu hafa smitast frá þessu metnaðarfulla leikhúsfólki sem er gagn- tekið af þeirri hugmynd að vinna þeirra, leikhúsið þeirra, hafi þýðingu. Þau gefa sig öll og eru full sjálfstrausts, með þessa „ný-útskrifuð-úr-skóla“-tilfinningu um að þau geti, með þessari listrænu sköpun sinni, breytt heiminum.‘ Bradford Louryk Í hlutverki Christine Jorgensen, fyrsta klæðskipt- ings heims, á Edinborgarhátíðinni. Jaðarhátíð Edinborgarhátíðarinnar stendur frá 7. til 29. ágúst. Frekari upplýsingar má finna á http://www.edfringe.com, þar sem m.a. er að finna leitarsíðu sem sýnir hvað er á boðstólum eftir dagsetningum, tímasetningum, tegund leiksýninganna, staðsetningu eða leikhópum. Þar er einnig að finna tengla með ferðaupplýsingum og gististöðum. GAGNSTÆTT Bernard Shaw, sem skrifaði langa og ýtarlega formála fyrir leikritum sínum, hefur Friedrich Dürrenmatt kosið að setja athugasemdir sínar við „Eðlisfræðing- ana“ aftan við leikritið í 21 númeraðri setn- ingu. Fara þær hér á eftir: 1. Ætlun mín er ekki að útskýra hugmynd, heldur segja sögu. 2. Ætli maður að segja sögu, verður að hugsa hana til enda. 3. Saga er þá fyrst hugsuð til enda, þegar hún hefur þróazt í þá átt sem sízt skyldi. 4. Sú þróun er ekki fyrirsjáanleg. Hún verður til fyrir tilviljun. 5. List leikskáldsins felst í því að láta til- viljunina gegna sem áhrifamestu hlut- verki í atburðarásinni. 6. Þeir sem bera upp dramatíska atburða- rás eru menn. 7. Tilviljun í dramatískri atburðarás veltur á því, hvar og hvenær hver hittir hvern af hendingu. 8. Því kerfisbundnara sem líf manna er, þeim mun áhrifameiri getur til- viljunin orðið. 9. Menn sem lifa kerfisbundnu lífi vilja ná ákveðnu markmiði. Tilviljunin kemur því harðast niður á þeim, þegar hún veldur því að þeir hreppa gagnstæðu hins upphaflega mark- miðs: það sem þeir óttuðust og leit- uðust við að sneiða hjá (t.d. Ödípus). 10. Slík saga er að vísu skringileg, en ekki fjarstæð (óskynsamleg). 11. Hún er líka þverstæð. 12. Leikskáldið getur ekki fremur en rökfræðingurinn komizt hjá þver- sögninni. 13. Eðlisfræðingurinn getur ekki fremur en rökfræð- ingurinn komizt hjá þversögninni. 14. Leikrit sem fjallar um eðlisfræðinga hlýtur að verða þversögn. 15. Tilgangur þess getur ekki verið sá að gefa skýringu á inntaki eðlisfræðinnar, heldur einungis á áhrifum hennar. 16. Inntak eðlisfræðinnar er verkefni eðlisfræðinganna, áhrif hennar varða alla menn. 17. Það sem alla varðar verður aðeins leyst af öllum. 18. Hver tilraun einstaklings til að finna eigin lausn á því sem alla varðar hlýtur að misheppnast. 19. Í þversögnum birtist veruleikinn. 20. Sá sem stendur andspænis þversögnum stendur augliti til auglitis við veruleikann. 21. Leiklistin getur ginnt áhorfandann til að standa augliti til auglitis við veruleikann, en ekki þvingað hann til að veita honum viðnám eða sigrast á hon- um. Lesbók Morgunblaðsins | 10. marz 1963 Athugasemdir Dürrenmatts við: „EÐLISFRÆÐINGANA“ Friedrich Dürrenmatt 80 ára 1925 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.