Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Qupperneq 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 Á starljóð Þóru Jónsdóttur einkennast af þrá ljóð- mælanda eftir samastað og samruna við elskhug- ann. Hann er táknmynd heimilis, öryggis og hlýju. Ástarsambandið er séð sem hið fullkomna sam- ræmi, líkt og sjá má í spegilmyndum þar sem skilin milli raunveruleikans og þess sem speg- illinn sýnir verða óljós. Í ljóðinu „Regndagar“ í Horft í birtuna eru elsk- hugarnir sem speg- ilmynd hvor annars. Sól- in, hlýjan og litagleðin birta samruna þeirra en eftir sundrung þeirra er tilveran myrk, þrúguð af þoku og regnið grætur. Inn í þokunni grætur regnið. Himinbláminn ríkir ofar skýjum. Langt er síðan tveir regnbogar sáust á lofti. Áður var oftar sólarsýn. Án elskhugans er yfirgefna konan áttavillt, eins og týnt barn, sem birtist í grát regnsins. Hún sér ekkert framundan ólíkt því þegar hið fullkomna samræmi ríkir. Þá er „oftar sól- arsýn“ og framtíðin björt. Gráturinn tengir rödd hennar kvenröddum miðaldabókmennta þar sem grátur er sérstakt tjáningarform kvenna. Hér tengist gráturinn einangruninni sem sjá má í þokumyndinni. Andstæðurnar milli þokunnar og sólskinsins eru táknmyndir tilfinninga ljóðmælanda. Hún er týnd og þráin eftir honum er því jafnframt þrá eftir sama- stað og öryggi. Langt er síðan þau voru sem eitt en minningin ásækir konuna samt sem áð- ur í hringrás tímans. Aðskilnaður þeirra minn- ir á sárið í ljóðinu „Sárið sem aldrei grær“ í Leiðin heim. Í morgun var koddinn minn votur af tárum. Sárið sem aldrei grær hefur opnazt í nótt. Gleymt lifir í kvikunni, gleðistund breytist í trega. Sárið sem aldrei grær hefur opnast í nótt. Það „gleymda“ gleymist ekki heldur býr innra með ljóðmælanda. Kvikan er táknmynd huga hennar og geymir allar hennar sorgir og hún mun aldrei gleyma treganum. Kvikan er jafnframt sem rými og uppsprettulind tilfinn- inganna. Treginn og tárin koma þegar konan á þess síst von. Hér er tíminn og endurtekningin áberandi þáttur í treganum eins og sést á orð- unum „í morgun“ og „aldrei“. Það sem grær aldrei er alltaf opið og særir stöðugt. Tíminn læknar ekki og sárið er alltaf til. Yfirgefningin tilheyrir fortíðinni en sársaukinn er eilífur. II Það fer mikið fyrir tímanum í ástarljóðum Þóru. Julia Kristeva segir konur eiga sér sér- stakan tíma, kvennatíma: „Tími þeirra tekur mið af líkamanum og náttúrunni, er tími hringrásar, ferlis, endurtekningar og eilífð- ar.“1 Sársaukinn kemur fram í líkamlegu myndmáli, tárin eru flæðandi frá líkamanum og sársaukinn endurtekur sig aftur og aftur, konan upplifir aðskilnaðinn sem djúpt og opið sár. Ástarljóð Þóru eru saknaðarljóð um sam- runa elskendanna og þrána eftir örygginu sem ljóðmælendur tengja ástinni. Þau örlög kon- unnar að verða yfirgefin endurtaka sig aftur og aftur, hjarta hennar er sem ílát undir sárs- auka en ekki ást. Yfirgefnar konur særa elsk- hugann fram, halda minningu hans á lofti og eru honum „fylgispakar“ eins og í ljóðinu „Á hverfandi hveli“ í Leit að tjaldstæði: Lengi hefur hug mínum dvalist hjá þér. Nú er tímabært að hugsun mín næstum holdi klædd hætti að vera þér fylgispök. Leitin og ferðin eru sterk minni í ljóðabók- um Þóru eins og nöfn þeirra fyrstu benda til. Leiðin heim er ferðalag ljóðmælanda til öruggs áfangastaðar. Ferðin sem konan legg- ur á sig í leit að ástinni kostar þó oft þjáningar. Í ljóðinu „Húsaskjól“ í Leiðin heim er ást- arskortinum líkt við að vera villtur í stórborg og eiga sér ekki samastað. Húsnæðislaus horfði ég löngunaraugum á gluggana í borginni, og sá margt ljósið loga. Í upsum húsanna áttu dúfur hreiður starrar sátu á þökum og sungu. Í örvæntingu flutti ég inn í hjarta þitt og hélt að þú myndir ekki bera mig út Áfangastaður konunnar er hjarta elskhug- ans myndhverft sem hús. Sem yfirgefin upp- lifir konan sig fyrir utan samfélagið, hún er út- lagi sem þráir inngöngu. Smæð konunnar andspænis samfélaginu er slík að hún mænir upp eftir húsunum. Hún speglar sig í fugl- unum, því smáa, og væntir þess að njóta sama frelsis og þeir. Andstæðurnar eru á milli þess sem er fyrir innan og þess sem er fyrir utan. Ljósin í gluggunum og húsaskjólið eru hér hliðstæð líkama elskhugans. Innganga hennar í húsið er hliðstæð samruna hennar og elsk- hugans. Fjölskyldumyndinni sem brugðið er upp, dúfan í hreiðurgerð og starrinn að syngja, er til marks um væntingar hennar til sambands- ins. Í augum konunnar er elskhuginn tákn ör- yggis og hlýju. Aðeins hjá honum getur konan öðlast innri frið og „húsaskjól“. Hjarta elsk- hugans táknar allan líkama hans og er hluti fyrir heild. Það er hann sem konan þráir að vera í tengslum við, líkt og raddir kvenna tjá í treg- rófum. Eignarfornöfnin endurspegla slíka þrá og jafnframt það að ástin er hans eign. Konan hverfur inn í elskhugann í þrá sinni og draumsýn ljóðsins. Hann hjúpar líkama hennar. Faðmlag hans býr jafnframt yfir mikl- um eyðileggingarmætti. Tilvist konunnar er ekki á hennar eigin forsendum því elskhuginn getur lokað dyrum/faðmi sínum eftir eigin hentisemi, það er hann sem setur reglurnar. Simone de Beauvoir nefnir, í riti sínu Hitt kynið, að konur leiti að því öryggi sem ein- kennir barnæskuna í faðmi elskhugans. Ör- yggisleysi konunnar í ljóðinu „Húsaskjól“ má því líkja við brottför hennar úr föðurhúsum. Þegar stúlka yfirgefur föðurhúsin saknar hún þess að vera dóttir og tilheyra heildinni. Ástin á að færa henni móður sína og föður á ný.2 Hún kann ekki að höndla frelsið, vera óheft, og fær- ist því frá einum handhafa valdsins til þess næsta. Yfirgefnu konuna vantar einhvern til að spegla sig í sem staðfestir tilvist hennar og Skjól í hjarta elskhugans – ástarljóð Þóru Jónsdótt Fyrsta ljóðabók Þóru Jónsdóttur (f.1925), Leit að tjaldsvæði, kom út 1973 og síðan þá hafa komið út fjöldamargar ljóðabækur auk ljóðaþýðinga eftir hana. Í fyrstu ljóðabókum sínum fjallar hún um ástina, þrána eftir að tilheyra annarri manneskju og tregann yfir fjarveru ástvinarins. Í ástarljóðum sínum kallast Þóra á við tregróf miðalda sem spretta upp af yfirgefningu elskhugans. Eft- irfarandi grein er ljóðgreining á ástarljóðum Þóru – m.a. í samhengi við kenningar Simone de Beauvoir og Juliu Kristevu, en einnig er vikið að vísunum í hefðir miðalda. Eftir Ilmi Dögg Gísladóttur ilmur.dogg@gmail.com ’Það fer mikið fyrir tím-anum í ástarljóðum Þóru. Julia Kristeva segir konur eiga sér sérstakan tíma, kvenna- tíma: „Tími þeirra tekur mið af líkama og náttúrunni, er tími hringrásar, ferlis, endurtekningar og eilífðar.“‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.