Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 6. ágúst 2005 Á hugi dr. Charlotte Kaiser á frá- sögnum af lækningum og lækningaaðferðum í íslenskum fornsögum kviknaði þegar hún sneri sér aftur að háskólanámi á miðjum aldri. „Ég stundaði háskólanám í efnafræði, líf- fræði og landafræði og starfaði síðan sem kennari í þessum greinum um langt skeið. Ár- ið 1988 hóf ég síðan aftur nám við háskólann í Kiel í norrænum fræðum, landafræði og líf- fræði og lauk doktorsprófi undir handleiðslu Gert Kreutzer sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur.“ Fjórar íslenskar lækningabækur Charlotte Kaiser þekkir vel til Íslands eins og gefur að skilja eftir rannsóknir hennar á forn- sögunum og hefur komið hingað margoft ásamt manni sínum Erhard Kaiser. Erindi þeirra hingað að þessu sinni er fyrirlestur Charlotte á ráðstefnu um sögu norrænnar læknislistar sem fer fram í Reykjavík í næstu viku. Fyrirlestur Charlotte nefnist Íslensku lækningabæk- urnar og fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um fjögur rit um lækningar sem rituð voru á Íslandi á 13., 14. og 15. öld að því er talið er. „Þessi rit eru Úr lækningabók frá seinni hluta 13. aldar, Læknisfræði frá 1387, Den is- landske Lægebog frá seinni hluta 15. aldar og Regimen contra penstilenciam secundum doctorem nich frá 15. öld. Ritin eru misjafnlega heilleg og ekki er vit- að hverjir rituðu þau en þó er líklegast að þar hafi munkar verið að verki þar sem lækningar voru stundaðar í klaustrunum og vitað er að á Skriðuklaustri var eins konar sjúkrahús þar sem veikt fólk dvaldist um lengri eða skemmri tíma. Fornleifauppgröftur á Skriðu- klaustri á síðustu misserum virðist einmitt benda til þess.“ Þekkingin langt að komin Ein af þeim spurningum sem Charlotte hefur leitað svara við er hvaðan hinum íslensku höf- undum lækningabókanna hafi komið þekk- ingin. „Það er bæði fróðlegt og mikilvægt að rekja hvernig þær hugmyndir um lækningar sem birtast í íslensku ritunum hafa ratað hingað, því þær eiga uppruna sinn í löndunum í kring- um Miðjarðarhafið og enn lengra austur á bóginn til arabalandanna.“ Charlotte rekur í stuttu máli sögu læknis- fræðinnar frá öndverðu, allt aftur til Hippó- kratesar hins gríska sem nefndur er faðir læknisfræðinnar og var uppi á Grikklandi á 5. öld fyrir Krist. „Lækningar voru stundaðar í anda hans um aldir og þróuðust jafnhliða þekkingu manna á lækningamætti grasa og jurta og ýmsar lækningaaðferðir komu fram allt þar til kristnin náði yfirráðum í Evrópu á 4. og 5. öld. Þá tók við skeið stöðnunar í lækn- isfræði í hinum kristna heimi sem stóð fram á 11. öld. Ástæðurnar voru þær helstar að kirkjan réði ferðinni í framþróun vísinda og hvað læknisfræðina varðaði þá var vilji guðs æðri þekkingarleit mannsins. Sjúkdómar og dauðsföll af þeim sökum voru því fyrst og fremst í höndum guðs og manninum leyfðist ekki að grípa fram fyrir hendurnar á almætt- inu. Þá var einnig alveg bannað að kryfja lík og rannsaka orsakir dauðsfalla og banvænna sjúkdóma.“ Charlotte segir að læknisfræði á þessum tímum hafi skipst í fjóra meginflokka. „Það voru alþýðulækningar sem byggðust á reynslu fólksins af notkun jurta og annarra efna til lækninga, það voru töfrar og trúar- brögð þar sem bænir og trúin á yfirnáttúrleg fyrirbæri var talin geta læknað sjúkdóma, það var læknisfræði eins og hún var kennd og stunduð í skólum þeirra tíma og loks lækn- ingar munka í klaustrum. Í mörgum tilfellum skarast þessi flokkun.“ Tengdi saman hinn kristna heim og hinn arabíska með þýðingum Hún segir að þrátt fyrir höftin sem kirkjan lagði á rannsóknir í lækningum og raunvís- indum hafi þekkingarleitin og þróunin engu að síður haldið áfram og fundið sér leið framhjá hinni kristnu Evrópu á þessum tím- um. „Læknislistinni fleygði fram í Araba- heiminum þar sem trúarbrögðin bönnuðu ekki krufningar og inngrip við lækningar. Það var síðan Alexandríumaðurinn Constantinus Africanus (1020-1087) sem tengdi þessa tvo heima saman í læknisfræðinni, en hann var fæddur í Alexandríu og stundaði nám í lækn- ingum í Bagdad. Hann bjó og starfaði í Sal- erno á Ítalíu og þýðingar hans á arabískum lækningaritum yfir á latínu ollu straum- hvörfum. Á 12. öld þýddi síðan Spánverjinn Gerhard von Cremona (1114-1187) lækninga- rit eftir Rhazes, Avicenna og Abulkasim úr arabísku yfir á latínu og þannig fluttist hin ar- abíska lækningaþekking yfir til Evrópu.“ En það þurfti þó meira til að koma þekk- ingunni alla leið til Íslands og liðu nokkrir áratugir þar til Daninn Henrik Harpestræng (d. 1244) ritaði Lækningabók sína, Lægebog, sem Charlotte segir að sé undirstaða allra norrænna lækningabóka sem ritaðar voru á næstu öldum. „Tvær norskar bækur byggja á þessu riti og tíu sænskar og hinar fjórar ís- lensku. Lækningabók Harpestrængs er í rauninni fjórar bækur. Tvær um jurtalækningar, ein um lækningamátt steina og ein bók með upp- skriftum að lyfjum og bökstrum úr jurtum og lífrænum efnum. Þetta er í rauninni elsta nor- ræna lækningabókin sem vitað er um. Frum- ritið er glatað en bókin er til í nokkrum yngri uppskriftum.“ Charlotte segir fátt eitt vitað um Harpest- ræng sjálfan. „Það er líklegt að hann hafi ferðast um Evrópu í því skyni að læra lækn- ingar og komið til Parísar, Montpellier og Sal- erno á ferðum sínum. Lækningabók hans ber það með sér að hann hafi verið vel kunnugur De viribus herbarum úr ritinu Macer floridus sem talið er vera eftir Frakkann Odo aus Meung-sur-Loire (rit. 1070) og einnig De gradibus Liber sem er eitt af ritum Constant- inusar Africanusar.“ Skurðaðgerð í Þórðar sögu hreðu Þegar talið berst að meginviðfangsefni Char- lotte sem er lækningar og lækningaaðferðir í Íslendingasögunum segir hún að ritunartími þeirra komi vel heim og saman við ritunar- tíma íslensku læknisfræðiritanna. „Það má í rauninni sjá að höfundar ákveðinna Íslendingasagna hafi þekkt til lækningarit- anna eða lækninganna sem þar er lýst. Í Þórðar sögu hreðu er sagt frá því er Eiður sonur Skeggja sker burt skemmdan vef úr sári á handlegg Þórðar fóstra síns en það sár hafði Skeggi veitt honum. Þetta er reyndar óvenjuleg læknisaðgerð á þessum tíma þar sem lækningar snerust að mestu leyti um lyf- lækningar og að litlu leyti um beinar aðgerðir. Það er t.d. stundum sagt frá því í Íslend- ingasögum að menn hafi lifað af útlimsmissi en það er aldrei sagt hvað varð til þess að þeir lifðu af og hvernig þeir voru meðhöndlaðir, en viðurnefni benda a.m.k. til þess að einhverjir hafi verið einfættir eftir bardaga og lifað í mörg ár eftir. Hrafn Sveinbjarnarson er einn- ig sagður læknisfróður og segir saga hans að hann hafi aflað sér þekkingar á lækningum á ferðum sínum um Evrópu.“ Tengsl Íslands við Evrópu á miðöldum voru stopul og lækningabækurnar eru dæmi um það, segir Charlotte. „Þegar þessar bækur eru ritaðar hér á Íslandi eru aðferðirnar sem þær lýsa orðnar gamaldags og sumpart úrelt- ar annars staðar í Evrópu. Þetta eru 100-300 ára gamlar aðferðir sem lýst er. En lækninga- aðferðir ferðuðust einnig með öðrum hætti en bókum á milli landa á þessum tímum. Oft voru það hermenn, eða málaliðar, sem tekið höfðu þátt í bardögum annars staðar í Evrópu og komist lífs af, sem höfðu lært aðferðir með því að sjá þær framkvæmdar og gátu síðan endurtekið þær við aðrar aðstæður síðar í heimalandi sínu. Norrænir menn ferðuðust víða og gengu á mála hjá höfðingjum og börð- ust í þeirra röðum.“ Óþekkt nöfn á lækningajurtum Íslensku lækningabækurnar hafa þá sérstöðu sameiginlega með Íslendingasögunum að vera ritaðar á þjóðtungunni, íslensku, þegar nánast allur ritaður texti í Evrópu var á lat- ínu. „Ástæðan er líklega sú að hér var engin akademía, enginn hópur menntaðra manna, sem gat tileinkað sér þekkinguna á latínu. Ef þekkingin átti að nýtast fólkinu varð að rita hana á máli sem það skildi. Annað sem skapar íslensku ritunum nokkra sérstöðu, þó þau séu að flestu leyti samhljóma öðrum evrópskum ritum um læknisfræði, er að áherslan á líf- ræna lækningamiðla er heldur meiri en á jurtalækningar. Þetta stafar líklega af því að hér er villta jurtaflóran takmarkaðri og möguleikar á ræktun jurta einnig. Margar þær jurtir sem þó eru nefndar finn- ast ekki á Íslandi og nöfn margra þeirra eru á latínu þar sem íslensk nöfn voru ekki til á þeim tíma. Þá eru sum íslensku heitin önnur en notuð eru í dag og ekki hefur tekist að bera kennsl á allar þær jurtir sem höfundar ís- lensku lækningabókanna gáfu nafn. Dæmi um þetta eru Náttlaukur og Skógarsúra.“ Tak saur og legg við… Ekki er laust við að fari um mann hrollur við að heyra sumar af þeim aðferðum sem menn töldu vænlegar til lækninga á íslenskum mið- öldum. Hér er t.d. ein uppskrift að bakstri á opið sár. „Tak saur ok legg við um dag ok nótt ok sí- þan tak svína gall eða nauta eða geita ok stappa við salt svá sem pipar ok legg við sár um kveld ok morgun í annat sinn. Þat græþir einkum vel.“ Til að græða beinbrot er mælt með eftirfar- andi: „Tak hana og stappa allan með fjöðrum og bitt við. Þat græðir skjótaz.“ Charlotte segir að hugmyndir manna um lækningamátt hafi einnig mótast af frum- stæðum hugmyndum þeirra um starfsemi lík- amans. „Menn trúðu því að jurt sem hefði gagnstæð áhrif við einkenni sjúkleikans gæti endurheimt „jafnvægi vessanna“. Þá voru menn einnig með þær hugmyndir að jurtir sem að útliti líktust ytri einkennum sjúkdóma gætu haft áhrif á þá. Eitt dæmi er svohljóð- andi: „Gras þat er heitir dragunncia, þat er freknott sem ormur, þat staudvar likþra, enn ef þat er etid, þa drepur þat madka ef fædaz i manne, ok kveisu.“ Það er ekki alveg laust við að þakklæti hrís- list um mann við tilhugsunina um að læknis- fræðinni hafi fleygt fram frá því svona aðferð- um var beitt en grasalækningar eru enn í fullu gildi þó með öðrum formerkjum sé. „Tak hana og stappa allan með fjöðrum...“ ’Það er bæði fróðlegt og mikilvægt að rekja hvernig þærhugmyndir um lækningar sem birtast í íslensku ritunum hafa ratað hingað, því þær eiga uppruna sinn í löndunum í kringum Miðjarðarhafið og enn lengra austur á bóginn til arabalandanna.‘ Morgunblaðið/Júlíus Dr. Charlotte Kaiser „Áherslan á lífræna lækningamiðla er heldur meiri en á jurtalækningar. Þetta stafar líklega af því að hér er villta jurtaflóran takmarkaðri og möguleikar á ræktun jurta einnig.“ Tuttugasta þingið um sögu norrænnar lækn- isfræði hefst hér í Reykjavík næstkomandi miðvikudag og stendur til laugardags. Eitt aðalefni ráðstefnunnar er um læknisfræði miðalda og flytur dr. Charlotte Kaiser fyrirlestur um tengsl læknisfræði í Íslend- ingasögum og þeirra fjögurra íslenskra skinnhandrita um lækningar sem rituð voru á 13.-15. öld. Dr. Kaiser setur ennfremur hina íslensku læknisfræði miðalda í samhengi við samtímalæknisfræði í Evrópu. eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.