Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 24. apríl 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Ósvífin afbökunarhneigð á þessum fræðum, kemur sín- um meisturum aðeins í sjálf- heldu, svo allir sjá hvar þeir eru staddir og hvar þá er að finna, eins og ljónið sem búið er að láta inn í búr. Þeir Kolbeinn og Þorsteinn eru menn Smiðs og eiga skilið sama hrós og hann, og það er svo fyrir að þakka að skáld skilja oft eftir hvaða reglum listrænt skáldverk fer í byg'gingu. Þó fræðimenn rausi eins og kerlingar. Ef saga kvæðisins um Kolbein og Þorstein er önnur en saga þess um Smið, er listræni kvæðisins í byggingu og heildarsvip ekki til. Þá er það bara molar, og sundur- lausir, og stefna skáldversk- ins engin. En hver mundi svo Kolbeinsson í liði Smiðs? Vopnaburði annarra manna en höfðingja mundi skáldið ógjarnan lýsa, þó hann að sjálfsögðu, í listrænu verki, lýsi falli höfðingjans. En nú er vitað um þá flesta í Smiðs för. En það er einmitt líklegt að þessi Kolbeinsson sé Jón Langur, og er þetta ekki verri skýring á uppruna hans en þær sem upp hafa komið af engri fræði. Hann mundi sennilega sonur Kolbeins Þorfinnssonar kirkjuprests á Hólum d. 1342, en Þorfinn- ur borið nafn þeirra félag- anna, Þorvarðar á Hofi og Finnboga á Grenjaðarstöð- um, og fæddur um líkt leyti og Þverárfundur varð. Það er nokkurn veginn víst, að hinn mikli auður Hofverja lendir í Ásauði í Kelduhverfi því síðar sést það hversu Ásauð- ur er gildur af jarðeignum í Múlaþingi. Hafa þeir senni- lega tengst, Þorvarður og Finnbjörn, og auður þeirra með þeim tengdum komizt að mestu á eina hönd. Eftir lif- andi mönnum láta menn þó ekki börn sín heita á þessum tíma, en sá sem þetta ritar hefur ekki komizt að niður stöðu um það hvernig menn gefa börnum sínum, nýnefni ef sú nafngifturegla hefur . verið uppi höfð, sem líklegt má telja. Er hér um skáld- fræði eina að gera, sem þó má hafa ti-1 hliðsjónar ef ein- hver grunnur undir rannsókn væri til í þessum málum. Kumpánarnir Þorsteinn gat heitið höfð- ingi í liði Smiðs og verið einn af þessum „kumpánum" sem voru grið gefin eins og sagt er um þá Orm Snorrason og þorgeir Egilsson, og voru „þeirra kumpánar". Þessi skýring á kvæði Snjólfs, ; það sé eingöngu um Smiðs menn, gefur líka skýringu á ýmsu sem orðið hefur eigi skýrt, eða ekki nógu vel at- hugað. Það sýnir um leið við- horf sumra Eyfirðinga til Þessa- ,biskupsmáls. BENEDIKT GÍSLASON frá Hofteigi: . KILP.UR ARNORSSO Kvæði Snjólfs __ Kvæðið er að öllum líkum ort af Þverárklaustursmunki, og og sýnir þá að þeir Klaustra- menn í Eyjafirði hafa ekki verið. á móti Skalla, sem að líkindum hefði látið, en ekk- er't er vitað um þá á Möðru- vallaklaustri, en áður fyrr, á dögum Lárentíusar biskups á Hólum, 1927—31, voru við- sjár með klaustramönnum á Möðruvöllum og Hólabisk- upi, og gæti aldan um mót- þróa Eyfirðinga við Jón Skalla verið þaðan runnin, þó um 30 ár væru liðin frá þeim atburðum. «En um leið og Snjólfs kvæði er álit Þverár- klaustursmanna á þessum málum, verður það líka álit þeirra inn-Eyfirðinga á þess- um málum, því ætla má að þeir Klaustramenn hafi skapað almenningsálitið í kirkjumálum á sínum vett- vangi. Verður þá skiljan- legra hversu auðtryggir Smiðs menn voru í gisting- unni á Grund, þar sem þeim dettur ekki einu sinni í hug að halda vörð á staðnum um nóttina. . Mótþróinn gegn Möðruvallabiskupsdæmi í austari parti Suður-Þingeyj- arsýslu og allri Norður-Þing- eyjarsýslu gat náð inn í rað- ir Eyfirðinga sjálfra, þó ekki sé frá sagt, eða ekki hafi ver- ið hægt að hafa hann uppi fyrir ofríki þeirra út-Eyfirð- inga. Ekki var þessi mót- þrói svo vitlegur, þegar alls er gætt, að þetta megi ekki láta sig gruna, enda hnígur saga Grundar-Helgu að þessu, í móttökunum við Smiðsmenn. Svo hræðir Grundarbardagi alla karl- menn í Eyjafirði, að þeir skella skuldinni á konu, og það þykir góð fræði 145 ár- um síðar, að taka það fram að þessi kona hafi látið taka Smið af. Málið skýrist mjög í rótum sínum af þessum at- hugunum. hverjir sóru fyrir Grundar- mál á Alþingi þ. á. Það blas- ir þó við rýnendum í þessa sögu að eigi hafi margir höfðingjar komið svo við Grundarbardaga, að þurft hafi að bjóða þeim eiða til þess að hreinsa sig af þátt- tökunni. • Hér væri freistandi að ætla að það hafi verið þau Grund- arhjón ein, eða kannske bara Helga, sem af eigin ósk hefur viljað leggja eið til þess að fyrirbyggja orðróm um gestbeinasvik við þessa menn, og mundi Ormur hirð- stjóri ekki hafa haft neitt við það að athuga. Þó er hér talað um eiða í fleirtölu. Hitt að Ormur Snorrason, og kannske Þorgeir Egilsson, hafi svarið fyrir það, að þeir og aðrir Smiðs menn hafi ekki ætlað til Eyjafjarðar til gerður að litlum karli kannski fyrir borgun. Skilríkjaleysið Þá er það hin gamla stað- hæfing, að Jón biskup skalli hafi komið út skilríkjalaus til biskupsdómsins á Hólum og Eyfirðingar verið að verja lands- og kirkjurétt með að- förum sínum við hann. Þessu er á allan hátt rétt lýst. Smiðs sögu og* geta hverjir sem vilja kallað þann mann skilríkjalausan til biskups- dóms, sem erkibiskup og kórsbræður hans kusu tiT biskups og hafði svo verið skipaður til starfsins af manni sem hafði umboð til þess af páfa. Eða hvernig stóð á því að aliir prestar vestan Öxnadalsheiðar möttu þetta sem full skilríki og alL- ir prestar fyrir austan Reykjadal í biskupsdæminu þess að drepa menn, mundi' Kka? ffinu yar ekki ndtað K. í lögfræðinni Það er allt af sömu rótum runnið hjá fyrirlesaranum. Það sem hann sagði um eftir- mál Grundarbardaga og það sem hann var búinn að segja um sjálfan bardagann. Reyna að horfa fram hjá staðreynd- um og koma með vífilengj ur eins og lögfræðingur vondu máli. Tylftareiðarnir á Alþingi ganga „fyrir Grund- armál" og munu allir skilja hverjir eru að sverja í þess um málum og fyrir hvað þeir eru að sverja. Ormur Snorra son er hirðstjóri þá og fylg- ist að líkindum með málinu Hinsvegar er það ekki vitað ekki hugsað af öðrum en höf- undi Ara fróða, og má því þegja um slíkt sjónarmið. Sömuleiðis er bezt að þegja um alla hina löngu lögfræði- legu túlkun fyrirlesarans á aðstöðu Þorsteins Eyjólfs- sonar til þessara mála. Þor- steinn segir frá þessu sjálfur þar sem hann segir að sveit- ungar sínir hafi ófyrirsynju í hel slegið Smið Andrésson, og þarf því engar bollalegg- ingar um það hyort Þorsteinn hafi verið í Grundarbardaga eða á einn eða annan hátt verið riðin við þessi víg. Get ur fyrirlesarinn ekki hafa farið öllum þessum þvælu orðum um þetta atriði, nema til þess að reyna að fela augljóst sjónarmið, því ef- laust er honum kunnugt um þetta. Fégirnd Þorsteins Auðvitað hélt fyrirlesarinn fram hinni gömlu kenningu um drengskap Þorsteins, að hann hafi látið dæma Smið bótamann af því að Hrafn IBótólfsson er tengdasonur hans. En þetta stangast ó- notalega þegar þess er gætt að Björn sonur Grundar- Helgu er annar tengdasonur Þorsteins. Átti Hrafn að taka bætur eftir Smið af Grund- ar-Helgu, „sem lét taka Smið af", „móður Björns svila síns", og hvaða þýðingu hafði það fyrir fégirnd Þorsteins? Gat Hrafn yfirleitt gengið til þessara tengda og mægða, ef þetta hafa allt verið ráðban- ar Smiðs föðurbróður hans? Það getur hver sem vill svar- að þessu af sinni eigin fé- girnd, og mati á sínum eig- in heiðri. Jafnvel þó þess finnist dæmi að Ari fróði sé !oc u3. uöia.'i: Kyriv: aiin í.; uí/'m: í Smiðs sögu, að þetta fór ekki alveg að venju, og sýnt fram á það að komið hafi til biskupskjör Jóns til Græn- lands 15 árum fyr. En bisk- upskjör Jóns sýnir hinsvegar að 'hér var maður á ferð sem hafði hlotið traust til þess háttar embættis, og einu sinni" verður öll venja fyrst brotin, og munu þá engir sjá skilríkjaleysi Jóns til bisk- upsdómsins hvorki að lögum né hæfni. Sannast þetta líka á viðtökunum sem Jón fékk af öllum almúga og prest- um, er hann kom út, skip- brotsmaður^ og var stórum gjöfum sæmdur, og aldrei blakað við honum orði af miklum meirihluta presta í biskupsdæminu. Hann kom út 1359 og sat í náðum að stóli til Katrínar- armessu haustið 1361 er Þor- steinn prestur Hallsson „reisti sig móti honum". Er alveg sýnilegt að hér hefur hinn gami Möðruvallaklaust- urs-órói, frá dögum Lárents- iusar biskups, gengið aftur, og mun önnur saga liggja til, nú óvituð, þó höggstaðurinn á Hólabiskupi væri látinn heita skilríkjaleýsi í þetta sinn og Möðruvallaklerkum fylgdu nú „að þessu óráði", eins og Einar prestur Haf- liðason orðar það, prestar og leikmenn í einu héraði, og jarti af öðru, sem þó hefur ekki verið heilt með öllu, samanber Snjólfsvísur um Smiðs menn. Landstjórnar lögfræðin En nú er komið að því sem er rúsínan í pylsuendanum i öllu þessu skipulausa mál- þvargi fyrirlesarans, en það er hinn útlendi uppruni Smiðs Andréssonar. Senni- lega hefur lögfræðingur og prófesfor, ef fyrirlesarinn er það, aldrei lagt út í ólög- legri málflutning gagnvart sinni þjóð og sögu hennar. Það er fyrst fram að taká, að hinar gömlu heimildir, sem mark er á takandi geta ekki um útlendan uppruna' hans, og þsrð þvert ofan í venju þeirra manna sem frá svona atburðum skýra, og sá sem þetta ritar man ekki til þess að neitt af heimildumí sem fyrirlesarinn hampaðr tveim sinnum framan i á- heyrendur geti um það held- ur. Þetta er tiltölulega nýtt efni, að smjatta á. En Jón: PéturssGn segir að menn haff haldið að þei* bræður Bótólf- ur íyr hirðstjóri og Smiður hafi verið útlendir, en segist halda það á engu byggt, og er þetta álit hans kunnugt úr Smiðs sögu. Fyrirlesarinn' þóttist nú vita betur en Jón Pétursson, jafnvel þó íslands- saga kunni líklega aldrei að^ meta það, og má segja að lögfræðingar geri sig digra, þegar þeir þykjast vita betur og skilja en lærðir og snjallir sögumenn, og frægir að af- rekum eins og Jón Péturs- son í þessari grein. Páll Egg- ert segir líka í Æviskránurrt sem komu út í haust að það sé ekki víst að þeir bræður hafi verið norskir. Taugarnar í suðu En nú er í gegnum mikinn graut að fara í máli fyrirles- arans, sem allur virðist soð- inn við háan hita. Ályktan- irnar svo hæpnar að jafnveli taugar fyrirlesarans virtust: ganga í samskonar bulli og grautur í suðu. Getspekirt virðist halda bezt, þar semJ það fundust úti í Noregí nöfnin Bótólfur og Andrés og feðgar að sifjum. Nú fékK Steinn Dofri ekki að vera) með, og er þó þetta frá hon- um komið, og hér með upp- lýst, ef einhver skyldi halda! að fyrirlesarinn vissi eitt- hvað um Noreg. Það er bara' sá gallinn á þessari speki að íslendingar og Norðmenrt heita nokkurn vegin sömtt nöfnum í báðum löndum og bæði til Bótólfur og Andrés á íslandi. Steinn Dofri veit- líka um Smið Eiríksson úti í Noregi, en fyrirlesarinn: hafnaði honum þar sem hanrt ýissi um tvo iSmiði á Aust- urlandi svo sem hundrað iár- um eftir lát Smiðs Andrés- sonar. Vandaður fræðimaður mundi ef til vill hafa sett þau nöfn í samband við það sem haldið var fram í Smiðsi sögu um uppruna Smiðs Andréssonar, en svona ' fer. það þegar bækur verða fyrir, þeim ósköpum að hafa ekki verið skrifaðar, og ómögulegt að vita hvað mikið fyrirlesar- inn hefur lesið af svoleiðisr bókum. Framhald á 3. síðu'

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.