Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005
!
Fyrir þrjátíu árum varð loks að
veruleika framúrstefnuleg hug-
mynd rauðsokkakvenna um að
allar íslenskar konur legðu niður
vinnu einn dag til að sýna fram á
mikilvægi vinnuframlags þeirra.
Hugmyndin varð að veruleika
ríflega ári síðar með undirbún-
ingi og samvinnu fleiri kvennasamtaka og
tugþúsundir kvenna þrömmuðu niður á
Lækjartorg í Reykjavík hinn 24. október
1975 og víða um land söfnuðust konur
saman þennan dag.
Dagurinn varð til
þess að hugarfar
margra kvenna
breyttist til fram-
búðar. Og líkt og hugur þeirra varð ekki
samur stóðu margar í þeirri trú að fram-
vegis yrði ekkert eins í samfélaginu. Flest-
ar göngukonur hafa því varla ímyndað sér
þá að nú þrjátíu árum síðar myndi verða
efnt til göngu með sömu formerkjum. Það
er því með blandinni eftirvæntingu sem
margar kvennanna sem tóku þátt í
kvennafrídeginum 1975 gera það nú, þótt
alltaf sé gaman að halda upp á afmæli.
Segir það ekki allt sem segja þarf að
kröfur íslenskra kvenna árið 2005 eru í
meginatriðum þær sömu og kynsystra
þeirra fyrir þremur áratugum? Sumar
kröfurnar eru meira að segja eldri, því
þær hugrökku konur sem börðust fyrir því
að fá að kjósa og bjóða sig fram til alþing-
is-og sveitarstjórnarkosninga í upphafi 20.
aldarinnar höfðu líka launajafnrétti
kynjanna á sínum kröfulista …
En hefur þá ekkert breyst til batnaðar?
Á þessi baráttudagur virkilega erindi við
nútímafólk?
Íslenskt samfélag hefur jú tekið stakka-
skiptum á þremur áratugum og margt
hefur sannarlega breyst til batnaðar í
jafnréttismálum. En með nýjum tímum
skapast ný vandamál.
Ekkert var fjallað um kynbundið of-
beldi í kröfum kvenna 1975 enda var lítill
sem enginn almennur skilningur á því á
þeim tíma. Ofbeldið var harmur í hljóði og
ekki borið á torg. Nýleg frásögn um af-
skipta- og úrræðaleysi samfélagsins í garð
fimm systra sem máttu þola kynbundið of-
beldi af verstu sort alla sína æsku á átt-
unda áratugnum sýnir skilningsleysið
svart á hvítu. Í upphafi níunda áratugarins
jókst umræðan um kynbundið ofbeldi og
með aukinni fræðslu um afleiðingar þess
er ljóst að það kemur okkur öllum við. Því
leggjum við niður störf á mánudaginn til
að krefjast úrræða hvað varðar kynbundið
ofbeldi.
Samsetning íslensks þjóðfélags er sem
betur fer allt önnur en fyrir þrjátíu árum.
Ætla má að 5% íbúafjölda hér á landi sé
fólk af erlendum uppruna og gróflega má
áætla að helmingur þess sé konur. Ég full-
yrði að örfáar þeirra kvenna hafi búið hér
á landi árið 1975. Kvennafrídagurinn 2005
á þó hvað mest erindi við þennan hóp.
Forsvarskonur Samtaka kvenna af er-
lendum uppruna búast þó ekki við mikilli
þátttöku sinna kvenna í fundarhöldum né
að margar þeirra leggi niður störf 24.
október næstkomandi. Ástæðan? Þær eru
hræddar um að missa vinnuna sína eða
þeim verði refsað af vinnuveitendum.
Hvetjum þessar konur til að leggja niður
störf á mánudaginn og minna þannig á
sjálfsögð réttindi sín.
Karlmenn af yngri kynslóðinni taka al-
mennt mun meiri þátt í uppeldi barna
sinna nú en feður þeirra gerðu, hvað þá af-
ar þeirra. Þar skiptir mestu aukinn réttur
þeirra til fæðingarorlofs. Krafan um
aukna ábyrgð karla á uppeldi barna sinna
til jafns við konur hefur aldrei verið há-
værari. En koma kvenréttindi körlum við?
Jú, allir karlar eiga mæður, margir þeirra
systur og flestir eiga konur. Svo eiga fjöl-
margir karlar dætur. Allir karlmenn ættu
því að finna sig knúna til að leggja niður
störf eða stuðla að því að konur í kringum
þá leggi niður störf. Þó ekki væri nema til
að votta konunum í lífi sínu virðingu og
hvetja þjóðfélagið til að gera slíkt hið
sama.
Yfirskrift mánudagsins 24. október ætti
því með réttu að vera: „Konur og karlar!
Leggjum öll niður störf í þágu jafnréttis!“
Frí fyrir
alla – konur
og karla!
Eftir Rósu Björk
Brynjólfsdóttur
rosabj@internet.is
Höfundur er útvarpsmaður.
Áaðeins tveimur vikum er gula húsið íHafnarfirði orðið þekkt kennileiti ííslenskri samtímamenningu. Húsiðer skurðpunktur illsku og þagnar í
smábæjarsamfélagi síðustu aldar. Saman við
sögu hússins fléttast saga af þorpi sem þekkti
myrkrið af eigin raun,
ekki aðeins skammdeg-
ismyrkrið sem kemur á
hverjum vetri austur yfir
landið, heldur einnig það
myrkur sem bjó um sig í
hugum og hjörtum íbúanna sem ekkert illt
vildu vita og létu því ólýsanlega illsku óáreitta.
Nú er búið að rífa gula húsið en langur skuggi
þess teygir sig yfir árin og liggur eins og mara
á hverfinu þar sem það eitt sinn stóð.
Einhvern veginn svona mætti færa í stílinn
eitt sjónarhornið í umfjöllun fjölmiðla um bók
Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba. Saga
Thelmu, en þar lýsir Thelma Ásdísardóttir
hörmulegum uppvexti sínum og fjögurra systra
sinna á heimili þeirra í gula húsinu, þar sem
þær voru beittar linnulausu andlegu, líkamlegu
og kynferðislegu ofbeldi af sálsjúkum föður
sem gekk jafnvel svo langt að selja út dætur
sínar fyrir fíkniefni og áfengi. Það sem er svo
athyglisvert við umræðu fjölmiðlanna er þörfin
að draga bæjaryfirvöld og nánast allt hafn-
firskt samfélag til ábyrgðar fyrir glæpina sem
framdir voru í gula húsinu, svona rétt eins og
gert var við Þjóðverja á árunum eftir heims-
styrjöldina síðari. Gagnrýnin hljómar einhvern
veginn svona. Þeir sem vissu þögðu, þeir sem
ekki vissu forðuðust að spyrja réttu spurning-
anna. Á meðan störfuðu ófreskjurnar í friði.
Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig gat
gott fólk látið svona lagað viðgangast án þess
að taka til sinna ráða? – spyrja menn sig í for-
undran. „Ég get sem betur fer sagt að ég vissi
ekkert um glæpina í gula húsinu. Ég hef enda
aldrei búið í Hafnarfirði,“ segir Ágúst Borgþór
Sverrisson, viðhorfshöfundur Blaðsins (19.10.),
í umfjöllun sinni um málið og bætir við: „Ekki
er hægt að slá því föstu að vitneskja um verstu
glæpina hafi verið á almanna vitorði, þ.e.
barnavændið, en a.m.k. kynferðismisnotkun
föðurins á stúlkunum. Það er því afar erfitt að
trúa þeim fulltrúum kerfisins sem undanfarið
hafa tjáð sig í fjölmiðlum og ekki sagst vita af
neinu.“ Svipuð hugmynd birtist á forsíðu DV
daginn eftir þótt þar sé jafnvel kveðið enn fast-
ar að orði í fyrirsögn þar sem segir: „Hafnfirð-
ingar lofa betrun: Brugðumst öll Thelmu“
(20.10.).
Í leiðara Morgunblaðsins frá 11. október er
fjallað um mál Thelmu og systra hennar á svip-
uðum forsendum án þess þó að þar sé rætt
beinum orðum um samfélagið sem systurnar
uxu upp í, eða að einhver sé kallaður til
ábyrgðar. Þar er vísað í 16. grein barnavernd-
arlaga þar sem segir að hverjum „þeim sem
hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óvið-
unandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni
eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í
alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barna-
verndarnefnd“. Og það er einmitt hér sem
Thelmu finnst sekt samfélagsins liggja, eins og
vitnað er til í leiðara Morgunblaðsins: „Börn
sem eru í svona vandræðum eins og við vorum
þarna í eiga að geta treyst því að þeim sé
bjargað […] Ég vildi óska að menn hefðu ekki
lokað augunum allir sem einn. Það var kannski
erfitt eða umfram getu fólks og þekkingu að
grípa inn í en ég hefði samt viljað að fólk hefði
ekki látið staðar numið heldur ögrað sér svolít-
ið og bjargað okkur. Það átti einfaldlega að
bjarga okkur.“
Eflaust voru ýmsar ástæður fyrir því að
systrunum í gula húsinu var ekki komið til
hjálpar. Réttarstaða barna á þessum tíma var
ekki nógu góð, áherslan á einkalíf fjölskyld-
unnar mikil og kannski var harkan í samfélag-
inu meiri, líkamlegar refsingar voru á und-
anhaldi en þær þóttu þó ekki það bannorð sem
þær þykja nú til dags. Síðast en ekki síst held
ég að þeim hafi ekki verið bjargað vegna þess
að umræðan um kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum var engin á þessum tíma og af þeim
sökum var fólki um megn að ná utan um þann
veruleika sem stúlkurnar í gula húsinu máttu
búa við alla sína æsku og langt fram á ung-
lingsár.
Þetta hefur breyst svo rækilega í flestum
vestrænum samfélögum á síðustu 10 árum að
tala má um hugarfarsbyltingu. Margt kemur til
en ef nefna ætti einn mikilvægan atburð stæðu
líklega glæpir belgíska barnaníðingsins og
morðingjans Mark Dutroux upp úr. Málið vakti
heimsathygli á sínum tíma og síðan þá hafa
fjölmiðlar sýnt þeim glæpum sem beinast gegn
börnum meiri áhuga en áður. Að sama skapi
hefur almenningur orðið viðkvæmari fyrir öllu
því efni sem setur börn í kynferðislegt sam-
hengi, gott dæmi er afhroð kvikmyndarinnar
Lolita eftir Adrian Lyne (1997) sem gerð er
eftir samnefndri skáldsögu Valdimirs Nabokov
og sú staðreynd að óskarsverðlaunamynd Volk-
ers Schlöndorff Blikktromman (1979), sem
byggð er á samnefndri skáldsögu þýska nób-
elsverðlaunahafans Günters Grass, var bönnuð
sem barnaklám í Oklahóma-fylki árið 1998.
Níðast feður á dætrum sínum? Það sem var
varla fært í orð fyrir tuttugu árum er nú hvers-
dagslegasta umræðuefni á Íslandi, eins og hver
og einn getur séð sem flettir DV nokkrum
sinnum. Hugmyndin stendur okkur svo nærri
að við getum ekki lengur ímyndað okkur sam-
félag þar sem slík sannindi væru framandi,
annarleg, eða jafnvel óhugsandi. Þó held ég að
það sé einmitt það sem við verðum að gera eig-
um við nokkurn tíma að fá botn í það sem gerð-
ist í Hafnarfirði fyrir tæpum aldarfjóðungi.
Gula húsið
Fjölmiðlar
Eftir Guðna
Elísson
gudnieli@mbl.is
’Það sem var varla fært í orð fyrir tuttugu árum er núhversdagslegasta umræðuefni á Íslandi, eins og hver og
einn getur séð sem flettir DV nokkrum sinnum.‘
I Jakob F. Ásgeirsson var í Silfri Egils umsíðustu helgi vegna útkomu fyrsta heftis nýs
tímarits sem hann ritstýrir og nefnist Þjóð-
mál. Af samtali þeirra Egils mátti skilja að
tímaritinu væri meðal
annars stefnt gegn póst-
módernískum straum-
um í þjóðfélaginu. Jakob hefur áður lýst andúð
sinni á póstmódernisma en þó iðulega með
þeim formerkjum að enginn vissi hvað þetta
fyrirbæri væri. Það er reyndar mjög und-
arlegt að vera andvígur einhverju sem maður
veit ekki hvað er en í samtalinu við Egil Helga-
son endurtók Jakob þetta samt og líka þær að-
finnslur sínar að það væri bara einhver fá-
menn klíka sem aðhylltist þennan isma og
hann einkenndist af „stórhættulegri afstæð-
ishyggju“. Það á líklega við um fleiri hluti hér
á landi að þeir eigi sér aðeins fámenna fylgis-
hópa en það var hins vegar rétt sem Egill
benti á að hið póstmóderníska menningar-
ástand hefði áhrif langt út fyrir fámennar klík-
ur. Egill gerði þannig hárréttan greinarmun á
þeirri aðferðafræði sem kennd hefur verið við
póstmódernisma (eða póststrúktúralisma) og
því sögulega ástandi sem kallað hefur verið
þessu sama nafni.
II Ef orð Jakobs eru rétt skilin þá er honumfyrst og fremst illa við hina póststrúkt-
úralísku aðferðafræði og „klíkuna“ sem aðhyll-
ist hana. Þessa aðferðafræði segir hann ein-
kennast af stórhættulegri afstæðishyggju en
hann hefur hins vegar ekki útskýrt enn hvað
hann á við með þeim orðum. Það er alveg hægt
að tala um afstæðishyggju þegar póststrúkt-
úralisminn er annars vegar en það er líka og
kannski miklu frekar hægt að kenna hann við
róttæka efahyggju. Póststrúktúralistarnir
sem ruddust fram á sviðið á sjöunda áratugn-
um efuðust um hinar miklu byggingar manns-
andans. Uppruni hugmyndanna sem héldu
kenningarkerfunum saman var skoðaður og
afhelgaður, viðtekin hugtök voru rifin í sundur
til að sjá hvernig þau voru saman sett í raun og
veru, orðræða um tilteknar hugmyndir og
kenningar var greind til þess að komast fyrir
um það hverjir töluðu og hverjir ekki, hvernig
þeir töluðu og til hvers; byggingarnar voru
með öðrum orðum afbyggðar. Þessi árás á
vestræna hugsunarhefð fór fyrir brjóstið á
mörgum og gerir það greinilega enn. Hún hef-
ur hins vegar skilað sér í dýrmætri endurnýj-
un á hugvísindum.
Neðanmáls
Ég er með höbb í vinnunni. Fyrir nokkrum árum vissi ég ekki einu sinni að þaðværi til neitt sem heitir höbb. Í unglingadrykkjunni í fyrradag lærði ég orðiðflepp. Það mun vera flipp svo flippað að það getur ekki einu sinni kallast sínu
rétta nafni. Enda er augljóslega mjög flippað að kalla flipp flepp.
Ármann Jakobsson
skrubaf.blogspot.com
Alien vs Predator
Það laust niður í kollinn á mér tveimur andstæðum hugmyndum áðan. Sú fyrri var að ég
ætti að drífa mig til læknis og fá sýklalyf við lungnabólgunni svo ég steindrepist ekki um
leið og fuglaflensan kemur hingað. Hin hugmyndin var að ég ætti einmitt ekki að gera
neitt í lungnabólgunni og láta hana stríða við fuglaflensuna – svona eins og Alien vs
Predator. Ég hugsa samt að ég hringi í Línu á morgun og fái infó um læknaþjónustu svo
að tengdó og pabbi taki mig aftur í sátt. Ég er líka orðin leið á því að gefa frá mér geim-
verskan andardrátt og hósta ektóplasma. Kannski væri bara best að finna spíritista því
það gæti meira en vel verið að berklaveikur draugurinn hafi rokið í mig. Annars reyni ég
að hvíla mig og vinna til skiptis – Ásta búin að koma mér upp á Minette Walters-reyfara
sem gott er að lesa undir íslensku lopateppi.
Helga Soffía
helgasoffia.blogspot.com
Klukk
Ljúga fimm hlutum um sjálfan mig, biður rafaugað … ég hef ekki bragðað áfengi síð-
ustu þrjár vikur, mér líður hvergi betur en í íslensku roki, ég er fyrst og fremst afar feg-
inn að þessu hvimleiða ástarsambandi mínu og hinnar ítölsku er lokið, ég veit hvað ég á
af mér að gera í dag, og mér finnst öll þau verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur
síðasta hálfa árið óstjórnlega skemmtileg, sem verður til þess að ég stekk á fætur við
dögun á hverjum morgni, óþreyjufullur að hefjast handa. Þess utan skil ég fyllilega
stöðu mína í lífinu, til hvers er ætlast af mér af hálfu guðs og manna og við hverjum þess-
ara krafna ég vil verða, ég geri mér grein fyrir þeirri sögulegu þróun sem ég er óhjá-
kvæmilega þátttakandi í og veit hvað ég vil leggja til hennar, og þar sem ég lifi af full-
komnum heilindum gagnvart guði, mönnum og sjálfum mér hef ég aldrei logið eða látið í
veðri vaka að hlutir séu öðruvísi en þeir eru. Einhvern veginn svona?
Hvalveiðiskáldið
hvalveidarfyrirbyrjendur.blogspot.com
Höbb og flepp
Morgunblaðið/Golli
Tristam og … hmm?!