Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 | 13 Kanadíska rokksveitin Hot HotHeat, sem nú sér um að hita upp fyrir Foo Fighters og Weezer á tónleikum, byrjar sína eigin hljóm- leikaferð um Bandaríkin í byrjun næsta mánaðar. Söngvari sveit- arinnar, Steve Bays, sagði í viðtali við Rolling Stone að fyrstu nóttina á túrnum hefðu allir verið um borð í Foo Fighters-rútunni. „Það var frá- bær innvígsla í rokkbransann og síðan þá höfum við hangið með Dave [Grohl], eig- inkonu hans og móð- ur.“ Að sögn Bays er Grohl persónulega ábyrgur fyrir því að lækna þá af hræðslunni sem fylgir upphitunarböndum. „Við höfðum ekki áður hitað upp fyrir svona stórar hljómsveitir og vorum eilítið stressaðir en Grohl er alltaf með okkur áður en við förum á svið og hellir í Jägermeister-staup til að koma okkur í stuð.“    Ég man ekki eftir öðru tónleika-ferðalagi sem byrjaði jafn vel og þetta,“ segir Keith Richards, gítarleikari Roll- ing Stones, við samnefnt tímarit um Bigger Bang- hljómleikaferð- ina sem sveitin er nú á. „Venju- lega tekur það okkur mun lengri tíma að komast í gang á hljómleika- ferðalögum en í þetta sinn erum við strax komnir á gott flug. Staða him- intunglanna hlýtur að vera okkur í hag.“ Hins vegar hefur staðan á lagalistanum eitthvað ruglast í meðförum gítarleikarans ódrepandi því að á tíundu tónleikum túrsins í Fíladelfíu skellti Richards sér í lag- ið „It’s Only Rock and Roll“ á með- an restin af sveitinni fór í „Sat- isfaction“. „Þau eru ekki einu sinni í sömu tóntegund,“ segir Richards og skellir upp úr, „en einhvers staðar í fyrsta eða öðru versinu rann ég saman við hina án þess að við þyrft- um að byrja upp á nýtt. Á hinn bóg- inn erum við ekki að spila eftir nót- um,“ heldur Richards áfram. „það er ennþá svolítill ævintýrabragur á þessu öllu saman.“ Bandaríkja- leggur hljómleikaferðarinnar endar í mars á næsta ári en þá heldur hljómsveitin til Japans og Evrópu. Eins og útlitið er núna eru allar lík- ur á að túrinn slái fyrra tekjumet Rolling Stones frá árinu 2003 þegar heildartekjur af hljómleikaferðinni voru um 126 milljónir Bandaríkja- dala.    Stærðarinnar viðtal verður ínæsta tölublaði Rolling Stone við Bono, söngvara U2. Fer Írinn knái yfir ýmsar lendur lífs síns og tæpir þar á með- al á fyrstu áhrifavaöldum sínum. „Þegar ég var fjögurra ára – The Beatles, „I Want to Hold Your Hand“. Ég man eftir því að hafa séð þá með bróður mínum á Sankti Stef- ánsdegi [annar í jólum]. Þessi til- finning um að þeir væru gengi var mjög sterk. Síðan man ég eftir að hafa séð Tom Jones í sjónvarpi þeg- ar ég var átta ára. Hann var eins og villidýr, taumlaus söngvari með svarta rödd en hvítt hörund – og svo að sjálfsögðu Elvis.“ Erlend tónlist Hot Hot Heat Keith Richards Bono Fyrir mörgum árum, þegar ég varungur drengur með mikla tón-listardellu (sem er ekkert írénu), fékk ég að hirða nokkrar gamlar íslenskar plötur sem henda átti. Geisladiskarnir voru þá komnir langt með að útrýma hljómplötunum þótt það hafi sem betur fer aldrei alveg gerst. Tvær af þessum plötum vöktu mestan áhuga minn, Speglun með hljómsveitinni Eik og svo platan Icecross, samnefnd hljómsveitinni. Umslögin á þessum plötum fannst mér ferlega flott og þá sérstaklega Icecross og dæmi nú hver fyr- ir sig á myndinni af plötuumslaginu við þessa grein. En skoð- um aðeins uppruna og endi Icecross en um hljómsveitina segir í bókinni Rokksaga Ís- lands eftir Gest Guðmundsson sem kom út árið 1990: „Þessi fyrri útgáfa [hljómsveit- arinnar] Rifsberja leystist upp um áramót- in 1971 til 1972 þegar þeir Axel Einarsson úr Tilveru og Ómar Óskarsson úr Pops tældu Ásgeir Óskarsson til að stofna með sér hljómsveitina Icecross. Icecross spilaði einungis frumsamda tónlist þeirra Axels og Ómars og var umvafin drungalegri dulspeki, en engu að síður eftirsótt á dansleikjum. Metnaður þeirra þremenninga var mikill og þeir héldu til Dan- merkur í leit að heimsfrægð. Þeir fengu að vísu að spila á hinum virta stað Revolution en það varð bið á heimsfrægðinni og á meðan höfðu þeir vart í sig og á. Við þetta mótlæti leystist hópurinn upp, en náði þó áður að hljóðrita stóra plötu samnefnda hljómsveitinni og er hún athyglisverður vitnisburður um þá þyngslalegu blindgötu sem framsækin tónlist var að hafna í um þær mundir.“ (133-4). Þessi eina plata Ice- cross hefur fengið á sig goðsagnakenndan blæ þótt fæstir hafi heyrt mikið af sjálfri tónlist- inni. Staðreyndin er sú að fá eintök komust í umferð og hefur platan lengi verið ófáanleg og plötusafnarar sitja um upprunalegt eintak og fæst víst ágætt verð fyrir. Það er hins vegar gaman að hlusta á þessa plötu og heyra hvað menn voru að pæla á þessum tíma. Hljóm- sveitir eins og Icecross, Eik og Náttúra voru í þungum pælingum og á stundum sýru- kenndum og hér er ekki á ferð eitthvert ís- lenskt sveitaballaléttmeti. Drungi er einkenn- andi fyrir plötu Icecross og umslagið eitt og sér gefur það greinilega til kynna. Nafn sumra laga á plötunni gefa einnig til kynna drunga og myrkur, nöfn eins og Scared, Nightmare og A Sad Mans Story. Textarnir eru torræðir en alveg þess virði að fara í gegnum. Hljóðfæra- leikurinn er pottþéttur og það var gott að þessi plata leit dagsins ljós en á þessum tíma var það ekki einfalt mál fyrir hljómsveitir, hversu góðar sem þær voru, að fá og ná að taka upp plötu, eins og raunin er í dag. Það kostaði óhemjupening ef vel átti að vera enda þurfti að fara til útlanda og ég held að flestir ungir tónlistarmenn í dag átti sig ekki á því hvað þeir hafa það gott miðað við þessa karla í gamla daga sem lögðu allt sitt í þetta og sultu jafnvel heilu hungri í útlöndum við upptökur sem síðan skiluðu litlu í kassann. En sem betur fer þraukuðu nokkrir og þar á meðal liðsmenn Icecross og þeirra eina plata er góður minn- isvarði um þunga íslenska rokktónlist í byrjun áttunda áratugarins. Ískrossinn sjaldséði Poppklassík Eftir Svan Má Snorrason sms@utopia.is S ú var tíðin að skýr skil voru gerð á milli rokks og danstónlistar. Er Primal Scream gáfu út plötuna Screamadelica árið 1991 var henni hampað sem einslags sáttargjörð, hér væri loks búið að samþætta það besta úr þessum tveimur geirum sem fram að því voru álitnir ósamrýmanlegir. Í kjölfarið urðu allir þeir rokkarar sem gáfu sig út fyrir það að vera á tánum að dilla sér við dansvæna tónlist, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Samkrullið ágerðist og kannski er skýrasta dæmið um rokkvæna danstónlist/dansvæna rokktónlist „big beat“ stefnan, með Chemical Brothers í broddi fylkingar. Í dag er þó fram komin sú kynslóð sem man vart eða alls ekki eftir þessari skýru skiptingu. Hún hlustar jöfnum hönd- um á rokk og raftónlist, ástand sem skilar sér óhjákvæmilega inn í tón- listina sem fulltrúar hennar hafa samið. Prýði- legt dæmi þar um er „electro-clash“ stefnan sem er upprunninn í Williamsburg, suðupott- shverfinu í Brooklyn, þar sem hljómborðspoppi og hústónlist níunda áratugarins er hrært sam- an við pönkrokk. Meðlimir Ratatat fylgja svip- aðri uppskrift en tónlistin býr þó ekki yfir neinni brjálsemi eins og nafnið kann að gefa til kynna. Frekar má greina strauma frá Frakk- landi, auðvelt er t.d. að heyra áhrif frá Air og Daft Punk, hvort sem þær tilvísanir eru meðvit- aðar eður ei. Brooklyn var það Ratatat gerir semsagt út frá Brooklyn, New York, svæði sem verið hefur einkar frjótt hvað varðar nýsköpun í dægurtónlist undanfarin ár. Ratatat er skipuð þeim Evan Mast og Mike Stroud en tvíeykið er búsett í Crown Heights- hverfinu í Brooklyn. Sveitin hét áður Cherry en Mast og Stroud var gert að skipta um nafn; gamla nafninu er fylgt til grafar á fyrstu og einu breiðskífu Ratatat til þessa en lokalagið þar heitir eftir þessu fyrsta nafni sveitarinnar. Auk þess að vera í Ratatat hefur Mast gefið út sólóefni undir heitinu E*Vax og hann rekur einnig Audio Dregs-útgáfuna ásamt eldri bróð- ur sínum og stofnanda hennar, E*Rock (Eric Mast). Aðalsmerki Audio Dregs, sem er virt og umtalað merki, er ljúflega ágengt kjöltu- tölvupopp og á meðal listamanna sem gefið hafa út þar eru Lullatone og F.S. Blumm. Samherji Mast í Ratatat er gítarleikarinn Mike Stroud sem leikið hefur með Ben Kweller, Dashboard Confessional, Mouse on Mars og fleirum. Þrátt fyrir þetta annríki fundu þeir fé- lagar þó tíma til að sinna Ratatat-fræðum en ástundun þeirra hófst markvisst árið 2001. Hjólin fóru svo fyrst að snúast tveimur árum síðar en í nóvember 2003 var fyrstu smíðunum þrykkt á plast, í formi tólftommu með laginu „Seventeen Years“. Á b-hliðinni er lagið „Span- ish Armada“ og var það áðurnefnd Audio Dregs sem gaf út. Bæði þessi lög áttu svo eftir að rata inn á samnefnda breiðskífu sveitarinnar sem út kom vorið 2004. Er hér var komið sögu hafði dúóið hitað upp fyrir „risa“ á borð við Franz Ferdinand og Interpol og fljótlega var samið við XL Recordings sem gaf út téða breiðskífu. Nafninu Ratatat var nú tekið að skjóta upp á tónlistarbloggum og víðar, sem leiddi af sér túra með sveitum á borð við !!!, Tortoise, The Stills, Clinic, The Killers og Electrelane. Af við- tölum við Stroud að dæma er hjarta hans kirfi- lega í Ratatat og greinilega talsverður metn- aður í gangi. Segist hann hafa hætt allri leiguspilamennsku um leið og hlutirnir fóru að rúlla hjá honum og Mast. Í einu viðtalinu segir hann Dashboard Confessional vera leiðinlega pissudúkkutónlist og hann hafi hoppað yfir til Kwellers þar sem að hann væri skemmtilegri. Kammerraftónlist? Frumburður Ratatat fékk á sínum tíma frá- bæra dóma og mikið var rætt um hversu glæsi- lega þeir félagar ná að samþætta tvenns konar stemmningu, tónlistin sé ljúf, á köflum hálfgerð bakgrunnstónlist, en þó framreidd á aðgangs- harðan hátt. Tónlistin er á tíðum sveimkennd og „Air“leg en þess má geta að félagarnir veltu því fyrir sér á einum tímapunkti að láta Tony Hoffner hljóðblanda hana, en hann vann á sín- um tíma með Air að 10.000 Hz Legend. Hætt var við það og var platan hljóðrituð í einu og öllu í svefnherbergi Mast. Hann smíðaði lung- ann af töktunum og hljómborðsmelódíunum og sendi Stroud efnið á meðan gítarleikarinn var að túra. Gítarpartarnir eru oft ævintýralegir, í furðulegum hetjugítarsólótakti líkt og Daft Punk brösuðu með á hinni stórkostlegu Discov- ery (plata ársins 2001). Í „Germany to Germ- any“, sem gefið var út sem smáskífa af XL, er gítarinn í vælulegum sekkjapípustíl ekki ólíkt þeim er Big Country gerði að sínum. Gítar- gutlið er það sem gefur Ratatat broddinn á meðan forritunin undir niðri heldur lögunum hlýjum og ákveðnum alla leið. Hljómborðin eru þá oft í einskonar kammerstíl, gítarpartar hljóma afturábak og taktar flökta úr hæglæt- isteknói yfir í hæglætishipphopp og jafnvel yfir í hæglætisreggí. Það furðulega er að allt geng- ur þetta nokkurn veginn upp. Áhugi tvímenn- inganna á hipp hoppi, sem ýjað er að á plötunni, fær svo frekari útrás á endurhljóðblöndunar- plötu, brenndum diski sem þeir hafa verið að selja á tónleikum. Þar véla þeir í kringum lista- menn á borð við Missy Elliott, Dizzee Razcal, Ghostfaced, Raekwon og Jay-Z. Ratatat eru nú í óða önn að ljúka við aðra breiðskífu sína og spennandi verður að heyra í hvaða áttir þeir fara með kammergrúvgít- arrafdanspoppið sitt næst. Airwaves-gestum gefst færi á að rannsaka þetta á NASA í kvöld en Ratatat fara svið klukkan 1 eftir miðnætti. Gítarrafdansrokkgrúv Iceland Airwaves-hátíðin er nú í beljandi gangi og tónvænar loftbylgjur hafa flætt greiðlega um miðbæinn síðan á fimmtudaginn. Tugir tónlist- armanna, innlendir sem erlendir, hafa nú dýrk- að tónlistargyðjuna og í kvöld slæst Brooklyn- dúettinn Ratatat í hópinn. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ratatat „Ratatat eru nú í óða önn að ljúka við aðra breiðskífu sína og spennandi verður að heyra í hvaða átt- ir þeir fara með kammergrúvgítarrafdanspoppið sitt næst.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.