Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Qupperneq 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 M estu hneykslis- málin í norsku menningarlífi hafa tengst Edvard Munch. Þannig hefur það verið í 120 ár, allt frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem listamaður og fram að 22. ágúst á síðasta ári. Í fyrstu var það listamaðurinn sjálfur, sem var hafður að háði og spotti fyrir sín ónorsku uppátæki en nú er hlegið að Munch-safninu í Ósló og menningarpólitíkusunum. Ástæðan er sú, að á 20 árum hefur „Ópinu“, kunnasta verki Munchs, verið stolið tvisvar. Til að full- komna niðurlæginguna er annað verk, „Madonna“, einnig í þjófa- höndum og svo illa er komið fyrir málverkasafninu, að kosta verður til hundruðum millj. kr. í við- gerðir. Segja má, að „Ópið“ sjálft sé besta lýsingin á ástandinu. Allt við það sama Því miður er ekkert nýtt við þetta í Noregi. Nafn Munchs er ekki á allra vörum, langt í frá, þrátt fyrir alla hans frægð í hundrað ár. Tök- um sem dæmi: Þótt allur heimur fylgist með leitinni að „Ópinu“ og „Madonnu“ og fólk streymi á sjálf- an vettvang ránsins, Munch-safnið, er næstum ekkert að finna um listamanninn í opinberum upplýs- ingalindum. Á vefsíðunum tveimur, sem kynna ferðamönnum Noreg og Ósló, er enginn beinn tengill við Munch. Kannski er það gert af öryggisástæðum að hafa ekki Munch-safnið með þeim 62 stöð- um, sem visitnorway.com telur rétt að benda ferðamönnum á. Ekki þótti heldur taka því að nefna Munch í styttri útgáfu af Noregssögunni. Frægt að endemum Með tilliti til þess, sem á undan er gengið, er það kannski skiljanlegt, að Munch-safnið skuli láta lítið fyrir sér fara. Það er nefnilega orðið frægt að endemum og er ekki síst í heimsfréttunum fyrir það. Jafnvel metaðsókn nú í sumar fær ekki lappað upp á orðstírinn. Fjölmiðlar um allan heim hafa skýrt rækilega frá því, að vegna ónógra öryggisráðstafana hafi þjófar gengið út úr safninu með tvö af frægustu málverkum heims. Á öllum heimstungum getum við lesið, að það hafi verið auðveldara að ræna Munch-safnið en pylsu- sjoppu. Það síðasta, sem sást til málverkanna, var, að þeim var stungið í skottið á stolnum Audi A6. Allt minnti þetta mest á lélega B-mynd og nú er bara beðið eftir því, að almennilegur handritshöf- undur láti til sín taka. Ránið og það, að verkin eru enn ófundin, eru fínt efni í góða spennumynd. Hver var svo óforskammaður að ræna sjálfu „Ópinu“, sem metið er á nærri 5,6 milljarða ísl. kr.? Hróður Munch-safnsins hefur farið minnkandi allt frá því á ní- unda áratugnum þegar í ljós kom, að hvorki byggingin né mál- verkasafnið voru í góðu ásigkomu- lagi. Ekki batnaði það í fyrra þeg- ar upplýst var, að meira en 1.100 málverk þyrftu viðgerðar við. Tal- ið er, að unnt sé að lagfæra 1.060 málverk en óvíst er hvort unnt er að bjarga 98. Norska lögreglan býst enn við að upplýsa ránið en óttast, að mál- verkin kunni að hafa skemmst. Það er þó huggun harmi gegn, að áhuginn á Munch hefur vaxið mik- ið og í erlendum blöðum og sjón- varpsstöðvum er fólk hvatt til að fara til Óslóar áður en það verður um seinan. „Múnk“ en ekki „Monk“ Munch er góður þótt hann hafi ekki þótt nógu góður til að auglýsa Noreg og umræðan, sem sprottið hefur upp eftir ránið, er líka skemmtileg um margt. Til dæmis þau fyrirmæli norska ríkisútvarps- ins til starfsmanna sinna að bera nafnið fram með „ú-i“ vegna til- mæla frá Munch-fjölskyldunni. Kvaðst hún vera orðin leið á röng- um framburði en Norðmenn hafa nú kallað listamanninn „Monk“ í bráðum mannsaldur. Munch sjálf- ur kynnti sig alltaf sem „Múnk“. Um þessi skringilegheit hefur um- ræðan snúist þótt víst sé, að Munch verður áfram „Monk“ í munni almennings. „Ópið“ í Playboy Eftirtektarverðasta Noregsauglys- ingin, nú eða Munch-auglýsingin, eftir því hvernig á er litið, birtist í Playboy-tímaritinu síðastliðið vor. Á 14 síðum var sagt frá öllu um ránið. Jafnvel miðopnan og nakin Paris Hilton féllu í skuggann af æpandi kvenímynd Munchs. „Ma- donnu“ Munchs, eins af mun- aðarfyllstu verkum hans, var ekki einu sinni getið. Í greinarlok var því slegið fram, að hugsanlega hefðu þjófarnir bara stolið mynd- unum til að monta sig. Þeir eru fleiri, sem hafa látið sér detta það í hug. Lise Mjøs, forstöðumaður lista- verkasafna í Ósló, segir, að í Nor- egi sé lítil hefð fyrir vopnuðum vörðum og skotheldu gleri. Hún fullyrðir samt, að í Munch-safninu hafi mikið verið gert með öryggið, að eftirlitsmyndavélarnar hafi virkað og þær 500 millj. ísl. kr., sem nú er verið að nota í örygg- isráðstafanir ýmiss konar, hafi verið búið að samþykkja áður en málverkunum var rænt. Samt sem áður lítur menningarlega sinnað fólk í Noregi á safnstjórnina sem meðábyrga. „Ég get vel skilið, að fólk skuli vera reitt, en öryggið var ekki minna en gerist og gengur í okkar heimshluta,“ segir Mjøs en við- urkennir, að neikvæð umræðan sé ekki skemmtileg. „Aðsóknin að safninu eftir að það var opnað í sumar er mjög ánægjuleg og það sama má segja um uppsetningu verkanna.“ Japönsk ölmusa Nafn Munchs hefur tengst hneykslismálum og deilum allt frá því listamaðurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið um miðja 19. öld. Til að byrja með vegna listrænnar sýnar hans og fyrirlitningar á allri málamiðlun. Gagnrýnendum líkaði ekki það, sem fyrir augu bar, og hikuðu ekki við að stimpla verkin sem hneyksli. Áratugum saman reyndu þeir að afskrifa Munch sem listamann en án árangurs. Nokkru áður en Munch lést gaf hann Ósló rúmlega 1.100 málverk, alla grafíkina, 15.500 blöð með 700 fyrirmyndum, 4.700 teikningar, skúlptúrana sína sex, húsið sitt og vinnustofu. Það gerði hann þótt borgin hefði aldrei metið hann að verðleikum en hann hélt, að „hneykslistíminn“ væri að baki. Eftir dauða hans 1944 tóku norsku blöðin upp hanskann fyrir hann og vöktu á því athygli, að hvorki Ósló né ríkið virtust hafa áhuga á að Frá einu hneykslinu til ann AP „Madonna“ Verkið er enn í þjófahöndum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.