Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 Dagurinn opnar augun og yrðir á mig sjáumst stutta stund á milli stríða það er hrakviðraspá opinn glugginn ýlir í strá hámar í sig húsþakið haustregnið drukknar sumarsól í soltnu hafi. Draga lægðir við Labrador að sér andann djúpt yfir hafið til Íslands hefja svaðilför þar ólmast norðurljós á næturhimni og í tröllsham þær anda frá sér ótt og títt. rekur upp kollinn rauðeygð vetrarsól. Heill og sæll haustið hér mín er ánæjan að kynnast þér. Haustangur Höfundur er tæknifræðingur. Guðbjartur Á. Ólafsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.