Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 | 7
R
ithöfundurinn Lee Hall hefur vakið athygli
fyrir næma þekkingu og skilning á sálarlífi
barna og unglinga. Auk Ausunnar má nefna
handritið að kvikmyndinni um unga ball-
ettdansarann Billy Elliot og þyrnum stráða
leið hans úr námumannabæ á Norðaustur-
Englandi á sviðið í Konunglega ballettinum í London og
frumsýnd var um árið.
Ausan vakti mikla athygli og umtal sem útvarpsleikrit í
breska ríkisútvarpinu og sagt var að leita þyrfti til baka til
uppistandsins sem varð þegar útvarpið flutti
leikritið Innrásina frá Mars sem frægt varð til
að finna eitthvað sambærilegt. Tugir þúsunda
Englendinga keyptu Ausuna á hljóðsnældu og
margar sagnir eru um það að fólk varð að stöðva bíla sína
út í vegarkanti ófært um að einbeita sér að akstrinum
vegna tilfinningalegs uppnáms. Höfundurinn var gagn-
rýndur fyrir að vera að leika sér með viðkvæmustu tilfinn-
ingar áheyrenda með áleitinni umfjöllun um varnarleysi og
hremmingar dauðsjúkrar þroskaheftrar stúlku.
Ég hef ekki rekist á ritdóma um þetta verk þar sem farið
er ítarlega út í trúfræðilega greiningu þess, sem það þó
býður á upp vegna þess að hér er á magnaðan hátt fjallað
um píslarvott og hina sígildu guðvörn. Af hverju lætur al-
máttugur guð saklaust og gott fólk þjást? Skírskotanir í
frásagnir Gamla testamentisins af hinum líðandi þjóni og
harmkvælamanninum Job eru ekki langt undan hér ef vel
er að gáð.
Ausa litla er gyðingur og lifir nánar tiltekið í hugarheimi
hasidismans, sem er trúarhreyfing innan gyðingdómsins
sem rekja má til 18. aldar. Reyndar er það svo að allt verk-
ið er gegnsýrt guðfræði þessarar hreyfingar, sem er eins
konar vakningar- og helgunarhreyfing innan gyðingdómsins
sem upphaflega kom fram með gagnrýni á einhæfa fræða-
iðkun og lært trúkerfi og helgifestu rabbínanna. Þessi
stefna varð afar vinsæl í Austur-Evrópu og skaut síðar rót-
um í Ísrael og Norður-Ameríku og henni hefur vaxið ás-
megin seinustu áratugina. Ekki veit ég hvort Lee Hall er
gyðingur og þaðan af síður hvort hann er hallur undir Ha-
sída, en svo mikið er víst að hann þekkir vel hugarheim
þeirra og guðfræði og það er haft fyrir satt að hann hafi
skrifað verkið undir áhrifum af heimspekingnum Martin
Buber. Buber sem var mótaður af þessari stefnu er einmitt
þekktur fyrir kenningar sínar um afstöðu mannsins gagn-
vart Guði sem hann segir að sé fyrst og fremst persónuleg
afstaða sem setja verði upp í „ég“-„þú“ dæmi.
Með íhugun og bænum, sem stundum geta verið ansi líf-
legar, nálgast Hasídar guðdóminn. Þeir leggja mikið upp úr
persónulegri reynslu af nálægð við hann og áherslu á helg-
un, auðmýkt og einlægni í trúartjáningunni. Þó er hreyf-
ingin ekki dómhörð í garð annarra og mælir ekki með
meinlætalifnaði og er oftast jákvæð og bjartsýn varðandi
viðgang mannsins í heiminum og möguleika hans til að öðl-
ast frelsun. Þess vegna hefur þessi hreyfing verið kennd
við mystik og dulhyggju og vissa drætti í dulhyggju hennar
má rekja allt til kabbalismans. Þegar Guð skapaði manninn
og heiminn streymdi frá honum ljósmagn og töfrageislar og
heimurinn er því í grunninn guðlegur. Þess vegna er allt líf
og starf mannsins bæn og Ausa tekur undir þetta og sér
töfrandi ljósgeisla í öllu og alls staðar.
Mannshugurinn er eins og smækkuð mynd af alheiminum
og fæðing Ausu er samkvæmt skilningi gyðinglegar dul-
hyggju sett í samhengi við sköpun heimsins – en frásögnin
af þessu er ekki tekin með í þessari uppfærslu. Engu að
síður er hér að finna áhugaverða greiningu á trúarlegu inn-
taki verksins.
Ausa lýsir fæðingu sinni þannig:
„Ég var bara svo lítil og allar stjörnurnar í himingeim-
inum voru að hreyfast innan í mér og ég gáði upp í loftið og
heimurinn var allur svo skær eins og litirnir – og svo bjart-
ur eins og glitrandi ljós og ég var bara lítil.“
Hasídar leggja áherslu á að maðurinn trúi með hjartanu
en ekki höfðinu og það amar ekkert að hjartanu í Ausu, það
er hausinn, heilinn, sem ekki er alveg í lagi og hún er að
eðlisfari jákvæð og einlæg og gleði hennar, sem ekkert
virðist fá drepið niður, er smitandi og hrífandi. Þegar hún
lifir sig inn í tónlistina þá lyftir hún hjarta sínu til himins
og hefur það til drottins.
Hasídarnir eru þekktir fyrir lífgandi og seiðandi tónlist
sem þeir nota til að komast í hrifningarástand. Læknirinn
doktor Bernstein er eins konar fulltrúi hasídaleiðtoga,
prestur fjölskyldunnar, og hann gefur Ausu bænabók og
kasettur með óperum sem María Callas syngur.
Annað starfsfólk á spítalanum er líka gott við Ausu og
gefur henni geislaspilara. Hún samsamast óperusöngkon-
unni og tónlistin lyftir henni úr þeim táradal sem lífið er.
Það kemur fram í fyrstu senunni að hún vill deyja eins og
prímadonna í ljósinu á sviðinu, umvafin aðdáun og hrifn-
ingu áhorfenda. „Þá verður allt gott því sorgin er svo falleg
og heimurinn verður svo yndislega fallegur.“ Og englarnir
skrifað doktorsritgerðina sína vegna þess að hún þarf að
passa Ausu og mamman verður óhamingjusöm og hatar
Guð og formælir honum þegar Ausa fær krabbamein – en
vonast samt eftir kraftaverki. Hún missir gersamlega fót-
anna, fer að drekka og misnota lyf, og faðir hennar tapar
sér einnig og nauðgar helsjúkri og varnarlausri dóttur sinni
af því hann elskar hana svo mikið eins og hann segir –
þetta atriði hefur verið klippt úr leikgerðinni eins og hún
var flutt í Borgarleikhúsinu. Það er merkilegt hvernig Ausa
lýsir þessu atviki. Hún gerir það af sömu einlægninni og
nákvæmninni og hún lýsir öðrum atburðum, án þess þó að
eiga réttu orðin né skilja það til hlítar. Í því skjóli skákar
móðir hennar þegar hún kemur aðvífandi og afsakar föð-
urinn. Sú eina sem heldur sönsum og stendur í raun með
Ausu – og Guði – er vinnukonan Budda sem líka á bágt,
enda er hún í beinu sambandi við lífið eftir dauðann þar
sem elskaður eiginmaður hennar er í himnaríki og honum
mundi líða illa ef hann þyrfti að horfa upp á að hún stæði
ekki í stykkinu niðri á jörðinni.
Læknirinn á sjúkrahúsinu er góður við Ausu, en notar
samt tækifærið og eys úr sér sorg sinni og fjölskyldu sinn-
ar yfir stúlkuna sem í varnarleysi lifir sig inn í harmleikinn
– að þessu sinni er það hvorki meira né minna en helför
nasista gegn gyðingum – útrýmingarbúðirnar. Móðir dokt-
ors Bernstein var þá lítil stúlka á aldur við Ausu og hún
var með móður sinni í búðunum sem var söngkona sem
söng lífskraftinn inn í sálir fanganna sem biðu dauða síns.
Hún var myrt í augsýn dóttur sinnar.
Ausa efast aldrei um að hún er sköpun Guðs og hún tek-
ur öllu mótlæti með ofurmannlegu æðruleysi. Það eina sem
virðist hrjá hana er að hún veldur öðrum sorg og óham-
ingju, en hún tekur ekki undir með Job sem segir þegar
hann hefur misst allt:
Farist sá dagur, sem ég fæddist á,
og nóttin, sem sagði: Sveinbarn er getið.
Sá dagur verði að myrkri,
Guð á hæðum spyrji ekki eftir honum, engin dagsbirta ljómi yfir
honum.
Það tók Job langan tíma og miklar þjáningar og þras við
vini sína að átta sig á Guði og stöðu sinni gagnvart honum.
En Ausa fagnar frá fyrstu stundu yfir því að hún er til.
Hún lifir í trausti þess að bænin lækni meinið. Hún sér
töfraneistana eyða því á sama hátt og hún sér Guð nálægt
sér í einföldum og sjálfsögðum hlutum. Hún og Budda sjá
björtu hliðarnar á tilverunni. Þær sjá að í trjánum og í
skýjunum býr svolítið brot af himnaríki.
Ausa upplifir ekki neina höfnun frá hendi Guðs og hlakk-
ar til þess að fara til fundar við hann. Það eina sem vefst
fyrir henni er hvort Guð hafi sjálfur krabbamein og hvort
það geti hafa verið hann sem smitaði hana þegar hann
snerti höfuð hennar þegar hún varð hún sjálf. En Budda
sannfærði hana um að svo væri ekki. Ef til vill auðveldar
fötlun hennar henni að sjá óhamingju sína með augum Guðs
og það er þetta sjónarhorn sem Ausa færir yfir í salinn til
áhorfenda. Við erum í beinna sambandi við hana en for-
eldrar hennar. Í því liggur galdur leikritsins.
Foreldrarnir tala til hennar en ætlast ekki til að hún
svari. Þetta er ótrúlega vel útfært og trúverðugt og við sem
eigum svo lítinn tíma aflögu fyrir þá sem erum öðruvísi
skiljum undir eins framkomu foreldranna og sitjum uppi
með hana einnig. Þau tala helst um hana þegar þau halda
að hún heyri ekki. Það er aðeins Budda vinnukona sem tal-
ar við hana og hlustar og gefur af sér. Foreldrarnir eru of
uppteknir af sjálfum sér til að taka hana alvarlega og ausa
yfir hana vonbrigðum sínum og þjáningum og reikna ekki
með henni sem persónu.
Höfundur velur einhverft barn sem umgjörð fyrir písl-
arsögu. Fötlun Ausu gerir það að verkum að hún sér líf sitt
úr vissri fjarlægð. Hún getur ekki varið sig og frásögn
hennar er bæði hlutlæg lýsing þess sem sér allt af misk-
unnarlausri nákvæmni án þess að hafa unnið úr aðstæðum
og þess sem er varnarleysi hennar svo átakanlegt. En um
leið gerir þetta varnarleysi hennar henni mögulegt að ein-
blína á þá fegurð sem að baki hlutunum er. Varnarleysi
hennar afhjúpar þessa fegurð hlutanna sem er einföld og
barnsleg og snertir tilfinningu fólks almennt fyrir sakleysi
og hreinleika.
Slysið og krabbameinið verða inngangur að fallegum
dauða þess sem hverfur saklaus úr heiminum, réttlátur og
á góða heimvon. Lífi hennar er lokið í bæn úr Kaddish –
sem syrgjendur biðja til að lina þjáningar þeirra sem eru á
himnum. Galdurinn í þessu áleitna verki er fólginn í því að
áhorfendur eignast hlutdeild í varnarleysi píslarvottsins, en
ólíkt honum er ekki víst að þeir eigi hlutdeild í þeirri bless-
un og heimvon sem hún gengur að sem vísri.
Og áhorfendur spyrja enn hvort miskunnsamur guð sé í
raun með í spilinu, hvort trúartraust Ausu hafi verið byggt
á blekkingu. Samkvæmt trúnni skapar Guð í mætti sínum
og réttlæti og heimurinn er hluti af honum. Réttlæti hans
er bæði réttvísi og miskunn. Er það ráðstöfun hans að Ausa
varð einhverf?
Hefði hún getað horft framan í heiminn og Guð ef hún
hefði verið eins og annað fólk?
Sársaukinn í lífinu
og gleðin í dauðanum
Af hverju lætur almáttugur guð saklaust og gott fólk þjást?
Þetta er spurningin sem leikritið Ausan glímir við að mati
greinarhöfundar en verkið var sýnt í Borgarleikhúsinu og
ferðast nú milli kirkna landsins.
Eftir Pétur
Pétursson
petp@hi.is
Ausa „Ausa upplifir ekki neina höfnun frá hendi Guðs og hlakkar
til þess að fara til fundar við hann.“ Ilmur Kristjánsdóttir í hlut-
verki Ausu.
koma og taka hana þar sem hún syngur um það að hún sé
að deyja og um leið verður hún frjáls eins og lítill fugl sem
svífur upp í himininn.
Bæði Job og Ausa eru réttlát, þau hafa ekki drýgt neina
synd og eru í upphafi ferils síns meðal þeirra útvöldu og vel
settu í heiminum. Ausa átti allt þegar hún fæddist í heim-
inn, lífið blasti við henni, hún átti í vændum að lifa og
þroskast meðal hinna ríku og útvöldu í hámenntaðri fjöl-
skyldu sem tilheyrði elítu New York borgar, fluggreind að
upplagi og henni stóðu til boða bestu fáanlegu mennt-
unarmöguleikar. En svo hrynur allt í einu vetfangi eins og
fyrir Job forðum.
Hún verður harmkvælamanneskja og saga hennar písl-
arsaga. Hún fær þetta nafn af því að höfuð hennar er
kringlótt, eins og andlit þeirra sem spegla sig í ausu og
fólkið hlær að þessari einkennilegu mannsmynd. Það notar
hana eins og ker sem þeir ausa í sorgum sínum, óhamingju
og eigin þjáningu. En ekki nóg með það. Áhorfendur sýn-
ingarinnar neyðast til að horfa í þetta andlit og saga henn-
ar kemur þeim við hvort sem þeir vilja eða ekki. Varn-
arleysi hennar og einlægni opna fyrir gáttirnar að hjarta
áhorfenda.
Foreldrar Ausu kenna hvort öðru um upphaf þessarar
óhamingju – fötlunar Ausu, slysið sem kom fyrir þegar þau
voru að rífast. Og þau halda áfram að rífast og skilja og
það er auðvitað Ausu að kenna. Mamma hennar getur ekki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundur er prófessor í kennimannlegri guðfræði og
umsjónarmaður almennra trúarbragðafræða við Háskóla Íslands.