Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Qupperneq 1
Laugardagur 26.11. | 2005
Séra Birgir Snæbjörnsson
fer á kostum og sér
tíðum hinar spaugilegri
hliðar tilverunnar.
Bóndinn og presturinn,
söngmaðurinn og
veiðimaðurinn.
Lífsstefin eru mörg.
Bók sem yljar og lýsir
upp í skammdegis-
myrkrinu.
Stórkostleg skemmtun.
Hann var goðsögn í lifanda
lífi. Einstæð saga manns
sem þoldi ekki lygina.
Kristján Hreinsson segir
sögu Péturs af hreinni
snilld og er trúr minningu
popparans, ekkert er
dregið undan, engar
málamiðlanir gerðar.
Saga Péturs Kristjáns-
sonar lætur engan
ósnortinn.
Jón úr Vör fluttist úr litla
þorpinu fyrir vestan og
gerðist brautryðjandi.
Hann var atómskáld og
öreigaskáld, hæddur og
útskúfaður fyrir vikið, og
kallaður kommúnisti.
Þorpsskáldið, einstök
viðtalsbók sem
Magnús Bjarnfreðsson
hefur fært í letur.
GÓÐA SKEMMTUN!
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
[ ]Harold Pinter | Hvers vegna valdi sænska akademían Pinter? | 4–5Máttur martraða | Var hrun turnanna tveggja í New York upphaf hryðjuverkastríðsins? | 12Quisling | Hataðasti maður Noregssögunnar er aftur í sviðsljósinu | 7
LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005
Þ
ú ert heppinn að ég skuli vera
komin með útgáfugreiðsluna og
förðun til þess að horfa framan í
fólk,“ heilsaði hún mér. Og hló.
Og bætti við: „Það er nefnilega
útgáfupartí hjá mér í kvöld.“
Þannig var það, því þennan dag kom út skáld-
sagan Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur, hennar 19nda bók. Á listanum eru:
ljóð, smásögur, skáldsögur, barnasaga og bók
um Vigdísi Finnbogadóttur, einnig tvö sjón-
varpsleikrit, heimildamyndin Vigdís forseti,
fyrir sjónvarp, og þýðing á skáldsögu eftir Ir-
ish Murdoch.
En fyrir ljósmyndarann dugðu útgáfu-
greiðsla og förðun ekki til. „Ég get ekki verið
svona dökkklædd. Þetta er skjólgott en passar
ekki á ljósmynd!“ Svo hentist hún fram,
heimsvön kona og var með til skiptanna í
venjulegum verzlunarpoka, kom aftur í ljósri
treyju. Þegar ljósmyndarinn var farinn settist
hún á móti mér og dæsti duggunarlítið.
– Eitthvað stressuð?
„Lífið er þannig í Frakklandi að þar ræð ég
rytmanum. En á Íslandi er allt léttstressað,
ekkert agalegt en öðru vísi. Ekki misskilja
mig! Mér finnst alltaf yndislegt að koma til Ís-
lands, hitta fólkið og stóru ástina mína, hana
Reykjavík. Reyndar er þessi nýja bók mín
ekta Reykjavíkursaga. Andrúmsloft borg-
arinnar er súrefnið sem sagan nærist á.“
– Sólskinshestur. Hvaða skepna er það?
„Það er svona sparihross, sem haft er á húsi
í vondum veðrum og aðeins sett út, þegar sólin
skín. Söguhetja bókarinnar er andstæða þess;
Halla í mjólkurbúðinni segir einmitt við hana:
Þú ert nú enginn sólskinshestur, væna mín.
Hljómurinn í þessu orði heillaði mig. Hann
er svo spennandi. Ég elska þetta orð. Mér er
þannig farið, að þegar ég er komin á visst stig í
sögunni, þá spretta titlarnir fram; helming-
urinn ómögulegur, en einhverjir brúklegir.
Þetta orð fangaði mig alveg. Það er töfraorð.
Og þess vegna heitir bókin þetta.“
– Hvar datztu ofan á það?
„Orðabækur eru mér hjartfólgnar. Ég
drösla Blöndal með mér hvert sem ég fer. Ég
var einmitt að fletta upp í honum í leit að orði
yfir sólskin; ég var að velta fyrir mér sól og
skugga, þegar sólskinshesturinn fangaði at-
hygli mína.
Mér fannst líka spennandi að sjá hvernig
hægt er að nota um manneskju orð sem á í
raun við hest. Það er eitthvað místískt við
svona yfirfærslu!“
Ein tiltekin tegund af örlögum
– Og hvers konar bók er svo bak við þennan
titil?
„Ég sneri út úr bókinni minni, eins og Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með sjóð-
heitt hjarta
og ískaldan
haus
Eftir Freystein Jóhannsson | freysteinn@mbl.is
Steinunn Sigurðardóttir send-
ir nú frá sér skáldsöguna Sól-
skinshest, sem hún segir vera
bernskusögu, sögu um sorg,
sögu um ást og sögu um ást-
leysi. En umfram allt Reykja-
víkursögu, þar sem borgin
leggi henni til súrefnið.
3