Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Side 9
Kirkjubæjarklaustur Nunnuklaustrið að Kirkjubæ var starfrækt í næstum 400 ár. Þar hafa fundist umfangsmiklar fornleifar í mörgum lögum. hins vegar mjög fjölþætt og eftir rannsóknirnar á Skriðuklaustri sjáum við að þar hafi einnig verið svo.“ Steinunn bendir á að helsta merki kaþólsku kirkj- unnar hafi verið miskunnsemi og klaustur hafi í mörg- um tilfellum, líkt og í Skriðu, verið sjúkrastofnanir. „Við sjáum að þarna hefur viðamikil lækninga- starfsemi farið fram; lækningajurtir verið ræktaðar og í kirkjugarðinum höfum við fundið 37 beinagrindur, sem allar bera merki sjúkdóma, áverka og fötlunar, og jafnvel skurðaðgerðar. Það er því ljóst að þarna voru alveg sömu sjúkdómar og herjuðu á Evrópu á sama tíma meðhöndlaðir; lungnabólga, sárasótt, berkl- ar og holdsveiki, svo dæmi séu tekin.“ Einnig hefur komið í ljós að rústirnar voru mun umfangsmeiri og íburðarmeiri en áður var talið, sam- tals um 1.200 fermetrar að stærð. Útlit klaustursins hafi ennfremur verið í samræmi við það sem tíðkaðist annars staðar í Evrópu á sama tíma. „Þarna var hefð- bundinn klausturbær auk klaustursins sem var rekið í sérstakri byggingu, tveggja hæða, með klausturgarði með brunni fyrir miðju, klausturkirkju og hefð- bundnum rýmum klaustra, s.s. kapitula, matsal og hit- unarhúsi. Byggingin í heild hefur verið nokkur hundr- uð fermetrar að stærð og haft steinda glugga. Þar hefur líka verið umfangsmikil garðrækt, bæði mat- jurtir og lækningajurtir, bókagerð og blekgerð, svo dæmi séu tekin. Þetta hefur því verið mjög öflug mið- stöð og klaustrið hefur verið mjög ríkt.“ Þrátt fyrir umfangið er talið að klaustrið hafi ein- ungis staðið í rúm sextíu ár, frá 1493–1554. Steinunn segir einkum tvær kenningar í gangi um hvers vegna svo miklu hafi verið til kostað fyrir svo stutt tímabil. „Í fyrsta lagi telja sumir að fólk hafi ekki séð siða- skiptin, og þar með endalok klaustursins, fyrir. En margir fræðimenn telja hins vegar að siðaskiptin hafi verið fyrirséð, og því öllu verið til kostað til að efla kaþólskuna og stofnanir hennar. Ég kaupi báðar skýr- ingarnar en veit ekki hvor er sennilegri.“ Steinunn segir margt hafi komið fram sem varpi nýju ljósi á viðteknar skoðanir. „Eitt er þetta með byggingarlagið og umfangið, sem bendir til þess að einangrun Íslands á miðöldum hafi ekki verið eins mikil og áður var talið. Annað er þetta með hlutverk klaustranna sem lækningastofnana, sem varpar alveg nýju ljósi á lækningar og heilsufarssögu hérlendis á miðöldum.“ Rannsóknin á Skriðuklaustri hefur fengið styrk á hverju ári úr Kristnihátíðarsjóði, um 7–8 milljónir hverju sinni. Steinunn segir það vissulega hafa verið forsenda þess að hægt var að halda rannsókninni gangandi, en sækja hafi þurft um styrki í ýmsa aðra sjóði til að fjármagna rannsóknina að fullu. „Þetta eru mjög dýr verkefni – það þarf að greiða fólki laun, fæði og húsnæði, auk margra dýrra greininga sem felast í svona uppgreftri. Því miður höfum við ekki getað sinnt þeim þætti nægilega vel, einfaldlega vegna fjár- skorts. Það er það sem verður oft útundan.“ Marglaga minjar á Kirkjubæjarklaustri Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hjá Fornleifa- fræðistofunni hefur stjórnað uppgrefti að Kirkjubæj- arklaustri á undanförnum árum. Verkefnið hlaut fjár- styrk úr Kristnihátíðarsjóði árið 2001, úr fyrstu úthlutun í kjölfar jarðrannsókna ári áður, en áratugur er liðinn síðan fyrstu rannsóknir fóru af stað á Kirkju- bæjarklaustri. „Við höfum verið að grafa á sama stað síðan við fengum styrkinn, og það sem hefur komið mest á óvart er að þetta er miklum mun flóknara en lagt var upp með í byrjun. Það er auðvitað aldrei hægt að segja til um hvað leynist á tveggja metra dýpi, en þar er að finna miklu meira en við bjuggumst við,“ segir Bjarni. Hann segir það kannski einfeldningslegt að búast ekki við meiru í klaustri sem var í notkun um svo langt skeið – allt að 400 ár – en nunnuklaustrið á Kirkjubæ var stofnað árið 1186 og var ekki lagt niður fyrr en eftir miðja 16. öld. „Það var kannski við því að búast að þar væri margt að finna, en meginástæðan fyrir þessu mikla umfangi er mikið landfok á þessu landsvæði, sem merkir að rústirnar pakkast inn í sand með jöfnu millibili. Fólk var því sífellt að byggja ofan á og kannski er táknrænt að starfsemi klaustursins hafi sífellt byggst uppávið. Rústirnar eru því óvenju- miklar um sig í uppgreftrinum, og mjög marglaga. Það gerir rannsóknina mun flóknari.“ Meginmarkmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að finna klaustrið, en sú staðsetning sem nú er ljóst að klaustrið hafi staðið á er rétt við kapelluna sem nú stendur að Kirkjubæjarklaustri. Að sögn Bjarna stóð bærinn sjálfur þar allt fram á 19. öld og var reistur ofan á rústum klaustursins að hluta til. „Það má segja að klaustrið hafi verið týnt, því munn- mæli bentu til margra ólíkra staðsetninga þess, þar á meðal þeirrar sem við höfum verið að grafa á. Jarð- sjármælingarnar og prufuholur sem við gerðum árið 2000 bentu hins vegar til þess að margvíslegra mann- virkja væri að vænta á þessum stað og því grófum við þar. Þær mannvistarleifar reyndust síðan miklu þykk- ari en við áttum von á, og í raun höfum við ekki hug- mynd um hversu þykkar þær eru. En þær eru að minnsta kosti sex metrar á dýpt, því við höfum þegar grafið fjóra metra niður og gert tveggja metra prufu- holur þaðan, án þess að vera komin niður úr mann- vistarleifum.“ Hann segir það vissulega flókið að grafa á mörgum lögum mannvistarleifa, eins og raunin er á Kirkjubæj- arklaustri. „Allt hefur sína kosti og galla. Við þurfum auðvitað að eyða miklu púðri í byggingarsögulega þætti, til dæmis hvað sé viðbygging og hvað ekki,“ segir hann og bætir við að margvíslegar leifar um ýmsa starfsemi hafa fundist á Kirkjubæjarklaustri, þó enn sé ekki að fullu ljóst hvers kyns þær séu. „En þarna eru til dæmis merki um vefnað og skreið- arvinnslu.“ Kristnihátíðarsjóður var veigamikill þáttur í að rannsóknin á Kirkjubæjarklaustri varð að veruleika, að sögn Bjarna. „Án hans hefði aldrei verið farið af stað í þetta verkefni. En við höfum fullan hug á að halda því áfram þó sjóðurinn hverfi, enda eru fimm ár stuttur tími fyrir svo stórt og mikið verkefni. Sem dæmi má nefna að til eru klaustur í Evrópu sem eru enn í uppgreftri og hafa verið í 25 ár.“ Hjónaband samkynhneigðra Sólveig Anna Bóasdóttir var meðal styrkþega þegar fyrst var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði árið 2001. Sólveig er guðfræðingur og siðfræðingur og hefur nú lokið verkefni sínu sem hafði yfirskriftina „Réttlæti og ást – til móts við nýja kynlífssiðfræði“ en þar fjallaði Sólveig meðal annars um hjónaband samkynhneigðra. „Áhuginn á viðfangsefninu spratt úr fyrri rann- sóknum mínum og námi. Mín helstu viðfangsefni inn- an siðfræðinnar hafa verið femínísk siðfræði og kyn- lífssiðfræði (e. sexual ethics),“ segir Sólveig. „Kynlífssiðfræði fjallar ekki aðeins um kynlíf heldur ekki síður um hjónaband og fjölskyldu. Mér þótti spennandi viðfangsefni að rannsaka frá öllum hliðum þá kröfu samkynhneigðra að krefjast réttlætis fyrir sína ást. Samkynhneigðir hafa í baráttu sinni valið orðræðu mannréttinda til að hefja upp sína raust og krefjast úrbóta, auk þess að berjast gegn fordómum bæði í samfélaginu og innan kirkjunnar. Þessi krafa homma og lesbía hefur orðið æ hávarari með árunum og er einmitt í deiglunni á Íslandi þessa dagana.“ Við vinnu sína hefur Sólveig skoðað helstu rök- semdir af vettvangi hinseginfræða, sem og skoðað sið- ferðilega umræðu bæði með og á móti hjónabandi samkynhneigðra. „Viðfangsefnið er flókið fyrir kirkj- una á Norðurlöndunum því hvergi er hægt að finna afdráttarlausa hjónabandsguðfræði sem skilgreinir hvað hjónaband nákvæmlega á að vera. Ég hef sjálf viljað leggja til umræðunnar sjónarhorn sem lítur á innihald hjónabandsins en ekki aðeins hið ytra form. Ekki er hægt að berja höfðinu við steininn og líta framhjá því að þegar í dag lifa hommar og lesbíur í samböndum sem hafa öll sömu einkenni og hjóna- band.“ Sólveig segir hjónabandið engu að síður vera vígi sem sumir vilja ekki gefa eftir: „Rök fyrir mismunun er hins vegar hvergi að finna í neinu sem kalla mætti góð fræði. Ég tek sömuleiðis undir rök margra biblíu- fræðinga um að mörg þau atriði sem nefnd eru úr Biblíunni í umræðunni um samkynhneigð séu flest alls ekki um samkynhneigð eins og við fjöllum um hana í dag og því litla visku að finna þar sem á erindi við umræðu nútímans. Annað og kannski alvarlegra atriði er að jafnvel þó finna megi í Biblíunni neikvæð orð um samkynhneigð þá iðkum við ekki bókstafstrú. Biblían er ekki lögbók líkt og kóraninn er í íslömskum ríkjum. Biblían er fyrst og fremst viskubrunnur ald- anna sem við notum til að auðga okkar líf og sækja visku í, en látum ekki stýra okkur í smáatriðum. Einnig má minnast á það mikla ósamræmi sem felst í því að ætla þá aðeins að fylgja sumum versum en ekki öðrum. Ýmsum fyrirmælum Biblíunnar förum við alls ekki eftir en neikvæðum orðum Biblíunnar um sam- kynhneigð virðist mörgum erfitt að líta framhjá. Það er vissulega ósamræmi í því að ætla að fylgja einu versi ef engum dettur í hug að fylgja því næsta.“ ur í fimm ár Skriðuklaustur Rannsóknir á klaustrinu að Skriðu, meðal annars á beinagrindum í kirkju- garðinum þar, þykja varpa nýju ljósi á lækningar og heilsufarssögu hérlendis á miðöldum. AP ’Stóra uppgötvunin er síðan sú að klaustrið á Skriðu hafi veriðmjög svipað og önnur klaustur í Evrópu á þessum tíma. Hingað til hefur alltaf verið haldið að klaustur á Íslandi hafi séríslenskt lag, og að starfsemin hafi verið öðruvísi en annars staðar og hafi fyrst og fremst gegnt hlutverki miðstöðvar mennta, menningar og auð- söfnunar. Hlutverk klaustra annars staðar var hins vegar mjög fjölþætt og eftir rannsóknirnar á Skriðuklaustri sjáum við að þar hefur einnig verið svo.‘ Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005 | 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.