Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005
Þ
riðja myndasögubók Emblu Ýr-
ar Bárudóttur og Ingólfs Arnar
Björgvinssonar sem byggð er á
Njálu nefnist Vetrarvíg og er
það sannkallað réttnefni, því
þar eru margir vegnir einn
dimman vetur á Íslandi og í Noregi.
Sagan hverfist að þessu sinni um örlagarík-
an fund Njálssona, vandræðagemsans
Hrapps og Þráins Sigfússonar, aðdraganda
hans og afleiðingar, og er byggð á um það bil
tíu kafla broti úr Njálu. Að sögn Emblu vinna
þau Ingólfur bækurnar þannig að velja sögu-
hluta sem hefur upphaf og endi, sem tengist
einnig yfir í næstu bók. „Þannig að það sem
gerist í þessari bók eru afleiðingar þess sem
gerist í næstu bók sem við erum að skrifa,“
útskýrir hún og vöflur koma á blaðamann. Af-
leiðingar – ekki orsök?
„Sagan er sögð aftur á bak
í þessum myndasögum
okkar. Í Blóðregni byrj-
uðum við á endanum – eftir Njálsbrennu, síð-
asta bók okkar, Brennan, fjallaði um brenn-
una sjálfa og aðdraganda hennar og
Vetrarvíg segir frá því sem gerist þar á und-
an,“ útskýrir hún nánar fyrir forviða blaða-
manni.
Ingólfur segir þessa bók þó frábrugðna
hinum tveimur fyrri að því leyti að hún sé
léttari, meira ævintýri. „Hérna er farið til út-
landa og barist hart. Hinar tvær eru kannski
dramatískari,“ segja þau. „Þótt undir liggi
alltaf þessi örlagaþráður, sem tengir þetta
allt saman.“
Og sannarlega er hart barist í Vetr-
arvígum. Í bókinni fljúga höfuð og hendur,
blóðið fossar og menn drukkna. Íslending-
arnir snúa síðan aftur heim, hlaðnir gulli og
gersemum. Útlandaævintýrin hafa bæði vakið
þeim virðingu og tortryggni um leið.
Það síðastnefnda minnir ef til vill dálítið á
nútímann, á sögur af viðskiptum Íslendinga á
erlendri grundu að undanförnu, eða hvað
skyldi höfundunum finnast? „Jú, það má
kannski segja það. Ævintýri í útlöndum hafa
líklega gerst á öllum tímum. Maður tekur al-
veg eftir því hvernig tónninn í Njálu breytist
þegar atburðarásin færist til útlanda. Lýs-
ingar á atburðum verða miklu sterkari, stökk-
in stærri og hætturnar meiri,“ samsinna þau.
Saga Kára sem myndasaga
Eins og fyrr segir er þetta þriðja myndasaga
þeirra Ingólfs og Emblu sem byggist á Njálu,
og fleiri eru væntanlegar. En hvað skyldi
hafa orðið til þess að þetta par tók sig saman
um að skrifa myndasögur upp úr Njálu? Voru
þau svona miklir Njálu-aðdáendur, sem
þekktu söguna inn og út og urðu að breiða út
fagnaðarerindið, ef svo má að orði komast?
„Við þekktum söguna, en þó ekkert betur en
hver annar. Maður hafði ekkert lesið hana
tuttugu sinnum, þótt maður sé auðvitað búinn
að gera það núna,“ svarar Embla. „Við vorum
hins vegar bæði hrifin af þessari sögu, eins og
mörgum Íslendingasögum. Sérstaklega hafði
ég alltaf séð fyrir mér sögu Kára Sölmund-
arsonar, sem við sögðum frá í fyrstu bókinni,
sem myndasögu,“ bætir Ingólfur við.
Það er sem sagt Ingólfur sem er mynda-
smiðurinn, en Embla hins vegar textasmið-
urinn, og hann átti upphaflegu hugmyndina
að gerð bókanna. „Mig vantaði einhvern til að
gera textann með mér, því þótt ég kunni að
teikna er ég kannski síðri í að skrifa sögur.
Eftir að við byrjuðum að vinna að fyrstu bók-
inni vaknaði sú hugmynd að dvelja ekki að-
eins við sögu Kára Sölmundarsonar, heldur
taka jafnvel alla Njálu í nokkrum bókum,“
segir hann.
Gullkornin fljóta með
Njálu-myndasögurnar hafa orðið afar vinsæl-
ar hjá ungu kynslóðinni, og var Brennan til
dæmis valin best myndskreytta bókin að mati
barna á sýningunni „Þetta vilja börnin sjá“ í
Gerðubergi í upphafi þessa árs. Þó eru þær
ekki hugsaðar sem barnabækur frá sjónarhóli
höfundanna, nema að því leyti að miðað er við
að börn geti lesið þær. „Við vitum um fólk á
öllum aldri sem hefur haft gaman af þessum
bókum. En þó eru auðvitað margir sem líta
alltaf á myndasögur sem barnaefni,“ segja
þau.
Auk hinna litríku og grípandi mynda er
málfarið í myndasögum þeirra Emblu og Ing-
ólfs líka leikandi og létt. Þótt blaðamaður, líkt
og þorri þjóðarinnar, hafi lesið Njálu í skóla á
„nútímamáli“ er það hjóm eitt miðað við það
sem hér er að finna. „Hó! Hó! Rólegir strák-
ar, þetta hlýtur að vera einhver misskiln-
ingur, ha?“ segir Hrappur í bókinni þegar
hann er handtekinn.
Embla segir þau hafa frá upphafi viljað
hafa eðlilegt talmál í bókunum. „Sumum
finnst þetta kannski einum of. Við höfum
reyndar ekki heyrt þá skoðun frá mörgum, en
þó einum og einum. En þetta er einfaldlega
eitthvað sem maður segir í dag,“ segir hún.
„Við vildum fara þá leið að lesandinn hnyti
um sem minnst í textanum, hann rynni vel og
færi vel í munni.“
Ingólfur bætir við að sumar setningar úr
Njálu fái þó inni, nánast óbreyttar, vegna
þess að þær séu of mikil gullkorn til að verj-
andi sé að sleppa þeim. Þannig hefst bókin til
dæmis á hinum fleygu orðum: „Látum geisa
Gamminn, gerrat Þráinn vægja.“
Þau benda á að allur texti í bókunum sé í
textablöðrum, hvergi séu rammar sem gefi til
kynna tíma eða staðsetningu. Sem hlýtur að
vera meira krefjandi fyrir höfundana, eða
hvað? „Já, það getur verið það,“ svara þau.
„Stundum væri gott að geta sett inn „Fjórum
árum síðar …“ eða „Víkur nú sögunni til
Borgarfjarðar …“. Í staðinn veljum við að
koma þessum upplýsingum til skila gegnum
beina ræðu, án þess að það trufli textann of
mikið, og það getur verið snúið,“ segir
Embla.
Nakinn Hrappur
Þótt margir telji að myndabækur þeirra Ing-
ólfs og Emblu geti orðið til að auka áhuga á
hinum forna bókmenntaarfi okkar Íslendinga
leggja höfundarnir á það áherslu að mynda-
bækur þeirra séu sjálfstæðar þrátt fyrir að
atburðarásin sé byggð á Njálu. Þannig taki
þau sér ýmis skáldaleyfi – til dæmis að láta
Hrapp hlaupa um nakinn stóran hluta úr bók-
inni – sem ekki er að finna í hinni upphaflegu
Njáls sögu. „Það átti til dæmis einfaldlega
svo vel við karakterinn, eins og við höfðum
hugsað okkur Hrapp. Það var nauðsynlegt til
að draga upp þá mynd sem við vildum af hon-
um,“ útskýra þau. „Við leyfum okkur því ým-
islegt – bæði í myndum og texta – í nafni þess
að búa til góða sögu. Enda er það fyrst og
fremst markmið okkar; að gera sjálfstæða og
spennandi myndasögu.“
Vegið um vetur
Vetrarvíg er þriðja myndasaga Emblu Ýrar
Bárudóttur og Ingólfs Arnar Björgvinssonar
byggð á Njálu
Morgunblaðið/RAX
Höfundar Vetrarvíga Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Björgvinsson eru höfundar Vetrarvíga.
Gullkorn „Látum nú gamminn geisa,“ mælir Þráinn þegar hann stefnir heim til Íslands.
Skáldaleyfi Nakinn Hrappur er tekinn höndum.
Eftir Ingu Maríu
Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is