Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.2005, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 26. nóvember 2005 | 13
Íár eru liðin 30 ár síðan fjórða hljóðversplatabresku hljómsveitarinnar Queen, A Nightat the Opera, leit dagsins ljós. Í tilefni afþessum tímamótum kemur á mánudaginn
út hátíðarútgáfa af verkinu. Um er að ræða
tveggja diska sett. Á öðrum er að finna listilega
endurhljóðblöndun plötunnar en á hinum er DVD-
útgáfa með myndböndum við öll lögin ásamt stór-
skemmtilegu aukaefni.
Að því er sagan hermir
lagði Queen allt í sölurnar til
að gera plötuna sem besta úr
garði en um dýrustu hljóm-
plötu var að ræða á sínum tíma. Þetta var fyrsta
plata hljómsveitarinnar undir merki EMI-
útgáfunnar, eftir að hafa gefið út þrjár plötur und-
ir merkjum Trident. Vegna deilna um hærri
greiðslur vegna aukinnar sölu á smáskífum laun
réðu fjórmenningarnir í þessu konunglega bandi
sér lögfræðing sem losaði þá undan samningum
gegn vænni greiðslu til útgáfufyrirtækisins.
Fyrsta lag plötunnar, A Night at the Opera, er
einmitt sagt fjalla um yfirmann útgáfufyrirtæk-
isins, Norman Sheffield, en í texta lagsins er hon-
um m.a. líkt við blóðsugu. Titill þess, „Death on
Two Legs“ segir allt sem segja þarf. Hin ellefu lög
plötunnar eru af ýmsum toga, bæði blönduð hýr-
um léttleika millistríðsáranna í Bretlandi auk
þeirrar tilraunakenndu framúrstefnutónlistar
sem var í hávegum höfð á áttunda áratug síðustu
aldar. A.m.k. fjórum lögum er að þakka að plöt-
unni hefur ítrekað verið hampað sem einni af
bestu rokkplötum síðustu aldar. Þar á meðal eru
„You’re My Best Friend“, „Love of My Live“ og
„I’m in Love With My Car“, þar sem John Taylor,
trommari bandsins, syngur ástaróð til bíls. Gott ef
lagið birtist ekki í ökutækjaauglýsingum fyrir
nokkrum árum, enda viðeigandi.
Það er hins vegar hið margbrotna „Bohemian
Rhapsody“sem kórónar verkið en þar fer Freddie
Mercury á kostum í tilkomumiklum og óperu-
skotnum bútasaumi þar sem lokakafli seinni þátt-
ar óperunnar I Pagliacci eftir Leoncavallo er
tvinnaður skemmtilega inn í lagið.
Á DVD-disknum er margt góðgæti að finna. Á
honum eru öll lögin á A Night at the Opera í sömu
röð og þau koma fyrir á geisladisknum nema hvað
á DVD-útgáfunni eru myndbönd við hvert lag.
Bæði hafa upphaflegu myndböndin við lög plöt-
unnar verið hreinsuð auk þess sem upptökur af
tónleikum hljómsveitarinnar eru breidd yfir önn-
ur lög. En þetta er ekki allt og sumt því rúsínan í
pylsuendanum er möguleikinn á því að hlusta á
bæði gamlar og nýjar ítarlegar samræður þeirra
Freddie Mercury, John Deacon, Roger Taylor og
Brian May, sem ritar stutt inngangorð að hátíð-
arútgáfunni, um hvert og eitt lag plötunnar á
meðan horft er á myndböndin. Þar kemur m.a.
fram allt um hljómsveitina í löngu og afar ítarlegu
máli og hversu mjög hljómsveitin vandaði til upp-
tökunnar í 16 rása hljóðveri með upptökustjór-
anum Roy Thomas Baker. Samtalið er með því
besta sem gerist á diskum sem þessum en þar er
því m.a. lýst hvernig Freddie Mercury birtist sí og
æ í hljóðverinu með hljóma og nótur til að koma
hugsýn sinni að „Bohemian Rhapsody“ í tónlist.
Hátíðarútgáfa sem þessi er svo sannarlega hval-
reki á fjörur áhugamanna um fjórmenningana í
Queen.
Listilega endurnýjuð
nótt í Óperunni
Poppklassík
Eftir Jón Aðalstein
Bergsveinsson
jab@mbl.is
M
adonnu hefur oft verið líkt við
kamelljón og ekki að ósekju.
Hún hefur tekið mörgum út-
litsbreytingum og farið í ýmsar
áttir í poppinu á þeim meira en
tuttugu árum sem hún hefur
verið í sviðsljósinu. Hún hverfur aldrei alveg sjón-
um heldur fer hún í sólina til að hlýja sér og baða
sig í athygli og skýst inn í skuggann öðru hverju.
Núna stígur hún sterk fram með
tíundu hljóðversplötu sína, Con-
fessions on a Dance Floor. Á
myndunum sem skreyta umslagið
líkist hún skriðdýri með kalt blóð, í yfirveguðum og
hálfpartinn óþægilegum stellingum á gólfinu.
Margar hverjar minna á það sem ekki er hægt að
kalla annað en diskójóga.
Fjöldamargar stelpur hafa heillast af stíl Mad-
onnu allt frá því hún var með grifflur, með beran
maga, óteljandi armbönd, hárband og risakross um
hálsinn. Hún var áberandi og gekk lengra en aðrir.
Hún hefur alltaf lagt áherslu á kynþokkann, án
þess að gefa eftir eitthvert vald, eins og karlmaður.
MTV hefur viðhaldið vinsældum poppdrottning-
arinnar og á áreiðanlega eftir að gera svo nú. Í síð-
asta mánuði sýndi tónlistarsjónvarpið myndina I’m
Going to Tell You a Secret. Um er að ræða heimild-
armynd um heimstónleikaferðalag Madonnu árið
2004 sem hún fór undir nafninu „Re-Invention“ og
ferð hennar til Ísraels. Sjálfstraustið er alveg í lagi
hjá drottningunni, enda engin ástæða til annars en
hún sjálf vísar til sín sem „the queen“ og „the boss“
í samtali við starfsfólk sitt í heimildarmyndinni.
Fyrsta smáskífan af Confessions er „Hung Up“
og er það ellefta lagið sem Madonna kemur á topp
breska vinsældalistans. Enginn annar kvenkyns
tónlistarmaður hefur selt jafnmargar plötur og Ma-
donna, en hún hefur selt um 250 milljónir platna
um allan heim.
Kona andstæðna
Madonna er andlega sinnuð og kabbala-trúar, sjálf-
miðuð, kyntákn, barnabókahöfundur, listamaður
og mamma. Hún sameinar margar andstæður og
tekst vel upp með öll þessi hlutverk. Hún býr ekki á
einum stað; hún eyðir mestum tíma í London en á
líka hús í New York og Los Angeles. Blaðamaður
Rolling Stone líkir henni við svamp sem sýgur
þekkingu úr umhverfinu. Það gerir henni kleift að
vera einu skrefi á undan gagnrýnendum, keppi-
nautum, aðdáendum og tískustraumum.
Síðasta plata Madonnu bar nafnið American Life
og var á rólegri nótum en nýja platan og gekk ekki
eins vel og aðrar plötur poppdrottningarinnar.
Confessions er virkilega fyrir dansgólfið eins og
nafnið gefur til kynna. Trónir hún á toppnum yfir
vinsælustu plötur í Bandaríkjunum á lista Bill-
board. Hún lætur sér það ekki nægja heldur fór
platan á toppinn í 25 löndum og eru Bretland, Kan-
ada, Japan, Portúgal, Spánn, Austurríki, Frakk-
land, Þýskaland, Svíþjóð og Ítalía þeirra á meðal.
Alls hefur platan selst í 3,5 milljónum eintaka, þar
af hafa bandarískir aðdáendur fest kaup á 400 þús-
und stykkjum. Í Bretlandi lítur út fyrir að Ma-
donna haldi toppnum á næsta lista, bæði á smá-
skífu- og breiðskífulistanum.
Inni í diskókúlu
Madonna stal senunni í Portúgal á Evrópuverð-
launahátíð MTV þar sem hún tróð upp með döns-
urum við rafpoppsmellinn „Hung Up“. Hún er full-
komnunarsinni og var lagið æft að minnsta kosti
þrjátíu sinnum áður en hópurinn steig á svið. Ma-
donna er að nálgast fimmtugt, klæddist samfellu og
sokkabuxum á sviði og leit betur út en flestir aðrir
sem komu fram þetta kvöld.
Lagt verður upp í tónleikaferðalag um heiminn á
næsta ári í tilefni af útkomu plötunnar og má búast
við því að umfangið verði mikið og glansinn einnig.
„Mig langar til að fólki líði eins og það sé inni í
diskókúlu,“ sagði söngkonan í viðtali við Rolling
Stone. „Mig langar að vinna með þá hugmynd að
gera dansarana að meiri persónuleikum í sýning-
unni og leyfa sögum þeirra að vera með,“ sagði Ma-
donna einnig en hún vill jafnframt hafa betra hljóð-
kerfi en áður hefur tíðkast. Vonandi á Madonna
eftir að halda áfram að hneyksla og heilla.
Poppdrottningin Madonna var að senda frá sér
sína tíundu hljóðversskífu. Platan ber nafnið
Confessions on a Dance Floor og fór hún beint á
toppinn í 25 löndum.
Eftir Ingu Rún
Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Reuters
Kamelljónið Madonna tekur á sig ýmsar myndir og kann vel við að hita sig í sviðsljósinu.
Diskójóga frá drottningunni
Vinsæl popplög enda oftar en ekkisem hringitónar á farsímum
fólks um allan heim en hip hop-
hljómsveitin D4L (Down 4 Life) nýtti
sér þessa þróun nýverið
á eilítið öðruvísi hátt. Í
ágúst á þessu ári fór
sveitin í hljóðver og tók
upp lagið „Laffy Taffy“. Innan fárra
daga hafði Asylum Records gert
samning við sveitina og í staðinn fyrir
að kynna lagið í útvarpi tók fyr-
irtækið upp á því að selja það sem
hringitón. Mánuði síðar var „Laffy
Taffy“ orðið að mest selda hringitóni í
Bandaríkjunum og hefur í dag verið
selt í rúmlega 500 þúsund síma á tvo
og hálfan dal hverju sinni. Útvarps-
stöðvarnar fóru að spila upprunalega
lagið í kjölfar vinsælda hringitónsins
og nú er lagið komið í þrettánda sæti
bandaríska vinsældalistans. Um það
leyti sem platan kom út í Bandaríkj-
unum í byrjun þessa mánaðar var
sveitin komin með lag á vinsældalista
og myndband á MTV.
Bret Michaels, söngvari Poison,varð fyrir því óhappi á dögunum
að fá glerbrot í
sitt fagra andlit.
Óhappið reyndist
þó lán í óláni því
að Bret var að
forða sér undan
byssukúlu þegar
glerbrotið flaug í
andlit söngv-
arans. Skotið var
af byssu á tón-
leikarútu söngv-
arans sem stóð fyrir utan bar einn í
Chicopee, Massachusetts en þar átti
Bret að koma fram um kvöldið. Yf-
irvöld í Chicopee halda að vopnið hafi
ekki verið jafnhættulegt og í fyrstu
var haldið en skotið reyndist vera lítið
hagl. Er talið að um skemmdarverk
hafi verið að ræða.
Þrátt fyrir að plötufyrirtækinbarmi sér vegna minnkandi sölu
á geisladiskum eykst sala á tónlistar-
mynddiskum jafnt og þétt. Margir
vilja leita skýringa í æ dýrara miða-
verði á hljómleika en einnig er litið til
þess að heimabíó eru orðin mjög al-
geng á heimilum fólks. Þá vilja marg-
ir meina að stór ástæða að baki þró-
uninni sé sú að plötufyrirtækin leiti
sífellt fleiri leiða til að selja vöru á
Netinu. Er það nú orðið svo að á
sama tíma og geisladiskasala fer
minnkandi fjórða árið í röð hefur sala
á tónleikamyndböndum og öðrum
tónlistarmynddiskum aukist um rúm
50% og um heil fimm prósent af heild-
arhagnaði plötufyrirtækjanna.
„Ef þú ert tónlistarmaður reynir
þú að fara í tónleikaferðalag og gefa
allt í tónleikana sem þú heldur,“ segir
Frank Black, formaður Pixies. „Það
er ekki eins að vera staddur á tón-
leikum og að horfa á sömu tónleika í
sjónvarpinu heima hjá þér, en þú sérð
líklega betur.“
Erlend
tónlist
Frank Black
Bret Michaels