Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Page 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. september 2005 Þ að var árið 1985 sem fyrsta sagan í hinum svo- kallaða New York-þríleik Pauls Austers (f. 1947) kom út, titill sögunnar er reyndar að mörgu leyti lýsandi fyrir önnur verk Austers, en í Gler- borginni veltir höfundurinn fyrir sér klassískri spurningu: Hvaðan kemur texti og að hverju beinist hann? Titill verksins vísar að mörgu leyti til þess að heimurinn sé settur saman úr efni sem hægt er að splundra í óteljandi einingar, en í verkum sínum minnir Auster sífellt á þá staðreynd að tungumálið sé skeikult og tilvilj- anakennt – rétt eins og lífið sjálft. Á meðan aðalsöguhetja Austers í Glerborginni reynir að fylla út í margar eyður, sem tengjast dularfullum manni að nafni Peter Stillman, reynir annar „leynilögreglumaður“, lesandinn sjálfur, að fylla upp í eyður textans – texta sem umkringir Daniel Quinn, aðalsögu- persónu bókarinnar. Bókina má staðsetja í rótgróinni hefð leynilögreglusagna sem og hinar tvær bækurnar í New York- þríleiknum en þær heita í íslenskri þýðingu Draugar (1986) og Lokað herbergi (1986). Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að verkin varpa fram fleiri spurningum en þær svara og hægt er að færa rök fyrir því að sögurnar notfæri sér ein- göngu form leynilögreglusögunnar en ekki innihald slíkra sagna. Paul Auster grundvallar söguna ekki í kringum hefð- bundnar spurningar leynilögreglusögunnar: Hver gerði það? Hvernig? Af hverju? Höfundurinn er meðvitaður um að tungu- málið sé byggt á samkomulagi og tilviljunum. Í klassískum leynilögreglusögum er ráðgátan hluti af sögunni sjálfri en hjá Auster er hún hluti fléttunnar. Spurningar klassísku leyni- lögreglusögunnar víkja fyrir öðrum: Hver segir söguna? Hvernig er hún sögð? Af hverju er hún sögð á þann hátt? Auster notar stíl og einkenni heillar bókmenntagreinar til að varpa ljósi á ýmis málefni samtímans; hugarástand sem kenna má við hugtakið póstmódernisma. Skáldskapur Austers minnir á skáldskaparlegt eðli sitt. Í Glerborginni er Daniel Quinn í stanslausu limbói og virðist meðvitaður um að hann lúti stjórn duttlungafulls höfundar. Sjálfsvitundina sem einkennir skáldskap Austers má að mörgu leyti sjá sem tilraun til að færa skáldskapinn nær raunveru- leikanum. Verkin viðurkenna takmörk sín, sömuleiðis persón- ur þeirra. Í greininni „Baráttan við raunsæið. Um módernisma, raunsæi og hefð“ segir Ástráður Eysteinsson að það sé í gangi einhvers konar samningur milli lesenda og höfunda um hvað sé góð skírskotun til raunveruleikans. En nútímasagan „neitar iðulega að þægjast væntingum lesenda og leitast við að rifta samningnum. Skírskotunin er flækt, en jafnframt er oft reynt að hrista af henni viðtekin gildi sem lesendum hættir til að meðtaka hugsunarlaust“. Þetta er einkenni á samtímasögum. Þær varpa ljósi á sjálfar sig og reyna með því að nálgast ein- hvers konar sannleika. Hvar liggja mörkin á milli raunveru- leika og fantasíu? Á sama tíma er umfjöllunin á sviði tungu- málsins. En er tungumálið, jafn skeikult og það er, til þess fallið að svara spurningum yfir höfuð? Listin að lesa – samtímasögu Wolfgang Iser hefur rannsakað tengslin á milli texta og les- enda. Hann telur að merkingu bókmenntatexta sé ekki að finna í skilgreinanlegri heild, heldur í því sem hann kallar „virkum gjörningi“ (e. dynamic happening). Texti stendur ekki einn og sér heldur verður að taka tillit til annarra þátta eins og byggingar. Það er engin ein rétt túlkun til, heldur margar, því bókmenntaverkið leitar út fyrir sjálft sig, vísar í reynslu lesandans og verður að mörgu leyti til þar. Skáldverkið liggur milli texta og lesanda en þar liggur einn- ig hinn virki gjörningur. Ef eitthvað í textanum kemur ekki í beinu framhaldi af öðru myndast eyður og þegar setningum og efnisgreinum textans er raðað saman á sér stað ákveðin víxl- verkun. Í þessu ferli reynir lesandinn að byggja upp skipulag, finna merkingu en um leið skapar sá lestur væntingar. Lesandinn verður því að fá pláss fyrir eigið ímyndunarafl og því má segja að hann þurfi að fá hlutverk í verkinu. Umfjöll- unarefni Pauls Austers í Glerborginni er í rauninni á þessum nótum. Það má vel sjá leynilögreglumanninn Quinn í hlutverki lesanda. Á meðan Quinn reynir að fylla upp í eyðurnar sem einkenna dularfullan mann að nafni Peter Stillman reynir ann- ar „leynilögreglumaður“, lesandinn sjálfur, að fylla út í eyður textans – texta sem umkringir Daniel Quinn, aðalsögupersónu bókarinnar. Áhugi Pauls Austers á sambandi texta við les- endur er mikill en hann hefur einnig áhuga á sambandi höf- undar við verk sitt. Það er líklega ástæðan fyrir því að hann ákveður að hafa persónu í sögunni sem heitir Paul Auster. Þegar fræðimenn hafa fengið yfirsýn yfir sögur Austers er líklega auðvelt fyrir þá að setja þær inn í flokk sagna sem kall- ast sjálfsögur (e. metafiction). Slíkar sögur segja skilið við raunsæið og setja í forgrunn hlutverk höfunda og lesenda. Sjálfsögur spyrja markvisst sömu spurninga: Hvað er höf- undur? Hver er höfundur? Hvernig fer miðlun fram? Hver er hin eina og sanna merking verksins? Reyndar má segja að það sé skynheildarblekking að trúa því að ein sönn merking um- lyki texta. Líklega er enginn maður jafn sammála því og Paul Auster. Í viðtali sem Torfi Tulinius tók við höfundinn spyr Torfi um Glerborgina, þar sem hann notar nafn sitt á persónu í sögunni. Auster segir: „[É]g hef áhuga á muninum milli þess hver maður er sem rithöfundur og hver maður er sem maður. […] Þess vegna held ég að ég setji persónu í bókina sem ber nafn mitt, til að kanna hvað er í þessu bili á milli nafnsins á kápunni og nafnsins inni í bókinni.“ Í bókinni verður þetta reyndar mjög flókið því Quinn þykist vera einkaspæjari sem heitir Paul Auster. Í byrjun bókarinnar fær hann hringingu þar sem beðið er um spæjara að nafni Paul Auster. Quinn er sjálfur höfundur leynilögreglusagna, hann verður forvitinn og tekur sér þetta nafn til að kanna mál- ið. En hann virðist ekki aðeins vera undir áhrifum þess að „þykjast“ – vera einhver annar en hann „er“ – heldur virðist hann ekki hafa stjórn á lífi sínu; hann er án samvisku; leik- soppur einhvers, eða „stjórnlaust“ leikfang duttlungafulls rit- höfundar sem ber einnig nafnið Paul Auster. Póstmódernískar forsendur Linda Hutcheon hefur skrifað ítarlegt rit um póstmódernisma og bókmenntir 20. aldar. Hún telur að eitt sterkasta einkenni hans sé einmitt meðvitund textans og að bókmenntaverk spili markvisst með öll þau takmörk sem finna megi í sjálfu tungu- málinu. Hún bendir á að þessi sérstöku einkenni megi rekja lengra aftur í tíma en munurinn sé fyrst og fremst fólginn í því að póstmódernisminn spilar markvisst með þau og bætir yf- irleitt við írónískum undirtón. Það var svissneski málvís- indamaðurinn Ferdinand de Saussure sem sýndi fram á tilvilj- anakennd tungumálsins, hvernig táknið hefur í rauninni tvær óaðskiljanlegar hliðar, líkt og pappírsörk: Táknmið/táknmynd eða hugsun/hugtak. Táknmyndin (til dæmis hugmyndin um stól) og táknmiðið (hugtakið stóll) eru að mati Saussure kjöl- festa í sundurgreiningu á „rugli“ tungumálsins því það er til- viljun háð hvaða orð og stafir eru notuð til að nefna hluti. Mál- kerfið byggist á félagslegum sáttmála sem grundvallast af tilviljunum og samkomulagi. Bernd Herzogenrath hefur rannsakað verk Austers og bent á að lesendur Glerborgarinnar standi frammi fyrir merkilegri þverstæðu. Markmið hefðbundna leynilögreglumannsins var að „lesa“ í brotakenndan texta glæpsins og fylla upp í eyður með afleiðslum eða innsæi. Póstmóderníski leyni-lögreglumað- urinn, ef líta má á Quinn/„Auster“ sem slíkan spæjara, stendur frammi fyrir því að vísbendingar sem verða á vegi hans sam- ræmast ekki hlutunum sem þær þó vísa á; ekki er nauðsynlegt samræmi á milli táknmyndar og táknmiðs. Hið upprunalega tungumál Guðs er það eina sem hefur að geyma þetta sam- ræmi. Í Glerborginni er leynilögreglumaðurinn Quinn ráðinn af dularfullum manni, til að vernda sig fyrir Peter Stillman, föður sínum, fyrrverandi málvísindamanni, sem var verið að veita lausn úr fangelsi. Stillman er kunnugur málvísindum og veit að tungumálið er óreiðukennt, háð tilviljunum, hefð og sam- komulagi og af þeim sökum hafði hann lokað son sinn inni í dimmu herbergi í níu ár í þeirri von að gríðarlegur skortur á samskiptum myndi endurnýja hið eina og sanna tungumál Guðs, sem tapaðist við byggingu Babelsturnsins, þegar Guð tvístraði mönnunum vegna sameiningarmáttar þeirra. Í „Samtali um list skáldsögunnar“ segir Milan Kundera að skáldsagan athugi: „[E]kki raunveruleikann heldur tilveruna. Og tilveran er ekki það sem gerðist, tilveran er svið möguleika mannsins, allt sem maðurinn getur orðið, allt sem maðurinn er fær um.“ Þessi svokallaða kortlagning á tilvist mannsins er svo þegar upp er staðið háð tungumálinu. Ástráður Eysteins- son segir í bókinni Tvímæli að allir þurfi „að eiga sér samastað í tungumáli. […], [það er] hluti af vitund okkar og í okkur býr jafnframt viss þrá eftir kyrrstöðu þess, til að það veiti okkur óbreyttan og óbrenglaðan aðgang að veruleikanum“. En óreiðukennd tungumálsins setur allri leit að uppruna stólinn fyrir dyrnar. Hefðin höfð að spotti Lesandi Glerborgarinnar á von á óvæntum breytingum á frá- sagnarhefð leynilögreglusögunnar. Eitt af því sem grefur und- an væntingum lesandans eru tilviljanirnar og sú staðreynd að ein persóna í bókinni gengur undir nafninu Paul Auster. Þegar hlutir gerast vegna tilviljana brýtur það væntingarnar niður og skilur lesandann eftir í hálfgerðu „tómarúmi“. Hugmynd Wolfgangs Iser um hinn virka gjörning og ferlinu, þar sem lesandinn reynir að byggja upp skipulag og finna merkingu texta, er ógnað. Umfjöllunarefni bókarinnar er einnig á þeim nótunum að engin sérstök lausn fæst á undarlegu máli Quinns. Ef klassíski leynilögreglumaðurinn byggði rannsókn sína á lestri og túlkun tákna sem tengdust viðmiðinu einhverjum endanlegum, náttúrulegum tengslum og voru í beinni og rök- réttri línu þá stendur póstmóderníski leynilögreglumaðurinn frammi fyrir tilviljanakennd og margbreytileika táknkerfisins; að það sé í raun og veru enginn sannleikur sem hægt sé að rekja upp. Leynilögreglumaðurinn á því margt sameiginlegt með lesandanum. Hann þarf að lesa í hlutina og komast að ein- hverri niðurstöðu í margbreytileikanum. Allir eru lesendur og því um leið einhvers konar leynilögreglumenn í glímu við tungumálið – þarna er á ferðinni skáldaður heimur þar sem gefið er í skyn að heimurinn sé settur saman úr efni sem hægt er að splundra í óteljandi einingar. Gáta kápunnar Margir gagnrýnendur hafa lofað Paul Auster fyrir byltinguna í skáldskap hans en hann segist ekki skilja þá umræðu. Hann hefur meiri áhuga á innihaldinu ef marka má viðbrögð hans við spurningu frá Torfa Tulinius í viðtali frá 1997. Auster segir að „[s]agan [þurfi] að finna þá lögun sem [henti] henni. Og [hann] reyni að vera […] opinn og sveigjanlegur […] gagnvart þeim kröfum sem sagan gerir“. Markmið hefðbundna leynilögreglumannsins var að „lesa“ í brotakenndan texta glæpsins og fylla upp í margar eyður með afleiðslum eða innsæi. Póstmóderníski leynilögreglumaðurinn, ef líta má á Quinn/„Auster“ í Glerborginni sem slíkan spæjara, stendur frammi fyrir því að vísbendingar sem verða á vegi hans samræmast ekki hlutunum sem þær þó vísa á; ekki er nauðsynlegt samræmi á milli táknmyndar og táknmiðs. Tungumál Guðs er tungumál sem býr yfir þessu samræmi. Glæpur Stillmans í Glerborginni felst í því að reyna að sam- eina táknmyndina og táknmiðið; öðlast sanna sýn á heiminn. En með leit sinni er hann einnig leynilögreglumaður. Hann reynir að lesa það sanna úr hlutunum, rétt eins og Quinn/ „Auster“ berst við að gera. Málkerfið byggist auðvitað á félagslegum sáttmála sem grundvallast af tilviljunum og samkomulagi. Tungumálið er skeikult, enda hið sanna tungumál Guðs löngu horfið. Með þetta rugl tungumálsins að leiðarljósi grundvallar Paul Auster söguna ekki í kringum klassískar spurningar leynilögreglusög- unnar: Hver gerði það? Hvernig? Af hverju? Í klassískum leynilögreglusögum er ráðgátan hluti af sögunni sjálfri en hjá Auster er hún hluti fléttunnar. Spurningar klassísku leyni- lögreglusögunnar víkja fyrir öðrum: Hver segir söguna? Hvernig er hún sögð? Af hverju er hún sögð á þann hátt? Peter Stillman í Glerborginni reynist Quinn ekki auðvelt verkefni. Stillman vafrar um götur borgarinnar að því er virð- ist á tilviljanakenndu ferðalagi. Á götunum tínir hann upp og safnar saman undarlegu drasli sem virðist engan tilgang hafa. Alltaf eltir Quinn og forviða yfir hegðun Stillmans reynir hann allt sem hann getur til að finna merkingu í óskiljanlegum at- höfnum hans (reynir að vera leynilögreglumaður) en sér til að- stoðar í rannsókninni hefur Quinn rauða minnisbók. Áður en Quinn ákveður að nálgast Stillman dregur hann upp í minn- isbókina mynd af ferðalagi málvísindamannsins um götur New York. Hann finnur að vafrið er ekki svo tilviljanakennt eftir allt saman. Stillman gengur í skipulagðan hring þar sem hann fer aldrei inn á miðjuna: „[H]ann féllst ekki á að Stillman veldi göngu- leiðir sínar af handahófi. Hann óskaði þess að þær hefðu ákveðið markmið, hversu óljóst sem það kynni að vera.“ Hann neitar að trúa á tilviljunina og vill sjá rökvísi, rétt eins og les- andinn, vill sjá merkingu í hvaða texta sem er, en úr göngu- ferð Stillmans les Quinn stafinn „O“. F. de Saussure líkir tungumálinu við stræti stórborgar í bókinni Course of General Linguistics (Course de linguistique générale, 1916). Saussure afmarkaði málvísindin þegar hann skildi á milli tungu og tals. Málkerfið er óhlutbundið kerfi tungumálsins eins og það er á einhverjum ákveðnum tíma, til dæmis íslenskt tungumál í dag, en venjur þessa kerfis gera einstaklingnum fært að notfæra sér tungumálið. Orðræðan er hins vegar einstaklingsbundin athöfn sem felst í því að tjá sig með tungumálinu. Saussure taldi að merking orða kæmi frá stöðu orðanna innan málkerfisins og að þau væri hægt að skilja út frá öðrum orðum innan kerfisins, til dæmis parið karl/ kona venslast saman um mennskuna á meðan andstæða þeirra er kyn. Enn má sjá tengingu milli kenninga Saussures og gatna stórborgarinnar þar sem staðsetning byggist á legu gatnanna því oft er talað um staðsetningu á horni einhvers strætis og annars. Málkerfi Saussures byggist á félagslegum sáttmála og til- viljunum, en engin tilviljun liggur að baki áætlunum Stillmans. Setningin sem Quinn myndar út úr ferðalagi Stillmans er „THE TOWER OF BABEL“. En þar með er ekki öll sagan sögð heldur opnast leið fyrir því að New York eigi að lesa sjálfa sem texta. Þá má sjá persónur verksins líkt og þær séu fastar í saussure-ísku málkerfi, þar sem ekkert er öruggt og allt byggist á tilviljunum. Í upphafi þessa kafla var talað um að Auster væri hugs- anlega að notfæra sér form leynilögreglusagna frekar en inni- hald og má sjá að slík tilgáta er ekki fjarri lagi. Hvaða form hentar betur til þess að fjalla um öll þau brot sem finna má í nútímanum en leynilögreglusagan? Hlutverk leynilögreglu- mannsins er að rannsaka, skrásetja og komast að niðurstöðu í hlutunum. En það má ekki gleyma því að þó að Auster notfæri sér form þeirra til að fjalla um módernískan heim, ef svo má kalla, þá hæðist hann um leið að því. Óumdeilanlega á sér stað ákveðin skopstæling á hefðbundnu reyfaraformi. Auster minn- ir á það að táknkerfið sé flókið og að allir séu hluti af því, jafn- vel fangar þess, eins og kemur svo vel fram hjá spæjaranum Quinn; New York-borg er flókinn og brotgjarn texti sem erfitt er að henda reiður á. Í ritgerð sinni Frá verki til texta fjallar Roland Barthes um að hægt sé að nálgast hvers lags texta með því að skoða af- stöðu hans til táknsins: „Verkið lokast um táknmið. Við getum eignað þessu táknmiði tvenns konar merkingarmáta: ann- aðhvort er það sagt vera augljóst og verkið er þá viðfang bók- stafsvísinda, þ.e. textafræði, ellegar það er sagt vera dulið og endanlegt, þ.e.a.s er undirorpið túlkun […].“ Það má því tengja form bókarinnar við innihaldið, þ.e. höfundur notar rótgróið form til að sýna fram á að „leikurinn“ sé aldrei end- anlegur. Svið textans er táknmyndin og innihald bókarinnar sýnir vel að óendanleiki táknmyndarinnar er bæði markvisst umfjöllunarefni bókarinnar sjálfrar og sjálf bókin. Patricia Waugh telur að sjálfsögur nái að draga upp mynd af uppbyggingu raunveruleikans nákvæmlega vegna þess að þær gera að umfjöllunarefni veraldir sem séu uppbyggðar með þessu sama tungumáli og reyna svo að varpa ljósi á þessa uppbyggingu – eftir hafa verið leiddur fram og til baka í brot- gjarnri New York íhugar Quinn allt sem hefði getað farið öðruvísi: „Hann spurði sjálfan sig hvers vegna hann hefði tekið orð Austers um dauða Stillmans trúanleg. […] Hann spurði sjálfan sig hvers vegna hann hefði trúað Auster […]. Hann velti fyrir sér hvernig sá uppdráttur myndi líta út ef öll spor sem hann hafði tekið í lífinu hefðu verið sett á blað og hvaða orð þau mynduðu.“ Túlkunarleiðum lesandans er stanslaust ógnað af öðrum túlkunarleiðum. Lesandinn ferðast fram og til baka í textanum Hefðin höfð að spotti? Paul Auster er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Hann er einn af kunnustu rithöfundum Bandaríkjanna en hann sló í gegn eftir allrysjóttan feril með skáldsögunni Glerborginni árið 1985 en hún er fyrsta bókin í hinum svokallaða New York-þríleik höfundarins. Hér er fjallað um Glerborgina. Eftir Arnar Pálsson palsson@ simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.