Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ABBAS KJÖRINN FORSETI Mahmoud Abbas var í gær kjör- inn nýr forseti Palestínumanna. Bentu útgönguspár til þess að hann hefði fengið um 66% atkvæða en í öðru sæti varð Mustafa Barghouti með um 20% fylgi. Abbas ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi og tileinkaði þá Yasser Arafat, sem lést í nóvember, sigurinn. Hann er talinn hafa fengið ótvírætt umboð til að hefja aftur friðarviðræður við Ísr- aela í kosningunum. Haft var eftir ísraelskum embættismönnum að Ar- iel Sharon forsætisráðherra væri reiðubúinn til að hitta Abbas við fyrsta tækifæri. Mörg störf í boði Mikið framboð er á störfum þessa dagana og atvinnurekendur í flest- um greinum atvinnulífsins auglýsa nú eftir starfsfólki. Framboð á „karlastörfum“ við verklegar fram- kvæmdir er mikið og sömuleiðis er eftirspurn eftir vel menntuðu og sér- hæfðu starfsfólki eins og ráðning- arfyrirtæki verða áþreifanlega vör við. Mannskaðaveður í N-Evrópu Sjö manns fórust í Svíþjóð þegar mikið óveður gekk yfir norðurhluta Evrópu. Fjórir dóu einnig í Dan- mörku og þrír í Bretlandi. Að minnsta kosti 400.000 heimili í Sví- þjóð voru án rafmagns um tíma og sömu sögu var að segja um 60.000 heimili í Danmörku. 10 milljarðar í l ífeyri Samkvæmt útreikningum fjár- málaráðuneytisins aukast lífeyr- isskuldbindingar ríkisins vegna hins nýja kjarasamnings sveitarfélaga við grunnskóla kennara um u.þ.b. 10 milljarða. Töluverður hluti af þess- um kostnaði verður bókfærður á ár- ið 2004 sem mun breyta rekstr- arstöðu ríkissjóðs til hins verra, segir Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. Samið í Súdan Friðarsamkomulag hefur verið undirritað milli fulltrúa stríðandi fylkinga í Súdan. Er vonast til að samkomulagið marki endalok lang- vinnustu stríðsátaka í Afríku, átaka milli uppreisnarmanna í suðurhluta Súdans, sem eru kristnir, og stjórn- arhersins í landinu en það eru arab- ískir múslímar úr norðurhluta lands- ins sem ráða ríkjum í höfuðborginni Khartoum. Samkomulagið tekur ekki til Darfur-héraðs í vesturhluta Súdans. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 20 Fréttaskýring 8 Minningar 22/28 Vesturland 11 Myndasögur 30 Viðskipti 12/13 Dagbók 30/32 Erlent 14/15 Leikhús 33 Menning 16, 33/37 Bíó 34/37 Daglegt líf 17 Ljósvakar 38 Umræðan 18/19 Staksteinar 39 Bréf 19 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is AUÐUN Auðunsson skipstjóri lést á Landakotsspítala að kvöldi laugar- dags. Auðun var 79 ára gamall, fædd- ur á Minni-Vatnsleysu 25. apríl 1925. Foreldrar hans voru Auðun Sæ- mundsson útvegsbóndi og Vilhelmína Þor- steinsdóttir húsmóðir. Auðun var 9. í röð 13 barna þeirra Auðuns og Vilhelmínu og var í hópi fimm bræðra sem urðu landsþekktir togara- skipstjórar á Íslandi á síðustu öld. Auðun byrjaði sjó- mennsku 13 ára gamall á bát sem faðir hans var formaður á, fór síðar í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan árið 1947. Hann var stýri- maður og síðar stutta hríð skipstjóri á nýsköpunartogaran- um Kaldbak, sem gerður var út frá Akureyri. Árið 1950 tók Auðun við togaranum Fylki sem gerður var út frá Reykja- vík og aflaði vel. Var hann skipstjóri á því skipi allt þar til það fékk tund- urdufl í trollið, sprakk og sökk á skammri stundu norður af Horni í nóvember 1956. Svo giftusamlega vildi til að öll áhöfnin, 30 manns, bjargaðist. Í kjölfarið var nýtt skip með sama nafni keypt til landsins og tók Auðun við því. Árið 1962 tók Auðun við togaranum Sigurði og þau þrjú ár sem Auðun var þar skipstjóri var Sigurður einn feng- sælasti togari landsins. Hann tók við fyrsta frystitogara Íslendinga, Narfa, árið 1965, skipið var raunar ekki hannað sem slíkt og þar sem verð á sjófrystum afurðum var jafnframt lágt á þessum árum var þessi tilraun ekki langlíf. Íslendingar tóku síðan aftur upp þráðinn í útgerð frysti- togara árið 1982. Þá var það Auðuni kappsmál að Íslending- ar hefðu fullan rétt yfir fiskimiðum sínum og var hann í hópi manna sem hvöttu stjórnvöld óspart til að færa fisk- veiðilögsöguna út í 200 mílur. Síldarbresturinn mikli vertíðina 1967–68 kallaði á nýja tíma í út- gerð hér á landi og um 1970 hófst það tímabil sem kallað hefur verið skuttogaraöldin. Auðun varð einn af fyrstu skipstjórum á slíku skipi hér- lendis þegar Aðalsteinn Jónsson, út- gerðarmaður á Eskifirði, fékk hann til að taka við Hólmatindi árið 1970. Á næstu árum var Auðun skipstjóri á nokkrum öðrum skuttogurum á landsbyggðinni og má þar nefna Hvalbak á Breiðdalsvík, Framnes á Þingeyri og Kambaröst á Stöðvar- firði. Má segja að Auðun hafi undir lokin á löngum og farsælum ferli litið á sig sem tæknilegan ráðgjafa jafn- framt skipstjórnarhlutverkinu. Eftirlifandi eiginkona Auðuns er Stella Eyjólfsdóttir og eignuðust þau fimm börn: Sæmund, Björn, Stein- unni, Ásdísi og Stellu. Andlát AUÐUN AUÐUNSSON RÁÐINN hefur verið sérstakur eft- irlitsmaður sem hefur það hlutverk að fara á milli vinnustaða og kanna hvort þeir menn sem vinna störf iðn- aðarmanna hafi tilskilin réttindi og hafi atvinnuleyfi séu þeir erlendir ríkisborgarar. Það eru félög sveina og meistara í byggingariðnaði á suðvesturhorni landsins sem hafa fengið þennan eft- irlitsmann til starfa og einskorðast eftirlitið við það svæði. Þegar hefur komið í ljós að óeðlilega hátt hlutfall ófaglærðra er á meðal þeirra sem vinna störf iðnaðarmanna á höfuð- borgarsvæðinu, segir Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar. „Hlutverk þessa starfsmanns er að fara á milli vinnustaða og kanna hverjir eru að vinna iðnaðarmanna- störf. Þá er ekki endilega verið að at- huga hvort þeir eru Íslendingar eða útlendingar, heldur hvort menn séu með réttindi, hvort það séu iðnaðar- menn sem vinna við þetta eða ekki. Ef það eru útlendingar þá könnum við atvinnuleyfi þeirra, og í fram- haldi af því taka félögin við og kanna áfram launakjör og annað þess hátt- ar,“ segir Finnbjörn Eftirlitið fór í gang í byrjun des- ember sl. og var ákveðið að fara yfir málið eftir þrjá mánuði, eða í lok febrúar. Enn sem komið er eru því ekki komnar marktækar niðurstöð- ur úr þessari athugun, þótt vissar vísbendingar séu komnar fram. „Okkar markmið er fyrst að kynna okkur hvernig ástandið er raunveru- lega, og svo munum við setjast yfir þetta þegar við höfum þokkalega yf- irsýn yfir það og reyna að meta hvað við getum gert til að bæta úr,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó ljóst að brugðist verði við jafnóðum verði menn varir við „einhverja ósvífni“. Hátt hlutfall ófaglærðra GÖNGUKLÚBBURINN í Þórshafnar- og Sval- barðshreppi dustaði jólarykið af gönguskónum um helgina. Þessi fyrsti göngutúr ársins endaði sem björgunarleiðangur því þegar eftir fyrstu skrefin á Brekknasandinum, rétt innan við Þórs- höfn, gekk fólkið fram á svartfugla, ýmist dauða eða illa á sig komna. Þetta voru langvíur, sem líklega voru nýrekn- ar á land því hrafninn var ekki kominn í þær. Fólkið tók sex langvíur með sér heim, en sumir fuglanna drógust áfram nokkur skref þegar fólkið nálgaðist en aðrir hreyfðu sig ekki. Fugl- arnir voru glithoraðir og velti fólkið fyrir sér hvort þeir væru svona hungraðir eða hvort pest væri í þeim. Útgerðarmaðurinn Óli Ægir Þor- steinsson tók langvíurnar heim í bílskúr og fóðr- aði þær á loðnu, eins og sést á minni myndinni. Þær tóku vel við ætinu og ekkert virtist ama að þeim annað en hungur. Daginn eftir voru fuglarnir sprækir og tími kominn til að sleppa þeim og bílskúrinn auk þess farinn að lykta illa. Það var því farið með þá niður í fjöru og þeim sleppt í sjóinn. Allir nema einn virtust hressir; þeir syntu og köfuðu og hurfu von bráðar. Fugladauði á Brekknasandi Þórshöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir KARLMAÐUR hlaut alvarlegt hryggbrot þegar hann kastaðist af vélsleða sínum á Mosfellsheiði á laugardag. Björgunarsveitirnar Kyndill í Mosfellsbæ og Kjölur á Kjalar- nesi voru kallaðar út eftir að til- kynning barst um að vélsleðamað- ur hefði slasast alvarlega á baki á Mosfellsheiði um 1,5 km vestur af Kjósarskarðsvegi. Farið var á vettvang á tveimur björgunar- sveitarjeppum og þremur vélsleð- um. Maðurinn fór í aðgerð og var síðan lagður inn á almenna deild. Líðan hans er góð eftir atvikum. Slasaðist illa á vélsleða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.