Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 19 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SVO VIRÐIST sem allir stjórn- málaflokkar landsins og for- ustumenn launþegafélaga séu sam- mála um lækkun á svonefndum matarskatti. Hann komi láglauna- fólki til góða og sé varanleg kjara- bót. Að ætla kaupmönnum með frjálsa álagningu að tryggja lág- launafólki betri kjör með þessum hætti sýnir dómgreindarleysi og kjánaskap. Kaupmenn og framleið- endur hafa með örfáum und- antekningum ekki verið velgjörð- armenn neytenda í verðálagningu, þeir hafa samviskulega hugsað um sinn eigin garð og arð. 50% hærra meðaltals vöruverð hér á landi miðað við EB-löndin sýnir okkar ljóslega hug íslenskra kaupmanna til sinna neytenda og einnig hefur staða dollarans, frá 110 kr. í 62 kr., ekki verið almennt mælanleg til lækkunar vöruverðs í pyngju neyt- enda sl. tvö ár. Kaupmenn og ís- lenskir framleiðendur eru full- komlega meðvitaðir um að við verðum að kaupa af þeim allar al- mennar neysluvörur. Þessu er líkt farið og með aðrar einokunar- og fákeppnisþjónustugreinar í land- inu, það er ekki í önnur hús að venda. Ætla stjórnmálamenn og laun- þegaforystan að treysta þessum mönnum fyrir kjarabótum lág- launafólks? Þeir geta hins vegar verið fullvissir um að lækkun mat- arskatts skilar sér fullkomlega í peningakassa kaupmanna. Málsvarar láglaunafólks Þeir sem telja sig vera málsvara láglaunafólks áttu fyrir löngu síð- an að einbeita sér að hækkun skattleysismarka, sem ættu að vera hefði þau fylgt kaupgjalds- vísitölu um 117 þúsund kr. pr. mán. Þá ættu samningsbundin lág- marks- og eftirlaun að vera sama upphæð. Öll loforð ríkisstjórn- arinnar um skattalækkanir á kjör- tímabilinu (nema eignaskattur) yrðu dregnar til baka og því og auknu fjármagni varið til hækk- unar skattleysismarka á þessu og næsta kjörtímabili þar til skatt- leysismarkmiðinu yrði náð. Umsamdar launahækkanir ASÍ og BSRB hafa yfirleitt skilað mjög takmörkuðum kjarabótum, hafi verðbólgan ekki etið þær upp á samningstímabilinu til agna, hafa nýjar skattaálögur ríkisstjórn- arinnar séð til þess að lífskjör fólks hafi versnað. Hækkun skattleysismarka og samningsbundin lágsmarkslaun virðast vera þær aðgerðir sem ekki er hægt að sniðganga a.m.k. ekki með heiðarlegum hætti. KRISTJÁN PÉTURSSON, Langamýri 57, 210 Garðabær. Matarskattur í vasa hvers? Frá Kristjáni Péturssyni, fyrrverandi deildarstjóra: Í RÚMA tvo áratugi hefur um- ræðan um stöðu íslenskrar kaup- skipaútgerðar verið í brennidepli, frá því að útgerðir erlendra skipa, sem sigldu undir svokölluðum „þægindafána“, hvar laun til áhafn- arinnar voru brot af því sem ís- lenskar kaup- skipaútgerðir greiddu, fóru að gefa sjóflutn- ingum til og frá Ís- landi gaum. Brátt féllu þeim til allir mjöl- og lýsisflutningar og síð- an meginhluti aðflutn- inga stóriðjunnar. Reglubundnar áætl- unarsiglingar til og frá Íslandi tóku á sig að hluta til mynd þeirrar þróunar í siglingum þægindafánaskipa sem þegar var hafin í Evr- ópu. Auknum innflutn- ingi mætt með erlendum kaup- skipum, í leigu með eða án erlendrar áhafnar, um leið fækkaði skipum undir íslenskum fána. Sam- keppni í vöruflutningum til og frá landinu stóð einkum á milli tveggja íslenskra kaupskipaútgerða og því hin alþjóðlega þægindafánaútgerð lítill áhrifavaldur þar á. En svo kom Atlantsskip til sög- unnar með þægindafánaskip og „ódýrt“ vinnuafl og samkeppn- isstaða kaupskipaútgerðanna hér á landi orðin sú sama og fyrir margt löngu hafði gerst í Evrópu. En í flestum löndum þar höfðu rík- isstjórnir gripið til ráðstafana og bætt rekstrarstöðu kaupskipaút- gerðanna, fyrst og fremst til að tryggja atvinnuöryggi sinna far- manna. Hvers vegna íslensk skip undir fána Færeyinga? Til að mæta harðri samkeppni þægindafánaskipa með ódýru vinnuafli er endurgreiddur til út- gerðar 28% tekjuskattur farmanna af þeim 35% sem þeir greiða. Slíkur háttur er viðhafður annars staðar á Norðurlöndum þótt með mismunandi hætti sé. Færeyingar hafa opnað alþjóðlega skipaskrá hvar allar útgerðir sitja við sama borð. Olíufélögin hafa tekið sitt olíu- flutningaskip, Keili, af íslenskri skipaskrá og skráð í Færeyjum, sem um er rætt að aðrar íslenskar kaup- skipaútgerðir ætli að gera, verði ekkert að gert af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við leggjum mikið upp úr virkj- unum og stóriðju til atvinnu- uppbyggingar og búum þessum fyr- irtækjum til sérstakt skattalegt umhverfi í ljósi ytri erlendra að- stæðna. Fjöldi íslenskra farmanna er enn á við fjölda starfsmanna álvers, ís- lenskar kaupskipaútgerðir eru í al- þjóðlegu starfsumhverfi sem eðli- legt er að fái sérstaka skattalega meðferð, sambærilega og gerist annars staðar á Norðurlöndum. Ráðherrar samgöngu- og fjármála Þeir skipuðu starfshóp til að fara yfir stöðu kaupskipaútgerðar hér á landi. Var það gert í framhaldi af bréfi frá Samtökum atvinnulífsins, Félagi skipstjórnarmanna, Vél- stjórafélagi Íslands og Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Þar er hvatt til aðgerða til vernd- ar íslenskri farmannastétt með sama hætti og aðrar siglingaþjóðir hafa gert. Eftir því sem ég best veit hefur þessi starfshópur sent frá sér til- lögur til ráðherranna. Nú brennur á að hratt verði unnið að úrlausn þessara mála. Ljóst er að Íslend- ingar verða að aðlagast eftir að- stæðum alþjóðlegs rekstr- arumhverfis kaupskipaútgerðar, sem nær eingöngu snýr að fjár- málaráðherra. Ef íslenskar kaupskipaútgerðir ætla enn um sinn að hafa íslenska farmenn í sinni þjónustu stefnir í að áhafnir og skip verði skráð ann- ars staðar en á Íslandi. Af útgerð- arrekstri og launum áhafnar kemur þá ekkert í ríkissjóð, það er því allt að vinna og aðkallandi að nú þegar verði tekin ákvörðun í máli þessu, um áframhald íslenskrar far- mannastéttar til heilla landi og þjóð. Kaupskipin skráð í Færeyjum Guðmundur Hallvarðsson spyr hvort styttist í endalok íslenskrar kaupskipaútgerðar ’Ef íslenskar kaup-skipaútgerðir ætla enn um sinn að hafa íslenska farmenn í sinni þjónustu stefnir í að áhafnir og skip verði skráð annars staðar en á Íslandi. ‘ Guðmundur Hallvarðsson Höfundur er formaður samgöngunefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.