Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 17
DAGLEGT LÍF
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
Amerískar
lúxus heilsudýnur.
ÚTSALA - ÚTSALA
TURN-FREE
Verð frá 72.000.-
Dýnusett frá kr. 59.000
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
Opnunartími:
11-18:30 mán-fös
10-18 lau / 13-17 sun.
Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is
Samsung SGH-X450
fallegur 3 banda
sími með
hágæða skjá
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR
HLYNUR SF
alhliða byggingastarfsemi
Pétur J. Hjartarson
húsasmíðameistari
SÍMI 865 2300
NÚTÍMASAMFÉLAG gerir miklar
kröfur til líkamans um kyrrstöðu.
Bæði í vinnu og í skóla er ætlast til
þess að líkaminn haldi ákveðinni
líkamsstöðu lengi, ýmist sitji
eða standi kyrr tímunum
saman. Langvarandi
kyrrstöðuálag hjá nú-
tímamanninum er
svo algengt að
álagstengd lík-
amseinkenni eru
farin að mynda
ákveðið mynstur eða
rauðan þráð, sem hægt er
að fyrirbyggja með
ákveðnum aðgerðum, segir dr.
Eyþór Kristjánsson, sjúkra-
þjálfari og sérfræðingur í
stoðkerfisvandamálum á
Háls- og bakstofunni,
Skipholti 50C. Einkum
eru það þrjár æfingar, sem
skipta sköpum í þessu sam-
bandi, að sögn Eyþórs, og ef
menn kynnu skil á þeim og
æfðu þær reglulega mætti
koma í veg fyrir fjölda bakeymsla
og vinnutap þeim samfara.
Æfingar heima í stofu
„Þar sem mjóbaksvandamál eru al-
gengasta orsökin fyrir langtíma-
fjarvistum frá vinnu er nauðsynlegt
að kenna fólki fáar en góðar æfing-
ar,sem vinna gegn þróun viðvarandi
sársaukaáreitis frá mjóbaki. Allar
þessar æfingar má gera heima í stofu
eða hvar sem er og þarfnast þær
hvorki tóla né tækja. Þó er mjög mik-
ilvægt að gera æfingarnar rétt, en
þær á alls ekki að gera þegar mikill
verkur er í mjóbaki eða ganglimum.
Það vill brenna við að fólk fari að gera
„gömlu góðu"æfingarnar þegar það
finnur til en þá er oft of seint í rassinn
gripið, segir Eyþór.
„Tveir neðstu hryggjarliðirnir af
fimm í mjóbakinu verða mest fyrir
barðinu á langvarandi kyrrstöðuálagi
og gefa því oftast frá sér sársauka
vegna ofhreyfanleika og vegna innri
röskunar á brjóskþófanum. Brjósklos
er því algengast neðst í mjóbaki. Efri
hluti mjóbaks hefur hins vegar til-
hneigingu til að stífna og er mjóbaks-
fettan í efra mjóbaki á hraðri leið með
að hverfa vegna langvarandi setu
með bogið bak og hokinnar standandi
stöðu. Það má því segja að maðurinn
sé á hraðri leið í apastellinguna á ný.
Minnkuð mjóbaksfetta veldur því að
hryggjarsúlan í heild fjaðrar miklu
minna sem aftur veldur auknu álagi á
brjóskþófann, sem virkar eins og
dempari á milli hryggjarliðanna.
Sérstaklega er mikilvægt, til að
varna bakvandamálum, að forða því
að svokallaður innri lundarvöðvi
styttist, en hann liggur samsíða
hryggjarsúlunni að framanverðu.
Innri lundarvöðvinn er einn af fáum
vöðvum, sem eru sívirkir til að halda
líkamanum uppréttum í sitjandi eða
standandi stöðu. Langvarandi kyrr-
staða veldur mikilli vöðvaspennu í
þessum vöðva sem aftur veldur stytt-
ingu í vöðvanum með tímanum. Stytt-
ing vöðvans veldur aukinni sam-
þjöppun og jafnvel hrörnun
brjóskþófans, sem við viljum í lengstu
lög forðast. Að auki hindrar stuttur
innri lundarvöðvi eðlilegt fráspark á
göngu. Það veldur auknu álagi á
neðstu hryggjarliðina, sem kallað
geta á verki vegna ofhreyfanleika, að
sögn Eyþórs.
HEILSA | Mjóbaksvandi helsta orsök langtímavinnutaps
Teygja til að viðhalda fettu í efra mjóbaki: Leggstu á gólf og settu fætur í
vegg. Settu fast vafið handklæði undir efra mjóbak. Lyftu mjaðmagrindinni
upp og láttu hana svo síga rólega niður nokkrum sinnum. Ef þú finnur sárs-
auka neðst í mjóbaki ertu ekki að gera æfinguna rétt. Æfingin er mikilvæg
til að viðhalda eðlilegri fjöðrun í mjóbaki til að minnka álag á brjóskþófa.
Æfing til að virkja innri kvið- og
bakvöðva: Innri kvið- og bakvöðvar
mynda einskonar belti utan um
mjóbakið og eru einu kvið- og bak-
vöðvarnir, sem festast á einstaka
hryggjarliði. Með því að setja smá
spennu í þessa vöðva, vernda þeir
neðstu hryggjarliðina fyrir óvið-
búnu álagi við athafnir daglegs lífs.
Til að virkja þessa vöðva er ágætt
að þú ímyndir þér að þú sért að
sjúga úr sogröri samtímis því að
neðri kviðveggurinn er dreginn
hægt og rólega upp og inn að
hryggnum. Feillinn, sem flestir
gera þó, er að spenna of mikið sem
hindrar eðlilega öndun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Teygja á innri lundarvöðva: Farðu í biðilsstöðu, réttu úr þér eins og verið
sé að toga hárið á þér upp og gott er að hafa handklæði eða púða undir
hnénu. Hreyfðu mjaðmagrindina aðeins undir þig eins og þú sért að setja
rófubeinið á milli aftanverðra læra, en passaðu að beygja bolinn ekki fram.
Færðu síðan mjaðmagrindina fram og bolinn líka. Ef þú hinsvegar finnur
sársauka neðst í mjóbaki, ertu ekki að gera æfinguna rétt.
Innri lundarvöðvinn
liggur samsíða hryggj-
arsúlunni að fram-
anverðu báðum megin.
join@mbl.is
Kyrrstaðan
kallar á aðgerðir