Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 8
QREINUIANNAÐ — Leikhúshomið — Stytta Jóns Sigurðssonar — Læknanám (Háskólans — Varðberg og nýir bílar — Lögreglustjóri AÍttur — Nú er ákveðið að Loftur Guðmundsson, blaðamað- ur við Alþýðublaðið verði ritstjóri leikskrár Þjóðleik- hússins. Það starf hafði áður Lárus Sigurbjönisson, rithöfundur, sem vísað var frá starfi í Þjóðleikhúsinu, vegna þess að hann var eini leikhúsmaðurinn þar .... Gaman verður að sjá leikdóma Lofts þegar hann er orðinn þjónn hjá Rósinkranz. ★ lítlendingar, sem heimsækja land vort, láta í Ijós undrun sína yfir því, að styttu Jóns forseta Sigurðs- sonar, skuli ekki sýnd meiri virðing en raun ber vitni um. Styttan er öll ötuð svonefndri spanskgrænu og er hin ókræsilegasta. Það verður að kref jast þess, að við- komandi yfirvöld láti hið bráðasta hreinsa styttuna og sjái svo um, að í framtíðinni verði styttunni haldið hreinni. Þetta ástand.er þjóðarskömm og merki óafsak- anlegs slóðaskapar og liirðuleysis. ★ Er ]»að satt, að Háskóliim útskrifi lækna, sem ekki hafa fengið nauðsynlega fræðslu um mannslík- amann? Oss er fortalið, að allmargir læknar hafi út- skrifazt síðari ár, án þess að þeir hafi nægilega unnið að krufningu dauðra þ. e. a. s., ekki rannsakað hinar ý*msu taugar, vefi, æðar o. s. frv., legu þeirra í líkam- anum, vöðvaskipan og annað, sem fullnægjandi þekking fæst ekki á, án þess að nákvæm skoöun af hálfu nem- enda undir runsjá kennara komi til. Að vísu læra þeir þetta af bókum, en mjög ku vera lítið um, að þeir fái verklega þekkingu á slíku. Þetta fréttum við.frá starf- andi læknum víða í bænum. ★ Varðberg birti nýlega grein um þá, sem hafa fengið nýja bíla síðustu mánuðina. Grein þessi var vandlæt- ingasöm í garð þeirra, sem svo sóa erlendum gjaldeyri, og var ýmislegt rétt í henni. Aðeins einn þeirra, sem nefndir voru í sambandi við nýju bílana, gerði grein fyrir kaupum sínum. Gaman verður að sjá hvort hinn grandvari ritstjóri Varðbergs, gerir grein fyrir því, að einn aðalstuðningsmaður blaðsins Baldvin bóndi í Al- mennum, ekur um götur bæjarins í spánnýjum bíl, og átti þó ekki neinn aflóga skrjóð fyrir. Eða hvernig var sagan um bjálkann og flísina ? 'k Ritstjóri Mániidagsblaðsins var nýlega dæmdur í ,kr. 4.500 sekt fyrir meiðyrði í garð lögreglustjórans í Reykjavík. Hæstiréttur dæmdi málið. Um dóm hæsta- réttar verður ekki rætt hér. Staðhæfingar blaðsins eru óhrekjanlegar enda tókst ekki að hrekja eina einustu af þeim. Orðalag greinarinnar er talið heldur hart í garð lögreglunnar og dæmt út frá því. Hæstiréttur vítti hinsvegar lögreglustjórann fyrir þá fádæma vanrækslu, að hafa ekki lækni á söðinni til þess að rannsaka á- stand þeirra manna, sem lögreglan tekur i sínar vörzl- ur. Þessi grein hefur þó orðið til þess, að nú er læknir á vakt, og ákveður hvort menn séu þannig á sig komnir að þeim beri kjallaravist eða spítaladvöl. Almenningur í Heykjavík getur nu sofið rólegur —- vonum vér — þó að einhver fjölskyldumeðlimurinn sé ókominn heim á miðnætti. Nú verður ekki hugsað um lögreglustöðina eins og Steinn Steinar, sagði í einu af kvæðum sínum: „Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann.“ — Hvuð á að gera í kröld — Ciamla bíó: Tarzan og l'ændu konurnar. Lex Baker. KL 5, 7 og 9. Nýja bíó: Þar sem sorgirn- ar. gleymast. Kl. 7 og 9. Víkingar fyrir landi kl. 5. Tjamarbíó: Þegar heppnin fer með. Glymis Johns. Kl. 5, X og 9. Austurbæjarbíó: Sunnudag œr,. Dennis Morgan. Kl. 5, 7 o.g 9.. Haínarbíó: Franchise fmeykslið. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Allt á öðrum endanum. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Þegar ég verð stór. Bobby Diseoll. Kl. 5, 7 og 9. Þjóðleikhúsið: Rekkjan. Inga Þórðardóttir, Gunnar Eyjólfsson kl. 20. Iðnó: Æfintýri á gönguför. Brynjólfur Jóhannesson, Þor- steinn Ö. Stephensen. KI. 20. Sjálfstæðishúsið. Haustre- vyan 1952. Manja Mourier, kl. 20,30. Alvarleg mistök í utanríkisþjón- ustunni Það þykir nú sannað mál, að forystúmenn Sovétlýðveld- isins vilji hvorki við okkur tala, né við oklcur semja um verzlunaimál. Er þetta því einkennilegra sem við svo vit- að sé, aldrei höfum í orði eða verki gert þeim miklu þjóðum til miska. Við erum fáir og smáir, og á allra vitund, að hvort sem við hefðum leyft eða ekki leyft Bandaríkja- mönnum að hafa hér fámennt herlið, ásamt flugvelli, að þá væru þeir hér saml; sem áður. Það er líka vitað að Rúsar verzla, og gleypa við að verzla við hvaða þjóð heimsins sem er,. jafnyel Bandaríkjamenn. Það er vitað að á þessu yfir- standandi ári hafa Rússar gert mikla verzlunarsamn- inga við bæði Dani og Norð- menn, þrátt fyrir það að marg ir ábýrgir menn í Sovétlýð- veldunum hafi leynt og ljóst haldið fram þeirri staðhæf- ingu að báða.r þessar smá- þjóðir hafi gerzt stórum brot- legar í gárð fyrrnefnds lýð- veldis. Ekki er heldur annað vitað en að Rússar hafi ólmir / «•' ’ | j ■ i viljað verzla við England, Frakkland, og yfirleitt allar þær þjóðír aðrar en okkur, er standa að hinum svonefnda Atlantshafssáttmála. Við er- um þeir einu sem þeir hvorki vilja sjá eða heyra. Satt er það að vísu að stjórnarblöðin hér, hafa margt illt, og sumt vitlaust sagt um Sovétlýðveldið og þeirra forystumenn, en þau skrif munu hvorki vera verri eða meiri en gerist í öðrum löndum vestan járntjalds. Hitt er rétt að, Rússar eru bæði viðkvæmir og tortryggn- irí sérstaklega sé gert á hluta þeirra opinberu starfsmanna, þeir svívirtir að ástæðulausu eða ástæðulitlu, án afsakana, og • getur hver láð þeim það sem vill. Annars munu t. d. opinberir sendimenn Rússa vera yfirleitt hlédrægir, og gera lítt á annara hlut. Svo bar til fyrir nokkrum árum, að islenzkijr embættis- maður, tilheyrandi Aljiýðu- flokknum, bar slíkar sakir á rússiu'sku sendiherrahjónin Jiér, að fálieyrt mun vera, bendlaði þau við mjög glæp- samlegt athæfi, að órannsök- uðu máli, og að því er virðist, án þess að gera dómsmálaráð- herra aðvart. Og svo óvarkár var embættismaður þessi að hann gat þessara ásakana sinna í opinberum skýrslum er víða fara um lönd. Hér skal ekkert um það sagt, hvort dómsmálaráðherrann hefur síðar komizt að þessu athæfi embættisipannsins, en gera aná þó ráð fyrir því, að rúss- neska ríkisstjórnin bíði eftir afsökunum, og að fyrr verði ekki við okkur talað en þær komi frá réttum hlutaðeig- endum. Sendimenn erlendra Mánudagsblaðlð Hverju ætlar Alþýðublaðið að Ijúga næst upp á Mánudagsblaðið ? þjóða eru friðhelgir. Verði þeim eitthvað alvariegt á, mun sú venja íikja að við- komandi rikisstjórn sé gert aðvart, og sannist sakir, hin- um seka vikið á þrott, án háv- aða. Og slíkar venjur má ekki brjóta. Á þeim tímum, sem nú ganga yfir, erfiðieikar á sölu af-< urða, er það þjóðarböl, ef svo fer að sölumöguleikar við stórþjóð útilokist. Rússar geta selt okkur ýmsar nauð- synjavörur, sem við annars neyðumst til að greiða bein- harða dollara fyrir, t. d. fóð- urvörur, og margt fleira. Rússneska þjóðin hefur átt við okkur stórfelld viðskipti, áður en fyrrnefnt ólánsatvik kom fyrir. En í stuttu máli: að sögn sjálfs Bjarna Bene- dikssonar, er í bili öllum við- skiptum lokið milli Rússa og íslendinga. Væri nú ekki rétt fyrir utanríkismálaráðherr- ann að rannsaka mál þetta og komast að raun um, hvort þarna kunni ekki að liggja or- sakir þess, að Rússar vilja ekki við okkur tala um eitt eða annað, og það er skylda ráðherrans að láta rannsaka mál þetta frá upphafi, og þá um leið að gera réttmæta af- sökun. Það er böl hverri þjóð, að eiga embættismenn í hæstu stöðum, sem fleklta nafn lands síns með blaðurs- skjóðuháttum og hverskyns ómerkilegheitum, án þess að hér sé með þessu átt við fyrr- greindan íslenzkan embættis- mann, að órannsökuðu máli. En Bjarni Benediktsson ut- anríkisráðherra verður, ef vel er, að hreinsa sig í augum almennings af þeim grun, að honum hafi í þessu viðkvæma máli láðst að gera sjálfsagða skyldu sína. Skörin ferisf upp í bekinn Framhald af 1, síðu. harma sjúklingsins, og því verið heppilegra að hann hefði á annan há.tt sett ofan í við stéttarbróður sipn, t. d. einslega á skrifstofu embætt-r isins, en það, sem gei'ir frá- sögn þessa atviks dálítið ein- stæða, er að svo vix-ðist sem maðurinn hafi hlaupið með þessi stórtíðindi í hið alþýðu- flokkslega blað „Frjáls þjóð“. En þar birtist hin átakanlega grein landlæknis um afbrot stéttarbx'óðui'ins. Ja, hvað þarf mikið til þess að vitleys- ingur verði band sjóðandi vit- laus?, án þess vitanlega að slík urnmæli eigi við jafn hátt- settan mann og Vilmund Jonsson. Það má skjóta því hér inn í, að það lenti í hlutskipti hins orðvara landlæknis, að bi’eiða út mjög illkynjaða sorpsögu um unga saklausa stúlku hér í bæ, tilefnislaust, og gera bæði hana og ágæta íoreldra hennar að hálfgerðum við- undrum, útaf meintri hvítri þrælasölu, og ennfremur lenti i hlutskipti sama manns að breiða vafasamar eiturlyf- seðlasagnir um kollega sína hér í Reykjavík. Að minnsta kosti hefur dómsmálaráð- herra ekki látið gera neitt í jafn alvarlegu máli svo kunn- ugt sé. Þess má geta að Friðrik Ein- arsson læknir, er talinn mjög duglegur læknir, og prýðileg'- ur í alla staði, en talið að hann hafi einhverntíma endur fyrir löngu leyf t sér að vera á öðru máli en Vilmundur Jónsson. Ekki mun samkomulagið við stéttarbræðurna batna við þessar aðfarir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.