Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 1
2005 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR BLAÐ D
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
CHELSEA FAGNAÐI SIGRI Á MANCHESTER UNITED / D6
HEIÐAR Helguson og Brynjar Björn Gunn-
arsson halda utan til Portúgals í dag ásamt leik-
mannahópi Watford. Þar munu leikmenn Wat-
ford, tuttugu að tölu, æfa í fjóra daga við góðar
aðstæður og á milli æfinga grípa í golfkylfur,
eins og Heiðar orðaði það við Morgunblaðið í
gær. Bikarhelgi er á Englandi um helgina og
þar sem Watford er úr leik var ákveðið að fara
til Portúgals enda hefur verið mikið álag á leik-
mönnum liðsins að undanförnu. Draumur Wat-
ford um að komast í úrslitaleik deildabikar-
keppninnar á Þúsaldarvellinum í Cardiff varð
að engu í fyrrakvöld þegar liðið tapaði fyrir
Liverpool, 1:0. ,,Við vorum bara ekki nógu góð-
ir. Okkur tókst ekki að skapa nein færi enda
spilaði Liverpool-liðið vel og gaf engin færi á
sér. Nú getum við einbeitt okkur að deildinni og
þar höfum við verk að vinna,“ sagði Heiðar.
Heiðar og Brynjar
til Portúgals
Ég á bara eftir að fara í lækn-isskoðun og að henni lokinni
skrifa ég undir hjá Stoke. Hlut-
irnir hafa gerst hratt. Stoke setti
sig í samband við mig um síðustu
helgi og þegar ég fékk grænt ljós
hjá Bochum var gengið frá þessu,“
sagði Þórður við Morgunblaðið í
gær.
Enginn íslenskur leikmaður hef-
ur verið á mála hjá Stoke, sem er í
meirihlutaeigu Íslendinga, frá því
Brynjar Björn Gunnarsson lék
með því stuttan tíma síðastliðið vor
en auk Þórðar er vel mögulegt að
Tryggvi Guðmundsson leiki með
liðinu til vors sem lánsmaður frá
FH.
Þórður hefur verið afar óánægð-
ur með stöðu sína í Bochum-liðinu
á þessu tímabili en hann hefur að-
eins fengið að spreyta sig í tveimur
leikjum í tímabilinu, samtals í 52
mínútur.
„Ég er mjög ánægður með þessi
málalok og nú fæ ég heiðarlegt
tækifæri til að komast í lið. Ég er
búinn að vera í algjöru frosti hjá
Bochum síðan í mars í fyrra og ég
varð hreinlega að komast í burtu.
Það verður gaman að spila á Eng-
landi á nýjan leik. Ég hef séð
marga leiki með Stoke í gegnum
árin og menn sem þar eru til stað-
ar þekkja nokkuð vel til mín,“
sagði Þórður.
Guðjón Þórðarson, faðir Þórðar,
var sem kunnugt er knattspyrnu-
stjóri Stoke á árunum 1999–2002
og Bjarni bróðir hans lék í fjögur
ár með liðinu frá 2000–2003.
Þórður, sem verður 32 ára á
árinu, hefur leikið með tveimur
enskum liðum. Hann lék 10 leiki
með Derby í úrvalsdeildinni árið
2001 og 7 leiki með Preston í 1.
deildinni ári síðar. Þá hefur hann
spilað með Bochum, Genk í Belgíu
og Las Palmas á Spáni og á að
baki 58 landsleiki.
Þórður Guðjónsson
til liðs við Stoke
ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifar í dag
undir eins og hálfs árs samning við enska 1. deildarliðið Stoke City.
Þórður komst að samkomulagi við forráðamenn þýska 1. deildar-
liðsins Bochum um að fá riftun á samningi sínum og fer hann því til
Stoke án greiðslu en Þórður átti rúm tvö ár eftir af samningi sínum
við Bochum.
HJÁLMAR Þórarinsson, knatt-
spyrnumaður úr Þrótti í Reykja-
vík, lék sinn fyrsta leik með að-
alliði Hearts í fyrrakvöld þegar
liðið vann 2:1 útisigur á Liv-
ingston í skosku úrvalsdeildinni.
Hjálmar kom inná sem varamað-
ur á 67. mínútu þegar staðan var
markalaus og þótti hann sýna
lipra takta og hleypa lífi í sókn-
arleik liðsins. Livingston komst
yfir þegar stundarfjórðungur var
til leiksloka en Hearts skoraði tvö
mörk á lokamínútunum og
tryggði sér þar með sigurinn.
Hjálmar, sem er 18 ára gamall,
hefur verið í láni hjá Edinborg-
arliðinu síðan í haust og hefur
leikið með vara- og unglingaliði.
Hann hefur staðið sig mjög vel
með varaliðinu í undanförnum
leikjum og ákvað John Robertson,
knattspyrnustjóri Hearts, að
verðlauna Hjálmar með því að
velja hann í leikmannahópinn.
„Hinn ungi Hjálmar og Saulios
komu frískir inn,“ sagði Robert-
son en Saulios Mikoluns, litháskur
landsliðsmaður, kom inná á sama
tíma og Hjálmar í sínum fyrsta
leik.
Hjálmar lék
með Hearts
„MAÐUR er kappklæddur á
varamannabekknum og er að
drepast úr kulda og er ég þó
aldrei kyrr. Vegna þessa þá
slepptum við æfingu í íþrótta-
húsi hér í nágrenninu því hitinn
þar inni var ekki nema fjórar
gráður. Þetta er í raun alveg fá-
ránlegt ástand hér enda skilst
mér að það sé óvenju kalt hér í
landi og auk þess ekki nokkur
kostur á að hita húsin meira en
gert er,“ sagði Viggó Sigurðs-
son, en mikill kuldi er í keppn-
ishöllinni í El Menzah í Tún-
isborg þar sem íslenska
landsliðið og fleiri leika sína
leiki.
Margir hafa brugðið á það ráð
klæða sig í þykkar úlpur og m.a.
hafa þjálfarar og liðsstjórar ver-
ið klæddir líkt og þeir væru að
stjórna knattspyrnuliði utandyra
á íslensku haustkvöldi og sárafá-
ir áhorfendur leikjanna verða að
berja sér til hita. „Án þess að ég
ætli að skella skuldinni á slakan
leik okkar gegn Kúveitum þá
verður að segja það eins og er
að þessi kuldi er vart boðlegur
til handknattleiks.“
„Kuldinn
vart boð-
legur“
Morgunblaðið/RAX
Leikmenn íslenska landsliðsins fóru í gönguferð um Túnisborg í gær fyrir leikinn gegn Kúveit. Logi Geirsson, Róbert Gunnarsson,
Markús Máni Michaelsson, Vilhjálmur Halldórsson og Hreiðar Guðmundsson. Sjá fréttir og úrslit frá HM á B2, B3, B4, B5, B6.