Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 5
HM Í HANDKNATTLEIK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 D 5
Vonandi var þessi leikur ekki sýn-ishorn af því sem koma skal í
næstu tveimur leikjum í riðlinum því
þá er næsta víst að
íslenska liðið lýkur
keppni hér í Túnis á
laugardaginn, kemst
ekki upp úr riðlin-
um. Sannast sagna
átti ég alls ekki von á góðum leik
enda getumunurinn slíkur að það
var aðeins skylduverk að sigra. Það
gerðu strákarnir, þó svo að enginn
glæsibragur væri á leik þeirra.
Annað sem rétt er að hafa í huga
er að þegar lið þarf að standa í vörn
langtímum saman þá flýta menn sér
gjarnan í sókninni. Þetta er alþekkt
þó svo að æðibunugangurinn á ís-
lensku leikmönnunum hafi verið
óþarflega mikill. Hins vegar gaf
Viggó Sigurðsson þeim sem lítið
hafa fengið að spreyta sig til þessa
færi á að gera það í gærkvöldi og all-
ir vildu strákarnir sanna sig og
gerðu því ef til heldur meira en þeir
réðu við. Það var leikið meir af
kappi en forsjá.
Byrjunarliðið í gær var samt ekki
langt frá því sem verið hefur. Hreið-
ar Guðmundsson, sem lék sinn
fyrsta leik, byrjaði í markinu og úti-
leikmenn voru Dagur Sigurðsson,
Einar Hólmgeirsson, Róbert Gunn-
arsson, Alexander Petersson, Mark-
ús Máni Michaelsson og Guðjón Val-
ur Sigurðsson, en Ólafur Stefánsson
lék í vörninni. Bæði lið hófu leikinn
með flatri vörn, en áður en lauk
höfðu ýmis tilbrigði verið reynd báð-
um megin.
Byrjunin var í lagi, Hreiðar varði
nokkur skot á upphafsmínútunum
og eftir sex mínútur var staðan orð-
in 4:1 og 4:9 eftir stundarfjórðung.
Viggó skipti oft um leikmenn og
Ólafur kom snemma inn sem leik-
stjórnandi, Arnór Atlason tók síðan
þá stöðu en varð að fara af velli
meiddur í upphafi síðari hálfleiks.
Einar Hólmgeirsson ætlaði að nýta
tækifærið vel og eftir sjö mínútur
hafði hann gert tvö mörk í fjórum
skotum.
Undir lok fyrri hálfleiks voru að-
eins „óreyndir“ leikmenn inn á í ís-
lenska liðinu og þá náðu Kúveitar að
minnka muninn lítillega, staðan
17:12 í hálfleik. Þeir hófu síðari hálf-
leikinn á 4:1 og allt í einu var komin
nokkur spenna í leikinn, altént var
blaðamaður frá Kúveit, sem sat við
hlið mér, orðinn nokkuð æstur og
órólegur enda léku hans menn ljóm-
andi vel.
Það sem eftir var leiks var mun-
urinn 3–4 mörk þar til síðari helm-
ingur síðari hálfleiks hófst. Þá var
staðan 23:20 en þær fimmtán mín-
útur sem eftir voru tók íslenska liðið
sig saman í andlitinu og gerði átta
mörk gegn tveimur. Íslenska liðið
verður ekki dæmt af frammistöð-
unni í gær. Þetta var leikur sem allt-
af var vitað að ynnist og það sat
greinilega í undirmeðvitund manna.
Verkefnið var leyst án nokkurs
glæsibrags.
Sigur án
glæsileika
ÍSLENSKA landsliðið vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu
í handknattleik í gær þegar það lagði Kúveit með níu marka mun,
31:22. Það var lítill glæsibragur yfir leik liðsins og alveg ljóst að það
þarf að gera mun betur á föstudaginn ætli það sér að leggja Rússa.
Kúveitar léku reyndar sinn langbesta leik í mótinu, en engu að síður
lenti íslenska liði í óþarflega miklum vandræðum þó svo að lokatöl-
urnar séu ef til vill ekkert langt frá því að vera viðunandi.
012334%536
(
9
(
::4:
/
6/(
;
;
01
20
01
2
848
$848
< 33
23
0
13
"* '%) =
( ::./>% )*
4%! &353662
4
.?
(
1
1
5
5
1
3
5
5
6
%
7
8
9
$ (
)
A
8B
5
5
372
557
1
5
5
1
5
$ (/
(? 0
48
5
5
5
5
6?
)
( 5
5
5
5
$( 1
*1
5
5
5
0
5
)/( ?(
5
7 (
(: ( *(8
5
1
5
5
7 (
*(8
5
1
5
#
%(
073829#:5%;**
>%9
8%
7
")
*
*
&
C
3,
+ *
+ *
5
$
<
,
<(
.
%..D4
,6
$
-0
$(0
&
,
#,9
(
6
$))
<E*
2(
0
u
kki
el
ð-
að
ur
-
om-
g-
na
d-
rar
m
t
af
n í
rg
AX
ARNÓR Atlason sneri sig á
vinstri ökkla á fimmtu
mínútu síðari hálfleiks
gegn Kúveitum á HM í gær
og kom ekkert meira við
sögu í leiknum. Elís Þór
Rafnsson, sjúkraþjálfari
landsliðsins, setti strax
kælipoka um ökklann og
batt um. Hann reiknaði
ekki með að um alvarlega
tognun væri að ræða.
„Eins og þetta lítur út við
fyrstu skoðun þá virðist
ekki vera um alvarlega
tognun að ræða og Arnór
ætti að ná sér fljótlega,“
sagði Elís eftir leikinn.
Gangi þetta eftir ætti Arn-
ór að vera klár í slaginn
gegn Rússum annað kvöld,
en það skýrist betur í dag.
Ekki
alvarlegt
hjá
Arnóri
„ÞETTA var eiginlega mjög erfitt
og alveg fast á tímum. En svona vill
þetta oft verða þegar leikið er við
mun slakara lið. Við náðum ekki að
vera 100% á tánum og gerðum okkur
þetta óþarflega erfitt,“ sagði Einar
Örn Jónsson eftir sigurinn á Kúveit.
„Við vorum ansans klaufar í sókn-
inni og flýttum okkur allt of mikið,
en það gerist stundum þegar liðið
stendur í vörn tvo þriðju hluta leiks-
ins eins og við gerðum núna, þá
verður of mikið óðagot í sókninni.
Þá virðast menn ætla að flýta sér að
skora og helst fjögur mörk í einu.
Við náðum aðeins að hægja á okkur í
lokin og ná sómasamlegum úrslit-
um,“ sagði Einar Örn.
„Óþarflega
erfitt“
„VIÐ byrjuðum vel en gáfum síðan eftir. Það er erfitt að
leika við Kúveitana, það er stemmning í þeim, þeir fagna
hverju marki líkt og þeir séu að vinna heimsmeistara-
keppnina jafnvel þótt þeir séu langt undir,“ sagði Markús
Máni Michaelsson eftir sigurinn á Kúveitum.
„Það má samt ekki gerast að við förum ekki í leiki af full-
um krafti og lítum á leiki sem einhver skylduverkefni. Ég
vona bara að Viggó [Sigurðsson] og Bergsveinn [Berg-
sveinsson] taki ekki af okkur frídaginn á morgun þótt við
höfum ekki staðið okkur betur en raun ber vitni um. Ég
vona að þeir fyrirgefi okkur lélegan leik og við fáum nokk-
urra klukkustunda tækifæri til að skoða okkur aðeins um í
borginni, við höfum eiginlega verið í stofufangelsi síðan við
komum til Túnis á föstudag.
Níu marka sigur er vissulega þokkalega sannfærandi en
um tíma var kominn smáskjálfti þegar munurinn var kom-
inn niður í þrjú mörk. En svona fór þetta, því verður ekki
breytt úr þessu,“ sagði Markús Máni.
„Höfum verið í
stofufangelsi“
g-
að
ð
eik
m
pti
n.
NIKOLA Markovic, landsliðsþjálfari Kúveita, var
í sjöunda himni með frammistöðu sinna manna
gegn Íslendingum. „Þeir léku samt aðeins á 80%
getu, þeir eiga að geta leikið enn betur. Menn
tóku sig hins vegar heldur betur saman í andlit-
inu eftir hroðalegan leik gegn Rússum í annarri
umferð, enda voru menn staðráðnir í því. Ég
býst við að liðið eigi eftir að leika enn betur í
næstu leikjum en það gerði gegn Íslendingum
þótt ég sé ánægður með þann leik,“ sagði
Markovic.
Fjölmiðlamenn frá Kúveit sem eru á heims-
meistaramótinu skildu ekkert í þeim stakka-
skiptum sem urðu á landsliði þeirra á milli daga
og spurðu þjálfara sinn ítrekað hvað hefði gerst.
Markovic gaf engar skýringar á því en ýmsum
rann í grun að hann hefði háttað menn niður í
rúm strax eftir kvöldmat á þriðjudaginn.
Ánægður
þjálfari Kúveita
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Túnis
DÓMARAPARIÐ pólska, sem
dæmdi leik Íslands og Kúveit í gær,
var afskaplega slakt, en þetta er
sama parið og fékk einstaklega góða
dóma fyrir að dæma úrslitaleikinn á
Ólympíuleikunum í fyrrasumar.
Greinilegt að dómarar geta átt jafn-
misjafna daga og leikmenn.
HEIMAMENN í Túnis eiga ekki
orð yfir veðurfarið þessa dagana.
Hitastigið í íþróttahöllinni í Menzha
á meðan síðasti leikur kvöldsins í
gær fór fram, Ísland á móti Kúveit,
var 3,8 gráður.
VARAMENN og aðrir sem sátu á
varamannabekkjum liðanna voru
líka kappkæddir, þjálfari Kúveita
meðal annars í úlpu. Viggó var ekki í
úlpu, sat rólegur á bekknum fram í
miðjan fyrri hálfleikinn en stóð þá
upp, trúlega til að halda á sér hita.
ÞJÁLFARI Tékka rauk á dyr um
leið og flautað var til loka leiks liðs-
ins við Rússa. Leikmenn sátu hins
vegar niðurlútir á bekknum og gólf-
inu á meðan þjálfarinn rauk fram hjá
þeim án þess að yrða á þá og á dyr.
ROLAND Eradze og Vilhjálmur
Halldórsson hvíldu í leiknum í gær.
Roland átti að spila en hætt var við
það þar sem hann kennir aðeins til í
hægri öxlinni. „Þetta er ekkert al-
varlegt. Ég verð tilbúinn í Rússana,“
sagði Roland.
ÍSLENSKA liðið skorar alltaf
færri og færri mörk í leikjunum á
HM. Í fyrsta leiknum, við Tékka,
gerðu leikmenn 34 mörk, 33 í öðrum
leiknum, sem var við Slóvena, og í
gær 31 gegn Kúveit.
ALLIR leikmenn liðsins skoruðu
mark í gær, nema markverðirnir
Birkir Ívar og Hreiðar.
ÍSLENSKA liðið mun fá bæjar-
leyfi í dag og er þetta í raun fyrsti
frídagur þess. Það hefur verið lokað
inni á hóteli síðan það kom, en í dag
verður haldið í gamla bæinn í Túnis
eftir árdegisæfingu og strákunum
gefið færi á að skoða mannlífið.
„ÉG vil ekki mála frammistöðu
okkar í of dökkum litum, þetta eru
oft erfiðustu leikirnir að spila,“
sagði Guðjón Valur Sigurðsson
hornamaður eftir sigur á Kúveit í
íþróttahöllinni í El Menzah í gær-
kvöldi, 31:22. „Auðvitað áttum við
og gátum unnið þetta lið með 20
til 25 mörkum en þessi níu marka
munur dugði til sigurs, var akk-
úrat það sem við þurftum til þess
að vinna. Það var ef til vill aðeins
svekkelsi í mannskapnum eftir
tapið fyrir Slóvenum, þá töpuðum
við mjög klaufalega. Við töluðum
um að vera búnir að rífa okkur
upp úr þeim leik þegar kom að
þessum við Kúveita, en það er
staðreynd að það er alltaf erfitt að
gíra sig inn í annan leik eftir að
hafa orðið fyrir sárum von-
brigðum eins og við urðum fyrir
með leikinn gegn Slóvenum. Síðan
er einnig alltaf erfitt að stilla sig
inn á þessa leiki við þær þjóðir þar
sem við erum fyrir fram taldir
miklu betri. En við náðum í tvö
stig og það skiptir mestu máli þeg-
ar upp er staðið,“ sagði Guðjón
Valur Sigurðsson.
„Sigur skipti mestu máli“
ÞANNIG vörðu íslensku mark-
verðirnir í leiknum gegn Kúv-
eit.
Hreiðar Guðmundsson 11
(þar af 2 til mótherja) 5 lang-
skot, 3 (2) eftir gegnumbrot, 2
af línu, eitt úr horni.
Birkir Ívar Guðmundsson 8
(þar af 5 til mótherja) 5 (4)
langskot, 1 gegnumbrot, 1 úr
horni, 1/1 af línu.
Þannig
vörðu þeir