Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 D 7  JÓN Arnór Stefánsson skoraði 5 stig fyrir lið sitt, Dynamo St. Pet- ersburg, þegar liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í fyrrakvöld. Jón Arn- ór og félagar hans lögðu Lamesos frá Kýpur, 83:72, og hafa þar með unnið alla tólf leiki sína í keppninni.  GYLFI Einarsson var meðal vara- manna Leeds en kom ekki við sögu þegar lið hans tapaði fyrir Derby County, 2:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Derby komst í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum.  SCOTT Cassie, skoski knatt- spyrnumaðurinn, kom ekki til Skagamanna í gær eins og til stóð. Á heimasíðu þeirra segir að komu hans hafi verið frestað í 10–14 daga vegna meiðsla sem hann hafi orðið fyrir á æfingu í síðustu viku. Í Morgun- blaðinu í gær kom hinsvegar fram að Cassie hefði ekkert getað spilað und- anfarna tvo mánuði vegna meiðsla í baki en um það mátti lesa á nýsjá- lenskum netmiðlum. Hann gekk til liðs við Waikato á Nýja-Sjálandi í nóvember en gat ekkert spilað með liðinu.  STEFÁN Gíslason, knattspyrnu- maður úr Keflavík, fer ekki til Häck- en í Svíþjóð en hann var þar til reynslu fyrr í mánuðinum. Á heima- síðu Keflavíkur segir að Stefán hafi gefið Häcken afsvar, og hugmyndir sænska liðsins um greiðslu fyrir hann hafi auk þess ekki verið merki- legar. Þá verður ekkert af því að Sví- inn Kenneth Gustavsson frá Trelle- borg komi til Keflavíkur.  EGGERT Gunnþór Jónsson, knattspyrnumaður frá Neskaup- stað, er til reynslu hjá skoska úrvals- deildarliðinu Hearts þessa dagana. Eggert er 16 ára og er nýgenginn til liðs við Þór á Akureyri eftir að hafa leikið með Fjarðabyggð í 3. deild í fyrra, og hann er í úrtakshópi fyrir U19 ára landslið Íslands.  FLORENT Sinama-Pongolle, sóknarmaður Liverpool, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Pongolle meiddist illa á hné í deilda- bikarleiknum gegn Watford í fyrra- kvöld, aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.  JÓHANNES B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson og Gunnar Hreiðarsson skipa landslið Íslands í snóker sem tekur þátt í Evrópu- meistaramótinu á Möltu í mars. Lið- ið var valið samkvæmt núgildandi styrkleikalista meistaraflokks.  ENSKA úrvalsdeildarliðið Totten- ham hefur komist að samkomulagi við framherjann Mido sem er frá Egyptalandi en hann er samnings- bundinn ítalska liðinu Róma. Mido verður hjá enska liðinu í 18 mánuði sem lánsmaður. Að auki hefur félag- ið samið við Mounir El Hamdaoui en hann er 21 árs og er frá Hollandi. FÓLK ÁSTRALINN Lleyton Hewitt og Andy Roddick frá Bandaríkjunum tryggðu sér í gær sæti í undan- úrslitum á opna ástralska meist- aramótinu í tennis. Hewitt hafði betur gegn Argentínumanninum David Nalbandinan í maraþonvið- ureign sem stóð yfir í á fimmtu klukkstund. Hewitt vann tvö fyrstu settin, 6:2 og 6:3, en Argentínumað- urinn svaraði með því að vinna tvö næstu, 6:1 og 6:3, en í oddasettinu hafði Hewitt betur og sigraði í æsi- spennandi leik, 10:8, og er þar með kominn í undanúrslit á þessu móti í fyrsta sinn í níu tilraunum. Roddick gerði út um slaginn gegn Rússanum Nikolkay Davy- denko á einni og hálfri klukkstund, 6:3, 7:5 og 4:1, en Rússinn ákvað að hætta keppni vegna öndunarerf- iðleika. Roddick og Hewitt mætast í und- anúrslitum á morgun en í hinni undanúrslitaviðureigninni leika Svisslendingurinn Roger Federer, sem er efstur á styrkleikalistanum og hefur unnið 26 leiki í röð, og Rússinn Martat Safin. Í kvennaflokki bar Lindsay Dav- enport sigurorð af heimakonunni Alaiciu Molik en úrslitin urðu: 6:4, 4:6 og 9:7. Í undanúrslitum mætast þær Davenport og Dechy annars vegar og Maria Sharapova og Ser- ena Willimas annars vegar. Lleyton Hewitt marði sigur í maraþonleik Það hefur mikið verið rætt íNjarðvík hvort einhverjar breytingar yrðu gerðar á leik- mannahóp liðsins á næstu dögum þar sem bandarísku leik- mennirnir Anthony Lackey og Matt Sayman höfðu ekki leikið vel að und- anförnu. Einar, þjálfari liðsins, lét þá félaga byrja á varamannabekkn- um en Lackey skildi sneiðina sem hann fékk frá þjálfaranum og skor- aði grimmt utan af velli. Grindavík hafði yfirhöndina til að byrja með þar sem Páll Axel Vil- bergsson fór á kostum og skoraði með langskotum. Pressuvörn Njarð- víkinga í 2. leikhluta setti gestina að- eins út af sporinu en Darel Lewis dró vagninn ásamt Páli. Matt Sayman og Lackey komu inn á og breyttu miklu þar sem heimamenn skoruðu 9 stig í röð. Staðan í hálfleik var 56:47 heima- mönnum í vil, en Grindavík skoraði fyrstu 6 stig síðari hálfleiks. Inn- koma Halldórs Karlssonar í liði Njarðvíkur breytti miklu á lokakafla leiksins en hann einbeitti sér að því að stöðva Pál Axel og tókst Halldóri svo vel upp að landsliðsmaðurinn skoraði ekki stig í 12 mínútur. Heimamenn sýndu styrk sinn á lokamínútunum og lönduðu sann- gjörnum sigri. Anthony Lackey var ánægður í leikslok. „Ég vildi sýna stuðningsmönnum liðsins, stjórninni, þjálfaranum og samherjum mínum að ég vil leggja mig fram fyrir liðið. Og ég vil vinna titla með þessu liði. Ég vissi að það var ákveðin pressa á okkur en strák- arnir hjálpuðu mér að fá þessi skot sem fóru ofan í í þessum leik,“ sagði Lackey. „Það eru þrjár vikur í bikarúr- slitaleik hjá okkur og þessi leikur var eitt skref í átt að honum. Ég vildi fá meiri baráttu og liðsanda í liðið. Það tókst og ég er gríðarlega ánægður með alla 10 leikmenn liðs- ins sem komu við sögu. Við vorum samstilltir í okkar aðgerðum og er- um á réttri leið að mínum mati. Það kemur ekkert annað til greina en að vinna titla í vetur og við erum með í baráttunni í deild og bikar,“ sagði Einar. „Leikurinn var góð skemmtun, jafn og mikil barátta. En við klikk- uðum á smáatriðum á lokakaflanum þegar við áttum góða möguleika á að vinna. En ég er ánægður með margt í okkar leik en við töpuðum fyrir Njarðvík á heimavelli og þeir eru ekki þekktir fyrir að tapa mörgum leikjum á þessum velli,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga. Keflavík, Njarðvík og Snæfell eru öll með 20 stig – Keflavík hefur leik- ið 13 leiki en Njarðvík 15. Snæfell hefur leikið 14 leiki. Grindavík er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 15 umferðum. Lackey svar- aði kallinu NJARÐVÍKINGAR réttu úr kútnum eftir slælegt gengi í úrvalsdeild- inni með því að leggja Grindavík að velli í gærkvöld í „Ljónagryfj- unni“, 91:81, en Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, brá á það ráð að setja bandaríska leikmenn liðsins á varamannabekkinn í upphafi leiks og svaraði Anthony Lackey kallinu með því að skora sjö þriggja stiga körfur úr aðeins tólf tilraunum. Davíð Páll Viðarsson skrifar ÍVAR Ingimarsson hef- ur átt góðu gengi að fagna með enska 1. deildarliðinu Reading á leiktíðinni en læri- sveinar Steve Coppells eru sem stendur í fjórða sæti deild- arinnar og eru í harðri baráttu um sæti í úr- valsdeildinni. Ívar hef- ur verið í byrjunarlið- inu í öllum 34 leikjum Reading á tímabilinu. Hann hefur leikið stórt hlutverk í varnarleik liðsins og upp á síð- kastið hefur Stöðfirð- ingurinn verið að- gangsharður upp við mark andstæðinganna en mark hans gegn toppliði Ipswich á loka- sekúndunum var hans fjórða á leiktíðinni. Ívar var valinn í úr- valslið 16 leikmanna úr fyrri hluta 1. deildar af enska blaðinu The Observer á dög- unum og nær undantekn- ingalaust hefur hann fengið góða dóma fyrir leik sinn. Menn hljóta því að spyrja sjálfa sig. Hefur ís- lenska landsliðið í knattspyrnu efni á að njóta ekki krafta Ívars í ljósi þess hve vel hann hefur spjarað sig í ensku 1. deildinni í vetur og eins hver staða lands- liðsins er um þessar mundir? Varnarleikur liðsins beið hálf- gert skipbrot í leikjum þess í undankeppni HM í haust og það er alveg ljóst að landsliðsþjálf- ararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hljóta að velta því alvarlega fyrir sér að breyta um varnaraðferð þegar flautað verð- ur til leiks í undankeppni HM í marsmánuði. Þriggja manna varnarlínan sem lagt var upp með í haust hefur virkað illa og landsliðsþjálfararnir geta vart annað en breytt um varnaraf- brigði og stillt upp fjögurra manna vörn. Í þeirri vörn á Ívar heima, að mínu mati. En málið er ekki alveg svona einfalt. Hinn 20. ágúst síðastlið- inn sendi Ívar Morgunblaðinu yf- irlýsingu sem í stóð meðal annars að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið, a.m.k. meðan það væri undir stjórn Ásgeirs og Loga. Ív- ar var ósáttur við stöðu sína í lið- inu og þegar hann fékk ekki tækifæri í leiknum gegn Ítölum í frægum leik á Laugardalsvelli ákvað hann að gefa ekki kost á sér í liðið. Frá því þessi yfirlýsing var gefin út hefur Ívar ekki leik- ið með landsliðinu. Ívar: ,,Staðan óbreytt“ Ívar sagði við Morgunblaðið að staðan væri óbreytt hjá sér hvað landsliðið varðar. ,,Staðan er sú sama og ég einbeiti mér bara al- farið að Reading. Málið var að mér fannst að þeir Ásgeir og Logi væru búnir að mynda sér ákveðna skoðun á mér og ég var ósáttur að þeir skyldu ekki koma út og kíkja á mig í leik með Read- ing. Það hefur ekkert gerst og ég hef ekki heyrt neitt í landsliðs- þjálfurunum,“ sagði Ívar. Logi: ,,Viljum höggva á hnútinn“ Logi sagði við Morgunblaðið að hann og Ásgeir færu út til Englands í næsta mánuði þar sem þeir myndu skoða leiki og æfingar hjá Íslendingaliðunum, ræða við þá íslensku leikmenn sem þar eru að spila og spjalla við þjálfara leikmannanna. „Það er ætlun okkar að ræða við Ívar. Það er okkar skylda að heyra í honum hljóðið og vita hvort afstaða hans hafi breyst og hvort hægt sé að ræða málin við hann. Við Ásgeir ætlum að hafa öflugra eftirlitskerfi með at- vinnumönnum okkar, bæði með því að fara út og skoða þá og eins erum við að koma okkur upp gagnagrunni sem við ætlum að fylla inn í eftir hvern leik þannig að við höfum það fyrir framan okkur hvað þessir strákar okkar eru að gera. Þá munum við leita eftir því við félögin og þjálfara þeirra að þau sendi okkur allar upplýsingar sem við getum feng- ið. Við getum samt aldrei komist yfir það sem mundum vilja gera og Ívar hefur nokkuð til síns máls, því miður fórum við ekkert að horfa á hann. Við viljum höggva á þennan hnút hvað varð- ar Ívar. Þetta var aldrei djúp- stæður ágreiningur á milli okkar þjálfaranna og Ívars. Hann fékk aldrei nema lof frá okkur þrátt fyrir allt, en það er ætlun okkar að ræða við hann og gefa honum kost á að segja sína sögu. Þar með er ekki sagt að við segjum að hann spili en vissulega er Ívar kostur í stöðunni ef við förum út í að spila fjögurra manna vörn,“ sagði Logi. Það er von undirritaðs að landsliðsþjálfurunum verði ágengt í að leysa þennan leið- inlega hnút og að Ívar sjái að sér og gefi kost á sér í íslenska lands- liðið á nýjan leik. Ívar er afar metnaðarfullur og samvisku- samur leikmaður sem borið hef- ur verið mikið lof á af kollegum mínum á Englandi og íslenska landsliðið þarf svo sannarlega á slíkum leikmanni að halda í þeim verkefnum sem fram undan eru á árinu. Gríðarlega erfiður leikur bíður landsliðsins þegar undankeppni HM hefst á nýjan leik eftir hlé og þrátt fyrir tilraunir KSÍ um að útvega liðinu verkefni fyrir þann slag er fyrirséð að það tekst ekki. Ísland sækir Króatíu heim 26. mars og fyrir þann erfiða slag og leikina sem eftir eru í keppninni verða leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn landsliðsins að snúa saman bökum og stefna í þá átt að rétta gengi landsliðsins við og rífa það upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Guðmundur Hilmarsson Ívar á heima í vörn landsliðsins Morgunblaðið/Kristinn Ívar Ingimarsson gummih@mbl.is Á VELLINUM ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, mun ekki taka þátt í neinum mótum innanhúss í vet- ur. Hún hefur ekki náð sér af meiðslum aftan í læri sem hún hlaut undir lok síðasta tímabils og vill því ekki taka neinu áhættu hvað innanhússtímabilið verðar. Þórey segir á heimasíðu sinni að hún sé nú fyrst að byrja að hlaupa og lyfta eftir að hafa verið að styrkja bak og fætur vegna meiðslanna í lærinu. Þórey, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári þar sem hún setti Norðurlandamet og hafnaði í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu, segist ekki vera í neinu keppnisformi enda ekki snert stöngina frá því hún keppti á síðasta móti sínu síðastliðið haust. Þórey Edda keppir ekkert í vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.