Morgunblaðið - 01.02.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 01.02.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 30. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Afburðafær listamaður Ríkharður Örn Pálsson hrifinn af Alina Dubik | Menning 36 Hláturkæti- klúbburinn Hefur það markmið að lengja lífið með hlátri | Daglegt líf 21 Íþróttir í dag Norðmenn lögðu heimsmeistarana  Stoke vildi fá Jóhannes Karl  Hugrún slær í gegn í sparkboxi IYAD Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, hvatti í gær alla trúar- og þjóð- ernishópa landsins til að taka höndum saman eftir kosningarn- ar á sunnudag. Allawi og þjóð- arleiðtogar víða um heim fögnuðu kosningunum sem sigri lýðræð- isins á hryðjuverkamönnum. Yfirkjörstjórnin í Írak sagði að kjörsóknin hefði verið á bilinu 60– 75%, mest á svæðum Kúrda og sjíta. Helsti kosningafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, Carl- os Valenzuela, sagði að kjörsókn- in hefði verið meiri á meðal súnní- araba en búist var við. Hann lagði þó áherslu á að hún hefði samt verið lítil vegna árása og hótana uppreisnarmanna sem reyndu að spilla fyrir kosningunum. „Allir Írakar ættu að taka höndum saman til að byggja upp Írak framtíðarinnar – hvort sem þeir kusu eða ekki,“ sagði Allawi og gaf til kynna að súnní-arabar yrðu hafðir með í ráðum þegar nýja þingið semdi stjórnarskrá. „Það er undir okkur öllum komið hvort hægt verður að byggja upp land hagsældar og stöðugleika. Ég ætla að hefja viðræður, sem eiga að standa þar til ný stjórn verður mynduð, til að tryggja að rödd allra Íraka heyrist.“ „Geta ekki sigrað“ „Hryðjuverkamennirnir vita núna að þeir geta ekki sigrað,“ sagði Allawi. Þjóðarleiðtogar víða um heim tóku í sama streng og hrósuðu írösku þjóðinni fyrir hugrekki. Jacques Chirac Frakk- landsforseti, sem var andvígur innrásinni í Írak, hringdi í George W. Bush Bandaríkjafor- seta til að óska honum til ham- ingju með kosningarnar. Kvaðst Chirac vera ánægður með fram- kvæmd þeirra. „Þessar kosningar eru mikilvægt skref í átt að póli- tískri endurreisn Íraks. Fyrirætl- anir hryðjuverkahópanna hafa brugðist.“ Reuters Óttast að sjítar einoki völdin í Írak PALESTÍNUMENN í Hebron á Vesturbakkanum lesa fréttir blaða um kosningarnar í Írak. Þær voru aðalefni allra fjölmiðla í Mið-Austurlöndum í gær og margir þeirra létu í ljósi áhyggjur af því að sjítar einokuðu völdin í Írak og mynduðu stjórn sem yrði fjandsamleg í garð ríkja súnní-araba. Í forystugreinum nokkurra blaða var því spáð að kosningarnar yrðu til þess að Bandaríkjastjórn legði harðar að arabaríkjum að koma á pólitískum umbótum. Hvatt til þjóðareiningar Allawi lýsir kosningunum sem sigri lýðræðis á hryðjuverkamönnum Bagdad. AFP, AP.  Straumhvörf í Írak?/14 Vændi eða skertar bætur? 25 ÁRA þýsk kona, sem er atvinnu- laus og hafnaði tilboði um að veita „kynlífsþjónustu“ í vændishúsi, á nú á hættu að atvinnuleysisbætur hennar verði skertar vegna nýrra laga. Vændi var heimilað í Þýskalandi fyrir tveimur árum og eigendur vændishúsa hafa fengið aðgang að op- inberum gögnum um fólk á atvinnu- leysisskrám. Konan er menntuð í upplýs- ingatækni en starfaði síðast sem gengilbeina á kaffihúsi. Hún fékk bréf frá vinnumiðlun sem sagði henni að hringja í atvinnurekanda sem hefði hug á að ráða hana. Hann reyndist vera eigandi vændishúss. Samkvæmt breytingum á lögum um þýska velferðarkerfið er hægt að neyða konur undir 55 ára aldri til að taka atvinnutilboðum, eða skerða bætur þeirra, hafi þær verið á at- vinnuleysisskrá lengur en í eitt ár. Stjórnin íhugaði að bæta við ákvæði um að þetta ætti af siðferðislegum ástæðum ekki við um tilboð frá vænd- ishúsum en komst að þeirri niður- stöðu að of erfitt væri að gera grein- armun á þeim og vínveitingahúsum. Vinnumiðlanirnar þurfa því að af- greiða atvinnutilboð vændishúsa með sama hætti og annarra. Vændishúsið getur höfðað mál gegn vinnumiðluninni neiti hún að refsa konunni fyrir að hafna tilboðinu með því að lækka bæturnar. „Það er ekkert í lögunum sem kem- ur í veg fyrir að konur séu neyddar í kynlífsþjónustu,“ sagði Merchthild Garweg, lögfræðingur í Hamborg. ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála úrskurðaði í gær að ol- íufélögin þrjú, Olís, Skeljungur og Olíufélagið, ættu að greiða samtals 1.505 milljónir króna í sekt fyrir ólöglegt samráð. Nefndin taldi að samráð félaganna hefði staðið yfir í mörg ár. „Sameiginlegt markmið þeirra hefur verið að raska kerfis- bundið samkeppni með ýmsum samráðsaðgerðum sem voru eink- um í því fólgin að eyða samkeppni og hækka vöruverð.“ Samkeppnisráð gerði í október olíufélögunum að greiða samtals 2.625 milljónir í stjórnvaldssektir. Upphæð sekta ræðst af ávinningi ol- íufélaganna af samráðinu og af- slætti sem Olíufélagið og Olís fengu vegna samstarfs við Samkeppnis- stofnun við að upplýsa málið. Áfrýjunarnefndin telur að félögin hafi haft með sér samráð um verð- breytingar á eldsneyti. Samskiptin hafi stundum verið „umfangsmikil og tíð“. Nefndin tekur fram að „gögn málsins bendi ekki til að þar hafi verið um einstök afmörkuð til- vik að ræða eða að eitt olíufélag beri þar mun minni ábyrgð en annað.“ Ekki alvarlegir annmarkar á rannsókninni Áfrýjunarnefndin hafnaði í öllum meginatriðum gagnrýni olíufélag- anna á rannsókn samkeppnisráðs. „Það er niðurstaða hennar [nefnd- arinnar] að rannsókn málsins hefur verið óvenjulega yfirgripsmikil og ljóst er að ýmis atriði hafa ekki verið skýrð með fullnægjandi hætti. Þó þykir fjarri lagi að þeir annmarkar sem bent hefur verið á eða fundist hafa séu þess eðlis að þeir eigi að valda ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.“ Nefndin tók ekki heldur undir sjónarmið olíufélaganna varðandi fyrningu. Hún taldi að miða ætti við fimm ára fyrningartíma og að fyrn- ing hefði verið rofin þegar húsleit Samkeppnisstofnunar hófst 18. des- ember 2001. Þá tók áfrýjunarnefndin ekki undir afstöðu Olíufélagsins og Olís varðandi fundi sem félögin áttu með Samkeppnisstofnun þar sem rætt var um samstarf um að upplýsa málið. Taldi nefndin gögn málsins ekki styðja ályktanir félaganna. Sektir lækka um milljarð  Olíufélögunum gert að greiða 1.505 milljónir í sekt  Sektarfjárhæð Skeljungs nú lægst og lækkaði mest í úrskurði áfrýjunarnefndar                                      Sektir/Miðopna VAL á kviðdómurum hófst í gær í máli bandarísku poppstjörnunnar Michaels Jacksons sem hefur verið ákærður fyrir að beita ungan pilt kynferðislegu ofbeldi. Hundruð aðdáenda Jacksons fögnuðu honum ákaft þegar hann mætti í dómhús í smábænum Santa Maria í Kaliforníu. Bú- ist er við að réttarhöldin standi í hálft ár og verði Jackson dæmdur sekur á hann yfir höfði sér allt að 21 árs fangelsisdóm. Um þúsund blaðamenn víðs vegar að úr heiminum hafa sótt um leyfi til að fylgjast með réttarhöldunum. Stuðningsmenn Jacksons sungu og dönsuðu, gagnrýndu saksóknara og gerðu hróp að konu er hélt á mótmælaskilti til stuðnings piltinum. Jackson veifaði til viðstaddra og mynd- aði sigurmerki með fingrunum þegar hann gekk inn í dómhúsið. AP Réttur settur í máli Jacksons OLÍS hefur ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurði áfrýj- unarnefndar samkeppnismála. „Það er mat Olíuverzlunar Ís- lands, að þrátt fyrir verulega lækkun sekta sé niðurstaðan engu að síður óásættanleg og í engu samræmi við réttarframkvæmd hér á landi,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá lögmanni OLÍS. Ákvörð- un hefur ekki verið tekin um framhald málsins hjá Keri hf., áð- ur Olíufélaginu hf., og Skeljungi hf. Talsmönnum Kers hf. þykir það einkennilegt að sektarfjárhæðir séu miðaðar við veltu félagsins ár- ið 2003, enda voru þá liðin tvö ár frá því að samráði lauk örugg- lega, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá lögmanni félagsins. „Okkur þykja þessar sektir gríðarlega háar,“ segir lögmaður Skeljungs sem telur þó að með úr- skurði sínum sé áfrýjunarnefnd samkeppnismála að staðfesta að félagið hafi ekki verið aðalger- andi í málinu. OLÍS fer dómstóla- leiðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.