Morgunblaðið - 01.02.2005, Page 16

Morgunblaðið - 01.02.2005, Page 16
DEILDARÁS - EINB. - REYKJAVÍK Nýkomin í einkasölu áhugaverð húseign, einbýli á tveimur hæð- um með innbyggðum bílskúr. Heildarstærð ca 300 fm. 5-6 svefnherbergi o.fl. Aukaíbúð ef vill. Arinn í stofu. Róleg og góð staðsetning. Útsýni. Verð 43,8 millj. 108806 HRÍSMÓAR - 2JA HERB. - GARÐABÆ Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 50 fm íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli miðsvæðis í Garðabæ. Fallegar innréttingar og gólf- efni. Mjög góð staðsetning. Verð 10,7 millj. 108665 HRÍSMÓAR - 3JA - GARÐABÆ - FRÁBÆRT ÚTSÝNI Nýkomin í einkasölu stórglæsi- leg ca 85 fm íbúð á 9. hæð í lyftuhúsi. Tvennar svalir, parket, vandaðar nýlegar innréttingar og tæki. Öll íbúðin var endur- hönnuð og endurnýjuð fyrir nokkrum árum og innréttuð á glæsilegan hátt, sérsmíðaðar innréttingar, eign í algerum sér- flokki, stórkostlegt útsýni út á sjóinn og borgina, Esjuna o.fl. Stutt í alla þjónustu. Myndir á netinu. Verð 19 millj. Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Selfossbúar fjölmenntu á þorrablótið í íþróttahúsinu sem Kjartan Björnsson Sel- fossrakari á heiðurinn af að koma á lagg- irnar og gera að föstum viðburði í bæj- arlífinu. Ríflega 600 manns sóttu blótið sem tókst með ágætum. Það er einkenn- andi fyrir samkomuna hversu vel bæjar- búar taka þessum viðburði og hafa gert hann að sínum. Fyrirtæki nota tækifærið og slá blótinu upp í að vera einn af föstu þáttunum í félagslífi fyrirtækjanna. Kjart- an er sennilega frumkvöðull janúar- mánaðar á Selfossi.    Enn helst þrýstingurinn í bygging- ariðnaðinum á Selfossi og svo virðist sem ekkert lát sé á aðflutn- ingi fólks. Það seljast allar húseignir sem koma á sölu og einn fasteignasalinn sagði við mig fyrir skömmu: „Veistu, það er bara eitt hús eftir hjá mér á skránni og í dag skráðu sig sex til að skoða þetta eina hús.“ Þessi staða má segja að sé dæmigerð fyrir ástandið enda eru alls staðar vélskóflu- kjaftar að grafa eða byggingakranar sem sveiflast fram og aftur. Eftirspurn eftir lóðum er mikil og í mörgu að snúast.    Nýtt aðalskipulag fyrir Árborg fram til ársins 2025 er í undirbúningi og kallar bæjarstjórnin eftir athugasemdum við drög sem unnin hafa verið eftir for- sendum sem starfshópur hefur sett fram. Fyrstu drögin gera ráð fyrir að Selfoss- flugvöllur verði festur inni á skipulaginu með heldur styttri flugbrautum en eru nú. Íbúar í Fosslandi, næsta nágrenni við völlinn, gefa honum hornauga og mót- mæla enda fer hávaði frá flugvélum yfir hávaðamörk í hverfinu. Bændur í Sand- víkurhreppi hinum forna sem eiga land að vellinum eru líka óhressir því með stað- setningu flugvallar í landinu verður eign- arland í næsta nágrenni verðlaust. Það er því búist við líflegum umræðum um flug- vallarmálið á næstu vikum, hvort ekki sé betra að flytja hann annað og nýta landið undir verðmæta íbúðabyggð sem gefur sveitarfélaginu meiri tekjur. Úr bæjarlífinu SELFOSS FRÁ SIGURÐI JÓNSSYNI FRÉTTARITARA Fyrstu þrjá fimmtu-dagana í febrúar,3. 10. og 17., verða flutt erindi um Hallgrím Pétursson og passíusálmana að Rimum, félagsheimilinu við Húsa- bakkaskóla í Svarf- aðardal. Þar munu Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur fjalla um skáldið, sr. Guðmundur Guðmundsson héraðs- prestur um píslarsöguna og passíusálmana, og sr. Sigríður Munda Jóns- dóttir, nýskipuð sókn- arprestur í Ólafsfirði, um líf og starf sr. Hallgríms, en hún ólst upp á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þetta er hluti af fullorð- insfræðslu Húsabakka- skóla en opið öllum sem áhuga hafa, unnið í sam- starfi við Eyjafjarðar- prófastsdæmi. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir skráningu á netfang- inu husabakki@dalvik.is eða í Húsabakkaskóla. Passíusálmar Þessi myndarlegi grá-hegri kom við hjáFagradalsbleikju í Vík í Mýrdal á dögunum. Stendur þarna vígalegur á einu af kerum fyrirtæk- isins og virðir fyrir sér ið- andi lífið í kerinu. Engum sögum fór af því hvort hann áræddi að gæða sér á því sem fyrir augu bar. Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun sagði gráhegra reglulega vetrar- gesti hér á landi, einkum þá sunnanlands. Þetta er fullorðinn fugl, þ.e. eldri en frá síðasta sumri, sem sést á litasamsetningu á haus og löngum toppi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gráhegri í hádegismat ÍMorgunblaðinu álaugardag var sagtfrá sérstökum „ris- tíðnibónus“ sem um samdist milli stéttar- félaga og Alcan. Sól- skríkjan syngur: Eflaust gefur góða raun og gerast margir sælir er Rannveig fer að reikna laun og „ristíðnina“ mælir. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit yrkir… Kjarabót allskonar karlarnir ná kvennanna mikil er raunin því rekkarnir allir nú reyna að fá ristíðnibónus á launin. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit heyrði af fundi kvenfélags fram- sóknarmanna í Kópavogi, þar sem nýskráðar konur hefðu fjölmennt og yfir- tekið félagið. Hann orti: Framsóknar sprunginn er flokksbotnlanginn freyjurnar blaðra og þvaðra valkyrjur þrömmuðu valdsjúkar inn og völtuðu hver yfir aðra. Af ristíðnibónus pebl@mbl.is Vík| Það var sérkennileg sjón sem blasti við þeim sem voru á ferðinni í Víkurfjöru á sunnu- dag, en þá höfðu hrúgast upp af- ar skemmtilegir skýjabakkar yf- ir Hrafnatindum í Vík í Mýrdal. Á vef veðurstofunnar er greint frá því hvernig skýin verða til og nefnt að vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kring- um okkur en í mismiklu magni. Oftast er það í formi ósýnilegrar gufu, en stundum sem ský. Ský- in myndast þegar loft kólnar, en það gerist oft þegar loftið þrýst- ist upp. Þau geta einnig mynd- ast þegar raki eykst í loftinu, t.d. þegar loftið ferðast yfir vatn. Skýin gefa upplýsingar um hvernig veðrið muni þróast. Þegar ný ský byrja að myndast er eðlilegt að álykta að breyting á veðrinu sé í nánd. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sérkennileg skýjamyndun Skýjabakkar Strandir| Umferð hefur aukist jafnt og þétt við Ögur í Ísafjarðardjúpi og yfir Gilsfjörð, en minnkað á veginum yfir Ennisháls á Ströndum síðustu tvö ár, að því er fram kemur á vef Leiðar ehf. Leið ehf. telur að aukningu umferðar um Gilsfjörð og Djúp megi vafalaust þakka betri vegum, bættu tíðarfari, aukinni bíla- eign og tíðari ferðalögum fólks, jafnt Vest- firðinga sem annarra á öllum árstímum. Lít- illega hefur dregið úr umferð um Ennisháls á Ströndum tvö síðustu ár miðað við þessar tölur, eftir samfelldan vöxt til ársins 2003. Leið ehf. telur sennilegt að ástæða síauk- innar umferðar um Gilsfjarðarbrú ár frá ári sé ekki síst vegna stóraukinnar umferðar um Þorskafjarðarheiði yfir sumartímann, en þar hefur verið unnið að talsverðum lag- færingum vegarins síðustu tvö sumur. Ferðaþjónustuaðilar á Ströndum, sem vefurinn strandir.is hafði samband við, segj- ast ekki hafa greint að minni umferð fari um Strandir norðan við Ennisháls undanfarin sumur, heldur þvert á móti að umferð ferða- fólks hafi aukist mjög verulega. „Því má líklegt vera að sú aukning um- ferðar sem á sér stað yfir Gilsfjörðinn eigi sér einnig skýringu í aukinni umferð yfir Tröllatunguheiði. Fjölmargir íbúar á Ströndum og ferðamenn kjósa þá leið frekar yfir sumartímann og stytta þannig vega- lengdina milli Steingrímsfjarðar og suðvest- urhorns landsins um 40 km, þó um tiltölu- lega ógreiðfæran veg sé að ræða. Rétt eins og margir íbúar við Ísafjarðardjúp kjósa að nýta veginn um Þorskafjarðarheiði þrátt fyrir ástand hans,“ segir á vef Stranda. Umferð um Ennisháls minnkaði um 2.555 bíla milli áranna 2003 og 2004, en á sama tímabili jókst umferð um Gilsfjarðarbrú um 5.475 ökutæki og um 1.825 við Ögur í Ísa- fjarðardjúpi. Umferð minnkar um Ennisháls Kópasker | Flensan hefur skotið sér niður á Norðausturlandi og hefur sínar afleið- ingar. Á mánudagsmorgun var hvorki hægt að opna leikskólann né barnaskólann á Kópaskeri vegna veikinda starfsfólks. Vonast er til að einhverjir verði orðnir nógu hressir til að hægt verði að taka á móti börnunum í dag, þriðjudag, segir á vefnum dettifoss.is. Flensan herjar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.