Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 64. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Uppákomur
Tilraunanna
Músíktilraunir hefjast í kvöld. Arnar
Eggert rifjar upp atvik | Tónlist 32
Músíktilraunir | Árni Matthíasson kynnir í sérblaði hljómsveitirnar 50
Fasteignir | Markaður Húseignir á Spáni Arkitektúr Drekavellir
Sport | Guðmundur óstöðvandi Sagði ekki frá jafnteflinu Úrslit
Músíktilraunir, Fasteignir og Íþróttir
GERT er ráð fyrir því að sýrlenska herliðið
í Líbanon byrji brottflutning sinn frá land-
inu í dag en varnarmálaráðherra Líbanons
sagði að liðsflutningarnir kynnu að taka tvo
til þrjá daga. Ráðherrann, Abdul-Rahim
Murad, sagði að brottflutningurinn hæfist
þegar eftir fund þeirra Bashar al-Assads
Sýrlandsforseta og Emile Lahouds, forseta
Líbanons, sem fram fer í Damaskus.
Mikill þrýstingur hefur verið á sýrlensk
stjórnvöld að kalla fjórtán þúsund manna
herlið sitt frá Líbanon og tilkynnti Assad
liðsflutningana í ræðu sem hann flutti á
laugardag. Ekki er þó enn ljóst hvort herlið-
ið færir sig aðeins til Bekaa-dals í austur-
hluta Líbanons, nálægt landamærunum að
Sýrlandi, eða hvort það verður kallað heim.
„Ég er ekki Saddam Hussein“
Sýrlenskum stjórnvöldum og banda-
mönnum þeirra í Líbanon hefur verið kennt
um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi for-
sætisráðherra Líbanons, í síðasta mánuði
en Assad segir í viðtali við vikuritið Time að
stjórn sín hafi hvergi komið nærri morðinu.
Sagði hann alrangt að líkja sér við Saddam
Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. „Vin-
samlegast komið þessum skilaboðum á
framfæri: ég er ekki Saddam Hussein. Ég
vil samstarf [við alþjóðasamfélagið],“ sagði
Assad í viðtalinu.
Assad Sýrlandsforseti fundar með forseta Líbanons
Byrja að
flytja her
sinn frá
Líbanon
Damaskus, Beirút. AFP, AP.
AP
Andstæðingar Sýrlendinga mótmæltu á Píslarvottatorginu í Beirút í
gær. Hezbollah-samtökin, sem eru hliðholl Sýrlendingum, hafa hins
vegar boðað „mikinn mótmælafund“ á morgun, þriðjudag, gegn því
sem þau kalla „erlenda íhlutun“ í málefni Líbanons.
Mótmæli í Beirút
STJÓRNIR Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna (SH) og Sjóvíkur ehf.
undirrituðu síðdegis í gær samning
um sameiningu félaganna undir nafni
SH. Tilgangur samrunans er að sam-
eina krafta þessara sjávarafurðafyrir-
tækja á mörkuðum í Asíu og Banda-
ríkjunum. Greitt er fyrir hlutafé í
Sjóvík með hlutafé í SH og munu hlut-
hafar í Sjóvík eiga 33% hlut í SH eftir
sameininguna.
Í tilkynningu frá félögunum kemur
fram að hluthafar í Sjóvík fá sam-
kvæmt samningnum ríflega 715 millj-
ónir hluta á nafnvirði í SH sem endur-
gjald fyrir Sjóvík. Síðasta kaupgengi á
hlutum í SH var 9,25 og því er núver-
andi verðmæti hlutafjárins rúmlega
6,6 milljarðar króna. Gefið verður út
nýtt hlutafé í SH að nafnvirði um 616
svipuðum toga. Með sameiningu fé-
laganna væri því hægt að hagræða
verulega í rekstri þeirra þó að enn
væri ekki að fullu ljóst hversu mikil
samlegðaráhrifin yrðu.
Ellert Vigfússon, framkvæmda-
stjóri Sjóvíkur, tók í svipaðan streng.
„Við erum með mjög öfluga starfsemi
í Asíu sem fellur vel að SH-samstæð-
unni og síðan vitum við vel af samlegð-
aráhrifunum í Bandaríkjunum, það er
búið að fjalla um þau töluvert á síðustu
árum,“ sagði hann. Ellert vísaði með
þessu til þess að fyrri hluta árs 2003
slitnaði upp úr sameiningarviðræðum
SH og SÍF hf. Í október 2004 var síð-
an tilkynnt um kaup Sjóvíkur á Ice-
land Seafood Corporation, dóttur-
félagi SÍF í Bandaríkjunum og þar
með á nýrri og fullkominni verksmiðju
þess í Virginíuríki.
Fyrir sameiningu var gert ráð fyrir
að velta SH á þessu ári yrði 75–80
milljarðar og Sjóvíkur um 18–19 millj-
arðar.
Passa vel saman
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Gunnar Svavarsson, forstjóri SH, að
fyrirtækin pössuðu að mörgu leyti vel
saman. SH hefði verið að byggja upp
starfsemi með aðföng og vinnslu í Asíu
en Sjóvík væri komin enn lengra á
þeim mörkuðum. Þá væri starfsemi
fyrirtækjanna í Bandaríkjunum af
milljónir hluta og er verðmæti þess
hlutar nú um 5,7 milljarðar króna.
Samningurinn er gerður með fyr-
irvara um niðurstöðu í skýrslu sér-
fróðra manna um samrunann og er
gert ráð fyrir að hann verði formlega
staðfestur um miðjan maí. SH er
skráð í Kauphöll Íslands og því verður
að tilkynna sameininguna fyrir opnun
hennar í dag.
SH og Sjóvík saman
undir merkjum SH
Hluthafar í
Sjóvík eignast
33% í SH
Markmiði/6
Sjóvík keypti í fyrra nýja og fullkomna verksmiðju SÍF í Virginíu.
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Grettir keypti í gær 34,02% í Keri
hf., móðurfyrirtæki Olíufélagsins,
og 4,03% í Eglu sem er að lang-
stærstum hluta í eigu Kers. Selj-
endur eru Sund ehf. og Nordica
Partners. Hluti söluverðsins er
greiddur með nýju hlutafé í Gretti.
Grettir var að mestu leyti í eigu
Landsbankans og Tryggingamið-
stöðvarinnar hf. og átti hvort félag
um sig 49,75% hlut en Stefán I.
Bjarnason, framkvæmdastjóri fjár-
festingarfélagsins, átti 0,5%. Með
samningi sem gerður var í gær hef-
ur Landsbankinn nú selt Sundi
verulegan hlut í Gretti og á Sund nú
alls 37,39% í fjárfestingarfélaginu.
Kristján Loftsson, stjórnarfor-
maður Kers hf., sagðist ekki sjá að
meirihlutinn í Keri riðlaðist vegna
þessara viðskipta. Núverandi meiri-
hluti héldist. Hann tekur fram að
stjórnin hafi fram til þessa staðið
saman að stjórn félagsins og hann
býst ekki við að það breytist. Krist-
ján er verulega ósáttur við vinnu-
brögð eigenda Sunds og Nordica
Partners, einkum Jóns Kristjáns-
sonar sem kenndur er við Sund.
Hann telur að forkaupsréttar-
ákvæði hafi verið á bréfum í Keri en
það hafi tekið langan tíma að ákveða
nákvæmlega hvaða skilyrðum hann
væri háður. Eigendur Sunds og
Nordica Partners hafi tekið þátt í
þeim viðræðum en hafi greinilega
ákveðið að virða forkaupsréttinn og
viðræðurnar sem farið hafi fram um
hann að vettugi. Þeir hafi hvorki til-
kynnt öðrum hluthöfum Kers um
samningaviðræðurnar né boðið
þeim hlutina til kaups. „Engir sið-
aðir menn í viðskiptum haga sér
svona, það eru alveg hreinar línur.“
Ker á hluti í ýmsum félögum, m.a.
100% hlut í Olíufélaginu ehf., 67%
hlut í Samskipum hf. og stærstan
hlut í Eglu sem á um 9% í KB
banka.
Verðið trúnaðarmál
Sigurður G. Guðjónsson lögmað-
ur, talsmaður Jóns Kristjánssonar,
sagði að kaupverðið væri trúnaðar-
mál, sem og hversu hátt hlutfall
Sund fengi greitt með bréfum í
Gretti. Sigurður sagði að með þess-
um viðskiptum væri Jón bæði að
fjárfesta í Gretti, sem væri áhuga-
vert félag, og losa um fé.
Sund er aðaleigandi sjávaraf-
urðafyrirtækisins Sjóvíkur en í gær
náðist jafnframt samkomulag um
sameiningu Sjóvíkur og Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna. Grettir
á 5,9% hlut í SH. Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson er bæði stjórnar-
formaður í Gretti og í SH. Hann
sagði að þetta væru aðskilin mál.
Nýir eigendur
að 34% í Keri
Stjórnarformaðurinn: Vinnubrögðin
ekki siðleg en meirihlutinn heldur
MEIRIHLUTINN í stjórn Kers helst
óbreyttur, að sögn stjórnarfor-
manns félagsins, þrátt fyrir við-
skiptin með rúmlega þriðjungshlut.
Fyrir utan hlut Grettis er 41%
hlutafjár í eigu Kjalars sem er í
eigu Ólafs Ólafssonar stjórnarfor-
manns Samskipa. Vogun, í eigu
Hvals hf., á um 17% í Keri og um 2%
eru í eigu Venusar sem er félag í
eigu Kristjáns Loftssonar og Árna
Vilhjálmssonar og systkina. Venus
er síðan stærsti hluthafinn í Hval
hf. Um 5% eru í eigu stjórnenda.
! "
#$ % &
' ( ) $
+ $
,
-$
-
.
/"
Breytingar á
eignarhaldi