Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 7
Morgunblaðið/Þorkell
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að
gengið yrði hratt til verks við fyrsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar.
borgarstjóri, og Þorkell Helgason
orkumálastjóri, ásamt fjölda sveitar-
stjórnarmanna og starfsmanna OR.
Búið er að fá Þ.G. verktaka til þess
að taka verkið að sér, en þeir voru
einnig verktakar að Nesjavallavirkj-
un, og góð reynsla af störfum þeirra
þar, að því er fram kom í máli Alfreðs
við athöfnina.
Í fyrstu var gert ráð fyrir að virkj-
unin skilaði 120 megavöttum af raf-
magni, en nú hefur 25 megavöttum
verið bætt við, og því gert ráð fyrir
145 megavöttum í heildina, auk 400
megavatta í heitavatnsframleiðslu. Í
fyrsta áfanga verksins er reiknað með
80 megavatta rafmagnsframleiðslu.
Samið hefur verið við Norðurál um
kaup á mestum hluta raforkunnar frá
Hellisheiðarvirkjun, en þau 25 mega-
vött sem bætt var við fara á almennan
markað á höfuðborgarsvæðinu.
ALFREÐ Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur tók
fyrstu skóflustunguna að stöðvarhúsi
Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól
á laugardag að viðstöddu fjölmenni.
Stefnt er að því að fyrsti áfangi virkj-
unarinnar, 80 megavött, verði tilbú-
inn og tekinn í notkun á næsta ári.
Meðal gesta við athöfnina voru Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Alfreð Þorsteinsson tók fyrstu skóflustunguna að stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar
Fyrsti áfangi tekinn í
notkun á næsta ári
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 7
FRÉTTIR
!
" # $ "
% && '
" ((()
)
'*+
,
, -
-
)
. -
/
0
! /
/
-
0'
! 123 456 )
-78
%
0
)
19:37;4*3
0 ') -1<35 =>??87:
0 99@ABBC>7 D52EC93+1
' '
%
FG
G
G G F G HG
-)
H0-
0
#
/ 0
-(- I
/
0 ' --
,
KLJ
. .
/
.
-
, ,
,
,
))))
%
%
%
(F
,
K
%
Tímabært að
Laugavegurinn
fái að þróast
STJÓRN Laugavegssamtakanna
telur að það sé löngu tímabært að
Laugavegurinn fái að þróast áfram
sem verslunargata og til þess að
það sé mögulegt þurfi eðlileg end-
urnýjun að geta átt sér stað.
Laugavegurinn sé og hafi verið að-
alverslunargata Reykjavíkur.
„Um árabil hefur verið tilfinn-
anlegur skortur á hentugu húsnæði
til verslunarreksturs í miðborginni
og vilja rekstraraðilar í miðborg-
inni leggja áherslu á nauðsyn þess
að gera miðborgina að áhugaverð-
um fjárfestingarkosti. Í þeim anda
er nauðsynlegt að eyða óvissu og
skapa svigrúm til þróunar og upp-
byggingar. Til að eðlileg framþró-
un eigi sér stað þurfa niðurníddar
eignir á illa nýttum reitum að víkja
og ljóst er að í mörgum þeirra húsa
sem mega víkja samkvæmt skipu-
lagi er ýmsu ábótavant hvað varð-
ar vinnuaðstöðu og brunavarnir.
Rekstraraðilar í miðborginni
harma að umræðan um uppbygg-
ingu Laugavegarins hafi verið nær
eingöngu á neikvæðum nótum og
vilja benda á að sérstaða Lauga-
vegarins er fyrst og fremst fólgin í
sögu hans sem verslunargötu og að
aðrar götur, þar sem götumynd er
heilsteyptari, væru hentugri til
varðveislu.“
Bauð 53 milljónir
í Víðidalsá
FJÓRTÁN tilboð bárust í veiði-
svæði Víðidalsár og Fitjár í Húna-
þingi. Hæsta tilboð, 53,5 milljónir,
kom frá Einari Sigfússyni. Það
boð er í lax- og silungssvæðið, án
Hóps. Núgildandi samningur er
um 31 milljón fyrir laxasvæðið.
Veiðisvæðinu má skipta í þrjá
hluta, laxveiðisvæði sem er mest
allt ársvæði Víðidalsár og Fitjá,
silungssvæði, sem er neðst í Víði-
dalsá og loks Hópið, sem er mikið
vatn og hefur ós til sjávar.
Sérstaklega er nú selt í silungs-
svæðið og í Hópið, sem gefa alls
um 2,5 milljónir. Má því segja að
hæsta tilboðið sé um 20 milljónum
hærra en núgildandi samningur
eða um 60% hækkun. Ragnar
Gunnlaugsson formaður stjórnar,
segir tilboðin miðast við leigu frá
og með árinu 2006 og eru boðin
miðuð við leigutíma í 3-5 ár.
Forstjóri Eim-
skips tjáir sig ekki
BALDUR Guðnason, forstjóri Eim-
skips, vill ekkert láta hafa eftir sér
um yfirlýsingu stjórnarformanns
Geest um að Baldur hafi brotið
trúnað með því að greina frá því
að í viðræðum milli Eimskips og
Geest hafi verið rætt um að selja
Geest á 3,5 milljarða króna.
Í tilkynningu frá Geest sagðist
Jacob van Geest, stjórnarformaður
félagsins, harma að Eimskip hefði
virt að vettugi trúnaðarsamkomu-
lag sem undirritað var áður en til
viðræðna kom á milli félaganna
fyrir nokkrum mánuðum.