Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
800 7000 - siminn.is
Stundum er betra að senda SMS!
úr heimasíma
Ekki þarf að greiða fyrir SMS
sendingar úr heimasíma
til 1. apríl 2005
DAGUR Group er
nýtt nafn á Skíf-
unni. Í tilkynn-
ingu frá fyrirtæk-
inu segir að
nafnið Dagur und-
irstriki nýtt upp-
haf, ný tækifæri
og nýjar áherslur.
Group-viðskeytið
sé lýsandi fyrir þann tilgang félagsins að halda
hóp af rekstrareiningum, sem hver um sig hefur
sitt markmið, og getur vaxið og dafnað á eigin
forsendum með stuðningi af heildinni.
Meginstoðir Dags Group eru annars vegar smá-
söluverslun og hins vegar framleiðsla og dreifing
á afþreyingarefni. Einingarnar sem heyra undir
Dag Group eru verslanir Skífunnar, verslanir BT,
Office1, SonyCenter og Hljóðfærahúsið – Lauga-
vegi 176 og Hljóðfærahúsið – Leifur Magnússon.
Sena nýtt nafn á afþreyingarsviði Skífunnar
Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýtt
nafn á afþreyingarsviði Skífunnar sé Sena. Sena
annast útgáfu og dreifingu á kvikmyndum, tónlist
og tölvuleikjum, auk þess að reka kvikmynda-
húsin Smárabíó, Regnbogann og Borgarbíó og
hljóðverin Sýrland, Sýrland hljóðsetningu og
Hljóðrita.
Tónlistarútgáfan Skífan mun eftirleiðis bera
nafnið Sena en útgáfunöfnin Dennis, Íslenskir tón-
ar og Pottþétt munu halda sínu striki.
Nafn Skífunnar verður áfram á verslununum
þremur í Kringlunni, Smáralind og á Laugaveg-
inum.
Ný eining, D3, hefur þegar tekið til starfa innan
hópsins en hún mun leita nýrra tækifæra á staf-
rænni dreifingu afþreyingarefnis.
Samtals starfa um 330 manns hjá Degi Group og
var veltan á síðasta ári um 4,5 milljarðar króna.
Stjórnarformaður Dags Group er Róbert Melax og
forstjóri Sverrir Berg Steinarsson, en þeir Róbert
og Sverrir keyptu Skífuna um mitt ár 2004.
Skífan verður
Dagur Group
HLUTHAFAR í danska fyrir-
tækinu Magasin du Nord halda
því fram að stjórn félagsins hafi
legið á upplýsingum þegar fyr-
irtækið var selt M-Holding sem
er í eigu Baugs Group, Straums
Fjárfestingarbanka og B2B
Holding og hyggjast fjórtán
hluthafar höfða dómsmál vegna
þessa.
Þetta kemur fram í frétt á vef
Berlingske Tidende en þar segir
að málið snúist um að margir
hluthafanna telji stjórnina hafa
farið á bak við sig, þeir hafi ekki
fengið að vita að 170 milljóna
danskra króna söluhagnaður
hefði myndast við kaup og sölu á
fasteign Magasin við Kóngsins
Nýjatorg fyrr en nokkrum vik-
um á eftir fag- og stofnanafjár-
festum. Söluverð bréfanna upp á
162,50 danskar krónur hafi því
verið of lágt vegna þess að duld-
ar eignir hafi reynst vera í félag-
inu.
Claus Abildstrøm, lögmaður
M-Holding og stjórnarmaður í
Magasin, hafnar þessu alfarið.
„Að mínu mati er ekki eftir neinu
að slægjast. Við söluna [á Mag-
asin] var farið eftir öllum laga-
bókstöfum sem gilda um yfir-
töku á skráðu félagi og eins
öllum almennum leikreglum,“
segir Claus við Berlingske Tid-
ende.
M-holding á nú nær því 97%
hlutafjár í Magasin du Nord en
margir hinna smærri hluthafa
höfðu lýst því yfir að þeir vildu
ekki selja bréf sín í félaginu. En á
aðalfundi félagsins í þessari viku
kom annað á daginn og reyndist
meirihluti hinna „gömlu“ hluta-
fjáreigenda í Magasin du Nord
vera fyrir því að þeir seldu M-
Holding öll bréf sín í félaginu.
Ætla að höfða mál á
hendur stjórn Magasin
SMÁRALIND ehf. var rekin með 43 milljóna
króna tapi í fyrra á móti 88 milljóna tapi árið
2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA) nam 601 milljón sem er rúmlega
16% aukning frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri
nam 307 milljónum og handbært fé frá rekstri
nam 209 á móti 87 milljónum árið áður.
Í fyrra komu 10,4% fleiri gestir í Smáralind
en árið á undan og heildarvelta í verslunarmið-
stöðinni jókst um 16% á milli ára sem er umtals-
vert meira en sem nam aukningu í smásölu-
verslun á landinu öllu en áætlað er að hún hafi
verið 4-5%. Í tilkynningu kemur fram að Smára-
lind ehf. hefur hætt að verðleiðrétta reiknings-
skilin og að ef beitt hefði verið sömu aðferð og á
fyrra ári hefði afkoma ársins 2004 verið 328
milljónum betri. Heildareignir í árslok 2004
námu 10,3 milljörðum og þar af var eigið fé 1,86
milljarðar og víkjandi lán frá móðurfélaginu
nam tæpum 2,7 milljörðum Um 14 milljónir
gesta hafa komið í Smáralind frá því að hún var
opnuð fyrir rúmum þremur árum.
Áætlað er að afkoma af rekstri félagsins fyrir
fjármagnsliði muni batna á þessu ári, m.a.
vegna nýrra leigusamninga, hækkandi leigu-
verðs, áhrifa aukinnar veltu á veltutengda leigu-
samninga og lækkun rekstrarkostnaðar.
Veltan í Smáralind jókst um 16%
Morgunblaðið/Einar Falur
Ísland ver
mestu til
rannsókna
ÍSLAND ver stærstum hluta
landsframleiðslu til rannsóknar
og þróunar í samanburði við hin
Norðurlöndin. Þetta kemur fram
í nýrri danskri samantekt um
rannsóknir og þróunarvinnu í op-
inbera geiranum árið 2003 sem
unnin er af Dansk Center for
Forskningsanalyse.
Þar segir að mest aukning á
fjármagni, sem veitt sé til opin-
berra rannsókna, hafi verið á Ís-
landi og í Finnlandi. Í hlutfalli af
landsframleiðslu hafi Íslending-
ar varið 1,3% til rannsókna og
þróunar, og Finnar hafi varið
1,05%. Hlutfallið var 0,95% í Sví-
þjóð og 0,86% í Noregi. Danir
reka lestina en þeir settu 0,8% af
landsframleiðslu sinni til opin-
berra rannsókna og þróunar. Áð-
ur vermdu Norðmenn neðsta
sætið.
Til samanburðar vörðu Þýska-
land og England 0,77% og 0,61%
landsframleiðslu til rannsókna.
● ATORKA Group hf. er nýtt nafn
á Fjárfestingarfélaginu Atorku
hf. Þetta var samþykkt á aðal-
fundi félagsins 15. febrúar síð-
astliðinn.
Verður Atorka
Group
VIÐSKIPTI