Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 15 ERLENT HUNDRUÐ manna komu í gær til að votta Nicola Calipari, ítalska leyniþjónustumanninum sem lést í skotárás bandarískra hermanna í Bagdad á föstudag, virðingu sína en kista með líki hans lá á viðhafn- arbörum í grafhýsi óþekktra her- manna í miðborg Rómar. Útför Caliparis fer svo fram í dag. Atvik þetta hefur vakið mikla reiði á Ítalíu og blaðið La Stampa sagði það geta haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir samskipti ítalskra og bandarískra stjórn- valda. Calipari hafði séð um samninga- viðræður við íraska mannræningja sem héldu blaðakonunni Giuliana Sgrena í gíslingu frá 4. febrúar. Á föstudag slepptu mannræningj- arnir Sgrena og voru þau Calipari á leið út á Bagdad-flugvöll, þar sem fljúga átti áleiðis til Rómar, þegar bifreið þeirra varð fyrir skotárás. Calipari lést af völdum skotsára og Sgrena varð sömuleið- is fyrir meiðslum. Sgrena skrifaði grein í dagblað sitt, hið vinstrisinnaða Il Mani- festo, í gær þar sem hún rakti sögu sína en Sgrena kom heim til Ítalíu á laugardagsmorgun. Hún sagði ekkert til í því, sem Banda- ríkjaher hefur haldið fram, að bif- reiðinni, sem hún var farþegi í, hefði verið ekið á ofsahraða í átt að bandarískri varðstöð. „Ég man bara að kúlunum rigndi yfir okk- ur,“ segir hún í grein sinni. Sgrena segir að á þeirri stundu hafi orð mannræningjanna, sem héldu henni í gíslingu, rifjast upp fyrir henni en þeir höfðu fullyrt við hana að Bandaríkjamenn myndu hugsanlega reyna að drepa hana „af því að þeir vilja ekki að þú farir heim aftur“. Og í sjónvarpsviðtölum í gær sagði Sgrena það ekki standast að bandarísku hermennirnir hefðu reynt að stöðva bifreið þeirra, „það var ekki um neitt skært ljós að ræða, engin merki [um að þau ættu að stöðva bifreiðina]“. „Allir vita að Bandaríkjamenn vilja ekki að samið sé um lausn gísla, af þeirri ástæðu fæ ég ekki séð hvers vegna ég ætti að úti- loka þann mögu- leika að ég hafi verið skotmark þeirra,“ sagði hún á Sky Italia- fréttastöðinni. Ekki hefur verið staðfest að greitt hafi verið lausnargjald fyrir Sgrena en AP hefur eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn Ítalíu að það sé þó „af- ar líklegt“. Kastaði sér yfir Sgrena Sgrena segist í grein sinni í Il Manifesto í gær lítið hafa rætt við mannræningjana á meðan hún var í haldi þeirra. „En svo komu þeir allir inn í herbergi til mín eins og til að hughreysta mig, þeir gönt- uðust og sögðu „til hamingju“, að ég væri að fara til Rómar.“ Segir Sgrena að mannræningj- arnir hefðu bætt við því að þeir myndu fylgja henni áleiðis, en að hún mætti ekki láta sjást í sig „því að þá kunna Bandaríkjamenn að stöðva okkur“. Sgrena sagði í grein sinni að dagarnir hefðu verið langir og til- breytingarlausir á meðan hún var í haldi mannræningjanna. Þegar hún hefði heyrt að þeir hygðust veita henni frelsi hefði hún óttast hvað tæki við. Það hefði verið „bæði gleðilegasta stundin en einnig sú hættulegasta“. Mannræningjar bundu fyrir augu Sgrena og óku svo af stað með hana í farþegasætinu. Bifreið- in hefði síðan verið stöðvuð og mannræningjarnir yfirgefið bílinn. Stuttu seinna hefði hún heyrt vinalega rödd, þar var Calipari kominn og talaði hann við hana á ítölsku. „Nicola Calipari sat við hlið mér. Ökumaður bílsins hafði tvívegis talað við ítalska sendiráðið [í Bagdad] og til Ítalíu og sagt að við værum á leiðinni út á flugvöll en ég vissi að þar yrði allt fullt af bandarískum hermönnum, við vor- um ekki nema kílómetra frá flug- vellinum sögðu þeir mér ... þegar ... ég man að skotið var af byssum. Það var einmitt þá sem kúlunum rigndi yfir okkur og þær þögguðu niður í hinni fögru rödd sem að- eins örstuttu áður hafði talað til mín [í fyrsta sinn]. Bílstjórinn tók að hrópa að við værum ítölsk: „Við erum Ítalir, við erum Ítalir!“ Nic- ola Calipari féll yfir mig til að verja mig og ég heyrði einmitt þá [...] hans hinsta andvarp og hann var látinn ofan á mér.“ Styðja áfram aðgerðir í Írak „Þetta atvik kann að hafa afar alvarlega pólitískar afleiðingar,“ sagði í forsíðuleiðara La Stampa í gær en þar er fullyrt að samskipti bandarískra og ítalskra stjórn- valda hafi þegar beðið skaða. Silv- io Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dyggur stuðn- ingsmaður aðgerða George W. Bush Bandaríkjaforseta í Írak og embættismenn sögðu í gær að engin breyting yrði á afstöðu ítalskra stjórnvalda, tryggja þyrfti lýðræði og stöðugleika í Írak. Berlusconi hefur hins vegar kraf- ist opinberrar rannsóknar á til- drögum atviksins á föstudag. Mik- ill meirihluti Ítala var á móti innrásinni í Írak og er líklegt að dauði Caliparis muni vekja á ný upp umræður á Ítalíu um hvort kalla beri 3.000 ítalska hermenn heim frá Írak. Hafnar skýringum Bandaríkjahers Giuliana Sgrena segist ekki úti- loka að banda- rískir hermenn hafi skotið vísvit- andi á bíl hennar AP Ítölsk kona les Il Manifesto í gær þar sem Giuliana Sgrena segir sögu sína. Giuliana Sgrena Róm. AFP, AP. ÍBÚAR Moldóvu gengu að kjör- borðinu í gær en Moldóva er eitt allra fátækasta ríki Evrópu. Lík- legt þótti að kommúnistar bæru sigur úr býtum en þeir hafa verið við völd í landinu frá 2001. Hins vegar þykir líka sennilegt að kosningarnar festi í sessi stefnu sem byggist á því að horfa æ meir í vesturátt en undanfarnar vikur hefur slest nokkuð upp á vinskapinn við Rússland. Sakaði Vladímír Voronín, forseti Mold- óvu, rússnesk stjórnvöld nýlega um afskiptasemi af innanrík- ismálum Moldóvu. Jók hann svo á spennuna í samskiptunum með því að funda með forsetum Georgíu og Úkraínu en á und- anförnum mánuðum hefur orðið meiriháttar viðsnúningur í þess- um ríkjum, bæði hafa þau horfið frá stefnu sem byggðist á sam- starfi við Moskvustjórn. Hafa Rússar miklar áhyggjur af þess- ari þróun á því sem þeir telja áhrifasvæði sitt í heiminum. Á myndinni sést aldraður mað- ur í þorpinu Dorotchaia fylla út kjörseðil sinn á meðan eiginkona hans fylgist með. Fjórar milljónir manna búa í Moldóvu en landið tilheyrði áður Sovétríkjunum. Reuters Kosið í Moldóvu JOHN Snow, fjármálaráð- herra Bandaríkj- anna, vildi ekki útiloka algerlega þann möguleika í gær að írski rokkarinn Bono, sem hefur beitt sér í þágu þróun- arríkjanna og baráttunnar gegn alnæmi, yrði gerður að næsta forstjóra Alþjóða- bankans. Fastlega er þó reiknað með því að Bandaríkjamaður verði skipaður í embættið. Snow er hluti af teymi sem hefur það hlutverk að búa til lista yfir þá sem heppilegastir þykja til að taka við af James Wolfensohn, núver- andi forstjóra Alþjóðabankans, en hann lætur af embætti 1. júní nk. Var Snow spurður að því í sjón- varpsþættinum „This Week“ á ABC-sjónvarpsstöðinni í gær hvort Bono, sem er söngvari hljómsveit- arinnar U2, þætti koma til greina – en það var dagblaðið Los Angeles Times sem stakk upp á því nýverið að Bono yrði ráðinn í starfið. Snow sagðist ekki vilja tjá sig formlega um það hverjir væru á listanum. „En ég get staðfest að- dáun mína á Bono,“ sagði hann. „Flestir þekkja hann bara sem rokkstjörnu. En hann er rokk- stjarna þróunarsamvinnuheimsins líka. Hann skilur út á hvað þróun- arsamvinna gengur. Hann er raun- sær og dugmikill hugsjónamaður,“ sagði Snow ennfremur. Bono banka- stjóri? Bono ÞVERT á það sem menn hafa talið fram til þessa þá hafði nas- istum tekist að búa til kjarna- ofn og atómsprengju fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta fullyrðir þýskur sagn- fræðingur í væntanlegri bók. Rainer Karlsch segir í bók sinni, „Sprengjan hans Hitl- ers“, að kjarnakljúfurinn hafi verið farinn að virka veturinn 1944/45 og að byrjað hafi verið að gera prófanir með kjarn- orkuvopn á eyju í Eystrasalti og í Thüringen. „Þriðja ríkið var afar nálægt því að sigra í kapphlaupinu um það hver yrði fyrstur til að framleiða fyrsta nothæfa kjarnorkuvopnið,“ sagði í yfirlýsingu frá útgef- anda Karlsch, Deutsche Ver- lags-Anstalt, vegna útkomu bókar hans. Munu vopnin sem nasistar höfðu tiltæk hins vegar ekki hafa verið nægilega þróuð til að hægt væri að varpa þeim til jarðar úr flugvélum. Karlsch er sagður byggja fullyrðingar sínar á ýmsum gögnum sem hann á hafa fund- ið. Hann segir að þróunarvinna nasista hafi verið svo langt á veg komin að þeir hafi verið búnir að gera framleiða „skít- ugar sprengjur“ sem drepið hafi „nokkur hundruð“ fanga í tilraunum sem gerðar voru í Thüringen. Þær voru þó engan veginn eins öflugar og kjarn- orkusprengjan sem Banda- ríkjamenn vörpuðu á japönsku borgirnar Hiroshima og Naga- saki í árslok 1945 en áætlað er að þær hafi drepið meira en 200 þúsund manns. Segir Hitl- er hafa átt kjarn- orkuvopn Berlín. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.