Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 19 FYRIR tíu árum, nokkru eftir að Bónus og Hagkaup sameinuðust og um það leyti sem nýju sam- keppnislögin tóku gildi, sá Félag dagvörukaupmanna ástæðu til að senda erindi til Sam- keppnisstofnunar. Ég var þá varaformaður þess félags og auk þess formaður verð- lagsráðs sama félags. Stóð ég fyrir því að fá eina skærustu stjörnu lögmannastéttarinnar til að standa að ofan- greindu erindi til Samkeppnisstofn- unnar. Það var eink- um tvennt sem smærri kaupmenn voru ósáttir við, ann- ars vegar að markaðsráðandi afl misnotaði aðstöðu sína til að ná fram óeðlilegum afslætti hjá heild- sölum og innlendum framleið- endum og hins vegar sú iðja að selja vörur með undirverðlagn- ingu, en svo er það nefnt þegar vörur eru seldar á lægra verði en þær eru keyptar á. Slíku háttalagi markaðsráðandi fyrirtækis er einkum ætlað að ryðja smærri keppinautum út af markaðinum. Þegar Bónusverslanirnar hófu starfsemi sína nutu þær aðstoðar heildsala og framleiðenda vegna ótta þeirra við stærð og yfirgang Hagkaupa. Eftir að þessi tvö fyr- irtæki sameinuðust síðan í hlut- fallslega stærsta matvælafyrirtæki í hinum vestræna heimi þá neydd- ust heildsalar, og þó sérstaklega framleiðendur, til að veita Baugi óeðlilega háan afslátt á kostnað smærri kaupmanna. Þetta tvennt, hærra innkaupsverð smærri versl- ana og undirverðlagning hinna stærri varð mörgum kaupmönnum um megn og þeir urðu að loka verslunum sínum. Síðan hafa margir bóksalar og apótek hlotið sömu örlög og nú er grænmetis-, ávaxta- og blómasala í uppnámi. Fyrir fimm árum birti ég grein í Morgunblaðinu (13. febrúar 2000) með yfirskriftinni: „Hvers vegna hefur verð á innfluttum matvælum hækkað?“ Þar fjallaði ég um þenn- an vanda. Síðan hefur lítið verið um málið fjallað. Hagsmunatengsl eru svo mikil á þessum litla mark- aði að enginn hefur þorað að láta skoðanir sínar í ljós. Samkeppni endar eins og önnur keppni með því að einhver stendur uppi sem sigurvegari. Verðlaun sigurvegarans á þessu sviði eru markaðsráðandi vald, einokun eða fákeppni (oligopol) eins og tíðkast nú á dögum, þegar fá stórfyrirtæki geta, án formlegs samráðs, sett á svið gervisamkeppni. Siðmennt- aðar þjóðir setja á stofn sam- keppnisstofnanir og neytenda- samtök til að koma í veg fyrir að keppninni ljúki, setja leikreglur og viðurlög við því að brjóta þær. Undirverðlagning Kveikjan að þessari grein er nið- urstaða Samkeppnisstofnunar þeg- ar fjallað var um undirverðlagn- ingu að tilstuðlan Félags dagvörukaupmanna eins og frá er greint hér að framan. Eftirfarandi setningar eru úr ákvörðun Sam- keppnisstofnunar nr.7/1995 þar sem kvartað var yfir versl- unarháttum Bónusar sf. og Baugs hf. sem markaðsráðandi fyr- irtækja. Þar segir: „Und- irverðlagning sem ekki er í sam- hengi við þá verðlagningu sem er á markaðnum getur verið varasöm (sic!). Hún hlýtur að leiða til þess að birgjar viðkomandi vöru eða keppinautar á smásölustigi kaupa vöruna þar sem hún er und- irverðlögð enda brýtur það ekki í bága við samkeppnislög.“ Þekkt dæmi í verslunarsögunni er þegar Davíð Scheving keypti eigin framleiðslu, Svala, hjá Mikla- garði þar sem Svali var seldur undir kostnaðarverði. Hann komst upp með þetta. Sambandið var á þessum tíma nánast með markaðs- ráðandi stöðu, þó ekkert í líkingu við stöðu Baugssamsteypunnar ár- ið 1995, hvað þá núna, er hún á nú einnig 10-11 verslanirnar. Framleiðendur og heildsalar voru mjög ósáttir við und- irverðlagninguna en þeir þorðu ekki að segja neitt, hvað þá heldur að gera eitt- hvað, vegna ótta við refsingu, hefnd. Skattborgarar nið- urgreiddu svo her- kostnaðinn óbeðnir og óafvitandi, því Bónus fékk endurgreiddan neikvæðan virð- isaukaskatt sem myndast við undirverðlagningu! Próf á niðurstöður Samkeppnisstofnunar Ég vildi persónulega láta reyna á framangreinda niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar með því að kaupa undirverðlagðar vörur í Bónusverslununum. Eftir að ég hafði í tvo daga keypt töluvert magn af tíu mis- munandi vörutegundum sem ég vissi að voru seldar undir kostn- aðarverði, án þess að vera auð- kenndar sem tilboðsvörur tóku eigendur verslananna það til bragðs að skammta þessar sömu vörur, þannig að einungis mátti kaupa þrjú eða fjögur eintök af hverri tegund. Ekki vildi ég gefast upp við þessa viðskiptahindrun og fékk heilan skólabekk í lið með mér. Hver nemandi keypti hámarks- magn af þessum vörutegundum og greiddi fyrir með peningum sem ég hafði fengið honum. Eigendur Bónuss brugðust við þessu með því að mæta persónu- lega í verslunina við Skútuvog þar sem ég var ásamt krökkunum að kaupa inn, tóku af okkur fullar körfurnar með þeim orðum að þessar vörur væru hér með teknar úr sölu. Málaferli og óvæntur úrskurður Þetta voru í raun þau viðbrögð sem ég hafði beðið eftir því að nú gat ég lagt fram kæru til sam- keppnisyfirvalda vegna sölusynj- unar, og fékk ég fyrrnefndan lög- mann Félags dagvörukaupmanna til verksins. Ég tapaði málinu (nr. 18/1995). Rök Samkeppnisráðs voru á þá leið að Bónus hefði haft rétt til að setja innkaupabannið á mig, þar eð ekki var verið að kaupa til eigin neyslu! Þetta er ótrúleg röksemd- arfærsla! Ég skaut þessari ákvörðun til æðsta stigs samkeppnismála, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Oddamaður nefndarinnar í málinu var Páll Sigurðsson prófessor. Það fór á sama veg, ákvörðun Sam- keppnisráðs var staðfest með úr- skurði (nr.17/1995). Þar með er ég eini Íslending- urinn sem má ekki kaupa nauð- synjar í Bónusverslunum landsins! Fjölmiðlar fjölluðu ekkert um þennan úrskurð áfrýjunarnefndar. Niðurstaða mín, eftir mikla vinnu og gífurlegan kostnað við þetta próf á staðhæfingu Sam- keppnisstofnunar um að und- irverðlagning gengi ekki upp, var sú að Samkeppnisráð hnekkti þessari ákvörðun og þar með meg- inreglu sem það hefði átt og á að standa vörð um. Sennilega hefði ég fengið leið- réttingu á þessu máli fyrir venju- legum dómstólum, því ósennilegt er að Davíð Scheving hafi drukkið allan Svalann sjálfur. Hvað þarf að skoða? Ég var auðvitað ósáttur við þessi úrslit og finnst mér rétt að benda á nokkur atriði í þessu sam- hengi sem athuga þyrfti nánar. 1. Áhrif stjórnvalda Þegar þessir atburðir gerðust var lægra vöruverð kærkomin bú- bót fyrir ríkið. Lægra verð nauð- synja hafði margvísleg áhrif, m.a. á kaupgjald og verðbólgu. Sama virtist vera hvernig þetta lága verð var til komið. Forystan gekk fram af skammsýni með hugmyndir framgjarns menntamanns, síðar prófessors, að leiðarljósi. Sá aðili bergmálaði á þeim tíma hagfræð- inginn Milton Friedman sem þá var helsti talsmaður óhefts frelsis á sem flestum sviðum. Þessi nafn- kunni hagfræðingur dró til baka kenningar sínar um óheft frelsi í viðskiptum að fenginni slæmri reynslu í Bandaríkjunum árið 2003. Núna tíu árum síðar má sjá hvílíku tjóni þessar hugmyndir hafa valdið, m.a. einokun í formi fákeppni á matvælamarkaðinum, þar sem hvorki hagstætt gengi ís- lensku krónunnar né hagræðing stærðarinnar skilar sér nema að örlitlu leyti til neytenda. Það lýsir fáfræði í einok- unarmálum þegar skattayfirvöld koma svo með ósköp lágan bak- reikning á Baug vegna samein- ingar Bónuss og Hagkaupa. Þeir virðast ekki vita að við slíka sam- einingu eru 2 plús 2 ekki 4 heldur 10 eða 20. Ástæðan er einföld. Verð fyrirtækis í samkeppni marg- faldast þegar það nær markaðs- ráðandi stöðu og það var einmitt tilfellið í þessum samruna. 2. Frammistaða samkeppn- isyfirvalda í þessu máli Það má skilja þessa máls- meðferð svo að samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd hafi verið undir meðvituðum eða ómeðvituðum þrýstingi stjórnvalda að þagga þetta mál niður. Húsbóndahollusta er ekki óþekkt fyrirbrigði. Samkeppnisstofnun var nýbúin að fá nýju samkeppnislögin í hend- ur og á þeim bæ virðist þá enginn hafa haft næga þekkingu eða skiln- ing á nýju lögunum til að geta unn- ið eftir þeim. Bónus hafði samein- ast Hagkaupum skömmu áður en nýju lögin tóku gildi og gerði sú staðreynd stofnuninni erfiðara fyr- ir, því að á þeim tíma höfðu stjórn- völd engan vilja til að láta samein- inguna ganga til baka. Síðar, þegar þau svo vildu það, var það um seinan. Reynsluleysi og fáfræði starfsmanna fyrrum Verðlagsstofnunar, samhliða vilja- leysi yfirvalda til að sporna við þessari samþjöppun á mat- vælamarkaðinum, varð til þess að hlutfallslega langstærsta markaðs- ráðandi afl í Evrópu fékk að mynd- ast hér. Gott dæmi um vandræða- ganginn í þessum málum var þegar Baugur, sameinað félag Bónuss og Hagkaupa keypti 10-11 verslanirnar. Þá var viðkvæðið: „Þeir eru hvort sem er orðnir markaðsráðandi“ og ekkert var að- hafst! 3. Frammistaða lögfræðinga Starfsmaður Samkeppnisstofn- unar lýsti raunar í símtali við mig furðu sinni yfir framgangi lögfræð- ings míns í þessu máli. Kom lög- fræðingurinn illa undirbúinn og virtist ekki sýna málinu neinn áhuga þó að reikningar hans til mín gæfu annað til kynna. Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en að lögmaður þessi og svo prófess- orinn í áfrýjunarnefndinni hafi fyr- irfram verið búnir að beygja sig fyrir valdinu þ.e. fyrir lögmanni Baugs sem á þeim tíma var hægri hönd valdamesta stjórnmálamanns landsins, sjálfs forsætisráðherrans. Skammsýnin reyndist dýrkeypt síðar. Ég hef nú snúið mér að öðrum starfsvettvangi þar sem frum- lögmál viðskipta eru enn í heiðri höfð, sem eru að bæði seljandi og kaupandi séu ánægðir með við- skiptin. Slíkt verður æ fátíðara hérlendis vegna vaxandi fákeppni. Íslendingar neyðast til að kaupa matvæli og aðrar nauðsynjavörur hér heima þar sem við höfum ekki aðgang að erlendum verslunum. Nú er orðið ljóst að á mat- vælamarkaðinum er Bónus í raun orðin dýr verslun miðað við það sem áður var og í samanburði við nágrannalöndin, þó svo að í Bónusi sé samt boðið upp á lægsta vöru- verð á landinu, en það er að yf- irlögðu ráði markaðsráðandi afla, Baugs (Hagkaup, Bónus og 10-11) og Kaupáss (Nóatún, Krónan og 11-11). Sannkallað neyðarbrauð. Viðbrögð stjórnarandstöðu Það undarlega hefur gerst að svokallaðir „vinstrimenn“ hafa tek- ið upp hanskann fyrir Baugs- samsteypuna. Ein helsta málpípa þeirra hefur sagt í sjónvarpi að þetta væri ekkert mál, það gæti hver sem er opnað lágvöruverslun og keppt á markaðinum og nefndi nýja verslun, Europris, því til sönnunar. Svo einfalt er þetta því miður ekki. Tvær alvarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að keppa á mat- vælamarkaðinum, birgðaverslunin F&A, sem varð gjaldþrota og Europris, sem hefur horfið frá því að vera matvöruverslun og selur núna einkum annan varning. Hver skyldi vera ástæðan? Jú, heildsalar og einkum þó framleiðendur þorðu nefnilega ekki að bjóða þessum fyrirtækjum góð kjör af ótta við refsingu frá hinum sterku mark- aðsráðandi öflum. Þetta vita marg- ir en hafa ekki hátt um það. Annar vinstrimaður benti á að Fréttablaðið hefði ekki hampað nýlegri verðlagskönnun á mjólk- urvörum sem sýndi Bónus með lægsta verðið, og að það væri óræk sönnun þess að blaðið bæri alls ekki aðeins hag eigenda sinna fyrir brjósti. Hver ætli ástæðan hafi verið? Jú, það kom nefnilega fram í þessari könnun að vörurnar voru ódýrastar í Bónusi, sem er í sjálfu sér ekki fréttnæmt, en dýrasta verslunin var hins vegar ein af 10- 11 búðunum, og það vill svo til að sami eigandinn er að báðum versl- ununum, þ.e. Baugur! Þessar verslanir, Bónus og 10-11, kaupa inn á sama verði! Fréttablaðið var ekki látið vekja neina sérstaka at- hygli á því að eigendur blaðsins og verslananna beggja væru með þessu háttalagi að hafa neytendur að fíflum. Niðurstaða Það er aldeilis ótækt að stjórn- málamenn eða peningavaldið með lögfræðinga sína séu að teygja arma sína inn í eftirlitsstofn- anirnar. En það er í rauninni aðal- ástæða þess að hvorki Samkeppn- isstofnun né Neytendasamtökin í núverandi mynd geta sinnt hlut- verki sínu sem skyldi. Er það von mín að hér verði sem fyrst gerðar róttækar breytingar á, svo að ein- hvern tíma í náinni framtíð geti allir verið sáttir og ánægðir, þeir sem selja og þeir sem kaupa. Þessi viðbrögð vinstri manna segja mér að flest er nú til sölu og þá virðist lítt stoða að höfða til sið- ferðisvitundar. Eina ráðið virðist því miður vera að stuðla að því, að sjálfstæðar og virkar eftirlitsstofnanir fái að dafna. Samkeppni í sjónhverfingum – neyðarbrauð neytandans Eftir Friðrik G. Friðriksson ’Grein þessi fjallar umóæskileg afskipti stjórnvalda og sendi- boða markaðsráðandi fyrirtækja af eftirlits- stofnunum eins og Samkeppnisstofnun.‘ Friðrik G. Friðriksson Höfundur er fararstjóri. amnings- sett voru ga þess- ulotu, að um fjöl- rk land- “ sagði dur yrðu með því ess að ngjarnrar og aðlög- krefjumst lakanir á höftum á ri búvöru ramleidd r á mark- leidd við við nátt- úruna. Verum minnug þess að ódýr búvara er ekki alltaf búin þeim gæðum sem við gerum kröfur um.“ Blómleg sókn í hinum nýja landbúnaði Haraldur fór einnig í ræðu sinni yfir árið 2004 í landbúnaði. Sagði hann að hin milda tíð og mikla fram- leiðsla og sala á búvörum sýndi sterka stöðu landbúnaðarins. „Þetta gerist á sama tíma og fram- leiðendum heldur áfram að fækka en búin stækka og framleiðslan þjappast saman á færri hendur. Á hinn bóginn er blómleg sókn í hin- um nýja landbúnaði, hvort sem við horfum til hestamennsku, ferða- þjónustu eða flestra þeirra greina sem hafa bæst við í flóru landbún- aðarins á liðnum árum.“ g á Hótel Sögu iðræðna bændum g um að hann Hér á sem ylt að greiða í Fiskræktarsjóð, sem hefur ötullega styrkt rannsóknir á ám og vötnum og veiðistofnum þeirra, auk þess að styðja við uppbyggingu á veiðinýtingu á landsvísu. Lands- virkjun hefur nú kunngjört skoð- anir í þá veru að afnema beri þessa gjaldtöku, sem þó er mun lægri hér en í nágrannalöndum okkar. Landsvirkjun er öflugt fyrirtæki reist fyrir almannafé. Fyrirtækinu ber að sýna ábyrgð gagnvart nátt- úrunni og efla rannsóknir á vatna- fari og lífríki vatna í stað þess að reyna að komast undan eðlilegu gjaldi sem varið er til slíkra rann- sókna. Vil ég með nýrri lagasetn- ingu treysta stoðir Fiskrækt- arsjóðs og mun ég beita mér fyrir því að málið nái fram að ganga. “ nasjóðsins Morgunblaðið/Þorkell og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ingsins á ti verð- ón Birg- viði lýs- nungsvík í fornu r og Vil- sbúskap. eitt mi.“ avæðingu tu árum. junar er stu árum, renna til ð verður nað borð rku gismaður ndi sínu á í að ríkið ði um að ekki væri xtun. Það að fjár- stan arð t væri að þrýsta á þá að gera annað. Þá væri ekki langt í að þrýst yrði á þá að fjárfesta í loðdýraeldi og fiskeldi, og þá væri lífeyrissparnaður lands- manna í mikilli hættu. Helgi sagði mikilvægt að skilið væri á milli orkufyrirtækja og auð- lindarinnar. „Í sjálfu sér gæti hver sem er keypt Hitaveitu Suðurnesja á morgun, og við erum ekki að krefja þá um neitt árgjald fyrir þær sameiginlegu auðlindir okkar Ís- lendinga sem Hitaveita Suðurnesja er að nota. Við þurfum þess vegna, óháð einkavæðingu Landsvirkjun- ar, að krefjast auðlindagjalds, skil- greina auðlindina og eignarhald al- mennings á henni, svo það gerist ekki það sama með þetta og kvót- ann, að það fari til einkaaðila.“ 3–5 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.