Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 21
UMRÆÐAN
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443.
rafport@rafport.is www.rafport.isAu
gl
.
Þó
rh
ild
ar
13
90
.4
2
Fljótvirkasti
miðaprentarinn
QL-550
• Miðar á bréf, pakka o.fl.
• Prentar miða úr Office
• Prentar merkiborða
• Allt að 62mm breidd
• 50 miðar á mínútu
• USB tenging
• Windows hugbúnaður
• Sjálfvirk klipping
• Heilar lengjur eða staðlaðar
• Ámiða úr plasti fyrir CD/DVD
STAÐA aldraðra í samfélaginu er
um margt óásættanleg. Fjöldi dæma
um vondan aðbúnað hrannast upp og
allt of margir eldri
borgarar búa við kröpp
kjör. Mikill skortur er á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilum og hefur
ríkisvaldið dregið lapp-
irnar við uppbyggingu
þeirra með þeim afleið-
ingum að víða um land
ríkir hálfgert neyðar-
ástand í málefnum
aldraðra. Það hlýtur að
vera eitt af stærstu
verkefnum þjóðarinnar
að bæta stöðu þeirra
sem eldri eru verulega
en til að svo megi verða þarf margt
að breytast.
Deila herbergi með öðrum
Sérstaklega er óviðunandi staða
þeirra sem þurfa að deila herbergi
með öðrum á hjúkrunar- og dval-
arheimilum sem ekki er maki við-
komandi eða sambýlingur en þeir
eru yfir eitt þúsund talsins. Við eig-
um að stefna að því að eldra fólk geti
verið heima eins lengi og hægt er
með öflugri heimaþjónustu og þjón-
ustukjörum og flytji síðan á hjúkr-
unarheimili þegar heilsan er orðin
þannig að það verður ekki umflúið.
Flytjist þá á öldrunarstofnun sem
stendur undir nafni sem síðasta
heimilið.
Fyrir nokkru ræddi ég málefni
aldraðra við heilbrigðisráðherra á
Alþingi. Þar spurði ég
ráðherrann m.a. hve
margir aldraðir á öldr-
unarstofnunum deila
herbergi með öðrum,
ef hjón eða sambýlis-
fólk er frátalið, og hve
margir eru í einka-
herbergjum. Þá spurði
ég ráðherrann einnig
hvort til stæði að end-
urskoða löggjöf um
málefni aldraðra og
t.d. með það að mark-
miði að banna að aldr-
aðir deili herbergi með
öðrum, sé ekki um maka að ræða.
Í svari ráðherra kom fram að tæp-
lega þúsund aldraðir deila herbergi
með öðrum á öldrunarstofnunum og
eru það merkilegar tölur og ramma
inn alvarleika málsins og hvað vand-
inn er stór. Þetta er samfélaginu til
skammar og um það á að ná þver-
pólitískri samstöðu að tryggja að all-
ir aldraðir sem þess þurfa og óska
geti fengið inni á öldrunarstofnun og
búið þar í sérbýli.
Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra lýsti vilja til að bæta
þarna úr og ekki efast ég um að
hann sé til staðar hjá ráðherranum.
Á móti kemur að ríkisstjórnin hefur
á margan hátt brugðist öldruðum og
því er ólíklegt að góður vilji ráð-
herrans nái fram að ganga.
Þessari vondu stöðu eigum við að
breyta. Engin rök eru fyrir því að
svo sé að öldrum búið sem raunin er.
Margir lenda hreinlega á vergangi
þegar þeir geta ekki lengur séð um
sig sjálfir og eiga varla í hús að
venda, lenda á vergangi á milli ætt-
ingja í stað þess að hljóta þær þakkir
frá samfélaginu sem öryggi og gott
heimili er þegar kraftar eru að
þrjóta. Þá eru mörg dæmi um að
fólk sé sent á milli landshluta vegna
þess að útilokað er að finna því pláss
á öldrunarstofnun á sínu svæði.
Þetta er ekki viðunandi og verður að
breyta á næstu misserum með því að
forgangsraða í þágu aldraðra.
Bætum stöðu aldraðra
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um stöðu aldraðra ’Margir lenda hrein-lega á vergangi þegar
þeir geta ekki lengur
séð um sig sjálfir og
eiga varla í hús að
venda… ‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FRÁ því við fæðumst og þar til við
deyjum eru hinir og þessir aðilar að
reyna að sannfæra okkur um að líf
okkar væri pottþétt mun betra með
þeirra vöru. Aðferðin sem virkar best
er að auglýsa hlutina. Nú í dag getur
maður nánast ekkert gert án þess að
auglýsingum rigni yfir mann. Á leið í
vinnu eða skóla fer maður oftast
fram hjá að minnsta kosti einni aug-
lýsingu og í útvarpinu í bílnum
glymja þær stöðugt. Þegar blöðin
eru lesin er auglýsingunum komið
fyrir á bestu stöðunum svo maður
kemst alls ekki hjá því að sjá þær, þó
svo að maður fletti blaðinu annars
hugar. Svona heldur dagurinn áfram
þar sem við söfnum að okkur ýmiss
konar auglýsingum. Það þarf varla
að taka það fram að auglýsingar sem
við sjáum og heyrum hafa meiri áhrif
á okkur en auglýsingar sem við les-
um, þar standa útvarps- og sjón-
varpsrásirnar framar blöðum og aug-
lýsingaskiltum. Þetta vita
auglýsendur enda eru ábyggilega yf-
ir 90% auglýsinganna, sem við sjáum
í blöðum og á auglýsingaspjöldum,
líka notuð í útvarpi og sjónvarpi.
Auglýsingar eru þó ágætar til síns
brúks svo lengi sem þær fara ekki yf-
ir ákveðna línu, en því miður fara ófá-
ar yfir siðgæðislínuna. Í því sam-
hengi vil ég taka dæmi um tvær
auglýsingar. Í fyrsta lagi auglýsing-
arnar fyrir útvarpsþáttinn Zúúber
sem á að sýna okkur hversu brjál-
æðislega fyndinn þátturinn er. Þeir
sem hafa séð þessar auglýsingar vita
um hvað ég er að tala og hafa örugg-
lega sumir spurt sig eins og ég: Er
þetta fyndið? Er fyndið að láta bíl
springa í loft upp með manneskju
innanborðs? Er fyndið að valda því
að önnur manneskja stendur í ljósum
logum? Ég spyr bara hver ber
ábyrgðina? Vegna þess að þessar
auglýsingar eru sýndar svo gott sem
á öllum tímum sólarhringsins, líka
þegar börn eru að horfa á sjónvarpið.
Í öðru lagi auglýsingar fyrir Umferð-
arstofu þar sem kona er hlaupin nið-
ur í stiga og önnur sem sýnir barn
stökkva fram af svölum á eftir bolta.
Því miður varð hörmulegt slys á dög-
unum sem var svipað þessari auglýs-
ingu og dettur manni ósjálfrátt í hug
einhver tenging þarna á milli.
Umferðarstofa fékk nú ákæru frá
umboðsmanni barna sem er verið að
vinna úr og á meðan eru auglýsing-
arnar ekki birtar. Talsmaður Um-
ferðarstofu kom í Kastljós og vildi
meina að þessar auglýsingar væru
ekkert slæmar vegna þess að í alvör-
unni væru svona atvik miklu verri, en
sitt sýnist hverjum.
Vonandi þarf FM 95,7 ekki að fá
svona áminningu til þess að grand-
skoða auglýsingar sínar hér eftir. Ég
vona að enginn þurfi að vera
sprengdur upp í bíl sínum til þess að
stoppa þessar ruddalegu auglýs-
ingar.
Best væri að auglýsendur vöknuðu
upp úr prakkaradvalanum og sæju
að þeir hefðu mun meiri áhrif heldur
en þeir virðast gera sér grein fyrir.
Það er ekki endalaust hægt að segja
,,grín“ og málið er dautt. Öllu gríni
fylgir einhver alvara og það er eitt-
hvað sem við megum ekki gleyma, al-
veg sama hvar við vinnum og hversu
gömul við erum.
Ég vona að þessar ruddalegu aug-
lýsingar verði teknar af dagskrá
vegna þess að á meðan þær eru við
lýði veit maður aldrei hver sér þær
og hvaða afleiðingar þær hafa?
HELGA GUNNARSDÓTTIR,
Akur, 541 Blönduós.
Ruddalegar
auglýsingar
Frá Helgu Gunnarsdóttur:
ALÞEKKT er heimild í skírteini
James Bond, njósnara hennar hátign-
ar númer 007, til að drepa. Hún kem-
ur upp í hugann þegar hugsað er til
nokkurra íslenskra tónlistarmanna,
sem létust fyrir aldur á tíunda ára-
tugnum af völdum krabbameins, sem
rannsóknir sýna að langoftast er af
völdum reykinga, beinna og óbeinna.
Þeir Haukur Morthens,
Ingimar Eydal, Svavar
Gests og Stefán Jó-
hannsson áttu það allir
sameiginlegt að reykja
ekki sjálfir. Allir unnu
þeir að tónlistarsköpun
sinni í reykmettuðu um-
hverfi á veitinga- og
skemmtistöðum. Hauk-
ur Morthens lést úr
krabbameini í hálsi sem
telst vera nær alltaf
vera af völdum reyk-
inga. Sjónvarpsviðtal,
sem ég tók við hann fár-
sjúkan þegar hann átti skammt eftir
ólifað, varð mér minnisstætt. Haukur
sagðist gera sér grein fyrir að sjúk-
dómur hans væri langlíklegast af
völdum tóbaksreyks og fannst hart að
hann hefði ekki fengið að njóta þess
að reykja ekki til að viðhalda heilsu
sinni. Hann sagði í þessu sjónvarps-
viðtali að hann hefði ekki einu sinni
getað verið í friði fyrir reyknum í pás-
um. „Ég gat ekki fengið mig til að
banna blessuðum strákunum að fá sér
smók meðan þeir létu líða úr sér,“
sagði þessi kurteisi og ljúfi hljóm-
sveitarstjóri. Rannsóknir sýna að
reykingar eru ein algengasta orsök
krabbameinsins, sem þrír tónlistar-
mannanna, sem áður voru nefndir,
létust úr. Þótt ekki sé hægt að sanna
að óbeinar reykingar hafi orðið þeim,
hverjum og einum, að aldurtila, eru
yfirgnæfandi líkindi til þess að að
minnsta kosti tveir af fjórum fyrr-
nefndum tónlistarmönnum hafi orðið
fórnarlömb reyksins án þess að
reykja sjálfir. Síðasta samtal okkar
Ingimars Eydals baksviðs í Glæsibæ
skömmu fyrir andlát hans gleymist
mér ekki. Honum var ljóst hvert
stefndi og þótti örlög sín grimm. „Ef
ég færi hérna inn í salinn,“ sagði
hann, „og skvetti vatni úr næturgagni
yfir borðin, yrði ég vafalaust handtek-
inn, kærður og jafnvel settur í geð-
rannsókn. Þó myndi ég ekki eitra fyr-
ir nokkrum manni, hvað þá að stofna
heilsu hans í hættu.“ Ingimar hafði
um sína daga hvorki neytt víns né
tóbaks og fannst óréttlátt að reyk-
ingafólk mætti á löglegan hátt eitra
fyrir saklausu fólki eins og honum.
Komið er á annan áratug síðan Hauk-
ur Morthens sagði alþjóð sögu sína og
lítið hefur breyst á veitinga- og
skemmtistöðum því að komið hefur í
ljós að með því að sigla fram hjá
reglugerðum er raun í gildi sama
heimildin og áður til að drepa. Hins
vegar eru nágrannaþjóðir okkar byrj-
aðar að gera reykinn al-
veg útlægan. Nú nýlega
sá ég í Osló með eigin
augum hvernig frændur
okkar hafa afsannað all-
ar hrakspár um að með
reykingabanni myndi
aðsókn að skemmtistöð-
um minnka og lögin
ekki virka. Til eru þeir
sem telja það frels-
isskerðingu að fólk fái
ekki að reykja þar sem
það vill. Þeir segja að
þeir, sem starfi í hinum
reykfylltu húsakynnum,
séu þar ekki nauðugir heldur hafi þeir
fullt frelsi til að leita sér vinnu annars
staðar. Ójú, auðvitað höfðu þeir
Haukur, Ingimar, Svavar og Stefán
fullt frelsi til að fá sér aðra vinnu á
starfsvettvangi þar sem ekki var
hnausþykkur tóbaksreykur. Haukur
sinnti til dæmis innheimtustörfum og
hefði kannski átt að einbeita sér að
þeim. Þá væri hann kannski enn á lífi
og hvað hefði íslensku þjóðina munað
um að hann léti það vera að sinna köll-
un sinni og skilja eftir sig listaverk
eins og „Til eru fræ“, „Þrek og tár,“
og „Ó, borg, mín borg“. Ingimar Ey-
dal hefði líka alveg getað látið það
ógert að vera miðpunktur mannfagn-
aða og tónlistar á Akureyri og víðar
um landið og haldið sig í staðinn við
kennslu í skólastofum.
En fyrrnefndir tónlistarmenn og
fjöldi annnarra listamanna áttu ekki í
önnur hús að venda fyrir listsköpun
sína en hina reykfylltu sali. Og því
miður er það svo enn um þá sem
vinna nauðsynleg störf og halda uppi
menningarstarfsemi í þessum húsa-
kynnum. Þeir unnendur og verjendur
frelsisins, sem hafa nú hæst um að
ekki megi skerða frekar frelsi reyk-
ingamanna, ættu kannski að fletta að-
eins upp í ritum lærimeistara sinna
sem skilgreina takmörk frelsis á þann
veg að frelsi eins megi ekki ganga
freklega á frelsi annarra. Í Bond-
myndunum er heimild njósnara henn-
ar hátignar til að drepa ekki bundin
við neina fyrirfram ákveðna persónu
heldur ræðst að af aðstæðum og til-
viljun hvort Bond neyðist til að nota
heimild sína. Óbeinar reykingar eiga
það sameiginlegt með starfsumhverfi
Bonds að enginn sér það fyrir hver
fellur í valinn. Þó er sá munur á að
þeir, sem falla fyrir kúlum Bonds,
geta yfirleitt sjálfum sér um kennt og
hafa til þess unnið. Og James Bond
hefur ekki heimild til að salla niður
saklaust fólk af handahófi. Sá, sem
þessar línur ritar og hefur aldrei
reykt en starfað í áratugi í reykfyllt-
um húsakynnum veit ekki enn hvort
hann verður meðal þeirra sem kúlan
hittir. Hollt væri fyrir frelsisunn-
endur að íhuga hvort heimild til að
reykja á veitinga- og skemmtistöðum
og stofna með því lífi og heilsu sak-
lauss fólks í hættu sé jafn nauðsynleg
heimild til að drepa aðra og heimild
Bond til að drepa skúrka, sem hafa til
þess unnið.
Heimild til að drepa
Ómar Þ. Ragnarsson fjallar um
reykingar á veitingastöðum ’En fyrrnefndir tónlist-armenn og fjöldi ann-
arra listamanna áttu
ekki í önnur hús að
venda fyrir listsköpun
sína en hina reykfylltu
sali. ‘
Ómar Þ. Ragnarsson
Höfundur er fréttamaður
og skemmtikraftur.
Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að
láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og há-
skólanáms í tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið
þegar vágesturinn kom í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru undantekningarlítið
menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast
fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu
því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans
að löggjafarstarfi.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111