Morgunblaðið - 07.03.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hann afi minn átti
skrifborð. Þar ofan á er
snjáð leðurmappa, þar
sem hann geymdi ýmsa
pappíra, sem hann grúskaði í. Þar
fann ég þetta bréf.
„Jól 2000.
Elsku amma og afi í Sörla.
Smá bréf til að þakka fyrir mig.
Takk fyrir jóla- og afmælispakk-
ana. Takk fyrir jólasteikurnar og
innpakkaða skyrið. Takk fyrir ör-
stuttu tölvupóstana sem fá mig alltaf
til að brosa. Takk fyrir símtölin.
Takk fyrir nafnið mitt. Takk fyrir að
passa mig þegar ég var lítil. Takk
fyrir húsaskjól, stuðning og sjoppu-
pening þegar ég var að lesa. Takk
fyrir málverkin sem prýða veggi
mína. Takk amma mín fyrir að hugsa
um afa þegar hann var ungur og
takk afi minn fyrir að hugsa um
ömmu þegar hún var gömul. Takk
fyrir handprjónuðu teppin í sófanum
mínum. Takk fyrir allar þær ofsa-
góðu tilfinningar sem ég finn þegar
ég hugsa til ykkar.
Ég er þakklát að eiga ykkur að.
Lilja litla. Blónið hans afa síns.“
Ég er fegin að ég skrifaði bréfið
þarna um árið og að þú hafðir það
nálægt þér, afi minn. Þú gafst mér
læknistöskuna þína og hana hef ég
hjá mér í útlandinu. Það var alltaf
mitt síðasta og erfiðasta verk við
hverja Íslandsför að koma við í Sörla
og kveðja þig. Mikið er ég fegin að ég
nýtti þau tækifæri til að sýna þér
hversu mjög mér þótti vænt um þig.
Þú varst stór í lífi mínu og verður
það áfram. Þú laukst hlutverki þínu
með stæl. Ég sendi þér sterkan og
góðan straum eins og þú sendir mér
þegar á reyndi.
Lilja.
Nokkur orð um Björn Þ. Þórðar-
son, kollega minn og vin sem er fall-
inn frá áttræður að aldri.
Við vorum samstarfsmenn á St.
Jósepsspítala í Hafnarfirði 1976–
1996 eða til starfsloka hans. Hann
var háls- nef og eyrnalæknir, rak
eigin stofu og gerði aðgerðir á St.
Jósepsspítala. Þar var t.d um að
ræða nef- og hálskirtlaaðgerðir, lýta-
aðgerðir á útstæðum eyrum ásamt
ýmsum aðgerðum sem tilheyrðu
hans fagi. Sem svæfingarlæknir á
staðnum þá, fullyrði ég að hann var
BJÖRN Þ.
ÞÓRÐARSON
✝ Björn ÞórarinnÞórðarson lækn-
ir fæddist í Hvítanesi
í Skilmannahreppi í
Borgarfjarðarsýslu
22. febrúar 1925.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 25. febrúar síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá Nes-
kirkju 4. mars.
þægilegur og skemmti-
legur félagi og ég tel að
hann hafi verið farsæll í
störfum sínum.
Það var einnig utan
vinnustaðarins sem ég
umgengst Björn nokk-
uð. Hann átti það til að
keyra heim til mín út á
Álftanes í kaffi og
spjalla. Þar á milli sló
hann á þráðinn til að
heyra hvernig ég hefði
það. Þegar ég heim-
sótti Björn í Sörlaskjól-
ið dró hann fram mál-
verkin sín og greinilegt
að innlifunin var einlæg. Hann hafði
heilmikið fram að færa í málaralist
sinni. Sama var með mynt- og frí-
merkjasafnið hans, þar var allt í
góðri reglu. Það er stórkostlegt þeg-
ar menn, ekki síst þeir sem sinna
ábyrgðarmiklum störfum hafa ein-
hverjar tómstundir til að létta sér
stundir og átti það vel við Björn.
Nú er lífsferill Björns Þ. Þórðar-
sonar á enda. Hann er minnisstæður
maður og var góður skjólstæðingum
sínum.
Blessuð sé minning hans.
Auðunn Kl. Sveinbjörnsson.
Fallinn er frá enn einn bekkjar-
félagi og kollega. Björn var einn af
fjórtán samstúdentum okkar sem
gerðust læknar. Á 100 ára afmæli
Menntaskólans í Reykjavík, 1946,
voru enn fáar deildir í Háskólanum,
engin námslán og lítið um náms-
styrki, svo að stúdentar sem hugðu á
háskólanám höfðu ekki úr miklu að
velja. Þetta var allt þroskað og vel
gefið fólk og skipti því ekki öllu þótt
margir yrðu að láta aðstæður ráða
námsvali. Flestir luku háskólanámi
og margir sérnámi og urðu farsælir
og nýtir borgarar, sem gátu notið
þekkingar sinnar og hæfileika sjálf-
um sér til ánægju og öðrum til
gagns. Meðal þessara ágætismanna
var Björn Þ. Þórðarson háls-, nef- og
eyrnalæknir. Björn kom nokkuð
seint í Menntaskólann ásamt sýsl-
unga sínum Kristni Björnssyni sál-
fræðingi sem er nýlátinn en þeir
höfðu báðir verið í Reykholtsskóla
áður. Björn var hávaxinn, nokkuð
þrekinn og samsvaraði sér vel, hæg-
látur, íhugull, frekar fáskiptinn og
seintekinn á þessum árum, en með
ákveðnar skoðanir og vissi hvað
hann vildi.
Að loknu læknanámi fór Björn ut-
an til framhaldsnáms i Danmörku og
Svíþjóð og dvaldi ytra á fimmta ár.
Hann hélt þekkingu sinn mjög vel
við með námsferðum til Bretlands,
Finnlands, Spánar og Bandaríkj-
anna. Eftir heimkomuna var Björn
sjálfstætt starfandi sérfræðingur í
sinni grein í Reykjavík en hafði
sjúkrahúsaðstöðu á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði, þar til hann hætti
störfum sjötugur. Hann var góður
listmálari og hélt sýningar á verkum
sínum. Mörg undanfarin ár annaðist
Björn nýlátna eiginkonu sína í erf-
iðum veikindum hennar af stakri
natni.
Við kynntumst ekki mikið fyrr en
á síðustu árum, er við höfðum látið af
störfum og nokkrir dugnaðarforkar
úr menntaskólabekknum komu á
reglulegum samfundum. Þá gátum
við litið yfir farinn veg og rætt um
heima og geima, endurnýjað og bætt
gömul kynni. Björn var jafnan hrók-
ur alls fagnaðar og hinn skemmtileg-
asti og hlédrægnin loksins horfin.
Hans er nú sárt saknað úr hópnum.
Börnum Björns, tengdabörnum
og barnabörnum votta ég innilega
samúð.
Tómas Helgason.
Þegar maður fréttir snögglega og
óvænt andlát eins besta og tryggasta
æskuvinar í rúmlega sextíu ár, þá er
líkast því sem vaxandi dagsbirta, –
fyrirheit um komandi vor stöðvist í
bili í hugarheimi þess sem eftir
stendur, og tilveran myrkvast á ný.
Og þrátt fyrir að ekkert í veröldinni
sé jafn öruggt og ófrávíkjanlegt og
dauðsfall roskins fólks, þá hefur mér
samt sem áður gengið illa að sætta
mig við að hafa ekki lengur við hlið
mína í þessu jarðlífi þann æskuvina
minna sem lengst hefur arkað lífs-
gönguna við hlið mína og verið stoð
mín og hjálp, – jafnt í heilsufarsleg-
um krankleika sem þekkingarskorti
mínum á mörgum sviðum. Ég er að
tala hér um Björn Þórðarson lækni
sem lést snögglega á heimili sínu fyr-
ir örfáum dögum.
Mig langar til að skrifa um hann
langt mál á þessari stundu, og hef til
þess nægan efnivið, en átta mig á því
í tíma að slíkt hefði ekki verið þess-
um æskuvini mínum að skapi, – og
verður ekki gert. Aðeins örfá kveðju-
orð til þessa fjölgáfaða og dreng-
lynda listamanns, með þakklæti fyrir
ómetanlega samfylgd á langri lífs-
göngu. Börnum hans og þeirra fólki,
sem og systkinum hans, sendum við
Hulda innilegar samúðarkveðjur.
Birni Þórðarsyni og nýlátinni
elskulegri eiginkonu hans óskum við
blessunar á ókomnum leiðum.
Ég kveð kæran vin með broti úr
ljóði eftir stórskáldið Guðmund
Böðvarsson:
Það er marklaust að minnast þess nú,
þegar moldin er yfir þig breidd.
Ég átti þér ógoldna skuld.
Aldrei verður hún greidd.
Kristján Benjamínsson.
Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og
varðveita það.
(Lúk. 11.28.)
Að geta heyrt, talað og tjáð sig,
fundið ilm og bragð, séð og skynjað
eru dýrmætar Guðs gjafir, sem vert
er að þakka og fara vel með. Björn Þ.
Þórðarson er starfaði sem sérfræð-
ingur í háls-, eyrna- og neflækning-
um skildi það flestum betur. Hann
fann til þess glöggskyggn og næmur,
að líf og lífssvið takmarkast ekki við
ytri skynjanir og þann afmarkaða
sjónhring sem þær gefa. Guðstrú og
gefandi list vísuðu út fyrir þær tak-
markanir til æðri vídda og svöluðu
vitund hans og þrá um samhengi og
varanlegan tilgang og merkingu lífs-
ins.
Myndlistarmenn, skáld og rithöf-
undar voru enda tíðir aufúsugestir á
heimili þeirra hjóna Björns og Lilju
Ólafsdóttur í Sörlaskjóli 78 í Reykja-
vík og allir sem létu sig varða lífsheill
og samfélagsmál, hugsandi menn og
leitandi. Heimilið var látlaust, opið
og aðgengilegt þótt prýtt væri fjölda
fagurra myndverka eftir þekkta og
framsækna listmálara, og Björn
sjálfan líka eftir að hann, þegar á æv-
ina leið, fór sjálfur að mála. Það
veitti tilbreytingu og hvíldi hvikulan
huga. Myndir hans eru flestar á jarð-
hæðinni enda eru þar líka trönur
hans, penslar og litir, öllu vel og
snyrtilega fyrir komið. Þar er líka
röð bókaskapa með fágætu úrvali
innlendra og erlendra bókmennta-
verka og fræðirita svo sem víðar á
efri hæðum þessa menningarheim-
ilis.
Það var dýrmætt fyrir mig að
kynnast Birni og fjölskyldu hans rétt
liðlega tvítugur og vera síðan í vina-
liði hans upp frá því og finna hjá hon-
um angan af göfgandi list og marg-
víslegum fróðleik og njóta leiðsagnar
hans og uppörvunar, því að hann
kunni að hlusta og gefa heilnæm ráð.
Björn vildi jafnan fremur ræða um
trú og guðfræði en fræðigrein sína
þótt hann væri vel metinn og farsæll
læknir og væri ekki aðeins fær og
flinkur í sjúkdómsgreiningum og
vandasömum skurðaðgerðum heldur
afar nærfærinn og umhyggjusamur
gagnvart sjúklingum sínum og skjól-
stæðingum. Hann hikaði ekki við að
játa það, að hann þakkaði hvern dag
sem Guð gaf og bað fyrir verkum sín-
um enda var handbragð Björns
öruggt og fumlaust.
Hann reyndi það oft hve lífið er
viðkvæmt og vandmeðfarið og
skammt bilið milli lífs og dauða.
Hann þekkti þann háska, sem fylgir
næmri skynjun og gáfum og er oft
aflvaki raunsannrar listar, er ótrauð
kryfur og kannar veruleikann og
sýnir jafnt skyggða fleti hans sem
bjarta. Listamenn sem glímdu við
óvissu lífsins reyndu oft þolmörk
þess á sjálfum sér. Björn var sjálfur
þeirrar gerðar og þurfti að fást við
ólgu og þverstæður og ná tökum á
víðfeðmri skynjun sinni. Honum
sárnaði misskipting og ranglæti,
blind auðhyggja og sérgæska og
trúði einlæglega á gildi samvinnu og
gefandi samskipta. Hann var hóg-
vær og auðmjúkur og miklaðist
hvorki af verkum sínum né yfirgrips-
mikilli þekkingu. Honum þótti miður
ef læknisfræðin byggðist aðeins á
vélrænum mannsskilningi og ofmat
og stærilæti einkenndu málsvara
hennar, sem mættu ekki lokast inni í
þröngum viðmiðunarramma og
þyrftu að finna fyrir og viðurkenna
sálrænar og andlegar lífsforsendur
sem grunn heilbrigðs lífs. Björn
hreifst af knöppum en innihaldsrík-
um ljóðum Stefáns Harðar Gríms-
sonar og hefur eflaust þekkt vel til
og metið ljóð hans, „Leitarljóst“. En
þar segir skáldið kankvíslega:
Eins og mörgum
er kunnugt vissu menn allt
fyrir hundrað árum.
Nú vitum vér fleira;
en fátt.
Og einnig færra en fátt.
Við aukna þekkingu á gerð efnis
og lífs er sem tilveran birtist stöðugt
í fjölþættara samhengi og verði því
ekki skilgreind með mælitækjum
vísinda einum saman, því að „Lífið er
skáldlegt“ eins og Jóhann Hjálmars-
son segir í titli einnar ljóðabókar
sinnar. Þar er ljóð að finna sem
örugglega fjallar um engan annan en
góðvin skáldsins Björn Þ. Þórðarson
lækni, en þar segir:
Líkt og öldurnar féllu
inn um gluggann.
Hann sagði:
Ég bjó einu sinni inn í landi
í Svíþjóð
og hef aldrei náð mér síðan.
Þegar þú horfir á sjóinn...
hreyfingar öldunnar róa.
Bækurnar, málverkin.
Eitt eftir þriggja ára telpu,
annað eftir Sverri.
Birtan.
Sjórinn…“
Björn hafði numið í Svíþjóð og
víða farið og ferðast en það var eink-
um birtan yfir eigin landi og gnauð-
andi sjávaraldan þar við ströndu líkt
og við Sörlaskjól, sem hann vildi sjá
og heyra.
Björn vann nær allan sinn starfs-
tíma á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
Hjúkrunarlærðar nunnur aðstoðuðu
hann þar lengstum við læknisverkin.
Hann mat þær mikils fyrir færni
þeirra og þá alúð og umhyggju, sem
þær sýndu sjúkum og særðum, er
þær hlúðu að og báðu fyrir og miðl-
uðu trúarvon og styrk. Hann virti og
mat helgihald kaþólskra til jafns við
helgihald Þjóðkirkjunnar enda þótti
honum mestu varða að Guðstrúin
veitti lífinu traust viðmið og örugga
kjölfestu í umróti tímans og sýndi sig
í fórnfúsri lífsþjónustu. Björn kom
stundum í heimsókn til okkar Þór-
hildar á Tjarnarbrautina eftir að
hafa sinnt verkum sínum á spítalan-
um. Hann gaf okkur málverk eftir
sig sem fegra mjög heimili okkar og
lét sig jafnan varða líðan okkar og
sona okkar þriggja. Svo vildi til, að
við Finnur, elsti drengurinn, þá á
unglingsaldri, vorum þeir síðustu,
sem Björn fékk til sín á læknastof-
una á Suðurgötunni. Hann var þá að
ljúka störfum og kveðja. Það lék um
hann ljúft bros og bjartur svipur, svo
sem sést vel á ljósmyndunum, sem
við tókum. Við fylgdum honum inn á
spítalann þar sem hann gekk um sali
með Gunnhildi Sigurðardóttur
hjúkrunarforstjóra og kvaddi. Hann
staldraði lengi við í setustofunni þar
sem fyrrum var kapella spítalans og
horfði angurvært á myndir á veggj-
um af nunnunum, sem með honum
höfðu starfað og öðru samstarfsfólki
fyrri tíðar.
Samskipti okkar síðan urðu mun
minni en fyrr. Björn hringdi þó til
mín með nokkuð reglulegu millibili
og síðast stuttu eftir áramótin. Útför
Lilju hafði farið fram á Þorláks-
messu. Hann hafði hlúð að henni svo
sem hann best gat í löngu veikinda-
stríði hennar. Og þótt hann væri
hjartveikur sjálfur var hann mál-
hress að vanda og mælti þýðri röddu
sem fyrr. Samt var auðheyrt hve
mjög hann saknaði Lilju. Hann
ræddi um börnin þeirra, afkomendur
og skyldulið sem væru mikið þakk-
arefni. En hann átti þó það erindi
helst að spyrjast fyrir um það, hvort
ég vildi þiggja stóra mynd eftir sig,
sem ég mætti velja úr safni hans og
líta fljótlega við og endilega hafa
Þórhildi með mér. Ég fagnaði og
þakkaði þetta höfðinglega boð, en
því miður varð ekki af því að ég
brygðist nægilega fljótt við því og
færi til Björns í tæka tíð. Hann mun
hafa veikst stuttu síðar en var þó
kominn aftur á ról á Skátadaginn 22.
febrúar sl., sem einnig var fimmtug-
asti og fimmti brúðkaupsdagur
þeirra Lilju. En aðeins þremur dög-
um síðar leið hann skyndilega út af,
látinn á heimili þeirra. Hann var við
því búinn að kveðja sýnilegan heim,
hvenær sem kallið kæmi um brott-
förina, sáttur bæði við Guð og menn.
Björn var sérstæður fyrir margt,
rökfastur og tilfinninganæmur í
senn, gjörhugull, vitur og vökull fyr-
ir lífsundrum og verður minnisstæð-
ur þeim sem til hans þekktu og áttu
hann að. Og myndir hans minna á
hann. Þær eru flestar óhlutbundnar í
formi en fela þó oft í sér hlutlægt við-
mið, þegar að er gætt. „Djásnið“, eitt
þeirra verka, sem hann gaf okkur
Þórhildi, birtir það vel.
Það sýnir gulleitan flöt í spor-
öskjulaga formi á dökkum bak-
grunni, en inn á þeim fleti koma líkt
og fram geislabrot, sem sýna, þegar
að er gætt, kross og opna gröf fyrir
neðan hann. Djásn kristinnar trúar
sést á myndinni, auður kross Krists,
gröfin hans tóma og geislaflóð upp-
risudagsins bjarta. Björn átti slíkt
ljómandi djásn í sálu og hjarta, sem
varpaði helgum geislum inn á veg-
ferð hans og skerpti skyn hans, ilm,
sjón og heyrn fyrir návist Guðs og
heilögu Orði hans. Dýrmætt var að
fá að vera Birni samferða hluta leið-
ar og eiga hann að hollum og traust-
um vini. Fyrir það þakka ég og fjöl-
skylda mín og við biðjum Guð í Jesú
nafni að fullkomna líf hans í ljóma
páska og hvítrar sunnu og lýsa börn-
um hans og öllum ástvinum veginn
fram.
Gunnþór Þ. Ingason.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
15% afsláttur
af legsteinum
til 15. mars
Englasteinar
www.englasteinar.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR SÓLVEIG RUNÓLFSDÓTTIR,
Sunnubraut 48,
Kópavogi,
sem lést þriðjudaginn 1. mars, verður jarð-
sungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
8. mars kl. 15.
Margrét S. Ingólfsdóttir, Einar H. Hallfreðsson,
Grímur J. Ingólfsson, Guðfinna Hjálmarsdóttir,
Runólfur S. Ingólfsson, Guðbjörg Friðriksdóttir,
María G. Ingólfsdóttir,
Ester A. Ingólfsdóttir, Guðmundur Óli Sigurgeirsson,
Katrín V. Ingólfsdóttir, Kjartan Einarsson,
Hannes G. Ingólfsson, Gréta B. Erlendsdóttir,
Elísabet I. Ingólfsdóttir,
Valur Ingólfsson,
Kári Ingólfsson, Guðný Pálsdóttir,
Guðjón Ingólfsson,
Björk S. Ingólfsdóttir, Hafþór Már Hannibalsson,
Lára Ingólfsdóttir, Agnar Þór Árnason,
Sólveig Ingólfsdóttir, Gunnar Þór Gíslason,
Svandís Ingólfsdóttir, Einar Örn Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.