Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 28

Morgunblaðið - 07.03.2005, Page 28
28 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Forðastu rifrildi eða ágreining við þá sem hafa eitthvað yfir þér að segja, svo sem kennara, foreldra eða aðra máttarstólpa. Láttu lítið á þér bera, ef hægt er. Naut (20. apríl - 20. maí)  Aðstæður eru óhagstæðar fyrir ferðalög og útgáfu ef slíkt er á döf- inni hjá nautinu í dag. Ekki reyna að streitast gegn náttúrulögmálum. Bíddu í fáeina daga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Rifrildi vegna fjármála eða deilur um sameiginlegar eigur, einkum erfðafé eru líklegri en ella í dag. Reyndu að halda aftur af þér. Ósættið verður magnað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn í dag er einstaklega óhag- stæður hvað náin sambönd varðar. Samræður við maka og nána vini reyna á þolrifin. Vertu þolinmóður, það er eina leiðin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki fella hleypidóma um sam- starfsfólk í dag. Að sama skapi skaltu ekki kippa þér upp við gagn- rýni frá vinnufélögum. Forðastu ágreining. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sýndu börnum þolinmæði í dag og hugaðu vandlega að öryggi þeirra. Gerðu sérstakar varúðarráðstafanir ef þú stundar keppnisíþróttir. Ekki reyna að ná þínu fram með offorsi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Rifrildi eru einstaklega líkleg á heimilinu. En mundu að reiði er ekki til neins annars fallin en að auka á vanlíðan þína og annarra. Hafðu hægt um þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Svo virðist sem fólk reyni vísvitandi að reita þig til reiði í dag. En það er alls ekki þannig. Reiðin virðist blossa upp ósjálfrátt núna, ekki síst í garð systkina. Ekki ganga í vatnið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að vera rólegur og sýna þol- inmæði í málum er varða peninga í dag. Þú finnur til hvatvísi og árás- argirni og lætur allt sem viðkemur eigum þínum slá þig auðveldlega út af laginu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki vera of árásargjörn í sam- skiptum í dag, steingeit. Þú ert allt of yfirþyrmandi núna. Kannski er það vegna þess að eitthvað er að angra þig. Vertu róleg. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugsast getur að einhver láti um- mæli falla sem ná alla leið inn í kviku á þér, vatnsberi. Ekki svara í sömu mynt, þessi áhrif líða senn hjá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðastu rifrildi við vini og félaga í dag. Þér verður svarað fullum hálsi. Það er engu líkara en að fólk reyni að efna til ágreinings um þessar mundir. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú ert viðkvæm, umhyggjusöm og gefandi persóna í samskiptum sem vill fá hefðbundna útrás fyrir tilfinningar sínar. Þú færð mikið út úr því að koma öðrum til hjálpar. Jafnframt ertu fljót að læra. Þú ert einstaklega dul og sjálfstæð manneskja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 stríðsfánar, 8 þreyttir, 9 lýkur, 10 nytja- land, 11 kaka, 13 stig, 15 foraðs, 18 þor, 21 velur, 22 tappi, 23 þreytuna, 24 högna. Lóðrétt | 2 alda, 3 kroppa, 4 frek, 5 örskotsstund, 6 ríf, 7 vaxa, 12 veðurfar, 14 visinn, 15 bráðum, 16 rag- ur, 17 kvenvargur, 18 mannsnafn, 19 espast, 20 sívinnandi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 grund, 4 bulls, 7 lúgur, 8 rykmý, 9 tám, 11 ilma, 13 árna, 14 krass, 15 þota, 17 skot, 20 hak, 22 forði, 23 öfl- ug, 24 rúmið, 25 dýrin. Lóðrétt | 1 galli, 2 ungum, 3 durt, 4 barm, 5 líkur, 6 skýla, 10 ásaka, 12 aka, 13 áss, 15 þófar, 16 tærum, 18 kælir, 19 tágin, 20 hirð, 21 köld.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit. Gallerí List | Daði Guðbjörnsson kynnir ný olíumálverk í Hvíta sal Gallerís Listar. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sig- urjónsdóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hug- arheimur Ástu. Handverkssýningar Studio os | Kertasýning í Studio os, Rang- árseli 8. Handunnin kerti fyrir öll tækifæri. Sýningin er opin frá 6. – 18. mars alla daga kl. 14 – 17. Handverk og hönnun | Pétur B. Lúth- ersson húsgagnaarkitekt og Geir Odd- geirsson húsgagnasmiður – Listasmíði og leir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýningarnar Hand- ritin, Þjóðminjasafnið – Svona var það, Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964) er skáld mánaðar- ins en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu hans. Á sýningunni eru ljóð Davíðs, skáldverk og leikrit. Einnig handrit að verkum og munir úr hans eigu. Blaðaumfjöllun um Davíð og ljósmyndir frá ævi hans prýða sýninguna. Fréttir Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumála- miðstöð Háskóla Íslands 12. apríl. Próf- gjaldið er 10.000 kr. og skráning fer fram í Tungumálamiðstöðinni til 10. mars. Nánari upplýsingar: Tungumálamiðstöð H.Í. Nýja Garði: 525 4593, ems@hi.is og www.test- daf.de. Fundir Árbæjarkirkja | Kvenfélag Árbæjarkirkju heldur fund í safnaðarheimili Árbæjarkirkju mánudaginn 7. mars kl. 20. Allir velkomnir, kaffiveitingar. Krabbameinsfélagið | Aðalfundur Krabba- meinsfélags Rangárvallasýslu verður 10. mars kl. 20 í Café Árhusum, Hellu. Jónas G. Ragnarsson segir frá reynslu sinni af krabbameini og Eva Yngvadóttir segir frá reynslu sinni sem maki krabbameinssjúkl- ings. Gunnjóna Una ræðir um stuðning við krabbameinssjúka. Allir velkomnir. Styrkur | Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra er með opið hús að Skógarhlíð 8, þriðjud. 8. mars kl. 20. Gunnjóna Una félagsráðgjafi segir frá rannsóknum á áhrifamætti bænarinnar. Dóra Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur segir frá starfsemi Krabbameinsráðgjaf- arinnar. Allir velkomnir. UBAA | Uppkomin börn og aðstandendur alkóhólista eru með 12-sporafundi öll mánudagskvöld kl 20.30 að Tjarnargötu 20. Verið velkomin. Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Ís- lands | Stofnfundur Kvennahreyfingar Ör- yrkjabandalags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 8. mars kl. 20 í Hátúni 10, 9. hæð. Fyrirlestrar Karuna Búddamiðstöð | Námskeið bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa reynslu af hugleiðslu. Ani-la Nyingpo mun leiða hug- leiðslurnar og gefa hagnýt ráð um hvernig nýta má hugleiðslu í dagsins önn. Nám- skeiðið er 7., 14. og 21. mars kl. 20–21.15, í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofa 204. Nán- ari upplýsingar á www.karuna.is. Kynning Café Kulture | Kúbanskir dagar standa yfir næstu vikuna á Café Cultura. Hátíðin hefst með opnun á myndlistarsýningu Mila Pel- aez, en alla vikuna verður boðið upp á kúb- anska rétti, fluttir fyrirlestrar um mannlíf á Kúbu, flutt ljóð og sögur, kúbönsk tónlist og dans og margt margt fleira. Námskeið Maður lifandi | Námskeið sem fjallar um aðdraganda þess að stofna eigið fyrirtæki verður haldið 14. mars kl. 17–21. Leiðbein- andi er Martha Árnadóttir BA í stjórn- málafræði og MA nemi í mannauðs- stjórnun. Norræna félagið | Nordklúbburinn, Ung- mennadeild Norræna félagsins, stendur að byrjendanámskeiði í eistnesku, lettnesku, litháísku og rússnesku. Hvert námskeið stendur þrjú kvöld. Námskeiðin hefjast 7. mars að Óðinsgötu 7 með lettnesku. Upp- lýsingar og skráning fyrir 7. mars á nor- dklubb@norden.is eða í síma 5510165. Staðlaráð Íslands | Námskeið um örugga meðferð upplýsinga Stjórnun upplýsinga- öryggis samkvæmt ISO 17799. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðl- anna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799–2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun örygg- isstefnu. Ráðstefnur ITC samtökin á Íslandi | Ráðsfundur ITC verður 12. mars á Kaffi Reykjavík og hefst kl. 13 með úrslitakeppni í mælsku– og rök- ræðukeppni ITC Melkorku Reykjavík og ITCS tjörnu Rangárþingi. Venjuleg fund- arstörf, óvissuferð og hátíðarkvöldverður. Fundurinn öllum opinn. Skráning á itc- @simnet /s. 848–8718. NÁMSKEIÐ um nýtt leikrit Birgis Sigurðssonar, Dínamít, sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins 20. apríl nk., hefst á morgun hjá Endurmennt- unarstofnun Háskóla Íslands (EHÍ). Það eru Þjóðleikhúsið og EHÍ sem standa sam- eiginlega að námskeiðinu. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Hlín Agnarsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleik- hússins og umsjónarmaður námskeiðns, Birgir Sigurðsson, höfundur verksins, Stef- án Baldursson, sem leikstýrir verkinu og dr. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Námskeiðsdagar eru þriðjudagarnir 8., 15. og 22. mars, en auk fyrirlestra verður litið inn á æfingu á verkinu og boðið upp á umræðufund í tengslum við námskeiðið og sýninguna, auk þess sem þátttakendur fá miða á sýningu á Dínamíti í Þjóðleik- húsinu. Dínamít fjallar um Friedrich Nietzsche, um manninn á bak við hugmyndirnar, ólg- andi lífsást hans, sársauka og snilld. „Ég er ekki maður. Ég er dínamít,“ sagði Nietzsche, sem er af mörgum talinn einn frumlegasti hugsuður 19. aldar. Bylting- arkenndar hugmyndir hans um trúarbrögð, siðferði og heimspeki höfðu gífurleg áhrif á komandi kynslóðir. Í lífi hans voru sterkar konur, eins og hin stórgáfaða og fagra Lou Salomé og hin afbrýðisama systir hans Elísabet, sem átti stóran þátt í að afbaka hugmyndir hans svo þær féllu betur að þjóðernishyggju og boðskap fas- ista á borð við Hitler og Mussolini. Námskeið um Nietzsche Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. e4 d6 4. Rc3 Rc6 5. Be3 e5 6. Rge2 exd4 7. Rxd4 Rf6 8. Be2 0–0 9. 0–0 He8 10. f3 Rh5 11. Rxc6 bxc6 12. g4 Rf6 13. Bg5 Be6 14. f4 Db8 15. f5 gxf5 16. gxf5 Bd7 17. Dd2 Kh8 18. Kh1 He5 19. Hg1 Df8 20. Bf3 c5 21. Bf4 Rg8 22. Hxg7 Dxg7 23. Hg1 Df6 24. Bg5 Dg7 25. Bf4 Df6 26. Rd5 Hxd5 27. Dxd5 He8 28. Bg5 Dg7 29. Bd2 Df8 30. Bc3+ f6 Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir nokkru í Montecatini Terme. Alessio De Santis (2.293) hafði hvítt gegn Milan Mrdja (2.395). 31. Hxg8+! og svartur gafst upp enda verður hann drottningu undir eftir 31. … Dxg8 42. Bxf6+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Igor Miladinovic (2.611) 9 vinninga af 11 mögulegum. 2. Stefan Djuric (2.470) 8½ v. 3. Luca Shytaj (2.341) 6½ v. 4.–5. Petar Velikov (2.430) og Vangjel Buli 5½ v. 6.–8. Massimo Sciortino (2.228), Aless- io De Santis (2.293) og Sergio Mariotti (2.350) 5 v. 9. Mila Mrdja (2.395) 4½ v. 10.–11. Darja Kaps (2.287) og Doriano Tocchioni (2.283) 4 v. 12. Margarita Voiska (2.361) 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Góður aðbúnaður á Felli ÉG vil mótmæla skrifum DV um Dvalarheimilið Fell og Kumbaravog. Ég þekki reyndar ekkert til á Kumb- aravogi en hef unnið á Felli frá upp- hafi en er nú hætt þar störfum. Öll þau ár sem ég vann á Felli var aldrei skortur á mat og fólk gat fengið mat eða aukabita ef það bað um, alltaf nægur matur á boðstólum. Í DV var tekið fram að einungis ein heit máltíð væri í boði á dag – en ég veit ekki bet- ur en það sé orðið svoleiðis hjá mörg- um, t.d. á spítölum og á heimilum al- mennt. Eins var það nefnt að gestum vistmanna væri ekki boðið kaffi en það er heldur ekki rétt. Ég vil því mótmæla þessum skrifum DV. Guðbjörg Bárðardóttir. Dagskrá DV gerir óskunda ÉG bara get ekki orða bundist yfir sjónvarpsdagskránni í Helgarblaði DV um síðustu helgi. Ég hef nú fylgst með sýningum á þeim stórgóðu myndum er kenndar eru við Rocky Balboa, ítalska folann. Gerðar voru fimm myndir á sínum tíma og hafa þær verið sýndar hvern sunnudag við mikinn fögnuð allra á mínu heimili. Sunnudagurinn er tek- inn í undirbúning fyrir Rocky og hafa þetta verið hátíðir miklar enda merk- isverk hér á ferð. Nema hvað að í dagskránni í DV stendur skýrum stöfum að Apollo Creed muni deyja í hringnum í mynd númer fjögur, sem var einmitt síð- asta sunnudag. Þetta er hápunktur fyrri hluta myndarinnar og stýrir framvindu mála. Hvernig dettur þeim í hug að gefa upp plottið á svona óforskammaðan máta? Ég er hneyksluð og sár yfir að mannlegum mistökum sé stráð yfir tæra gleðina sem hefði annars bylgjast um hjarta okkar aðdáendanna í magnþrunginni spennu sögunnar. Mæli ég á móti því að fólk lesi litlu klausurnar um dagskrárliði dagsins í DV því þær eru hreint og beint mannskemmandi. Elísabet Ólafsdóttir, rithöfundur. Kettlingar fást gefins ÞRJÁ litla 4ra mánaða kettlinga vantar gott heimili sem allra fyrst. Kassavanir. Upplýsingar í síma 438 1420, 431 1461 og 868 0125.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.