Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 36

Morgunblaðið - 07.03.2005, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 7. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GERT er ráð fyrir nefskatti í stað afnota- gjalda og nokkurs konar rekstrarstjórn í stað útvarpsráðs í væntanlegu frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. Þá verður framlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands létt af stofnuninni. Í ár nema þau tæplega 120 milljónum króna. Hugmyndir hafa verið uppi um að létta ennfremur lífeyr- isskuldbindingum af Ríkisútvarpinu en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er óljóst hvort af því verður nú. Frumvarpið er á lokastigi en hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn eða þingflokkum stjórnarflokkanna. Markmið þess er að rétta bágan fjárhag RÚV við, skilgreina betur hlutverk þess og bæta rekstrarumhverfið, en frá árinu 1997 hefur samanlagður rekstr- arhalli stofnunarinnar numið rúmum 1.400 milljónum króna. Í síðari hluta fréttaskýringar um málefni Ríkisútvarpsins, sem birt er í blaðinu í dag, kemur m.a. fram að frumvarpið er lending sem bæði sjálfstæðismenn og framsóknar- menn eru sagðir geta sætt sig við. Hluta- félagavæðing Ríkisútvarpsins hlaut ekki náð fyrir augum Framsóknarflokksins en sam- staða náðist um að gera stofnunina að sam- eignarfélagi, eða sf. Um 10.000 krónur á ári Afnema á afnotagjöldin og unnið hefur ver- ið að útfærslu á nefskatti, sem reiknað er með að gefi RÚV meiri tekjumöguleika. Af- notagjald yfir árið er nú rúmlega 32 þúsund krónur á hvert heimili en með nefskatti á ein- staklinga á aldrinum 18-70 ára og öll fyr- irtæki er reiknað með að hver muni greiða um 10 þúsund krónur á ári, ef skatturinn á að gefa Ríkisútvarpinu svipaðar tekjur og af- notagjaldið gefur í dag, eða um 2,4 milljarða króna. Áfram er gert ráð fyrir tekjum af aug- lýsingum og kostun en heildartekjur RÚV nema nú um 3,4 milljörðum króna á ári. Útvarpsráð verður lagt niður í núverandi mynd og ráðherra ætlað að skipa rekstr- arstjórn, eins og er í fyrirtækjum og mörgum ríkisstofnunum. Verður framkvæmdastjóri eða útvarpsstjóri einnig skipaður af ráðherra. Stjórninni er ætlað að móta heildarstefnu Ríkisútvarpsins og hafa eftirlit með fjárreið- um, með skýrt skilgreint hlutverk samkvæmt lögum. Með þessu er ætlunin að gefa stjórn- endum Ríkisútvarpsins á hverjum tíma meira svigrúm og frelsi til ákvarðana og að þeir beri þá um leið ábyrgð á þeim, m.a. á ráðn- ingum starfsmanna. Á stjórn RÚV ekki að hafa afskipti af mannaráðningum eða ein- stökum dagskrárliðum. Til þessa hefur út- varpsráð ekkert haft með fjármál og rekstur RÚV að gera. Hefur það ekki þótt koma heim og saman við nýskipan í ríkisrekstri. Vinna við frumvarp menntamálaráðherra um RÚV er á lokastigi Tillaga um nefskatt  Áform um/12–13 MAÐURINN sem lést í bíl- slysinu á Suðurlands- vegi í gær- morgun hét Helgi Fann- ar Helgason. Hann var átján ára að aldri, fædd- ur 4. júlí 1986. Helgi var nemandi í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi og var til heimilis að Heiðarbrún 2 á Stokkseyri. „SÖNGURINN var aldrei eins; þvert á móti var hvert lagt einstakt, heill heimur af tilfinningum og minningum, kryddað allskonar blæbrigðum sem lyftu tónlist- inni í hæstu hæðir. Aðeins örfáir lista- menn eru færir um að skapa slík áhrif,“ segir Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, m.a. um söngtónleika Jose Carreras sem fram fóru um helgina. „Carreras söng af djúpri innlifun, túlk- un hans einkenndist af næmri tilfinningu fyrir því sem hvert lag fjallaði um, auk þess sem allt hið ósagða í skáldskapnum fékk að njóta sín á einhvern óútskýr- anlegan hátt.“/17 Morgunblaðið/Árni Torfason Kryddað allskonar blæbrigðum TÆPLEGA tvítugur piltur lést samstundis, að því er talið er, og þrír slösuðust alvarlega í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á Suður- landsvegi við Þrengslavegamót skömmu fyrir klukkan sjö í gær- morgun, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Mikil hálka var á veginum. Fimm manns voru í hvorum bíl, allir í bílbeltum, að sögn lögreglu. Í fólksbílnum voru fimm ungmenni en hjón með þrjú börn í jeppanum. Í gærkvöldi voru þrjú ungmennanna á gjörgæsludeild, einu var haldið sofandi í öndunarvél en hin voru við betri líðan, að sögn vakthafandi læknis. Að sögn lögreglu var fólks- bíllinn á leið í austur en jeppanum var ekið í átt til Reykjavíkur þegar bílarnir skullu nánast hvor beint framan á öðrum í beygju sem er austan megin við gatnamótin. Ljóst er að áreksturinn var geysiharður enda eru bílarnir gjörónýtir. Við áreksturinn rifnaði undirvagninn undan jeppanum sem hafnaði á hvolfi utan vegar og beita varð klippum til að komast að farþegum í aftursæti fólksbílsins. Tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan sjö um morguninn. Lögreglumaður sem var á leið á vakt á Selfossi var meðal fyrstu manna á vettvang og gat hann gefið greinargóðar upplýsingar um að- stæður á vettvangi ásamt því að hlúa að hinum slösuðu. Þyrla Land- helgisgæslunnar var þegar kölluð út og sjúkra- og björgunarlið sent á vettvang frá Hveragerði, Reykjavík og Selfossi, að sögn lögreglu. Fjórir voru fluttir með þyrlu á slysadeild en fimm með sjúkrabílum. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Fjórða banaslysið Þetta var fjórða banaslysið í um- ferðinni hér á landi á þessu ári. Þann 17. febrúar lést maður þegar hann ók vélsleða fram af hengju á Landmannaleið. Þar sem slysið varð við veginn er það skráð sem umferðarslys en hefði það orðið ut- an vega hefði það verið skráð sem frístundaslys, skv. upplýsingum frá Umferðarstofu. 2. mars lést öldruð kona eftir að ekið var á hana á Snorrabraut í Reykjavík og daginn eftir beið tvítugur maður bana í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á blindhæð skammt norður af Kópa- skeri. Þá lést kona í umferðarslysi á Kanaríeyjum 10. febrúar. Einn lést og annar er í öndunarvél eftir árekstur Mjög harður árekstur jeppa og fólksbíls á Suðurlandsvegi við Þrengsli  Þriðja banaslysið á fimm dögum í umferðinni Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson Tíu voru í bílunum og var aðkoma að slysinu mjög slæm. Þetta var fjórða banaslysið í umferðinni hér á landi á þessu ári. VERÐI tillaga um varasjóð Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur (VR) samþykkt geta félagsmenn m.a. ráðstafað fé, sem áður fór í niðurgreiðslu á orlofshúsum fé- lagsins, til hvers kyns annarra orlofs- mála. Þar sem stór hluti varasjóðsins mun skv. tillögunni byggjast á gjöldum sem áður runnu í orlofssjóð mun þetta væntanlega hafa í för með sér um 20 þús- und króna verðhækkun á vikudvöl í or- lofshúsum VR um hásumarið. Kjósi fé- lagsmenn að nýta varasjóðinn til að greiða dvölina niður, geta þeir auðvitað gert það. En þeir geta líka notað féð til Spánarferðar sýnist þeim svo. Tillaga stjórnar VR um stofnun vara- sjóðs fyrir félagsmenn verður lögð fyrir aðalfund 14. mars nk. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að ekki sé verið að taka aukna fjár- muni af félagsmönnum og atvinnurekend- um heldur taka þá sem fyrir séu og beina þeim í aðra átt en áður. „Segja má að við hættum styrkjum til líkamsræktar og gleraugnakaupa og að við hækkum veru- lega dvöl í orlofshúsi.“ Vikudvöl hækkar um 20 þúsund  Efling/8 ♦♦♦ STJÓRN Handknattleikssambands Ís- lands leggur fram tillögu á ársþingi sam- bandsins um næstu helgi, þess efnis að úr- slitakeppni verði lögð niður á Íslandsmótinu frá og með næsta tímabili. Þess í stað verði það lið sem efst verður í deildakeppninni krýnt Íslandsmeistari. Þetta á við bæði í meistaraflokki karla og kvenna. Jafnframt verði frá og með haust- inu 2006 leikið í 8 liða úrvalsdeildum hjá báðum kynjum. Ef tillagan nær fram að ganga, verður leikið í einni deild næsta vetur, bæði hjá körlum og konum, og átta efstu liðin vinna sér sæti í úrvalsdeildinni./Íþróttir Átta liða úrvals- deild í handbolta? ♦♦♦ Lést í bílslysi á Suðurlandsvegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.