Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR 4 B MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Valur Sigurðsson átti mjög góðan leik fyrir Essen sem sigraði Lübbecke, 36:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Guðjón skor- aði 8 mörk og með sigrinum komst Essen upp í fjórða sæti deild- arinnar, er stigi á undan Lemgo.  Einar Örn Jónsson skor- aði 8 mörk fyrir Wallau Massenheim sem sigraði Post Schwein, 39:31. Einar hefur leikið mjög vel með Wallau-liðinu á tímabilinu er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.  Magdeburg tapaði fyrir Lemgo, 37:31, sem háður var í tennishöll- inni Garry Weber í Lemgo fyrir framan 14.000 áhorfendur. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla og sömuleiðis Sig- fús Sigurðsson í liði Magdeburg. Arnór Atlason lék hins vegar með Magde- burg og skor- aði 2 falleg mörk. Maður leiksins var Christian Ra- mota mark- vörður Lemgo sem varði vel á þriðja tug skota. Florian Kehrmann var markahæstur í liði Lemgo með 10 mörk en hjá lærisveinum Al- freðs Gíslasonar var Lediglich Theuerkauf atkvæðamestur með 8 mörk.  Alexander Petersson skoraði 6 mörk fyrir Dusseldorf en Markús Máni komst ekki á blað þegar lið þeirra lagði Wetzlar, 29:23. Róbert Sighvatsson skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar. Düsseldorf er í þriðja neðsta sæti ásamt Minden með 12 stig.  Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener í sigurleik liðsins gegn Göppingen. Jaliesky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göpp- ingen sem siglir lygnan sjó um miðbik deildarinnar. Göppingen er í 10 sæti með 26 en Wilhelms- havener í 11 sæti með 21 stig.  Patrekur Jóhannesson var ekki á markalistanum fyrir Minden sem vann afar þýðingarmikinn sigur í botnslagnum gegn Pfullingen, 27:25. Guðjón og Einar Örn með átta mörk Guðjón Valur Sigurðsson Einar Örn Jónsson „NÚ ER ég ánægður með lífið og tilveruna,“ sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka þegar hann tók við hamingjuóskum eftir sig- urinn. „Fyrst og fremst ætluðum við að vinna. Við ætluðum að halda áfram þeirri vinnu sem við höfum staðið í undanfarið en fyrri hálf- leikurinn gekk ekki alveg sem skyldi, við fáum of mikið af mörkum á okkur þó mér hafi fundist ÍR-ingar haft mikið fyrir þeim mörkum Það vantaði herslumuninn á að vörnin gengi upp en það gerðist í seinni hálfleik, þá kom Birkir Ív- ar með í markinu og þá varð ekki aftur snúið. ÍR er með góða leik- menn fyrir utan og við þurftum að gæta þess að þeim tækist ekki að spila eins og þeir vildu nálægt okkur, við þurftum að vera ákveðnari í að stöðva þá,“ bætti Páll við og ætlar að verja Ís- landsmeistaratitilinn. Ætlum okkur að vinna „Við erum í sömu stöðu og fyr- ir ári síðan, þegar við unnum deildina og nú er úrslitakeppnin eftir en við ætlum okkur auðvitað ekkert annað en að vinna hana eins og í fyrra. Það verður eðli- lega erfitt en samt skemmtilegt. Ég hef ekki spáð svo mikið í hvort deildin sé erfiðari en í fyrra en vissulega er lið okkar breytt, til dæmis þegar Ásgeir Örn fer út en er nú að koma inn aftur.“ Kom allt í seinni hálfleik „Við hendum leiknum frá okkur á tólf mínútum í síðari hálfleik,“ sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við erum með fína stöðu og þriggja marka forystu í hálfleik og ég lagði upp með að við myndum vinna boltann í fyrstu sókninni og ná síðan fjögurra marka forskoti en þess í stað hleypum við þeim inní leikinn. Við áttum að geta byggt uppá þriggja marka forskot því stressið á þá allt að vera á hinum. Við skorum bara tvö mörk á tólf mínútum og eftir það var á brattann að sækja. Við lukum sóknum okkar ekki nógu vel og markvarslan hjá Haukum fór að ganga upp eftir hlé. Við vitum hver styrkur okkar, það er að standa vörnina og vinna bolt- ann til að fá þessi hröðu upphlaup en það gekk ekki vel. Við þurftum líka að halda hraðanum niðri hjá Haukum svo að þeir fengju ekki hraðaupphlaup. Það þarf að draga vörnina hjá þeim í sundur til að fá svæði til að ráðast á. Okkur tókst ekki að spila eins og við viljum gera, tókst ekki að láta boltann ganga nægilega vel og varnarleik- urinn var ekki eins góður en við gátum jafnvel náð þeim í lokin.“ Júlíus gerði ÍR að bikarmeist- urum en hann vill meira. „Úrslita- keppnin leggst vel í mig og það verða allt úrslitaleikir þegar allt er undir. Það eru margir kandítatar um að vinna. Tímabilið hefur hingað til verið fínt hjá okkur, erum Reykjavíkurmeistarar og bikar- meistarar en það er ekki nóg. Við viljum meira og það er einnig bikar eftir.“ Hendum leiknum frá okkur á tólf mínútum Fyrstu tíu mínúturnar leit út fyrirað Haukar væru að ná traustu forskoti en þá tók Ragnar Helgason sig til og raðaði inn mörkum, sem kom ÍR í 13:9 forystu en Hreiðar L. Guð- mundsson mark- vörður ÍR lagði einnig sitt af mörk- um. Í hálfleik stilltu Hafnfirðingar strengina og með ágengari vörn tókst þeim að brjóta sóknarleik ÍR á bak aftur og ná 28:22 forystu, ekki síst þegar Þórir Ólafsson hornamað- ur Hauka lét til sín taka. „Strákarnir í liðinu dæla boltanum til mín og svo fáum við fullt af hraðaupphlaupum,“ sagði Þórir eftir leikinn. „Við vorum tilbúnir í leikinn. Að vísu var eitt- hvert stress framan af en svo náðum við að sigla framúr í seinni hálfleik og það gerði gæfumuninn. Að vísu var aftur stress í lokin þegar þeir spiluðu maður á mann vörn en við ætluðum ekki að tapa leiknum. Við spiluðum ekki góða vörn í fyrri hálf- leik en skoruðum að vísu fjórtán mörk sem er ágætt. Þegar við svo bætum vörnina, erum ákveðnari og fórum út á móti þeim, fer Birkir Ívar að verja og þá small allt saman.“ Þrátt fyrir þennan fimm marka mun voru Breiðhyltingar ekki búnir að játa sig sigraða, þeir fóru í maður á mann vörn og náðu að saxa á for- skotið en Hafnfirðingar, sem hafa marga fjöruna sopið, náðu sér á strik. „Það er ótrúleg liðsheild hjá okk- ur,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson sem hrökk í gang eftir hlé. „Við vor- um frekar slakir í fyrri hálfleik en þegar liðnar voru 22 mínútur af fyrri hálfleik var ÍR aðeins búið að skora fjögur mörk. Vörnin var frekar slök og mörkin sem ég fékk á mig voru samansafn af dauðafærum en í seinni hálfleik var vörnin skárri, ég fékk þá skot sem ég gat séð betur og oft af lengra færi. Menn gíra sig sjálfir upp fyrir svona leik og það býr ótrúleg reynsla í liðinu, við vitum hvað þarf til að komast aftur inn í leikinn og þó það hafi verið einhver örlítil spenna í lokin fannst mér alltaf öruggt hvorir myndu vinna. Ég held að úrslitakeppnin verði skemmtileg og við ætlum alla leið en vitum að það má lítið útaf að bregða.“ Þolinmóðir Haukar hrukku í gang ÞOLINMÓÐIR biðu Haukar eftir að þeir myndu ná saman í vörninni þegar þeir mættu ÍR að Ásvöllum á laugardaginn er slegist var um deildarmeistaratitilinn í handknattleik karla í DHL-deildinni. Það gerðist eftir hlé þegar ÍR skoraði aðeins 5 mörk á móti 14 Hauka, sem sneru þannig taflinu við og unnu 31:29. „Ég skil ekki af hverju við byrjuðum ekki nógu vel,“ sagði Vignir Svavarsson, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. „Það var góð stemmning í hópnum fyrir leikinn og allt eins og á að vera en við fundum okkur ekki nógu vel í vörn- inni, leyfðum ÍR-ingum að skjóta óáreittum utan af velli sem var erf- itt fyrir markmann okkar en í seinni hálfleik þjöppuðum við vörninni saman og spiluðum fastar, komum við þá í skotunum í stað þess að stökkva fyrir skotin. Þá fór markmaður okkar að verja og við fáum hraðaupphlaup og því fór sem fór. Ef við spilum góða vörn kemur allt hitt, við erum með góða sóknarmenn en ef vörnin gengur upp vinnum við alla á Íslandi. Ég vona að við mætum FH í úrslitakeppn- inni, það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir.“ ’ Ég vona að viðmætum FH í úr- slitakeppninni, það eru alltaf skemmti- legustu leikirnir. ‘ Stefán Stefánsson skrifar RÚNAR Sigtryggsson handknattleiks- maður sagði upp sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Eisenach á laug- ardag, flestum að óvörum, daginn eftir að lið hans vann stórsigur á TV Hütt- enberg á heimavelli, 43:29, í suður- hluta þýsku 2. deildarinnar. „Ég get staðfest að ég er búinn að segja upp. Annars er lítið annað um þetta að segja í bili,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið en hann virtist vera bú- inn að fá sig fullsaddan af þjálfun hjá félaginu þar sem hver höndin virðist vera upp á móti annarri. Rúnar tók við þjálfun liðsins í haust þegar það var í erfiðri stöðu og undir stjórn hans hefur árangur þess batnað verulega. Er það nú í 5. sæti suðurrið- ils 2. deildar. Uppsögn Rúnars mun hafa komið forráðamönnum Eisenach í opna skjöldu en síðast á föstudag lýsti forseti félagsins, Gerhard Sippel, því yfir að Rúnar væri fyrsti kostur félags- ins í starf þjálfara Eisenach á næstu leiktíð. „Ég er ánægður með þann ár- angur sem verk mitt hefur skilað hjá félaginu. Ég hef fært það úr fallsæti og upp í 5. sæti sem er meira í takti við þá stöðu sem liðið á að vera í. Því miður er vinnuaðstaðan hér ekki heillandi og því geta aðrir tekið við,“ sagði Rúnar sem ætlar að halda áfram að leika með Eisenach út samningstíma sinn sem er fram í maí. Spurður hvort hann hefði eitthvað annað í sigtinu eða hvort hann væri á heimleið sagði Rúnar; „Það er ómögulegt að segja hvað tekur við, ætli þessi ákvörðun sé ekki nóg i bili.“ Rúnar Sigtryggsson fékk nóg hjá Eisenach LOGI Geirsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Pólverjum um páskana. Logi meiddist á þumalfingri hægri hand- ar í leik Lemgo gegn Pfull- ingen í síðustu viku og gat þar af leiðandi ekki verið með í sigurleik Lemgo gegn Magdeburg um helgina. Logi var settur í gifs og verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar en hann kom til Íslands í gær og hittir sérfræðing í dag sem ákveðurhvort hann fer í aðgerð eða ekki. Þetta er sami fingurinn og Logi hefur brotnað þrívegis á. „Ég er sem bet- ur fer ekki brotinn en ég var alveg pottþéttur á því að svo væri. Það er samt erfitt að sjá hvað er að, þar sem fingurinn er mjög bólginn en líklega hefur lið- bandið skaddast eitthvað. Það er ansi fúlt að missa af leikjunum við Pól- verja enda langt um liðið síðan landsliðið spilaði heima síð- ast,“ sagði Logi við Morg- unblaðið. Logi ekki með gegn Pólverjum Logi Geirs- son fylgist með sínum mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.