Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 B 9 BARCELONA gefur ekkert eftir í baráttunni um spænska meist- aratitilinn. Börsungar höfðu betur gegn Deportivo La Coruna, 1:0, á laugardagskvöldið og náðu 14 stiga forskoti á Real Madrid í efsta sæti. Madringum tókst að minnka forskotið niður í 11 stig í gær- kvöld þegar þeir lögðu Malaga, 1:0. Roberto Carlos skoraði sig- urmark Real Madrid með þrumu- fleyg af 25 metra færi í síðari hálfleik en fyrir leikinn hafði Real Madrid aðeins innbyrt fjögur stig í síðustu fimm leikjum sínum. Börsungar stigu stórt skref í átt að meistaratitlinum með sigri gegn Deportivo. Luduvic Giuly skoraði sigurmarkið á 10. mínútu, hans sjötta mark á leiktíðinni. Barcelona lék manni færra mest- allan síðari hálfleikinn eftir að Rafa Marques var vikið af velli en tókst að halda fengnum hlut. Spánarmeistarar Valencia eru í fimmta sæti og eiga enn mögu- leika á Evrópusæti eftir 3:1 sigur á nýliðum Getafe. Francisco Ruf- ete, Marco Di Vaio og Mista gerðu mörkin fyrir meistarana. Spútniklið Villareal lék ekki í deildinni þar sem liðið lék síðari leik sinn við rúmenska liðið Steua í UEFA-keppinni. Villareal hafði betur, 2:0, er komið í 8-liða úrslit þar sem það mætir Alkmaar frá Hollandi. Börsungar með ellefu stiga forskot  BRYNJAR Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson léku báðir allan leikinn fyrir Watford sem tapaði á heimavelli fyrir Preston, 2:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Heiðar var nokkrum sinnum aðgangsharður uppi við mark Preston en tókst ekki að skora frekar en félögum hans.  BJARNI Guðjónsson var í byrj- unarliði Plymouth sem tapaði á út- velli fyrir Millwall í gær, 3:0. Bjarna var skipt út af á 66. mínútu.  ÞÓRÐUR Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson voru ekki í leik- mannahópi Stoke frekar en fyrri daginn þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Úlfana á útivelli. Gifton Noel Williams skoraði fyrir Stoke í fyrri hálfleik en þegar komið var fram yf- ir venjulegan leiktíma jafnaði Carl Cort metin fyrir Wolves. Stoke er í 10. sæti og er í harðri baráttu um að komast í aukakeppni um laust sæti í úrvalsdeildinni.  ÓLAFUR Ingi Skúlason er kom- inn á ferðina aftur eftir langvarandi meiðsli. Ólafur lék með varaliði Ars- enal gegn Portsmouth á laugardag- inn þar sem Arsenal vann stórsigur, 4:1.  KJARTAN Henry Finnbogason skoraði sigurmark undir19 ára liðs Celtic sem sigraði Aberdeen, 3:2, í gær. Þetta var þriðja mark Kjartans í fjórum leikjum en hann og Theo- dór Elmar Bjarnason léku allan leikinn fyrir Celtic. Aberdeen var 2:0 yfir í hálfleik en Celtic skoraði þrjú í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn.  HJÁLMAR Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Hearts í 3:1 sigri liðsins á Livingstone í skosku úr- valsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þórarinn Kristjánsson var heldur ekki í leikmannahópi Aber- deen sem gerði 1:1 jafntefli við Dun- dee.  GRÉTAR Rafn Steinsson kom ekkert við sögu í liði Young Boys sem tapaði á heimavelli fyrir St. Gallen, 3:2, í svissnesku 1. deildinni í knattspyrnu.  MARGRÉT Lára Viðarsdóttir skoraði bæði mörk Íslandsmeistara Vals þegar liðið lagði FC Göteborg, 2:0, í æfingaleik í Svíþjóð í gær.  HANNES Sigurðsson skoraði fyrra mark norska liðsins Viking í æfingaleik gegn Kongsvinger í gær en Viking sigraði 2:1. Hannes skor- aði beint úr aukaspyrnu af um 20 metra færi þar sem knötturinn fór í varnarmann og í markið. Hannes átti nokkur góð færi í leiknum sem hann nýtti ekki.  JÓHANN B. Guðmundsson skor- aði eitt marka sænska liðsins Ör- gryte sem sigraði Frölunda, 4:1, í æfingaleik í gær. Jóhann lék allan leikinn og eftir því fram kemur á heimasíðu félagsins var hann mjög líflegur í framlínu liðsins. FÓLK Geoff Horsfield kom WBA yfir íleiknum en Jonatan Johansson jafnaði fyrir Charlton. Varnarmaður Charlton, Talal El Karkouri, var rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir tveggja fóta tæklingu á 30. mínútu og áttu heimamenn á brattann að sækja eftir það. Robson sendi welska landsliðs- manninn, Earnshaw, inn á völlinn á 64. mínútu og hinn 23 ára gamli framherji skoraði þrjú síðustu mörk leiksins, og það síðasta úr vítaspyrnu á 90. mínútu. Þetta er fyrsti útisigur WBA á leiktíðinni og fögnuðu 4.500 stuðningsmenn WBA gríðarlega í leikslok en félagið hafði boðið þeim að ferðast án kostnaðar á leikinn frá Birmingham. „Earnshaw er einn sá besti sem getur komið inná sem varamaður. Hann er kvikur og snöggur, og nýtir færin sín vel. Hann veit að hans hlut- verk er að koma inná og gera usla í vörn andstæðingana. Það gekk allt upp hjá okkur í dag,“ sagði Robson en hann taldi að þegar hann var upp á sitt besta hefði Karkouri ekki feng- ið rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var kannski gult spjald í þá daga en ekki rautt,“ sagði Robson en liðið hefur nú sigrað í tveimur af síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. „Það eru átta leikir eftir og það er undir okkur komið að bjarga okkur frá falli. Við getum séð um þetta sjálfir enn sem komið er,“ sagði Rob- son. Charlton fékk skell ÓVÆNTUSTU úrslit helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni voru án efa 4:1 sigur WBA gegn Charlton á útivelli en þar skoraði vara- maðurinn Robert Earnshaw þrennu fyrir WBA í síðari hálfleik. Hermann Hreiðarsson var í vörn Charlton að venju. Bryan Rob- son knattspyrnustjóri WBA hrósaði Earnshaw í hástert eftir leikinn og telur að WBA eigi enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. LOKEREN gerði markalaust jafntefli við topplið Club Brügge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardags- kvöldið. Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson voru allir í liði Lokeren og þótti Rúnar skara fram úr í liðinu í leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn frá því 16. janúar 2003 sem Club Brügge tekst ekki að skora í deildinni en leikmönnum liðs- ins tókst ekki að finna glufur á sterkri vörn gestanna. Loker- en skoraði reyndar mark sem Carlos skoraði á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Rúnari en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var sá dómur mjög umdeildur. Lokeren hélt jöfnu gegn toppliðinu BAYERN MÜNCHEN end- urheimti toppsætið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Bæj- arar báru sigurorð af Hansa Rostock, 3:1, en aðal- keppinautarnir í Schalke biðu 2:1 ósigur gegn Mainz. Bæði lið hafa 53 stig en markatala Bayern er betri. Lucio, Sebast- ian Schweinsteiger og Michael Ballack gerðu mörkin fyrir Bayern eftir að Möhrle hafði náð forystunni fyrir Rostock. Schalke hafði undirtökin gegn Mainz en tókst ekki að nýta mörg góð færi. Bayern aftur á toppinn Liverpool hafði betur í grannas-lagnum gegn Everton í ensku úr- valsdeildinni í gær, 2:1, en það gekk mikið á í leiknum þar sem Liverpool skipti inn á þremur varamönnum í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Milan Baros var síðan sendur af velli í síðari hálfleik vegna brots. Steven Gerrard kom Liverpool yfir með marki úr aukaspyrnu á 27. mín- útu og Spánverjinn Sanz Luis Garcia bætti við marki á 32. mínútu. Tim Cahill minnkaði mun- inn á 82. mínútu. Liverpool er í fimmta sæti með 47 stig en Everton er sem fyrr í fjórða sæti með 51 stig. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að leikmenn liðsins hefðu barist eins og ljón í 201. grannaslagnum gegn Everton. „Leikurinn hefði getað verið auð- veldari fyrir okkur ef Milan Baros hefði nýtt eitthvað af færum sínum í leiknum en því miður fór boltinn ekki í markið hjá honum og hann var síðar sendur af leikvelli. En varnarleikur okkar hélt velli og við börðumst eins og ljón. Það var margt skrýtið við leikinn, við misstum þrjá leikmenn vegna meiðsla í fyrri hálfleik, Fern- ando Morientes, Dietmar Hamann og Stephen Warnock. En við þjöppuðum okkur saman og náðum að landa góð- um sigri. Að mínu mati höfðum við mikla yfirburði, allt þar til að Baros var sendur út af,“ sagði Gerrard sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með sigurinn. „Stuðningsmenn og leikmenn liðsins áttu þetta skilið. Þetta var frábær sig- ur. Við vissum að það var mikilvægt að ná þremur stigum og að sigra fyrir framan stuðningsmenn liðsins á heimavelli. Og við höfum sett pressu á Everton-liðið og við munum halda því áfram út leiktíðina. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var ósáttur við að dómari leiksins skyldi ekki bæta nema þrem- ur mínútum við leiktímann. En hann var sammála því að Liver- pool hefði verið betra liðið í fyrri hálf- leik og lagt grunninn að sigri liðsins á þeim tíma. „En við áttum möguleika á að jafna undir lokin og það var ótrú- lega litlum tíma bætt við leiktímann, þrátt fyrir að að leikurinn hafi verið stöðvaður í síðari hálfleik,“ sagði Mo- yes. Leikmenn Liverpool anda í hálsmál Everton AP Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skorar fyrra mark sinna manna beint úr aukaspyrnu gegn erki- fjendunum í Everton á Anfield í gær þar sem Liverpool fagnaði sigri, 2:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.