Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 B 3  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigraði Valladolid á útivelli, 32:28, í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Barcelona og Portland San Antonio unnu bæði leiki sína og eru efst og jöfn með 40 stig en Ciud- ad Real og Ademar Leon hafa 37.  KRISTJÁN Andrésson skoraði 3 mörk fyrir GUIF þegar liðið gerði jafntefli, 28:28, við Sävehof í loka- umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik um helgina. GUIF hafnaði í sjötta sæti með 30 stig, Skövde var deildarmeistari með 43 stig og Sävehof varð í öðru sæti með 42 stig. Átta efstu liðin í deildinni keppa síðan til úrslita um meistara- titilinn og mætir GUIF liði Hamm- arby í 8-liða úrslitunum.  RAGNAR Óskarsson skoraði 3 mörk og Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 þegar lið þeirra Skjern sigraði Bjerr- ingbro, 33:26, í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik um helgina. Skjern er í fimmta sæti með 27 stig. Kolding er efst með 33 stig, GOG 30 og Århus GF í þriðja sæti með 28.  JÓNA Margrét Ragnarsdóttir skoraði 5 mörk, Sólveig Lára Kjærnested 2 og Dagný Skúladóttir eitt þegar lið þeirra, Weibern, lagði Oldenburg, 24:22, í B-deild þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Sylvia Strass skoraði 7 mörk fyrir Weibern og Birgit Engl 6 en þær léku báðar með ÍBV á síðustu leiktíð. Weibern, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, er í fjórða sæti af sex liðum með 5 stig eftir sjö leiki.  HHF og Reynir Sandgerði unnu sér rétt til keppni í 1. deild karla í körfuknattleik á næsta leiktímabili með sigrum í undanúrslitum 2. deild- ar karla. HHF vann HK og Reynir Sandgerði vann ÍV í undanúrslitun- um. HHF vann síðan deildarmeistara- titilinn með sigri á Reyni Sandgerði í úrslitaleik mótsins. ÍV lenti í þriðja sæti eftir sigur á HK. HHF stendur fyrir Héraðssambandið Hrafnaflóki.  SIGURÐUR Jónsson, KR, vann sigur í meistaraflokki karla á stiga- móti Coca Cola í gær. Sigurður hafði betur gegn Matthíasi Stephensen, 3:1, í úrslitaleik, 11:8, 7:11, 11:8 og 11:8. Í meistaraflokki kvenna sigraði Kristín Hjálmarsdóttir, KR. Hún lagði Guðrúnu Björnsdóttur, KR, í úrslitaleik, í þremur lotum, 11:7, 11:8 og 11:7.  JOVANA Stefánsdóttir, dóttir Mil- an Stefáns Jankovic, þjálfara Grindavíkurliðsins í knattspyrnu, gat ekki leikið með Grindavík gegn Haukum í undanúrslitum 1. deildar- innar í körfuknattleik í gær. Hún var ekki leikfær eftir aðgerð hjá tann- lækni en verður með þegar Grinda- vík spilar fyrsta leik sinn í úrslitum en þar mætir Grindavík liði Kefla- víkur eða ÍS. FÓLK ÍBV hafði unnið fjóra leiki fyrirleikinn gegn HK en gengi Kópa- vogsliðsins hefur farið niður á við eftir bikarúrslita- leikinn gegn ÍR, sem þeir töpuðu. Jafnt var þó á öllum tölum í fyrri hálfleik og hvorugu liði tókst að brjóta hitt á bak aftur. Þó nokkur harka ein- kenndi leikinn og til að mynda þurftu Eyjamenn að dvelja 18 mín- útur utan vallar í leiknum. Dómarar leiksins, Arnar Sigurjónsson og Valgeir Ómarsson, höfðu hins vegar góð tök á leiknum svo aldrei sauð upp úr. Jafnt var í hálfleik en gestirnir komu talsvert grimmari til leiks eftir hléið og náðu snemma þriggja marka forskoti, sem var það mesta til þessa. Sóknarleikur HK var mis- jafn og misnotuðu þeir til dæmis sex vítaköst í leiknum. Um miðbik hálfleiksins misstu Eyjamenn tvo menn útaf í tvær mínútur á sömu mínútunni og hefðu heimamenn þá getað snúið leiknum sér í vil – stað- an 20:23. Þeim mistókst hins vegar að skora og fengu mark í bakið. Eftir það varð róðurinn léttari fyrir gestina sem skoruðu fimm mörk í röð og gerðu út um leikinn. Þeir náðu mest sjö marka forskoti en HK-ingar náðu aðeins að grynnka á muninum áður en yfir lauk, lokastaðan sem fyrr 26:31. Eyjamenn fögnuðu innilega í leiks- lok enda ljóst að liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Sigurður Braga- son, fyrirliði ÍBV, var kampakátur í leikslok. „Þetta var glæsilegt. Ég bjóst við erfiðari leik í heildina en þetta var bara stórglæsilegt og ég er stoltur af strákunum. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik nýttum við breiddina okkar vel í þeim síðari, spiluðum á tólf mönnum meðan þeir voru með sama kjarnann allan tímann. Þetta er búið að vera gott tímabil, undan- úrslit í bikar og annað sætið í deild, en mikið er eftir enn og nýtt verk- efni framundan. Nú skiptir engu hvernig leikirnir að undanförnu hafa endað en með góðum stuðningi er ég viss um að við förum langt. Fram er með gott lið og við mætum ekki með því hugarfari að um fyrstu deildar lið sé að ræða. Við ætlum okkur lengra og spilum eftir því,“ sagði Sigurður og hélt til fagn- aðar í búningsherbergi liðsins. Annar svipur var á fyrirliða HK- liðsins, Hauki Sigurvinssyni, en lið- ið mætir Val í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar. „Þetta er nú bara svona, ég veit ekki alveg hvað varð okkur að falli en sóknarleikurinn er ágætis blóra- böggull. Roland var að verja vel og mörg víti fóru forgörðum hjá okk- ur. Við nýttum ekki góð tækifæri sem við fengum til að snúa leiknum okkur í vil og fengum allt í bakið. Það er kannski erfitt að finna ástæður fyrir tapinu núna en við verðum að komast til botns í þessu máli áður en úrslitakeppnin hefst. Við verðum að horfa fram á veginn, það er nýtt mót að byrja núna og það eina sem við getum gert er að líta í eigin barm og laga þá hluti sem illa hafa farið. Eftir bikarúrslitaleikinn hafa hlutirnir ekki verið að ganga upp hjá okkur og andleg þreyta sem er að segja til sín, leikmenn eru fljótir að missa hökuna í gólfið þegar eitthvað bját- ar á,“ sagði Haukur Sigurvinsson. Eradze fór á kostum ÍBV náði öðru sæti úrvalsdeildarinnar í handknattleik, DHL-deildar karla, þegar liðið lagði HK að velli, 31:26, í Digranesi á laugardag. Leikurinn var jafn framan af og jafnt í hálfleik, 15:15, en Eyjamenn voru talsvert sterkari þegar leið á leikinn og sigur þeirra var nokkuð öruggur. Roland Eradze átti stórleik í marki ÍBV og varði alls 24 skot, þar af voru fjögur vítaköst. Eyjamenn unnu sér þar með inn heima- leikjaréttinn og mæta Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. HK endaði hins vegar í fimmta sæti og eiga leik við Val að Hlíðarenda. Andri Karl skrifar Morgunblaðið/Golli Roland Eradze, sem hér er í leik með landsliðinu á Ól- ympíuleikunum í Aþenu, hefur leikið vel með Eyja- mönnum í vetur. Ljósmynd/JAK Kvennasveit Ægis sem setti nýtt Íslandsmet í 4x100 m fjórsundi: Auður Sif Jónsdóttir fyrir aftan, frá vinstri Ásbjörg Gústafsdóttir, Ólöf Lára Halldórsdóttir og Anja Ríkey Jakobsdóttir. Ljósmynd/JAK Auður Sif Jónsdóttir setti nýtt stúlknamet í 800 m skriðsundi í 50 m laug. Hún fagnar hér meti sínu ásamt föður sínum, Jóni Baldurssyni. Ljósmynd/JAK Kvennasveit Ægis fagnaði Auði Sif Jónsdóttur eftir að hún lauk fjórða hluta fjórsundsins og innsiglaði nýtt Íslandsmet sveitarinnar. ÍSLANDS- og deildabikarmeist- arar FH-inga lögðu KA-menn, 3:0, í riðli 2 í deildabikarnum í knattspyrnu í Boganum á Ak- ureyri um helgina. FH uppskáru þar með sex stig í heimsókn sinni norður yfir heiðar en þeir lögðu Völsunga á föstudagskvöldið. Jónas Grani Garðasson kom af varamannabekknum og skoraði tvívegis fyrir FH á þriggja mín- útna kafla um miðjan seinni hálf- leik og þriðja markið skoraði for- mannssonurinn Heimir Snær Guðmundsson skömmu fyrir leikslok. Hörð keppni er í riðlinum. KR, Keflavík og FH hafa öll 8 stig, KR hefur leikið einum leik minna, og HK er í fjórða sætinu með 6 stig. Skagamenn báru sigurorð af Eyjamönnum, 3:2, í riðli 2 Fíf- unni. ÍBV náði tvívegis foryst- unni. Fyrst skoraði Steingrímur Jóhannesson og síðan Magnús Már Lúðvíksson fyrir ÍBV en mörk ÍA gerðu Helgi Pétur Magnússon, Kári Steinn Reyn- isson úr vítaspyrnu og Reynir Leósson sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu. Þór krækti í sitt fyrsta stig þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við í Boganum. Sigþór Júlíusson og Garðar Gunnlaugsson gerðu mörkin fyrir Val en Ingi Hrannar Heimisson og Baldur Sigurðsson svöruðu fyrir Þórsara sem hlutu þar með sitt fyrsta stig í keppn- inni en Valur er með 10 stig í öðru sæti í riðli 1, tveimur stigum á eftir Breiðabliki. Jónas Grani með tvö fyrir meistarana Jónas Grani Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.