Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÍRSKI landsliðsmaðurinn Robbie Keane tryggði Tottenham 2:1 sigur gegn Manchester City aðeins fjór- um mínútum eftir að hann hafði komið inná sem varamaður á 80. mínútu. Keane hefur ekki verið ánægður með það hlutskipti að vera á vara- mannabekk liðsins og svaraði hann fyrir sig með því að skora sig- urmarkið. Þetta var fyrsti leikurinn sem Stuart Pearce stjórnaði Man- chester City eftir að Kevin Keegan hætti störfum í síðustu viku. Jerma- in Defoe kom Tottenham yfir á 14. mínútu en Claudio Reyna jafnaði fyrir Man. City undir lok fyrri hálf- leiks. Joey Barton leikmaður Man. City fór alblóðugur af velli eftir að hafa lent í rimmu við leikmann Totten- ham rétta áður en Keane skoraði sigurmarkið. Taldi Barton að hann hefði fengið olnbogaskot í höfuðið og því hefði ekki átt að dæma markið löglegt. Tottenham hafði ekki skorað í síðustu þremur leikj- um liðsins sem töpuðust allir. Stuart Pearce vildi ekki gera mikið úr atvikinu og taldi þetta vera hluta af leiknum enda var hann einn harðasti varnarmaðurinn í ensku knattspyrnunni í mörg ár. „Svona lagað getur gerst í leikjum. En ég held að Tottenham hafi ekki hagnast á þessu, við áttum að gera betur,“ sagði Pearce, sem stjórnar Man. City út leiktíðina. Írski landsliðsmaðurinn Keane svaraði fyrir sig  TOTTENHAM hefur borið víurn- ar í tékkneska landsliðsmanninn Tomas Rosicky sem leikur með þýska liðinu Dortmund. Forráða- menn Dortmund upplýstu í gær að Tottenham hefði spurst fyrir um Rociky sem er 24 ára miðjumaður. Samningur hans við Dortmund rennur út árið 2008 en félagið er skuldum vafið og neyðist til að selja leikmenn í sumar.  BAYERN München hefur rætt við Chelsea um hugsanleg kaup á þýska varnarmanninum Robert Huth. Bæjarar bíða eftir svörum frá Chelsea en Huth, sem er 20 ára, var fyrir helgi valinn í þýska landsliðs- hópinn sem mætir Slóvenum í vin- áttuleik um næstu helgi.  CRAIG Bellamy skoraði öll þrjú mörk Celtic þegar liðið lagði botnlið Dundee Utd 3:0 í í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Með sigrin- um skaust Celtic á topp deildarinn- ar. Celtic hefur 77 stig en erkifjendur þeirra í Rangers hafa 75. Hibernian er svo í þriðja sætinu með 50 stig.  RANGERS varð skoskur deilda- bikarmeistari í 24. sinn í gær þegar liðið burstaði Motherwell, 5:1, á Hampden Park. Sotirios Kyrgiakos skoraði tvö marka Rangers og þeir Maurice Ross, Fernando Ricksen og Nacho Novo gerðu sitt markið hver.  SOUTHAMPTON komst úr fall- sæti með góðum útisigri á Middles- brough í gær. Hinn hávaxni fram- herji Southampton, Peter Crouch, reyndist hetja sinna manna en hann skoraði tvö mörk um miðjan seinni hálfleik og innsiglaði sigur South- ampton. Southampton er í fjórða neðsta sæti með 27 stig, stigi á und- an Crystal Palace.  SVEN Göran Eriksson, landslið- seinvaldur Englendinga, vill að Paul Scholes, Manchester United, endur- skoði afstöðu sína og gefi kost á sér í landsliðið á nýjan leik. ,,Við þurfum á leikmanni eins og Scholes að halda og vonandi skiptir hann um skoðun,“ sagði Eriksson. Scholes, sem á að baki 66 landsleiki, ákvað að segja skilið við enska landsliðið eftir Evr- ópukeppnina í Portúgal á síðasta ári.  THOMAS Sörensen, markvörður Aston Villa, var enn og aftur í aðal- hlutverki í grannaslag gegn Birm- ingham en hann fékk á sig klaufa- legt mark á 52. mínútu þar sem Emile Heskey kom Birmingham yf- ir en Julian Gray bætti við öðru marki og tryggði Birmingham sigur. Danski landsliðsmarkvörðurinn fékk á sig klaufalegt mark á Villa Park í fyrri leik liðana þar sem Birming- ham hafði betur, 2:1, en Aston Villa hefur enn ekki náð að leggja Birm- ingham í ensku úrvalsdeildinni á þeim þremur árum sem Birming- ham hefur verið í efstu deild. FÓLK Finnski landsliðsmaðurinn Aki Ri-ihilahti hélt Eiði Smára Guð- johnsen og félögum hans við efnið er hann jafnaði metin á 42. mínútu en Eiður Smári lagði upp annað mark Chelsea sem Joe Cole skoraði í síðari hálfleik. Mateja Kezman lék síðasta kort- erið í leiknum en hann kom inn á fyr- ir Eið Smára og þakkaði Kezman fyrir sig með því að skora tvö mörk. Chelsea hefur nú sigrað í 12 leikjum á heimavelli en liðið á eftir fjóra heimaleiki í deildinni og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að það verði enskur meistari. Útlitið er hins vegar verra hjá Pal- ace sem er enn að berjast við fall- drauginn. Arjen Robben kom inn á sem varamaður í liði Chelsea á 73. mínútu eftir fótbrot sem hélt honum utan við liðið í sex vikur. Joe Cole virðist hafa hafa fest sig í sessi í liði Chelsea í fjarveru Arjen Robben en hann var gagnrýndur af Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins, fyrr í vetur fyrir að sýna á sér tvær mismunandi hliðar í leikjum liðsins. „Ég er svo spenntur að fá að leika næsta leik að ég kíki reglulega á dag- skrá liðsins og fer að spá fyrir um framhaldið ef okkur tekst að vinna næstu leiki. En ég geri mér einnig grein fyrir því að leiðin að titlinum er mörg skref og næsta skref er aðeins næsti leikur,“ sagði Cole en Chelsea þarf líklega aðeins að ná í 14 stig til viðbótar í átta síðustu umferðum deildarkeppninnar til þess að tryggja sér sigur í deildinni. Ef liðið sigrar Southampton, Birmingham City, Arsenal og Ful- ham gæti félagið fagnaði sigri í deild- inni gegn Bolton þann 30. apríl eða gegn Charlton viku síðar. Að því gefnu að Manchester United sigri einnig í sínum leikjum á sama tíma- bili. „Ég veit ekki hvort ég er á hátindi ferilsins, en ég hef allavega ekki haft eins gaman af því að spila fótbolta. Það gengur vel hjá liðinu og ég hef fengið tækifæri á sama tíma. Þetta getur ekki verið betra,“ bætti Cole við. Ferguson ekki sáttur Manchester United var stálheppið að fá ekki á sig mark undir lok leiks- ins gegn Fulham á Old Trafford í stöðunni 1:0 þar sem Andy Cole, fyrrum framherji Manchester Unit- ed, skaut að marki af stuttu færi en Tim Howard, markvörður liðsins, varði með hælnum. Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ron- aldo skoraði eina mark leiksins með glæsilegum hætti, þrumaði knettin- um í markið af löngu færi, en hann sýndi snilldartakta í leiknum og hef- ur skorað 8 mörk á leiktíðinni. Manchester United hefur líklega aðeins að öðru sæti deildarinnar að keppa þar sem Chelsea er enn með 11 stiga forskot, en annað sætið gef- ur rétt til þess að leika í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sir Alex Ferguson sá lið sitt leika 19. leikinn í röð í deildinni án þess að tapa, sem þykir góður árangur að öllu jöfnu, en er ekki eins áberandi þar sem yfirburðir Chelsea eru mikl- ir þegar 8 umferðir eru eftir. Ferguson var ekki sáttur við leik sinna manna og varaði leikmenn liðs- ins við því að breytingar væru í vændum fyrir undanúrslitaleikinn í bikarkeppninni gegn Newcastle þann 17. apríl. „Það skortir vilja til þess að ganga frá andstæðingum okkar. Það var nánast broslegt að horfa á okkur í dag, þetta var eins og slakur farsi,“ sagði Skotinn. „Þetta er félag sem á að vera í fremstu röð og við munum að sjálfsögðu halda áfram að reyna að gera eins vel og við getum. En menn geta ekki leyft sér að leika eins og þeir gerðu gegn Fulham,“ bætti hann við og hrósaði aðeins einum leikmanni, markaskoraranum Ron- aldo. Persie úr skammarkróknum Hollenski framherjinn Robin van Persie tryggði Arsenal 1:0 sigur á Ewood Park í Blackburn á laugar- daginn en Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri ensku meistaranna, segir að Van Persie þurfi að bæta leik sinn töluvert og hefur greinilega ekki fyrirgefið honum að láta reka sig út af í síðasta mánuði gegn Southampton þar sem Arsenal náði aðeins einu stigi. Van Persie fékk tækifæri í byrj- unarliðinu rétt fyrir leik þar sem Sví- inn Freddie Ljungberg var ekki leik- fær eftir að hafa hitað upp auk þess sem margir af reyndari leikmönnum liðsins eru meiddir. „Markið sem Van Persie skoraði bætir að vissu leyti upp mistökin sem hann gerði gegn Southampton. Ég hef að sjálfsögðu fyrirgefið hon- um að hann lét reka sig út af, það er eðli ungra leikmanna að gera mistök, en stigin tvö eru engu að síður glöt- uð. En ég er ánægður með að við skyldum vinna, með lið sem var nán- ast eins og 21 árs lið. Þeir léku vel saman og sýndu að þeir geta gert ýmislegt á góðum degi,“ sagði Wen- ger. „Þetta var góður dagur fyrir mig, sérstaklega eftir mistökin sem ég gerði gegn Southampton. Ég átti erfitt uppdráttar eftir þann leik en sá atburður er liðinn og ekkert sem ég get gert til þess að breyta því,“ sagði Van Persie. Chelsea getur tryggt sér titilinn hinn 30. apríl gegn Bolton Kezman nýtti sér tækifærið ENSKI landsliðsmaðurinn Frank Lampard kom Chelsea á bragðið með glæsilegu marki gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn og efsta lið deildarinnar sýndi enga miskunn í 4:1 sigri liðsins og færist enn nær því markmiði að landa enska meistaratitlinum í fyrsta sinn í hálfa öld. Þetta var 11. mark Lampard á leiktíðinni. Staða efstu liða í deildinni breyttist ekkert þar sem Manchester United og Arsenal sigruðu einnig í sínum leikj- um – með minnsta mun. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10 AC Milan og Juventus munu heyja mikið einvígi um ítalska meist- aratitilinn nú á vormánuðum. Bæði lögðu þau andstæðinga sína og eru efst og jöfn með 66 stig, 16 stigum á undan Inter sem er í þriðja sætinu. Meistarar AC Milan lögðu í gærkvöld Roma á útivelli, 2:0. Hernan Crespo skoraði fyrra markið með skalla á 64. mínútu og skömmu síðar bætti Andrea Pirlo við öðru marki úr víta- spyrnu sem dæmd var á Christian Pannucci fyrir að verja knöttinn með hendi á marklínu. Pannucci var í kjölfarið vikið af leikvelli og sömu leið fór Francesco Totti, fyrirliði Rómverja, þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald á lokamínútu leiksins. Juventus marði Reggina, 1:0, og skoraði Alessandro Del Piero sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Inter bar sigurorð af Sam- pdoria, 3:2, en sá sigur gæti reynst dýrkeyptur því brasilíski sóknarmaðurinn Adriano haltraði af leikvelli og óttast forráðamenn Inter að hann verði frá næstu 3-4 vikur. Adriano skoraði þrennu þegar hann tryggði Inter sig- urinn á Porto í Meistaradeildinni á dögunum en hann gæti misst af leikjunum gegn AC Milan í und- anúrslitunum reynist hnémeiðslin alvarleg. AC Milan og Juventus heyja harða baráttu DIDIER Drogba, framherji Chelsea, hefur beðið sænska dóm- arann Anders Frisk opinberlega afsökunar og beðið hann að end- urskoða ákvörðun sína um að hætta dómarastörfum. Frisk til- kynnti í síðustu viku að hann væri hættur störfum í kjölfar síend- urtekinna morðhótana. Hann dæmdi fyrri leik Börsunga og Chelsea í Meistaradeildinni og rak Drogba af leikvelli. Gagnrýndi Drogba Frisk harðlega eftir leik- inn. „Ég vil biðja herra Frisk afsök- unar ef ég hef haft einhver áhrif á að hann hætti. Ég vona svo innilega að honum snúist hugur enda þarf fótboltinn á svona frábærum dómara að halda,“ sagði Drogba í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 um helgina. ,,Öllum verða á mistök. Dóm- arar eru mennskir eins og við leikmenn og við verðum að við- urkenna það,“ sagði Drogba. Starfsfélagar Frisk víðs vegar um heiminn, leikmenn og þjálf- arar, hafa líkt og Drogba hvatt hann til að snúa aftur á völlinn en Svíinn segist standa við ákvörðun sína. Ætlar ekki að snúa til baka „Ég hef hugsað um þetta vel og vandlega og hef komist að sömu niðurstöðu og áður. Ég er hættur og ætla ekki að snúa til baka,“ segir hinn 42 ára gamli Frisk, sem margir hafa sagt vera annan besta dómara í heimi á eftir Ítalanum Pierlugi Collina. Drogba biður Frisk afsökunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.