Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR 6 B MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MARCELO LIPPI, landsliðsþjálfari Ítala, valdi í gær landsliðshópinn sem mætir Skotum í undankeppni HM um næstu helgi og búast má við að flestir úr þessum hópi mæti Ís- lendingum í vináttuleiknum sem fram í Padova þann 30. mars. At- hygli vekur að Alessandro Del Piero, framherji Juventus, er ekki í hópnum og tekur Antonio Cassano, Roma, stöðu hans. Hópur Ítala lítur þannig út: Markverðir: Gianluigi Buffon (Juventus), Morgan De Sanctis (Ud- inese), Flavio Roma (Monaco). Varnarmenn: Andrea Barzagli (Palermo), Daniele Bonera (Parma), Fabio Cannavaro (Juventus), Giorg- io Chiellini (Fiorentina), Fabio Grosso (Palermo), Marco Materazzi (Inter Milan), Alessandro Nesta (AC Milan), Cristian Zaccardo (Palermo). Miðjumenn: Simone Barone (Pal- ermo), Manuele Blasi (Juventus), Mauro Camoranesi (Juventus), Dan- iele De Rossi (Roma), Ivan Gattuso (AC Milan), Andrea Pirlo (AC Milan). Framherjar: Antonio Cassano (Roma), Mauro Esposito (Cagliari), Alberto Gilardino (Parma), Vincento Montella (Roma), Luca Toni (Pal- ermo), Francesco Totti (Roma). Ekkert pláss fyrir Del Piero Viktor deildi sigurlaununum í æfing-um á stökki með bróður sínum Ró- berti Kristmannssyni en báðir hlutu þeir 8,25 stig í einkunn, en í gólfæfingum fékk hann 7,75 stig og mátti lúta í lægra haldi fyrir Jónasi Valgeirssyni úr Ár- manni sem fékk 7,95 stig fyrir æfingar sínar. „Ég er mjög sáttur við fjölþrautina á laugardag en dagurinn í dag, sunnudag- ur, gekk ekki nógu vel. Ég er búinn að vera veikur í síðustu viku, fann ekkert fyrir því á laugardag en í dag fann ég að ég var ekki eins og ég átti að mér, átti erfitt með andardrátt og jafnvægið var ekki alveg á sínum stað. Engu að síður get ég ekki verið annað en sáttur við nið- urstöðuna,“ sagði Viktor sem varð fimm- faldur Íslandsmeistari í áhaldafimleik- um á sunnudag. „Ég hef verið í æfingabúðum í Lett- landi ásamt Rúnari Alexanderssyni og lettneska landsliðinu og þær æfingar skiluðu miklu og það var mjög gott að æfa með svona mörgum strákum sem eru betri en ég. Meðal æfingafélaga minna þarna voru tveir Ólympíumeist- arar. Að æfa með svona góðum strákum er manni mikil hvatning og maður legg- ur sig betur fram.“ Viktor hefur verið duglegur við að styðja við bakið á bróður sínum, Róberti, sem kemur sterkur inn í áhaldafimleik- ana. Viktor segir að hann hvetji hann mikið en eftir laugardaginn fékk bróð- irinn að heyra það enda fannst stóra bróður sá litli ekki standa sig nógu vel. „Róbert gerði ekki góða hluti á laugar- dag og hann fékk að heyra það á laug- ardagskvöld. En hann er að gera nýja hluti og er búinn að laga margt hjá sér og hefur vaxið mjög mikið. Honum tókst líka vel upp á bikarmótinu og ég er mjög stoltur af honum. Hann er farinn að narta í hælana á mér og er mér góð hvatning,“ sagði Viktor Kristmannsson. Jónas Valgeirsson úr Ármanni varð fyrir því óhappi í nóvember á síðasta ári að slíta vöðva í brjóstkassa og hann gat því ekki beitt sér sem skyldi á mótinu nú um helgina. „Ég meiddist í æfingum á hringjum í nóvember og er nýlega farinn að keppa aftur. Frá því þetta gerðist hef ég lítið gert annað en að byggja mig upp að nýju. Ég tók þátt á laugardag ein- göngu til þess að fá að taka þátt í dag og var bara sáttur við æfingarnar mínar,“ sagði Jónas en hann fagnaði sigri í æf- ingum á gólfi bæði á laugardeginum og sunnudeginum. „Ég hef aðeins einu sinni keppt í hringjum frá því ég meiddi mig. Ég tók þátt í bikarmótinu og það fór svo illa í mig að ég var rúmliggjandi næsta dag. En ég finn að ég er allur að koma til og stefni ótrauður á það að komast í liðið fyrir Evrópumótið í júní. Möguleikarnir liggja í því að ná að sýna mig á æfingum og ef ég næ mínu gamla formi í hringj- unum þá reikna ég með því að ná inn í lið- ið,“ sagði Jónas Valgeirsson. Yfirburðir Kristjönu í kvennaflokki Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu hafði betur í rimmu sinni við Sif Pálsdóttur úr Gróttu en þær stöllur hafa verið fremstar í flokki fimleikastúlkna undanfarin ár. Sif var óheppin í æfingum sínum í stökki í fjölþrautinni á laugardag og mátti horfa á eftir Íslandsmeistara- titlinum til Kristjönu þrátt fyrir að hafa sigrað í hinum greinunum þremur. „Þetta byrjaði illa hjá mér á laugardag þegar ég datt í stökkinu en ég gerði eng- in mistök eftir það og hækkaði í einkunn eftir hvert áhald. Það munaði líka litlu þegar upp var staðið. Ég er auðvitað sár að hafa ekki gert betur í stökkinu en ég er líka stolt af sjálfri mér að hafa ekki brotnað niður við þetta mótlæti heldur tekið mig saman í andlitinu og gert mitt besta,“ sagði Sif Pálsdóttir og sagði að það hafi verið ljúfsárt að hafa tekist vel til með stökkið á sunnudeginum. Aðspurð um hvort það væri rígur á milli hennar og Kristjönu sagði hún svo ekki vera. „Nei alls ekki. Það er er gam- an að keppa og keppnin er það sem gefur þessu gildi. Það væri nú lítið gaman að þessu ef maður gengi að sigrinum vísum. Það er líka gaman að sjá hvað það eru miklar framfarir og mikið af ungum stelpum að koma inn,“ sagði Sif sem vildi þó ekki lofa neinu um hvort hún ætti mörg ár eftir í fimleikunum. Sif er sjálf átján ára og er á toppaldri fyrir fimleika- konu. „Það er samt allt hægt, Svetlana Gorkina, sem er besta fimleikakona í heimi, er 25 ára svo það er hægt að vera í fimleikum eftir tvítugt. En eins og stað- an hjá mér er núna þá stefni ég á Evr- ópumótið og Heimsmeistaramótið í sum- ar. Eftir það er allt óráðið.“ Krakkarnir eru lengur í fimleikum Þórólfur Antonsson, frá fimleikadeild Ármanns, var mótsstjóri að þessu sinni og hann ánægður með mótið. „Þetta er búið að ganga vel, tímasetningar hafa staðist og allt hefur gengið snuðrulaust fyrir sig. Hópurinn sem tekur þátt í fim- leikum hefur breikkað og krakkarnir farnir að vera lengur í þessu. Það g þessum yngri ákveðna hvatningu. Þ verður jafnframt til þess að endur unin er ekki eins hröð og það eru mörg ný nöfn sem stíga á pall.“ Nú tóku aðeins tvö félög þátt í kep karlaflokki, Gerpla og Ármann o kvennaflokki tefldu aðeins Gerpla Grótta fram liðum. Kanntu einhv skýringu á þessu? „Það eru bylgjur í þessu og hjá okk Ármanni eru að koma upp stúlkur væntanlega verða hér á næstu tvei til þremur árum. Það hverfa hópar ú það getur tekið tíma að byggja up nýju. Það er ekki alltaf samhang keðja í þessu,“ sagði Þórólfur Ant son. Yfirburðir hjá Kristjönu og Viktori Morgunblaðið/Árni Sæb Viktor Kristmannsson var sigursæll á Íslandsmótinu í fimleikum. Hann var krýndur Íslandsmeistar fimm áhöldum í gær og hér er hann í æfingum á tvíslánni. VIKTOR Kristmannsson og Krist- jana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerlpu höfðu mikla yfirburði yfir aðra keppendur í áhaldafimleikum á sunnudag þegar keppt var í ein- stökum áhöldum. Á laugardag urðu þau Íslandsmeistarar í fjöl- þraut og þau gáfu ekkert eftir á sunnudag þar sem Viktor sigraði í fimm greinum af sex og Kristjana í þremur greinum af fjórum. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar SVEN Göran Eriksson þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann valdi fyrir leikina gegn Írum og Aserum í und- ankeppni heimsmeistaramótsins en leikirnir fara fram á Old Trafford í Manchester og St. James Park í Newcastle 26. mars og 30. mars. En það má segja að Eriksson hafi ekki komið neinum á óvart með vali sínu að öðru leyti en því að Emile Heskey frá Birmingham er á ný í landsliðinu. Andy Johnson frá Crystal Palace og Stewart Downing Middlesbrough eru í hópnum að þessu sinni. Markverðir: Paul Robinson (Tott- enham), David James (Manchester City), Robert Green (Norwich). Varnarmenn: Rio Ferdinand (Man- chester Utd), John Terry (Chelsea), Ledley King (Tottenham), Jamie Carragher (Liverpool), Ashley Cole (Arsenal), Gary Neville, Wes Brown og Phil Neville (allir Manchester Utd.). Miðjumenn: David Beckham (Real Madrid), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Stewart Downing (Middlesbrough), Owen Hargreaves (Bayern München), Joe Cole (Chelsea), Kieron Dyer (New- castle), Jermaine Jenas (Newcastle). Framherjar: Andy Johnson (Crystal Palace), Michael Owen (Real Madrid), Jermain Defoe (Tott- enham), Wayne Rooney (Manchest- er Utd), Emile Heskey (Birm- ingham). Eriksson valdi Heskey á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.