Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 5
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 B 5 „VIÐ spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en svo vorum við eins og höfuðlaus her í þeim seinni og KA-menn fóru að berjast eins og þeir best geta. Jafntefli eru kannski sanngjörn úrslit þegar leikurinn er skoðaður í heild en auðvitað áttum við að vinna. Við höfum verið á uppleið í síðustu þremur leikjum og við sjáum bara hvað setur í úrslitakeppn- inni en ég kvíði engu í þeim efn- um,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Vals. „Á hælunum“ Þorvaldur Þorvaldsson, hinn gamalreyndi varnarjaxl og línu- maður KA, stóð í ströngu síðustu sekúndurnar. „Já, ég vildi fá víti þegar var brotið á mér þarna í fyrra skiptið en dómararnir sögðu að ég hefði staðið inni í teig og þeir hljóta að vita hvað þeir eru að segja. Mér tókst svo að fiska víti í lokin og auðvitað áttum við að skora úr því en þetta var vel varið,“ sagði Þor- valdur. „Við vorum alveg á hælunum í fyrri hálfleik, alveg ótrúlega lé- legir. Við sýndum smá karakter í seinni hálfleik en það nægði ekki og því miður endum við í sjötta sætinu. Þetta þýðir að það er orð- ið tímabært að fara að vinna leik á útivelli, öðruvísi komumst við ekki áfram,“ sagði Þorvaldur. Óskar Bjarni: ,,Vorum eins og höfuðlaus her“ ÍSLANDS- og deildarmeistarar Hauka etja kappi við sigurvegarann úr leik Víkings og FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í DHL-deild karla í handknattleik. Í öðrum leikjum í 8-liða úrslitunum eigast við ÍBV og Fram, ÍR leik- ur við KA og HK spilar við Val. Tvo sigurleiki þarf til að komast í und- anúrslin. Haukar gegn FH eða Víkingi í úrslitakeppninni Leikurinn var afar sveiflukennd-ur. Valsmenn byrjuðu með sterkri 6-0 vörn og góðri markvörslu en segja má að KA hafi hvorki byrjað með vörn né mark- vörslu því eftir 5 mínútna leik var staðan orðin 5:1 fyrir Val. Þá var Hlynur Jóhannesson m.a. búinn að verja 2 vítaskot í marki Vals. Hvorki gekk né rak hjá KA en þó átti Halldór Sigfússon góða rispu þegar hann minnkaði muninn úr 6:12 í 9:12 með 3 góðum mörkum í röð. Valur hélt þó góðri forystu og hafði fimm mörk yfir í leikhléi, 18:13. Ekki vænkaðist hagur KA við það að fyrirliðinn Jónatan Magn- ússon var borinn meiddur út af undir lok hálfleiksins. KA-menn mættu með allt öðru hugarfari til seinni hálfleiks, skor- uðu þrjú mörk í röð og áður en hálfleikurinn var hálfnaður hafði þeim tekist að jafna metin í 23:23. Leikurinn var síðan æsispennandi til loka. Jónatan kom inn á og var með síðustu sex mínúturnar en það var mikil dramatík í KA-heim- ilinu í lokin eftir að Ragnar Njáls- son skoraði jöfnunarmark KA, 29:29. Valsmenn áttu langa sókn, Vilhjálmur Halldórsson braust í gegn en Hafþór Einarsson varði þegar 40 sekúndur voru til leiks- loka. KA-menn eygðu sigurmögu- leika. Brotið var á Þorvaldi Þor- valdssyni á línunni þegar 4 sekúndur voru eftir og aðeins aukakast dæmt þrátt fyrir hávær mótmæli KA, sem enduðu með því að Halldóri Sigfússyni var vísað af velli. Það átti eftir að reynast dýr- keypt. Stillt var upp fyrir Ragnar Njálsson sem þrumaði á markið. Pálmar Pétursson varði en Þor- valdur náði frákastinu og fiskaði víti þegar leiktíminn rann út. Nú voru góð ráð dýr því vítaskytta KA, Halldór Sigfússon, var í skammarkróknum. Það var fyrir- liðinn Jónatan Magnússon sem spreytti sig en Hlynur Jóhannes- son kom í markið og varði þriðja vítaskot sitt í leiknum og tryggði Valsmönnum jafntefli og dýrmætt stig. Sofandaháttur KA í fyrri hálf- leik varð liðinu að falli en þá skor- uðu Valsmenn m.a. nokkur mörk með því að vera snöggir að taka miðju. Halldór Sigfússon var yf- irburðamaður í liði KA og skoraði 13 mörk. Andri Snær Stefánsson barðist vel og Þorvaldur Þorvalds- son lét mikið að sér kveða í seinni hálfleik. Hjá KA léku markverð- irnir stórt hlutverk, sérstaklega Hlynur Jóhannesson. Heimir Árnason og Vilhjálmur Halldórs- son voru drjúgir í markaskorun- inni og þeir Brendan Þorvaldsson, Kristján Karlsson og Baldvin Þor- steinsson áttu fínan leik. Dýrmætt stig Vals í drama- tískum leik AÐ byrja eða byrja ekki á heimavelli í úrslitakeppninni; þetta var klípan sem KA og Valur glímdu við á laugardaginn. KA þurfti sigur en kastaði honum frá sér með því að misnota víti á síðustu sekúndu leiksins. Leiknum lauk með jafntefli, 29:29, og þegar öll kurl voru komin til grafar reyndist þetta stig nægja Valsmönnum til að klifra upp í 4. sætið og tryggja sér heimavallarrétt gegn HK í úrslita- keppninni. KA endaði hins vegar í 6. sæti og þarf að sækja ÍR heim þegar úrslitakeppnin hefst. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Þórsarar náðu fjögurra marka for-skoti snemma í leiknum er þeir skoruðu fimm mörk í röð á tíu mín- útna kafla. Gestirnir náðu engum takti við leikinn og um miðjan hálfleikinn tók Gunn- ar þjálfari leikhlé í stöðunni 7:3. Það virtist bera árang- ur, því lærisveinar hans skoruðu þrjú mörk á aðeins einni mínútu og voru skyndilega komnir aftur inn í leikinn. Þórsarar náðu samt að seiglast fram úr á nýjan leik og ná fjögurra marka forskoti á ný, sem þeir héldu til leik- hlés. Í seinni hálfleik snerist dæmið al- gjörlega við. Þórsarar voru heillum horfnir og leikur þeirra var hreinasta hörmung. Víkingar bitu hins vegar í skjaldarrendur og þjöppuðu sér sam- an. Á ótrúlegum níu mínútna kafla skoruðu Víkingar hvorki fleiri né færri en átta mörk án þess að Þór næði að svara fyrir sig. Náðu þar með fimm marka forskoti og þann mun voru Þórsarar aldrei líklegir til að vinna upp. Liðið tapaði þar með fimm síðustu leikjum sínum á Íslands- mótinu og er þar með komið í sex mánaða frí. Aigars Lazdins og Árni Þór Sigtryggsson voru drjúgir í fyrri hálfleik og þá varði Skabeikis ágæt- lega. Í seinni hálfleik hrundi leikur liðsins hins vegar algjörlega. Með góðum seinni hálfleik sýndu Víkingar hvað í þeim býr og börðust af krafti fyrir markmiði sínu. Þeir höfðu viljann og ákveðnina þegar mest á reið og eru nú skrefi frá sæti í úrslitakeppninni. Andri Berg Har- aldsson hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik með glæsilegum þrumufleyg- um og þegar Þórsarar settu yfir- frakka á hann í seinni hálfleik var það Þröstur Helgason sem raðaði inn mörkum. Þá varði Reynir Þór Reyn- isson vel í seinni hálfleik og Benedikt Árni Jónsson fór mikinn, bæði í markaskorun og baráttu. Gunnar Magnússon, þjálfari Vík- ings, var að vonum í skýjunum eftir leikinn. „Mér fannst við vera betri all- an leikinn. Í fyrri hálfleik nýttum við færin skelfilega illa, misnotuðum 7-8 dauðafæri og tvö víti. Svo kom kafli í seinni hálfleik þar sem við lokuðum vörninni gjörsamlega og náðum að keyra yfir þá. Eftir það var þetta aldrei spurning,“ sagði Gunnar og var ánægður með baráttuna hjá strákun- um.„Við vorum að berjast fyrir til- veru okkar og vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí núna loksins þegar gamanið færi að byrja. Þar að auki er þetta síðasta árið sem er úrslita- keppni, og í Víkingi eru strákar sem eru búnir að vera í liðinu í 7-8 ár og aldrei tekið þátt í úrslitakeppni, þannig að það er núna eða aldrei. Það eru tíu ár síðan við vorum í úrslita- keppni og við ætlum okkur þangað núna. En ég ber fulla virðingu fyrir FH-ingum, þetta verður hörku- keppni tveggja góðra liða,“ sagði Gunnar. Dómgæslan var slök Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, var gríðarlega vonsvikinn í leikslok og vildi meina að hans menn hefðu ekki notið sannmælis hjá dómurunum. „Þeir komust upp með grófan varnarleik, bakhrindingar og brot, sem dæmt var á hjá okkur. Svona dómgæsla er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Axel og var vægast sagt ósátt- ur. „En sóknarleikurinn hjá okkur var auðvitað lélegur í seinni hálfleik og nýting á færum mjög slæm. Nú þurfum við að fara yfir málin, ég þarf að hugsa minn gang og fara yfir það sem ég hef verið að gera. Ég er auð- vitað alls ekki sáttur við gengi liðsins eftir áramót,“ sagði Axel en vildi ekki taka undir það að liðið væri komið í sumarfrí. „Nei, núna er bara að hefja vinnu fyrir haustið, við erum langt frá því að vera hættir,“ sagði Axel. Aðspurður hvort þetta hafi verið síðasti leikur Árna Þórs Sigtryggs- sonar fyrir Þór svaraði Axel neitandi. „Ég hef fulla trú á að Árni verði áfram með okkur,“ sagði Axel. Víkingar björg- uðu sér fyrir horn ÞÓRSARAR luku keppni á Íslandsmótinu í handbolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Víkingi á heimavelli á laugardaginn. Víkingar fögnuðu gríðarlega í leikslok, enda var leikurinn hreinn úrslita- leikur um það hvort þeir eða Þórsarar mæta FH í aukakeppni um áttunda sætið í úrslitakeppninni. Lokatölur urðu 33:30 Víkingi í hag en í leikhléi höfðu heimamenn hins vegar fjögurra marka forskot, 17:13. Valur Sæmundsson skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg Haukamennirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Vignir Svavarsson fyrirliði og Halldór Ingólfsson höfðu ástæðu til að fagna eftir sigurinn gegn ÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.