Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 12
 BRYNJAR Pétursson, HK og Anna Pavliouk, Þrótti Reykjavík, voru valin bestu leikmenn 1. deildar karla og kvenna á lokahófi Blaksam- bands Íslands á laugardagskvöld. Kristín Salín, Þrótti Neskaupsstað, og Subaru Takenaka, Þrótti Reykjavík, voru valin efnilegust.  SUBARU Takenaka var stiga- hæstur hjá körlunum með 196 stig. Brynjar Pétursson, HK, skoraði flest stig úr uppgjöfum, 39 talsins. Ólafur Viggósson, HK, var með flestar hávarnir, 30 talsins.  ANNA Pavliouk skoraði flest stig- in hjá konunum eða 265 stig. Hulda Elma Eysteinsdóttir, Þrótti Reykja- vík, skoraði flest stig úr uppgjöfum, 48 talsins og Ingibjörg Gunnars- dóttir, HK, var með flestar hávarnir eða 39.  MARK Van Bommel skoraði þrennu á 15 mínútum þegar PSV burstaði Ajax, 4:0, í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsti leikur Ajax undir stjórn Danny Blind en hann tók við starfi Ronald Koeman sem sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu. PSV er með 67 stig í efsta sæti, sjö stigum á undan Alkmaar. Ajax er svo í þriðja sætinu, 14 stigum á eftir PSV.  AVERY Johnson hefur tekið við sem aðalþjálfari NBA-liðsins Dallas Mavericks en Don Nelson hefur látið af störfum og stjórnaði Johnson lið- inu gegn Charlotte Hornets um helgina. Johnson sendi leikmönnum liðsins skilaboð er hann tók aðal- stjörnu liðsins, Dirk Nowitzki, af velli eftir að hann gerði sig sekan um mistök í vörninni. Johnson er ætlað að bæta varnarleik liðsins en liðið hefur ekki þótt líklegt til þess að ná alla leið í NBA-deildinni vegna varn- arleiksins sem er slakur. Dallas vann 104:93 og sagði Nowitzki að hann skildi vel hvað væri í húfi og ákvörð- un þjálfarans hefði verið hárrétt. „Ég veit að ég þarf að laga hjá mér varnarleikinn og það þurfa allir leik- menn liðsins að leggja sitt að mörk- um,“ sagði Þjóðverjinn.  STEVE Francis, leikstjórnandi Orlando Magic í NBA-deildinni, hef- ur verið úrskurðaður í leikbann vegna atviks sem átti sér stað í Port- land en þar er Francis sagður hafa sparkað viljandi í ljósmyndara sem sat utan vallar og myndaði. Francis neitar sök en hann mun ekki leika á meðan forsvarsmenn liðsins hafa rannsakað málið ítarlega.  MIAMI Heat sigraði í 12. leiknum í röð um helgina er liðið lagði New York Knicks að velli 97:82, en þetta er í fjórða sinn í vetur sem Heat vinnur New York. En það er fé- lagsmet þar sem Heat hefur aldrei sigrað í öllum fjórum leikjum vetr- arins gegn New York. Shaquille O’Neal skoraði 33 stig og tók 12 frá- köst og Dwyane Wade skoraði 30 stig. Heat hefur sigrað í 15 heima- leikjum í röð og er nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni líkt og San Antonio Spurs.  TIRUNESH Dibaba frá Eþíópíu varð tvöfaldur sigurvegari á heims- meistaramótinu í víðavangshlaupi í kvennaflokki en hún sigraði í báðum vegalengdunum sem keppt var í. Hún er aðeins 19 ára gömul. Eþíópía sigraði tvöfalt að þessu sinni þar sem Kenenisa Bekele sigraði einnig í báðum vegalengdunum í karlaflokki.  MATTI Hautamäki frá Finnlandi og Bjørn Einar Romøren frá Noregi voru í aðalhlutverki er keppt var í skíðaflugi í Planica en þeir skiptust á um að setja heimsmet í keppninni. Romøren setti heimsmet á æfinga- degi fyrir mótið er hann stökk 234,5 metra en Finninn bætti metið í fyrri umferðinni, með stökki upp á 235,5 metra. En Romören bætti um betur og flaug 239 metra. FÓLK Fyrsti leikhlutinn var gríðarlegagóður hjá okkur og þá fór nánast allt ofaní. En það hægðist aðeins á leiknum þegar á leið en ég er glaður að við skyldum verja heimaleikjarétt- inn þrátt fyrir nauman sigur,“ sagði Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells við Morgunblaðið eftir leikinn. „Það gekk mikið á undir lok leiksins og í framlengingunni voru Nemanja Sovic og Jeb Ivey komnir útaf hjá Fjölni en þeir gáfu ekkert eftir þrátt fyrir það. Ég er ekki alveg nógu sáttur við okk- ar leik. Við erum að fá of mörg stig á okkur og í sóknarleiknum erum við ekki nógu einbeittir. Fjölnisliðið kom mér ekkert á óvart. Þeir eru með gott lið og við verðum að hafa okkur alla við til þess að leggja þá að velli. Leik- urinn á þeirra heimavelli verður sama baráttan en við höfum sett það sem markmið að ná einum sigri á þeirra heimavelli og vonandi tekst það í næsta leik,“ sagði Bárður en hann taldi að Hlynur Bæringsson fyrirliði liðsins hefði átt stórleik með 28 stig en hann klikkaði aðeins á tveimur skotum inni í vítateignum. „Banda- ríkjamaðurinn Mike Ames var einnig mjög góður og þá sérstaklega í fyrsta leikhluta,“ bætti Bárður við en Ames skoraði 25 stig í leiknum. „Að mínu mati áttum við að taka þessa viðureign. Ivey fór útaf með fimmtu villuna á bakinu undir lok venjulegs leiktíma og Sovic var löngu farinn útaf. Ungu strákarnir í liðinu tóku því af skarið í framlengingunni. Þetta hafðist ekki að þessu sinni en þeir fengu dýrmæta reynslu. Reynd- ar hittu leikmenn Snæfells alveg fá- ránlega í fyrsta leikhluta, hittu úr öll- um átta þriggja stiga skotum sínum. Og það var alveg sama hvað við reyndum að verjast því. Það fór allt ofaní. Við fengum góð tækifæri til þess að tryggja okkur sigurinn undir lok venjulegs leiktíma en okkur var ekki ætlað að sigra. Við gerum það bara á þriðjudaginn á heimavelli,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Fjölnis. ÍR-ingar ætla sér titilinn ÍR hélt áfram að koma á óvart í úr-slitakeppninni er liðið sigraði Ís- landsmeistaralið Keflavíkur mjög sannfærandi á úti- velli 88:80, en 16 stig skildu liðin að í hálf- leik, 51:35. Keflavík tapaði síðast leik á heimavelli í úrslitakeppn- inni þann 16. apríl árið 2002 gegn Njarðvík, en ÍR sigraði síðast í Kefla- vík árið 1986. Keflvíkingar hittu illa úr skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna eða 5/30 en þriggja stiga skotin hafa verið einn aðalstyrkur liðsins á þessu leiktímabili. Eiríkur Önundarson fór fremstur fyrir ÍR í fyrri hálfleik en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Heimamenn í Keflavík virtust þó vera að fara að bíta frá sér undir lok- in. Þeir spiluðu fína vörn og komu með nokkrar skemmtilegar körfur en þessi kafli Keflvíkinga kom alltof seint. „Þetta var mjög lélegur leikur hjá okkur, við komum engan veginn til- búnir til leiks. Það er ekki að ástæðu- lausu að þetta lið sló út Njarðvík og við tókum leikinn bara ekki nógu al- varlega. Við verðum að taka alvarlega og læra af þessum leik hér í dag og mæta dýrvitlausir í leikinn á mánu- dag inn í Seljaskóla,“ sagði Sverrir Þ. Sverrisson leikmaður Keflavíkur. „Þetta var mjög fínn leikur hjá okkur. Okkar stefna er að taka Íslandsmeist- aratitilinn og var þetta bara eitt skref í áttina að því. En við verðum að passa okkur að fagna ekki of lengi og mæta tilbúnir til leiks á mánudag, en það verður hörkuleikur,“ sagði Egg- ert Maríuson þjálfari ÍR. Háspenna í Hólminum SNÆFELL og Fjölnir áttust við í fyrsta leiknum í undanúrslitum Ís- landsmótsins í körfuknattleik karla, DHL-deild, í gær, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst í úrslit um Íslandsmeist- aratitilinn í úrvalsdeildinni. Leikurinn í gærkvöld var gríðarlega spennandi þar sem Fjölnismenn réttu úr kútnum eftir að hafa feng- ið á sig 41 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var jöfn, 93:93, að loknum venjulegum leiktíma og hafði Snæfell betur í framlengingunni, 103:101. Á laugardag lagði ÍR Íslandsmeistarana úr Keflavík, 88:80, og var það fyrsti sigur ÍR í Keflavík frá árinu 1986. Liðin eig- ast við í kvöld á ný í Seljaskóla. Sigurðardóttir lék einnig vel og tók að venju mikið af fráköstum. Erlurnar, Þorsteinsdóttir og Reynisdóttir, hafa oft leikið betur en það kom ekki að sök að þessu sinni. Svandís var að vonum sátt í leikslok: „Við erum komnar í gang. Erum loksins farnar að spila vel saman, og komnar með góðan útlend- ing. Það var virkilega sætt að ná að hefna fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum. Við erum orðnar miklu ákveðnari og miklu grimmari og ég er því mjög bjartsýn á framhaldið en stefnan er að sjálfsögðu að fara alla leið. Það var heilmikill munur á leik okkar frá því í fyrri leiknum í Grindavík, en nú héld- um við stöðugt áfram að bæta við for- ystuna í stað þess að sætta okkur við naumt forskot. Ég held að það skipti ekki máli hvort liðið við fáum í úrslit- um, við erum farnar að spila vel og tökum bara því sem að höndum ber,“ sagði Svandís. Signý fór á kostum ÍS náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitarimmu liðsins gegn Ís- landsmeistaraliði Keflavíkur í 1. deild Grindavíkurstúlkur gáfu tóninnstrax í fyrsta leikhluta og höfðu ellefu stiga forskot er honum lauk, 14:25. Gestirnir léku af mun meira sjálfs- trausti en heimaliðið og röðuðu niður þriggja stiga körfum í fyrri hálfleik. Williams hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og setti raunar niður fyrstu sjö þriggja stiga skot sín í leikn- um. Í hálfleik var staðan 34:48 og ljóst hvert stefndi. Bikarmeistararnir kom- ust heldur aldrei í gang í síðari hálfleik og náðu einungis að minnka muninn niður í ellefu stig í síðasta fjórðungi. Haukastelpur hittu illa í leiknum eins og stigaskorið gefur til kynna en gerðu einnig mörg sóknarmistök. Ebony Shaw var þeirra atkvæðamest í leiknum með 24 stig en Helena Sverr- isdóttir stóð einnig fyrir sínu og skor- aði 16. Eins og fyrr segir gerði Will- iams gæfumuninn fyrir Grindavík í leiknum, en þó dró nokkuð af henni í síðari hálfleik og setja má spurninga- merki við úthaldið hjá henni. Svandís kvenna í körfuknattleik, en ÍS skor- aði 75 stig gegn 54 stigum Keflavíkur. Liðin áttust við í Reykjavík á laug- ardag eftir að Keflavík hafði sigrað í fyrsta leiknum eftir framlengingu, 77:71. Það var ekki að sjá að einhver meistarabragur væri á liði Keflavíkur því Stúdínur gerðu nánast út um leik- inn á fyrstu 10 mínútum leiksins enda skoruðu Keflvíkingar aðeins 3 stig í þeim leikhluta gegn 21 stigi ÍS. Keflavík náði að minnka muninn í 12 stig í upphafi fjórða leikhluta, 53:41, en lengra komst meistaraliðið ekki. Signý Hermannsdóttir fór á kost- um í liði ÍS en hún varði m.a. 8 skot frá leikmönnum Keflavíkur, skoraði 23 stig og tók 16 fráköst. Signý lét ekki þar við sitja þar sem hún átti einnig 6 stoðsendingar í leiknum. Angel Mason í liði ÍS var langt frá sínu besta enda hitti hún aðeins einu af alls sjö skotum sínum í leiknum og skoraði hún 5 stig í leiknum og þar af þrjú af vítalínunni. Í liði Keflavíkur bar mest á Alex- andriu Stewart sem skoraði 24 stig og tók 11 fráköst en aðrir leikmenn liðs- ins voru langt frá sínu besta enda var skotnýting liðsins skelfileg. Liðin eigast við í oddaleik á þriðju- daginn í Keflavík en þar ræðst hvort liðið kemst í úrslitarimmuna um Ís- landsmeistaratitilinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríska stúlkan Rita Williams skoraði 36 stig og fór á kost- um í liði Grindvíkinga gegn Haukum í gær. Hér er hún í baráttu við Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Williams skaut Hauka í kaf GRINDAVÍK sendi bikarmeistara Hauka í sumarfrí í gærkvöldi, með öruggum sigri 75:56, í síðari leik liðanna á Ásvöllum, í undan- úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Hin bandaríska Rita Williams skaut Hauka í kaf í leiknum og skoraði 36 stig, þar af voru sjö þriggja stiga körfur úr einungis tíu tilraunum. Grindavík sigraði 2:0 í einvíginu og mætir sigurvegaranum úr viðureign Keflavíkur og ÍS, sem útkljáð verður í oddaleik í Keflavík á þriðjudaginn. Kristján Jónsson skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.