Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 1
2005  MÁNUDAGUR 21. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GRINDAVÍK KOMIÐ Í ÚRSLIT EFTIR SIGUR Á HAUKUM / B12 Keppnin var jöfn og spennandi, sér-staklega í fjölþraut kvenna á laugardag þar sem Sif Pálsdóttir gerði harða hríð að ríkjandi meistara Krist- jönu Sæunni Ólafsdóttur. Sif mistókst í æfingum á stökki en bætti það upp með því að ná hæstu einkunn í hinum greinunum þremur en það dugði henni þó ekki nema í annað sætið. Íslandsmeistarinn í áhaldafimleik- um kvenna, Kristjana Sæunn Ólafs- dóttir, var sátt við árangurinn um helgina. „Ég er búin að standa mig mjög vel að mínu mati. Við vorum mjög jafnar allar og sigurinn núna kom mér dálítið á óvart. Mér gekk mjög vel og það er gaman að sjá hvað það eru miklar framfarir í fimleikun- um,“ sagði Kristjana sem er að verða 14 ára og segir að það verði sitt næsta verkefni að láta ferma sig en svo taka fimleikarnir við að nýju enda æfa af- rekskonur eins og hún 24 tíma á viku. „Mér finnst þetta ekki mikill tími enda er þetta mjög gaman og ef mað- ur skipuleggur tímann sinn vel þá kemur þetta ekki niður á náminu.“ Viktor Kristmannsson stóð í sömu sporum og svo oft áður, á efsta palli en flensa hrjáði kappann á sunnudeg- inum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann hefði betur en keppinautar hans. Íslandsmótið í fimleikum á áhöldum fór fram um helgina í Laugardalshöllinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Gerplu, var sigursæl á Íslandsmótinu í fimleikum sem haldið var um helgina. Hér leikur hún listir sínar í Laugardalshöllinni. Kristjana Sæunn og Viktor meistarar ÍSLANDSMÓTIÐ í áhaldafimleikum fór fram í Laugardalshöll um helgina. Gerpla fagnaði tvöföldum sigri bæði í karla- og kvenna- flokki þar sem þau Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Krist- mannsson hömpuðu Íslandsmeistaratitlunum að nýju en þau fögn- uðu einnig sigri á síðasta ári. ■ Yfirburðir/B7 KENNY Dalglish, fyrrum leikmaður og knatt- spyrnustjóri Liverpool, segir að viðureign liðsins við ítalska liðið Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar geti farið úr böndunum þar sem síðasta viðureign félaganna endaði með því að 39 áhorfendur létust á Haysel-leikvang- inum í Belgíu. Stuðningsmenn Liverpool voru ár- ið 1985 ásakaðir um að hafa komið af stað óeirð- um sem enduðu með hörmungum og segir Dalglish að einhverjir stuðningsmenn beggja liða hafi í hyggju að efna til óeirða á ný er liðin mætast. Dalglish var í liði Liverpool sem tapaði 1:0 fyrir Juventus í umræddum leik og segir hann að leikurinn líði seint úr minni. „Það er eins ég hafi verið á vellinum í gær. Ég tel að forsvarsmenn og stuðningsmenn liðanna eigi að einblína á það góða samstarf sem hefur skapast á milli þeirra eftir atburðinn. Það á ekki að ala á hatri fyrir leikina, menn verða að einbeita sér að því að láta verkin tala úti á vellinum,“ sagði Dalglish. Dalglish hefur áhyggjur ÍTALSKA knattspyrnu- sambandið hefur ákveðið að sækja íslenska landsliðið í knatt- spyrnu til Zagreb. Ítalir senda glæsilega langferðabifreið, dag- inn eftir landsleik Króatíu og Ís- lands í undankeppni HM, sem fer fram í Zagreb á laugardaginn. Landleiðin frá Zagreb til Pad- ova, þar sem landsleikur Ítalíu og Íslands fer fram miðvikudag- inn 30. mars, er ekki nema 348 km, þannig að ferðin tekur í mesta lagi fimm klukkustundir. Halldór B. Jónsson, varafor- maður KSÍ og aðalfararstjóri í ferðinni, sagði að þessi ferðamáti væri mun betri en að fara í flugi frá Zagreb, þar sem það tæki alltaf sinn tíma að koma lands- liðshópnum í flug og úr flugi, með lítt skemmtilegum tösku- burði. „Strákarnir geta lagt sig á leiðinni, þannig að ferð okkar í langferðabifreiðinni verður stutt og þægileg,“ sagði Halldór B. Landsliðshópurinn fer eftir þjóðbraut, E-70, frá Zagreb til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu, 135 km leið, en þá tekur hrað- brautin, E-70, við alla leið til Padova, eða 213 km leið. Komið verður til Ítalíu fyrir norðan borgina Trieste, og þaðan liggur beinn og breiður vegur til Pad- ova. Ítalir sækja landsliðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.